Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 60 ára Lovísa er frá Sauðárkróki en býr í Garðabæ. Hún er matreiðslumaður og útstillingarhönnuður að mennt og er þjón- ustufulltrúi hjá Northwear. Maki: Vigfús Vigfússon, f. 1959, deild- arstjóri hjá Icelandic Cargo á Reykja- víkurflugvelli. Börn: Þráinn Freyr, f. 1981, og Mar- grét Guðný, f. 1987. Foreldrar: Björn Guðnason, f. 1929, d. 1992, byggingarmeistari á Sauð- árkróki, og Margrét Guðvinsdóttir, f. 1935, d. 2018, verslunarmaður á Sauðárkróki. Lovísa Birna Björnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt friður sé æskilegur getur hann stundum verið of dýru verði keypt- ur. Dekraðu við betri helminginn í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu að allt hefur sinn tíma og það hefur ekkert upp á sig að beita þrýstingi. Ekki dæma þig of hart og ekki gefast upp þó þú hrasir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að falla ekki í þá gryfju að líta á þá sem standa þér næst sem sjálfsagða. Vertu samkvæm/ur sjálfum þér hvað sem á dynur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hugsar mest um peninga þessa dagana. Veltu málunum fyrir þér áður en þú lætur til skarar skríða og kaupir draumabílinn/íbúðina/sófann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur orku ofurmanneskju. Vandamálin eru til þess að leysa þau svo gakktu hreint til verks. Vertu fús til sátta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kemst ekki hjá því að vinna ákveðið verkefni í samstarfi við aðra. Ekki gefa þumlung eftir í samninga- viðræðum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er tíminn til þess að koma fjár- málunum á hreint. Þú ert í einhverjum öldudal núna, en það varir stutt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að gera hlé á störf- um þínum og reyna að safna orku til frekari athafna. Þú hittir naglann á höf- uðið í rimmu við nágrannann. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert allra vinur þessa stundina. Ef þér líkar ekki hvernig málin þróast er ekki of seint að breyta um stefnu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhverjir draugar úr fortíðinni eru að vefjast fyrir þér. Notaðu daginn til þess að sannfæra mikilsmetandi aðila um að rétt sé að fylgja þér að málum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einbeittu þér að þeim hlutum sem þú kemst auðveldlega yfir og getur leyst svo vel fari. Þú ert mjög trygg manneskja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú tekur tíma í að fara yfir tryggingamál, reikninga og sameiginlegar eignir mun þér miða áfram. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu braut- ina. fræðiþekking í því starfi nýttist vel bæði í vinnuréttarmálum sem og við kjarasamningagerð við hin ýmsu stéttarfélög.“ Í því starfi var Jón jafn- framt formaður samninganefndar trygginga hjá Sjóvá eða í tæp þrjú ár. Hann fór síðan til Reykjavíkurborgar fyrst sem skrifstofustjóri borgarverk- fræðings, 1974-1982 og síðan sem starfsmannastjóri 1982-1998. „Lög- J ón Guðni Kristjánsson fæddist 29. júní 1944 ásamt tvíburasystur sinni á heim- ili afa þeirra og ömmu á Skriðnesenni í Bitrufirði en amma þeirra var ljósmóðir. Jón var öll sumur hjá afa sínum og ömmu frá unga aldri og fram yfir fermingu. Jón stundaði nám við barna- og unglingaskóla Hólmavíkur, fór síðan á Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem hann tók landspróf. Þaðan, haustið 1959, lá leiðin til Akureyrar í Mennta- skólann þar. Eftir 4. bekk, vorið 1962, fór Jón til Ohio í Bandaríkjunum sem skiptinemi á vegum AFS, American Field Service, eins og samtökin hétu þá. Þar útskrifaðist hann úr High School vorið 1963. