Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 ✝ Ásbjörn Magn-ússon fæddist 29. desember 1948 á Innra-Ósi við Steingrímsfjörð. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 24. júní 2019. Foreldrar hans voru Magnús Sig- valdi Guðjónsson, f. 5. júlí 1894, d. 16. apríl 1975, og Aðalheiður Loftsdóttir, f. 16. maí 1910, d. 25. júní 2002, þau bjuggu síðast á Innra-Ósi, Strandabyggð. Systkini Ásbjörns eru: 1) Theódór, f. 30. janúar 1929, d. 26. júlí 2013, 2) Gróa, f. 30. júní 1930, 3) Loftur, f. 15. júlí 1931, 4) Guðjón, f. 24. nóvember 1932, 5) Þuríður, f. 17. febrúar 1934, d. 16. janúar 1968, 6) Þórólfur, f. 24. mars 1935, 7) Ólafur, f. 10 desember 1936, d. 11. júlí 2013, 8) Ingibjörg Magnea, f. 30 mars 1938, 9) Jón Anton, f. 19. maí 1939, 10) S. Einar Magnússon, f. 2013, og Unnur Maren, f. 2015. Sigurgeir Helgi, f. 12. nóv- ember 1994, sambýlismaður Smári Þór Baldursson, f. 1989, og Róbert, f. 19. júní 1996. 2) Magnús Ölver, f. 18. október 1973, kvæntur Evu Katrínu Reynisdóttur, f. 1979, börn þeirra eru Ásbjörn Ingi, f. 1998, Karlína Rós, f. 2002, og Sara Lind, f. 2007. 3) Þuríður, f. 13. febrúar 1981, maki Hermann Rannver Jónsson, f. 1961, barn Þuríðar, Íris Líf, f. 2010, börn Þuríðar og Hermanns eru Aþena Nótt, f. 2014, og Alexía Dögun, f. 2017. Ásbjörn ólst upp í foreldra- húsum á Innra-Ósi og aðstoðaði foreldra sína við almenn bústörf á uppvaxtarárum sínum. Hann stundaði nám við Barna- og unglingaskólann á Hólmavík og seinna í Vélskólanum í Reykja- vík, einnig nám til að öðlast skipstjórnarréttindi. Fljótlega lá leiðin á sjóinn, en sjómennska og útgerð urðu hans ævistarf. Hann stundaði þó einnig bygg- ingarvinnu um tíma, en síðustu árin byggðu þau hjónin upp og ráku ferðaþjónustuna Malar- horn á Drangsnesi. Útför Ásbjörns fer fram frá Drangsneskapellu í dag, 29. júní 2019, og hefst athöfnin kukkan 14. 19. maí 1939, 11) Anna Valgerður, f. 12. júní 1946, og 12) Gíslína Guð- björg, f. 5. ágúst 1953. Hinn 1. júní 1980 kvæntist Ásbjörn eftirlifandi eigin- konu sinni, Val- gerði Guðmundu Magnúsdóttur, f. 20. ágúst 1950. Þau hófu sambúð í Reykjavík árið 1971 en fluttu síðan á Drangs- nes árið 1972 og hafa búið og starfað þar síðan. Ásbjörn og Valgerður eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Sigurmunda Hlín, f. 18. febrúar 1972, maki Guðjón Vilhjálmsson, f. 1958, börn þeirra eru Halldóra, f. 1990, maki Henrik Knudsen, f. 1984, börn þeirra eru Hans Albert, f. 2013, og Sigurey Una, f. 2014. Valgerður, f. 15. desember 1993, maki Haraldur Garðar Kristjánsson, f. 1985, börn þeirra eru Fjóla Ögn, f. 2011, d. 2011, Gabríel Þór, f. 2013, d. Elsku afi minn, að minnast þín er svo auðvelt, því þú ert eini af- inn sem ég hef kynnst. Eins og ég sagði við þig núna nýlega, þá muntu alltaf vera besti afinn. Þegar ég sagði það fórstu smá hjá þér og hlóst smá að barnslegri nálgun minni til þín. Þegar þú sást að það tók á mig að kveðja, blikkaðir þú til mín og brostir. Faðmlög þín voru engu lík svo innileg og hlý. Að eiga svona góðan afa með svona stóran faðm fyrir öll börnin sín hefur skilið eftir sig mikla elsku til þín um alla tíð, afi okkar á Bala. Afla handa þinna hefur þú notið, kennt mér hvernig á að byggja og búa í hinu stóra og hinu smáa. Í minningu þinni mun ég njóta fallegu náttúrunnar og þess sem hún gefur dag í senn. Þú varst svo sannarlega einn af þeim hjartahreinu sem byggja landið, nota jörðina sem okkur hefur verið gefin. Sönn Guðs gjöf. Er endalaust stolt af afa mín- um og mun minning hans ætíð lifa í hjarta okkar og