Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Tærleiki og birta er ofar-lega í huganum nú þegarsól er hæst á lofti og sól-in neitar að setjast í norðrinu. Lýsingarorðið tær er eitt af mínum uppáhaldsorðum. Það má nota um himin og heið- ríkju, um tært loft og tært vatn. Listaskáldið Jónas opnaði augu okkar fyrir fagurtærri lind himin- blámans. Lýsingarorðið tær er einnig haft um það sem eyrað nemur: við tölum um tærar barns- raddir og tærar söngraddir. Þegar snillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson túlkar Bach finnst mér píanóleikurinn vera tær. Texti er einnig stundum sagður tær ef hann er auðskilinn eða ljós eins og kallað er. Hugtakið tengist þannig mismunandi skynjun og skilning- arvitum. Hugtakið gagnsæi er á skyldu merkingarsviði. Oft er rætt hér- lendis um mikilvægi gagnsæis, í stjórnmálum, í fjármálaumsýslu og bankakerfi, við stjórnsýslu og stöðuveitingar hjá ríki og sveitar- félögum. Orðmyndirnar gagnsæi og gegnsæi eru notaðar nokkuð jöfn- um höndum í málinu. Um gler er ýmist sagt að það sé gagnsætt eða gegnsætt. Líkingin sem felst í orðinu gagnsæi, eða gegnsæi, í sam- bandi við athafnir fólks er býsna skýr: þar skal ekkert vera hulið heldur geti borg- ararnir greint alla þræði málefnisins ef þeim hugnast. Gagnsæi, eða gegnsæi, er hugtak sem einnig hefur verið notað við að lýsa orð- um, nánar tiltekið merkingu þeirra. Meðal raka sem færð hafa verið fyrir íslenskri hreintungustefnu og nýyrðasmíð er sú hugmynd að al- mennir málnotendur eigi auðvelt með að átta sig á merkingu nýrra hugtaka í íslensku einfaldlega út frá kunnáttu sinni í móðurmálinu án sérstaks annars lærdóms. Orðið veðurfræði hefur til dæmis verið talið gagnsætt orð í málvitund fólks sem kann íslensku; það sé augljóst að veðurfræði sé fræðigrein sem fæst við að lýsa veðri og skilja þá krafta sem því stýra. Öðru máli hefði gegnt ef íslenskan hefði tekið í sátt og gert að sínu alþjóðlega fræðiheitið meteorologi; hið grískættaða orð á sem sé engan „frændstyrk“, sem Guðmundur Finnbogason kallaði svo, í íslenska erfðaorðaforðanum. Forvígismenn íslenskrar hrein- tungustefnu, t.a.m. í Lærdómslistafélaginu undir lok 18. aldar, töldu brýnt að nýr orðaforði væri innlendur og þar með einmitt auðskilj- anlegur og gagnsær; einkum í því skyni að auðvelda uppfræðslu al- mennings svo sem um nýjungar í landbúnaði, um hreinlæti og heil- brigði og þar fram eftir götunum. Mikið hefur verið rætt undanfarið um bólusetningar og þann skaða sem efasemdarmenn hafa valdið sums staðar á Vesturlöndum og sjá má í mislingafaröldrum sem farnir eru að gera vart við sig. Orðin bólu- setja og bólusetning, um ónæmisaðgerð, eru ekki beinlínis gagnsæ nema þeim sem þekkja sögu bólusóttar og kúabólu (enska orðið vacc- ination er raunar dregið af latneska orðinu vacca: kýr). Orðin vefjast samt ekkert fyrir okkur í umræðunni enda hafa þau bundist merkingu sinni við notkun. Gagnsæi Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Gegnum glerið Kisa horfir til himins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í gær, 28. júní, voru 100 ár liðin frá undirritunVersalasamninganna, sem bundu formlega endaá fyrri heimsstyrjöldina. Á síðari árum er þaðorðin nokkuð viðtekin skoðun, að með þeim samningum hafi verið skapaður jarðvegur fyrir heims- styrjöldina síðari vegna þess hvað þungar byrðar voru lagðar á hið sigraða Þýzkaland í Versölum. Með því að leggja á Þjóðverja fjárhagslegar byrðar, sem þeir höfðu enga möguleika á að standa undir, auk þess að svipta þá landsvæðum og með fleiri refsiað- gerðum, hafi verið skapaður pólitískur jarðvegur fyrir það sem á eftir fór, uppgang Adolfs Hitlers og naz- istaflokks hans og síðar hernaðaraðgerðir