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA vorið 1964 og hélt þaðan í Háskóla Íslands þar sem hann nam lögfræði með útskrift vorið 1971. Með skóla voru unnin ýmis störf á sumrin, s.s. síldveiðar, síldarsöltun, handfæraveiðar á Húnaflóa og lagn- ing gangstétta í Reykjavík. Með há- skólanámi starfaði Jón m.a. við þjóns- störf í Klúbbnum um helgar og við afleysingar í kennslu í gagnfræða- skóla. Á menntaskólaárunum var Jón í skólahljómsveit MA sem kölluð var Busabandið og spilað var flestar helg- ar. „Gaman er að geta þess að fyrsta veturinn söng Þorvaldur Halldórsson með hljómsveitinni ásamt því að spila bæði á klarínettu og gítar en þegar hann hætti í MA varð Vilhjálmur Vil- hjálmsson aðalsöngvarinn ásamt því að leika á kontrabassa. „Á háskóla- árunum var Jón virkur í starfi laga- nema, var m.a. í ritstjórn Úlfljóts um tíma og formaður kennslumála- nefndar. Eftir útskrift úr lagadeild sat Jón í tvö ár í stjórn SUS og í allmörg ár í stjórn Stjórnunarfélags Íslands en hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á góðum stjórnarháttum fyrirtækja. „Ég hafði ekki sérstakan áhuga á að starfa sem lögmaður en lauk samt prófum sem veittu réttindi sem hér- aðsdómslögmaður.“ Þá var hann for- maður AFS skiptinemasamtakanna hér á Íslandi í eitt ár. Stuttu eftir laganám starfaði Jón sem deildarstjóri frjálsra ábyrgðar- Reykjavíkurborgar og einnig formað- ur Launanefndar sveitarfélaga í fyrstu kjarasamningum við grunn- skólakennara eftir að grunnskólinn var fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Síðustu starfsár, eða í rúm 16 ár, starfaði Jón sem framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitar- félaga, LSS, nú Brú lífeyrissjóður. Á þeim tíma lauk hann prófi í verð- bréfaviðskiptum auk þess að standast hæfismat Fjármálaeftirlitsins til að gegna starfi framkvæmdastjóra lífeyrissjóða. Eftir að Jón lét af störfum sem framkvæmdastjóri LSS árið 2014 hefur hann setið í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Áhugamál Jóns hafa verið ýmisleg. Skíðin hafa lengst átt hug hans enda stundaði hann þau mikið hérlendis sem erlendis. „Eftir meiðsli á skíðum rúmlega sjötugur lét ég af þeirri iðk- an. Í allmörg ár var ég í hesta- mennsku og átti hlut í hesthúsi og nokkra hesta. Þessi ár voru dásamleg en áhugamálið var ansi tímafrekt. Til að sinna fjölskyldu vel sem og vinnu þá var lítill tími eftir fyrir hestana svo vel væri. Nú er góður tími til að sinna áhugamálum og kemur golfið þar sterkt inn. Matargerð er ekki síður áhugamál og hefur alla tíð verið.“ Ferðalög hafa ætíð verið stór og ánægjulegur þáttur í lífi Jóns. „Nokkrir skiptinemar frá ýmsum löndum sem voru í Ohio á vegum AFS fyrir 56 árum hittust fyrr í þessum mánuði í Uppsala í Svíþjóð þar sem ein þeirra býr og hafði hún skipulagt fimm daga dagskrá. Fyrir tveimur árum var hópurinn í Berlín og verður líkast til á Íslandi eftir tvö ár en hóp- urinn hittist á Íslandi fyrst 2003. Þessi vinátta er djúp og einlæg og gott dæmi um tilgang AFS um vin- áttu, bræðralag og traust ein- staklinga frá ólíkum löndum.“ Fjölskylda Þann 20. desember 1986 kvæntist Jón Steinunni Bjarnadóttur, rekstr- arfræðingi, f. 5.8. 1956. Hún starfar hjá Íslandsbanka. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Helgason, f. 23.6. 1928, d. 28.3. 2012, garðyrkjubóndi að Laugalandi í Stafholtstungnahreppi, Jón G. Kristjánsson, fv. framkvæmdastj. Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga – 75 ára Skíðagarpurinn Jón staddur við Matterhorn í Sviss. Enn á fullu í lífeyrismálunum Útskrift Steinunn, Kristján, Jón, Gígja og barnabarnið Guðný Lea við MSc-útskrift Kristjáns frá University of California í San Diego. 40 ára Anna er Akureyringur og er kennari að mennt og kennir ensku við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún er ríkjandi Íslands- meistari í maraþoni og hálfmaraþoni. Maki: Helgi Rúnar Pálsson, f. 1979, framleiðslustjóri hjá Kjarnafæði. Börn: Arnór Ingi, f. 2000, Pálmi Þór, f. 2008, og Helga Maren, f. 2011. Foreldrar: Pálmi Stefánsson, f. 1936, stofnandi Tónabúðarinnar, og Soffía Kristín Jónsdóttir, f. 1947, vann við barnagæslu. Þau eru bús. á Akureyri. Anna Berglind Pálmadóttir ÚTSALA Kulturntc Kultur 30–50% AFSLÁTTUR KRINGLAN Jón Pétursson verður áttræður á morgun, sunnudag- inn 30. júní. Hann er frá Selfossi og stofnaði JP inn- réttingar aðeins 23 ára gamall, en fyrirtækið varð að einu stærsta innréttingafyrirtæki landsins. Hann hef- ur síðan snúið sér að skógrækt. Eiginkona Jóns er Jódís Dagný Vilhjálmsdóttir og börn þeirra eru Vilhjálmur, Benedikt og Pétur Gauti. Barna- börnin eru 6 og langafabörnin 2. Árnað heilla 80 ára Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.