barnanna. Elsti sonur okkar, Hans Al- bert, hélt mikið upp á afa sinn, Bjössa á Drangsnesi. Fékk hann að njóta frelsisins með langafa sínum eitt sumarið og sjaldan hefur hann verið jafn glaður og þá. Fengið að njóta þess að láta hugmyndaflugið reika og koma að gagni í anda Bjössa afa, hjálpa til að byggja upp, bæta og kæta. Hann mun ekki gleyma og er honum efst í huga að fara út á bátinn með afa Bjössa allir sam- an og allir veiddu eitthvað, ýsu, „lax“ (urriða) og afi veiddi stærsta þorskinn. Þakka þér samveruna, afi minn, og til heiðurs þér munu ég og mínir ganga upp fjallið með hendur fyrir aftan bak. Njóta útsýnisins en á sama tíma teygja hendur í átt til gjafanna sem við fáum að njóta á lífsins göngu. Til heiðurs þér alla leið frá mér til þín. Þú varst einfaldlega sannur og góður, stór og sterkur. Besti afi minn. Halldóra Guðjónsdóttir. Elsku stóri, sterki frændi er farinn frá okkur. Ég sem hélt að ekkert nema Elli kerling gæti grandað stórum frændum sem geta allt. Ásbjörn Magnússon var einstakur maður, fyndinn og létt- lyndur að eðlisfari, með stórt og hlýtt hjarta. Einnig sterka raust- in hans, sem skar í gegnum norð- anátt og fuglagarg, sem maður heyrði óminn af löngu áður en maður hitti manninn. Hvar er hún nú? Ég veit að það eru marg- ir sem sakna þessarar raddar og handanna sterku, boðnar og bún- ar til að hjálpa. Hann frændi minn var alveg eins og menn eiga að vera. Hann var stóri frændi sem ég leit upp til og mun gera svo lengi sem ég lifi. Minningar streyma frá því þegar ég var ung- lingur á sjó á Sundhana. Það eru þau björtustu sumar sem ég á í minningunni þegar ég bjó hjá þeim Valgerði á Drangsnesi, og reri með honum og Magnúsi, syni hans. Þessi stóri Strandamaður bjó yfir sköpunargleði sem braust út í þrotlausri uppfynd- ingasemi í orði og verki. Sérhver róður á Sundhana var eins og æv- intýri. Einn þeirra byrjaði á Hal- anum, þaðan var siglt á kantinn vestur af Patró þar til Ásbjörn tilkynnti að við myndum gerast ferðamenn og fara í leiðangur suður til Reykjavíkur. Í annað sinn var tekin lystisigling undir Hornbjarg. Ásbjörn var afar sjó- kaldur maður eins og hann átti kyn til, og sigldi upp þar til bjarg- ið líkt og hvelfdist yfir okkur. Þá glumdi í röddu Strandamanns svo fuglinn flaug í þúsundatali úr bjarginu, það var eins og svart ský hefði verið dregið fyrir sólu. Minningin er stórbrotin eins og maðurinn sjálfur. Allt lék í höndunum á Ásbirni, hvort sem hann var að smíða blý- teinavél eða hótel. Þegar Ásbjörn og Valgerður höfðu ráðist í að byggja hótel Malarhorn, með öllu því veraldlega amstri sem slíku fylgir, spurði ég hvort ekki hefði verið betra að halda bara áfram á grásleppu á vorin og veiða kvót- ann á Sundhana en að standa í slíkum stórræðum. „Það væri kannski betra fyrir mig“ sagði Ásbjörn, „en ekki fyrir plássið“. Hann sá mikla möguleika fyrir Drangsnes ef tækist að byggja upp ferðaþjónustu á staðnum, nokkuð sem tekist hefur farsæl- lega þó enn þurfi að sækja. Ás- björn hugsaði um að verða sam- félagi sínu til gagns fremur en skara eld að eigin köku. Ég er ekki viss um hvort hann hafi hug- leitt það sjálfur, en slíka menn hafa hin stærstu trúarbrögð reynt að búa til í árþúsundir, og hið hryggilega er að sjá hversu þessu er oftlega öfugt farið. En Ásbjörn hefur gefið okkur sem eftir stöndum dæmi til eftir- breytni. Þannig lifir hann áfram meðal okkar og handarverkin hans allt um kring á Drangsnesi, eru eins og ávextirnir sem Krist- ur sagði að maður ætti að þekkja mennina á. Hann átti svo innilega skilið að líta