Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Við fjölskyldan lent- um í fremur leiðinlegu fjársvikamáli af hálfu bílaleigu á Spáni og vilj- um því vara fólk við að eiga viðskipti við við- komandi fyrirtæki. Reyndar eru ótal við- varanir gagnvart þessu fyrirtæki á netinu frá öðrum sem lent hafa í svipuðum hremm- ingum. Við sáum þær hins vegar ekki fyrr en eftir á og telj- um því ekki vanþörf á að vekja betur athygli á þessu. Forsagan er sú að við leigðum bíl gegnum Dohop hjá bílaleigunni Rhodium í Alicante á Spáni, sem er greinilega undirfyrirtæki bílaleig- unnar Goldcar. Þegar við tókum bílinn upplifðum við mikla pressu og jafnvel hótanir til að kaupa viðbótartryggingu þó við værum með fullkomnar tryggingar fyrir, en við létum ekki undan því. Á bílnum voru 18 rispur og eftir á að hyggja hefðum við átt að neita að taka við bíl sem var svona mikið rispaður og skemmdur. Einnig hefðum við átt að skoða „review“ um bílaleiguna þar sem svindli er lýst í mörgum færslum (t.d. https://www.trustpi- lot.com/review/ rhodiumcar.es) – en það er auðvelt að vera vitur eftir á! Við lentum ekki í neinum óhöppum í dvöl- inni á Spáni og þar vor- um við með bílinn í af- lokuðu einkastæði allan tímann nema á keyrslu til og frá flug- velli. Því var ekki möguleiki á neinum rispum frá öðrum bílum í bílastæðum. Þegar við skiluðum bílnum sögðu þeir hjá bílaleigunni að allt væri í lagi og við treystum því, en gættum þess ekki að fá það skriflegt enda verulega tímabundin. Við hefðum líka átt að taka myndir en bíllinn var í mjög illa upplýstri bílageymslu og lítið hefði sést á þeim. Bíllinn var líka verulega skemmdur fyrir og erfitt að sjá hugs- anlegar viðbætur á rispum og dæld- um. Tveimur dögum eftir að við skil- uðum bílnum kom krafa um nær 100 þ. kr. í viðgerðarkostnað vegna upp- loginna skemmda. Myndir sem fylgdu kröfunni voru m.a. af stórri rispu sem var á bílnum þegar við tók- um við honum. Aðrar myndir sem eiga að vera af nýjum rispum eru teknar svo nálægt að það er með eng- um hætti hægt að greina hvar á bíln- um er verið að mynda, eða hvort myndirnar eru yfirhöfuð af þessum bíl. Ein myndin er svo óskýr að það sem er á myndinni er meira eins og skítur en skemmd. Bíllinn var reynd- ar svo rispaður fyrir að erfitt hefði verið að sjá einhverja viðbót. Einnig er nokkuð undarlegt að borga eigi fyrir dýra viðgerð á bíl sem þeir greinilega ætla ekki að gera við (hafa ekki gert það hingað til) og verðið er algjörlega ákveðið af þeim. Gold- car/Rhodium fyrirtækin hafa ekki lát- ið segjast við andmælum okkar, en svo virðist sem Goldcar sé aðalfyr- irtækið, en noti Rhodium sem ódýr- ara skúffufyrirtæki, líklega til að leigja út lélegri bíla og stunda fjár- kúganir. Við kvörtuðum líka til Do- hop, sem harmaði atvikið en taldi sig ekki geta hætt viðskiptum við Gold- car þar sem þeir væru miðlarar fyrir annað fyrirtæki sem réði hvaða bíla- leigur væru inni í tilboðum. Málið er nú í höndum banka og trygging- arfélaga sem vonandi geta með að- stoð lögreglu stöðvað ólöglega starf- semi þessa fyrirtækja. Við viljum allavega hvetja aðra ferðalanga til að vera á varðbergi gagnvart þessum