af hálfu Þjóðverja til að endurheimta töpuð landsvæði og skapa sér aukið rými. Í raun má segja að Versalasamningarnir hafi verið kennslubók í því, hvernig ekki eigi að fara með sigraða þjóð í stríði, auk þess sem margt annað má læra af þeim miklu mistökum sem gerð voru. Í bók sinni The Sleepwalkers (Svefngenglar) fjallar höfundurinn, Christopher Clark, prófessor í nútíma- sögu við Cambridge-háskóla, um heims- styrjöldina fyrri og setur hana í samhengi við Evrópu nútímans og kveðst hafa verið að ljúka bókinni, þegar evrukrísan stóð sem hæst 2011 og 2012 og segir (í laus- legri þýðingu): „Það var athyglisvert að helztu gerendur í evrukr- ísunni gerðu sér grein fyrir, eins og þeir sem voru á ferð 1914, að hún gæti endað með ósköpum (falli evr- unnar). Allir lykilaðilar gerðu sér vonir um að þetta mundi ekki gerast, en auk þeirra sameiginlegu hags- muna, þurftu þeir líka að gæta eigin hagsmuna, sem stundum rákust á … Og allan tímann nýttu helztu leik- endur í evrukrísunni hættuna á allsherjar ófarnaði til þess að ná sínu fram.“ Er þetta ekki lýsing á mannlegu eðli?! Og alveg eins og Versalasamningarnir sköpuðu jarð- veg fyrir Hitler og félaga til þess að ná völdum í Þýzkalandi með þeim ósköpum sem á eftir fylgdu, hef- ur viðleitni umboðslauss skrifstofuveldis í Brussel til þess að skapa nýtt evrópskt stórríki með ólýðræðis- legum aðferðum gjörbreytt hinu pólitíska landslagi í álfunni. Ekkert hræðast þeir skrifstofumenn meira en svonefnda „pópúlíska“ flokka til hægri, sem þeir líkja við nazista og fasista fyrri tíðar. Annarrar skoðunar er bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama, sem segir „pópúlisma“ vera merkimiða sem elítur Vesturlanda setji á þjóðfélagshugmyndir sem þeim eru ekki að skapi. Flestir fjölmiðlar í okkar heimshluta hafa gert þenn- an merkimiða að sínum að því er virðist gagnrýnis- laust. Fukuyama gagnrýnir umræddar stjórnmála- hreyfingar á allt öðrum forsendum en það er önnur saga. Með Versalasamningunum fóru þeir sem með völdin fóru í Evrópu að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni sínu fram, og uppskáru eins og til var sáð tveimur áratug- um síðar. Og þar er kannski komið að þeim lærdómi sem hægt er að draga af pólitískum ákvörðunum, þeirra sem völdin hafa hverju sinni, nú á dögum, í lýðræðisríkjum Vesturlanda almennt og þar á meðal hér í okkar litla og fámenna samfélagi. Þegar kjörnir fulltrúar notfæra sér aðstöðu sína til að taka ákvarðanir sem stór hópur þjóðfélagsþegna er andvígur, stundum er það skýr meirihluti, í öðrum til- vikum stór minnihluti, hefur það í sumum tilvikum pólitískar afleiðingar. Og það er rétt hjá Christopher Clark að þeirri hátt- semi má líkja við að fólk gangi í svefni. Um þessar mundir ganga þingmenn stjórnarflokk- anna, alla vega tveggja þeirra, í svefni þegar kemur að orkupakka 3. Þeir virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir hverjar afleiðingarnar geta orðið. Stöku ráð- herrar eru svo firrtir, að þeir taka nokkuð reglulega upp síma og demba sér yfir flokksbræður, sem hafa aðra skoðun, með skömmum. Á smáfundum lýsa þeir þeirri skoðun, að þegar kemur að kosningum verði þetta allt gleymt og flokksmenn muni að venju berjast af „eldmóði“ fyrir þeim hinum sömu sem gengu gegn eindregnum vilja stórs hluta flokksmanna nokkrum misserum áður. Svefngenglar er orð sem lýsir þeim sem hér koma við sögu vel. Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með undan- slætti og úrtölum íslenzkra stjórnmálamanna síðasta áratug þegar kemur að samskiptum við Evrópusambandið og ýmsar alþjóðlegar stofnanir. Það liggur nú orðið ljóst fyrir að forystusveit Sjálfstæð- isflokksins var svo miður sín í hruninu, að hún stefndi að því að breyta afstöðu flokksins til aðildar að ESB en gafst upp við það vegna mikillar andstöðu almennra flokksmanna. Í marz 2015 hélt þáverandi ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks því fram, að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði verið afturkölluð með einu bréfi. Þá þegar var þeirri staðhæfingu mót- mælt en fyrir nokkrum vikum sýndi Hjörtur J. Guð- mundsson, blaðamaður hér á Morgunblaðinu, fram á það með óyggjandi rökum, hvað hafði gerzt. Ísland var tekið út af lista yfir „candidate state“ en er enn á lista yfir „applicant state“. Yfir bæði þessi hugtök er á ís- lenzku notað orðið umsóknarríki. Það á hins vegar eftir að upplýsa, hvort ráðherrar þeirra tíma blekktu þjóðina vísvitandi eða hvort emb- ættismenn blekktu ráðherrana. Hvernig varð samstaðan innan þingflokka stjórnar- flokkanna til í orkupakkamálinu? Því verður bezt lýst með orðum Christopher Clark, sem fyrr var vitnað til: „… en auk þeirra sameiginlegu hagsmuna þurftu þeir líka að gæta eigin hagsmuna …“ Og þá er átt við pólitíska eiginhagsmuni. Svefngenglar í Versölum Eru þeir líka á ferð á Alþingi? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ádögunum rakst ég á skopteikn-ingu, þar sem þjónn gengur með epli á bakka að borði, og sitja þar ýmsar kunnar söguhetjur. Fyrst skal telja þau Adam, Evu og högg- orminn. Þegar höggormurinn hafði vélað Adam og Evu til að eta af skilningstrénu, kallaði Drottinn til Adams: „Hvar ertu?“ Adam varð svo hræddur, að ávöxturinn stóð í hon- um og Adamseplið myndaðist. Önn- ur saga er um þrætueplið, sem falla átti í skaut fegurstu gyðjunni grísku, og Paris af Tróju veitti Afrodítu, eft- ir að honum hafði verið lofuð Helena hin fagra frá Spörtu. Samkvæmt norrænni goðafræði áttu epli Iðunn- ar að veita goðunum eilífa æsku, þótt ekki væri ásynjan raunar sýnd á skopteikningunni, kveikju þessa mola. Í þýska miðaldaævintýrinu um Mjallhvíti segir, að hin illa stjúpa hennar hafi eitrað epli og gefið stúp- dóttur sinni, og hafi hún þá fallið í dá. Walt Disney gerði fræga teikni- mynd eftir ævintýrinu, en eins og ég hef áður bent hér á, var þar fyrir- mynd Mjallhvítar íslensk stúlka, Kristín Sölvadóttir. Í svissneskri þjóðsögu er frá því hermt, að árið 1307 hafi fógeti Habsborgara í Uri- fylki reiðst bogaskyttunni Vilhjálmi Tell, sem vildi ekki beygja sig undir stöng með hatti fógetans. Gaf hann Vilhjálmi kost á því að bjarga lífi sínu og sonar síns, ef hann hitti á epli, sem sett var á höfuð drengsins í hundrað skrefa fjarlægð. Vann Vil- hjálmur þetta afrek og gerðist einn af leiðtogum sjálfstæðisbaráttu Svisslendinga. Minnir sagan á þátt af Hemingi Áslákssyni, sem þreytti skotfimi við Harald harðráða. Þegar hann varð hlutskarpari, reiddist konungur og skipaði Hemingi að skjóta í hnot á höfði bróður hans, og tókst honum það. Oft hefur verið sögð sagan af Ísaki Newton, þegar epli féll á höfuð hans árið 1666, þar sem hann lá upp við tré í garði móður sinnar í Lincoln- skíri, en eftir það uppgötvaði hann þyngdarlögmálið. Stórborgin Nýja- Jórvík, New York, er stundum köll- uð Stóra eplið, en uppruninn mun vera í ádeiluriti frá 1909, þar sem sagt var, að þetta stóra epli drægi til sín of mikið af hinum bandaríska þjóðarsafa. Nú þekkja margir epli aðallega af tölvufyrirtækinu Apple. Steve Jobs, stofnandi þess, kveðst hafa valið nafnið eftir að hann hafði verið nokkurn tíma á ávaxtafæði einu saman. Sér hefði fundist nafnið skemmtilegt, óáleitið og andríkt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Söguleg epli Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is MÁLA Í SUMAR? VITRETEX á steininn. HJÖRVI á járn og klæðningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.