yfir handarverk sín á ljúfu og löngu ævikvöldi, en „hve- nær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí“. Ég votta elsku Val- gerði, Magnúsi, Simmu og Þuríði minn samúðarhug í sorginni, og hans mörgu og góðu systkinum sem misst hafa bróður sinn langt um aldur fram. Ég votta öllu Drangsnesi samúð mína og öllu Íslandi fyrir að hafa misst einn af sínum bestu sonum. Bergsveinn Birgisson. Í dag kveðjum við stóra, sterka Strandamanninn sem ekk- ert átti að geta stöðvað, hann Ás- björn frænda. Í sorginni beinum við augum okkar með þakklæti í huga að öll- um þeim samverustundum sem við áttum með honum. Systkinin frá Ósi voru 13 tals- ins og Bjössi næstyngstur í þeim hópi. Það er óhætt að segja að þessi stóri systkinahópur sé með afburðum góð fyrirmynd fyrir alla afkomendur hvað varðar hjálpsemi, jákvæðni, dugnað, yf- irvegun og samkennd. Bjössi var algjörlega samstiga hópnum, en líka eiginlega hjartað í þessum góða hóp, þvílíkir mannkostir, styrkur, gleði, orka, kraftur og útsjónarsemi sem einkenndu hann alls staðar þar sem hann kom. En það er varla hægt að tala um Bjössa án þess að nefna Völku um leið en við minnumst þess sem börn hversu mikla gleði, hlýju og áhuga þau sýndu okkur alltaf þegar við komum á Drangsnes að heimsækja þau. Eitt okkar, Sólveig, var nokk- ur sumur í vist hjá Bjössa og Völku og var tekin inn á heimilið með einskærri væntumþykju og hlýju og þær minningar ylja á tímum sem þessum. Haraldur hefur sömu sögu að segja en tengt starfi sínu hjá Hafrann- sóknastofnun var alltaf hægt að leita ráða og aðstoðar hjá Bjössa því hann var bæði áhugasamur, lausnamiðaður og alltaf tilbúinn að hjálpa til. En eins og dægurlagatextinn segir þá er tilvera okkar undar- legt ferðalag og við vitum aldrei hvaða verkefni við eigum fyrir höndum, hann hefur síðustu mán- uði háð baráttu við illvígan sjúk- dóm sem því miður hafði betur. Elsku Valgerður, Sigur- munda, Magnús og Þuríður, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra og fjölskyldna ykkar. Þessari miklu sorg og söknuði sem litar daga okkar getum við mætt með þeim hlýju minningum sem við eigum um Bjössa okkar. Hvíl í friði. Haraldur, Sólveig og Harpa Einarsbörn. Elskulegur mágur minn Ás- björn Magnússon er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við illvígt krabbamein. Bjössa hef ég þekkt frá því að hann og Valka systir byrjuðu að búa saman, en lengst af bjuggum við Gunna í næsta húsi við þau á Kvíabalanum á Drangsnesi. Þau hófu sína sam- búð í Reykjavík en fluttu fljótlega norður á Drangsnes og hafa búið þar síðan. Skömmu eftir að þau fluttu þangað hófu þau byggingu íbúðarhúss sem þau hafa búið í síðan. Það var nýlunda á þessum tíma að byggt væri íbúðarhús á Drangsnesi. Hamarshöggin hans Bjössa ofan af Kvíabalanum hljómuðu því einstaklega fallega í eyrum þeirra sem bjuggu í þessu litla þorpi. Bjössi var maður framfara sem sannast vel á allri þeirri uppbyggingu sem hann hefur staðið fyrir og tekið þátt í gegnum árin. Hann var í eðli sínu athafnamaður, útsjónarsamur, hraustur og duglegur, var ófeim- inn við að fara ótroðnar slóðir og virtist alltaf leitandi eftir því hvort ekki væri hægt að gera hlutina betur með nýrri tækni eða breyttum vinnubrögðum. Hann stundaði m.a. grásleppu- verkun í nokkur ár, það var erfið vinna og eitt af því sem hann fann upp til að létta störfin þar var að blása hrognunum úr tunnunum með lofti upp í hrognaskiljuna, einfalt þegar maður sér þetta gert og nú nýta margir sér þessa góðu uppfinningu hans. Hann var góður smiður og verklaginn, vann um tíma við byggingarvinnu en hans aðalstarf var þó sjó- mennska og útgerð, þar sem hann vann sem háseti, kokkur, vélstjóri og síðar skipstjóri en ár- ið 1984 eignaðist hann með Tedda bróður sínum eigin útgerð sem gekk vel og var alla tíð farsæl. Fyrir u.