fyrirtækjum. Við hefðum átt að skoða betur umsagnir á netinu þar sem fram kemur að svona fjársvik virðast vera daglegt brauð hjá þeim Rhodium og Goldcar bíla- leigunum. Einnig má spyrja sig hvort Dohop sé vandað fyrirtæki, sem miðl- ar viðskiptum við svona glæpafyr- irtæki? Eftir Hrefnu Kristmannsdóttur » Við viljum hvetja ferðalanga til að vera á varðbergi gagn- vart Rhodium og Gold- car bílaleigunum. Svona fjársvik virðist vera daglegt brauð hjá þeim. Hrefna Kristmannsdóttir Höfundur er prófessor emeritus. hkristmannsdottir@gmail.com Viðvörun vegna glæpsamlegrar bílaleigu Þann 23. júní ár hvert er haldið upp á Ólympíudaginn í 206 löndum sem eru með Ólympíunefndir. Al- þjóðaólympíunefndin ákvað á fundi sínum 1948 í Sorbonne í París að halda skyldi árlega Ólympíudag um allan heim til að minnast samþykktar sem gerð var 23. júní 1894 um endurvakningu nútíma Óympíuleika í Grikklandi 1896. Markmiðið með deginum er að hvetja til þátttöku í íþróttum um allan heim óháð aldri, kyni eða íþróttalegri getu. Undanfarna áratugi hafa Ólymp- íudagarnir hjálpað til að kynna ól- ympíuhugsjónina um allan heim með ólíkum viðburðum á sviði íþrótta, menningar, lista og mennt- unar. Ólympíuhlaupið er sér- staklega vinsælt þennan dag. Sein- ustu árin hafa Ólympíudagarnir þróast meir og meir í átt að al- mennri hreyfingu, lærdómi og ný- sköpun. Þannig hafa Ólympíu- nefndir í mörgum löndum skipulagt Ólympíudagana í nánu samstarfi við bæjarfélög, íþróttafélög og skóla víða um landið þar sem ungt fólk hittir afreksíþróttafólk landa sinna. Á Íslandi skipuleggur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) þennan dag í samstarfi við Samtök íslenskra ólympíufara (SÍÓ) en einnig er hægt að halda upp á daginn á öðrum dögum, sem verður gert á Íslandi í ár eins og golfkeppni í september fyrir ólymp- íufara og fjölskyldur þeirra í samstarfi við Golfsamband Íslands og Golfklúbb Ness á Seltjarnarnesi. SÍÓ og ÍSÍ eru áhugasöm um að fjölga Ólympíu- dögum ár hvert í samstarfi við bæj- arfélög, íþróttafélög og skóla um land allt og hvetja áhugasama aðila að hafa samband. ÍSÍ og SÍÓ eru þegar í samstarfi við Frjáls- íþróttaráð Reykjavíkur um að gera Grunnskólamótið í frjálsum í sept- ember að Ólympíudegi sem vonandi verður fastur viðburður. Á heimsþingi ólympíufara sem haldið var í Lausannae í Sviss 14.- 18. apríl voru rædd mörg sam- félagsleg verkefni sem ólympíu- farar voru hvattir til að styðja. Samtök íslenskra ólympíufara kynntu á þinginu þá hugmynd að ólympíufarar um allan heim hvetji þróunarsamvinnustofnanir viðkom- andi landa til að bæta eflingu skipulagðrar íþróttastarfsemi við almennan stuðning þeirra við bygg- ingu skóla, heilsugæsla, o.fl. í þró- unarlöndum. Fulltrúum Afríkuríkja leist vel á þessa hugmynd okkar Ís- lendinga. SÍÓ hefur hafið viðræður við utanríkisráðuneytið um slík verkefni. Það fyrsta er að stofna íþróttafélag við skóla í þorpinu Got Agulu við Viktoríuvatnið í Kenía sem byggður hefur verið af íslensk- um fjölskyldum og félagasamtökum í samstarfi við kennara og nem- endur Versló. Sem lið í stofnun þessa íþróttafélags í Got Agulu þá tekur SÍO þátt með mörgum öðrum félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum í að bjóða fótboltaliði skólans til Íslands á ReyCup 2019. Samtök íslenskra ólympíufara (SÍÓ) voru stofnuð 1995 og eru allir þeir Íslendingar sem keppt hafa á Ólympíuleikum félagar. Samtals hafa 305 Íslendingar keppt á Ól- ympíuleikum síðan í London 1908, en 57 þeirra eru látnir. SÍÓ er aðili að Alþjóðasamtökum ólympíufara (WOA; World Olympians Associa- tion) en samtals hafa um 100.000 einstaklingar frá 206 löndum keppt á sumar- og vetrarólympíuleikum frá upphafi. Ólympíuhugsjónin kynnt um allan heim Eftir Jón Hjaltalín Magnússon Jón Hjaltalín Magnússon » SÍÓ og ÍSÍ ætla að fjölga Ólympíu- dögum ár hvert í sam- starfi við bæjarfélög, íþróttafélög og skóla um land allt og hvetja áhuga- sama að hafa samband. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra ólympíufara. jhm@simnet.is Ljósmynd/Paul Ramses Íþróttafélag Fótboltalið Versló-skólans í Got Agulu, Kenía. Ég var að hlusta á útvarpsþáttinn Sprengisand á Bylgjunni þann 16. júní 2019. Þar voru fjórir alþingismenn m.a. að ræða þriðja orkupakkann. Bryndís Haraldsdóttir sagði þá meðal annars eftirfarandi: „Ég upplifi það þannig að lang- flestir, þarna úti, treysti okkur, sem þeir kusu á þing, til að fara yfir þetta mál, því þetta er jú vinnan okkar og getur verið mjög flókið“ og: „Ég held að stærsti hluti þjóðarinnar treysti okkur bara til að vinna okkar vinnu.“ Þegar Bryndís sagði þetta varð mér hugsað til þess að í febrúar sl. spurði Þjóðarpúls Gallups í skoðanakönnun eftirfarandi spurningar: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Alþingis? Niðurstaðan var að 18% þjóðarinnar treystu Alþingi og þá bera væntanlega 82% þjóðarinnar ekki traust til Alþing- is. Hvernig stendur þá á þessum um- mælum Bryndísar? Veit þessi alþing- ismaður ekki af þessari skoðana- könnun? Er þessi alþingismaður veruleikafirrtur? Hlustar Bryndís ekki á þjóðina heldur býr sér það til að þjóðin treysti þingmönnum þegar reyndin er þveröfug? Mér fannst Bryndís Haraldsdóttir vera eins og álf- ur út úr hól þegar hún lét þetta út úr sér. Ég hef reynt að kynna mér þriðja orkupakkann með lestri greina um þetta mál og farið á fundi til að kynna mér málið. Sannast sagna hef ég ekki komist að niðurstöðu og er í hópi 82% landsmanna sem treysta ekki alþing- ismönnum. Það er ef til vill vandi máls- ins að fólk ber ekki traust til alþing- ismanna, tekur ekki mark á orðum þeirra en alþingismenn horfast ekki í augu við vantraustið. Legg ég fram eftirfarandi tillögu til lausnar á deilunni um þriðja orku- pakkann: Stofnun sem nýtur trausts í sam- félaginu, til dæmis Ríkisendurskoðun, Háskóli Íslands, Umboðsmaður Al- þingis eða önnur trúverðug stofnun (ekki Alþingi) skipi nefnd hlutlausra manna sem njóta trausts og sátt er um, til að fara yfir þriðja orkupakkann, leita svara, innanlands og utan, við spurningunum sem komið hafa fram varðandi málið og skili niðurstöðu í haust. Guðmundur Óskarsson, sjálfstæðismaður sem íhugar að ganga úr flokknum. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Stofnun sem nýtur trausts taki ákvörðun Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.