þ.b. 15 árum byrjuðu þau hjónin að byggja upp aðstöðu fyrir ferðaþjónustu og á nokkrum árum var komið gistirými fyrir um 40 manns og einnig byggðu þau veitingaaðstöðu fyrir að minnsta kosti svipaðan fjölda. Bjössi var framsýnn og áræðinn og hvergi nærri af baki dottinn þótt aldur færðist yfir, en góðar hugmyndir og dugnaðurinn héldu honum síungum í anda. Það er margs að minnast, vin- semd og hjálpsemi koma fyrst upp í hugann því oft leituðum við til Bjössa með aðstoð og ráð þeg- ar við vorum að byggja, það var mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna, börnin léku sér sam- an og oft var sest niður og spjall- að. Við fórum í margar skemmtiferðir saman af ýmsum tilefnum, fjölskylduferðir, menn- ingarferðir, verslunarmanna- helgarferðir, kvenfélagsferðir og alltaf var Bjössi hrókur alls fagn- aðar. Hann sagði skemmtisögur og tók gjarnan lagið og söng þá gamanvísur hátt og snjallt. Hann hafði sterka rödd og heyrðist vel til hans hvar sem hann fór, minn- ingarnar úr þessum ferðum eru dýrmætar, ljúfar og skemmtileg- ar. Elsku Valka systir, Simma, Maggi, Þuríður og fjölskyldur, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni, ykkar missir er mikill. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Guðmundur Björgvin Magnússon. Ásbjörn svili minn var enginn venjulegur maður. Skipstjóri, frumkvöðull og framsýnn. Hann þorði að taka ákvarðanir og fylgdi þeim til enda og kláraði málin, alltaf. Fyrstu kynni mín af honum voru strax góð. Þétt handtak, já- kvæður og hress, talaði hátt og skýrt með sterkar skoðanir en alltaf sanngjarn, virðulegur á velli og vinur sem maður vildi eiga. Hann var sjómaður af lífi og sál og kunni allt sem skipti máli. Fiskaði vel og var öruggur með sinn bát. Oft mátti heyra kallað hárri röddu uppúr bátnum „heyrðu, viltu ekki í soðið?“ Alltaf var hann að betrumbæta vinnu- aðstöðu og búnað, það lá vel fyrir honum að finna upp eitthvað nýtt við veiðarfærin eða að nýta aflann betur. Hann var t.d. frum- kvöðull í að frysta grásleppu heila til útflutnings. Hugur hans stóð alltaf til þess að gera sam- félaginu gagn og það gerði hann. Fyrir um 15 árum þegar hann byrjaði með ferðaþjónustu, fyrst að sigla með ferðamenn á Horn- strandir og í kjölfarið byggir hann upp öfluga ferðaþjónustu á Drangsnesi með gistingu, veit- ingum og siglingum út í Grímsey. Þeim hjónum, Ásbirni og Val- gerði, tókst að gera það sem fáir höfðu trú á; að gera Drangsnes að ferðamannastað, með ein- stökum dugnaði og útsjónarsemi. Þau hjónin voru vinmörg og vinsæl enda bæði mjög fé- lagslynd og miklir gleðigjafar. Ásbjörn var alltaf hrókur alls fagnaðar, sagði skemmtilega frá, kunni margar sögur og mikill söngmaður. Hann var alltaf mjög hjálplegur við alla og nutum við hjónin þess mjög oft í ósérhlífni hans og dugnaði. Hann var mjög barngóður og hændust börn mik- ið að honum enda gaf hann þeim þá athygli sem þau þurftu, dáðu börn hann og sérstaklega hans eigin barnabörn. Þau hjónin voru ein af frumkvöðlunum sem lögðu grunninn að þorpinu Drangsnesi eins og það er í dag, þegar unga fólkið byggði ný hús uppúr 1970 og Húnaflói var fullur af rækju. Hann fylgdist vel með dýralífi og náttúru til sjós og lands, hvenær fuglinn kom í eyjuna og berin fóru að spretta. Öllu þessu fylgd- ist hann með og las um þessi mál sér til fróðleiks. Ásbjörn ólst upp í stórum systkinahóp sem hefur alla tíð verið mjög samheldinn. Nú er þessi einstaki maður kominn í draumalandið og skilur eftir stórt skarð í fjölskyldu og samfélagi. Þessi hjálpsami maður hefur kvatt, hann fór of snemma og hann fór líka of hratt. Hann gerði allt hratt. Við hjónin nutum vinsemdar og hjálpsemi hans og Valgerðar við ófá handtök. Hann hugsaði hlýtt til sinna nánustu alla tíð. Það eru daprir dagar á Drangsnesi nú um sólstöðurnar, samfélagið hefur misst einn sinn besta bróður, mann sem allir muna eftir um ókomna tíð og átti stóran þátt í því að gera staðinn að því sem hann er í dag. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar, elsku Valka og fjölskyld- ur. Arinbjörn, Sigríður og fjölskylda. Það var enginn deyfð yfir fyrstu kynnum okkar við Ásbjörn Magnússon þegar við vorum að taka á móti húsbúnaði í ágúst- byrjun 2006 í notalega húsið á Drangsnesi sem við höfðum ný- lega keypt. Áður ókunnugur maður ávarpaði okkur með grín á vörum og glampa í augum um leið og hann bauð okkur velkomin á staðinn. Af hjálpsemi einni rétti okkur stóla og rúmdýnur úr flutningabíl frá Strandafrakt sem kominn var þarna að á Grundargötunni. Án þess að vita það þá vorum við að kynnast manni sem er fulltrúi þessbesta í fari Íslendinga sem hefur á rúmri öld gert þjóðinni kleift að komast úr örbirgð og standa í fremstu röð meðal þjóða á svo mörgum sviðum. Stranda- maðurinn, Drangsnesingurinn, frumkvöðullinn og framkvæmda- maðurinn Ásbjörn Magnússon, sjómaður og ferðaþjónusturek- andi hefur nú fyrir aldur fram lotið í lægra haldi í slagnum við óvæginn sjúkdóm. Í einu af fámennustu sveitar- félögum landsins munar mikið um hvern mann. Okkur hjónum hefur hlotnast það happ að fá að kynnast samfélaginu á Drangs- nesi í Kaldrananeshreppi, þar sem framtak og útsjónarsemi einstaklinga í bland við fé- lagslega vitund og samtakamátt gerir því kleift að skapa efnalega og félagslega velsæld, jafnvel þótt á móti blási stundum. Ein- staklega farsæl nýting auðlinda lands og sjávar, himins og hafs fara saman við mannlega útsjón- arsemi og framtak. Það hefur verið sérstök reynsla fyrir okkur og við vonum lærdómsríkt fyrir barnabörnin sem fylgja okkurað kynnast þessu litla samfélagi, samskiptum þess við náttúru landsins og þeim mannlegu gild- um sem þar eru höfð í fyrirrúmi. Það horfði lengi ekki vel fyrir atvinnulífinu á Drangsnes eftir sviptingar í skipulagi sjávarút- vegs síðustu áratugina en að und- anförnu hefur tekist að skapa festu sem vekur bjartsýni. Fyrir utan nýsköpunina í rekstri sjáv- arútvegsfyrirtækjanna á staðn- um hefur árangursríkt framtak Ásbjörns Magnússonar og konu hans Valgerðar Magnúsdóttur við uppbyggingu ferðaþjónustu opnað ný tækifæri og vakið at- hygli langt út fyrir landsteinana – ef marka má aðsóknina nú um stundir. Drangsnes er ekki í alfaraleið ferðamannstraumsins en þrátt fyrir yfirstandandi samdrátt í greininni fjölgar komum ferða- manna á staðinn, bæði innlendra og erlendra, og er mikið að gera nú um stundir. Það er því skarð fyrir skildi að Ásbjörns nýtur ekki lengur við. Gott er þó að sjá að börn og tengdabörn þeirra Ás- björns og Valgerðar eru að taka við þessu uppbyggingarstarfi. Um leið og við vottum fjölskyld- unni innilega samúð okkar við fráfall Ásbjörns óskum við þeim velfarnaðar í því mikilvæga við- fangsefni að fylgja frumkvæðis- starfi hans eftir. Vilhjálmur Lúðvíksson og Áslaug Sverrisdóttir. Ásbjörn Magnússon Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.