Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pronto bolli og undirskál Verð 1.690 kr. / 1.190 kr. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti 12. júní síðastliðinn að auglýsa tillögu að breyttu deili- skipulagi Bygggarðasvæðis. Í tillög- unni, sem unnin er af ASK- arkitektum, er gert ráð fyrir 173 nýjum íbúðum. Þetta er eina heild- stæða byggingarsvæðið sem enn er eftir á Seltjarnarnesi. Þegar hverfið verður fullbyggt mun íbúum Sel- tjarnarness fjölga umtalsvert, en þeir voru 4.464 um síðustu áramót. Skipulagssvæðið, sem er um 3,5 hektarar að stærð, er yst á Seltjarn- arnesi og afmarkast af Sefgörðum og Safnatröð til suðausturs, Norður- strönd til norðausturs, opnu útivist- arsvæði og Ráðagerði til norðvest- urs og útivistarsvæði og athafna- svæði Seltjarnarnesbæjar til suðvesturs. Landið var allt byggt iðnaðarhúsnæði en búið er að rífa mörg af þessum húsum. Þeirra á meðal var verksmiðjuhús Borgar- plasts. Enn stendur húsaröð vestan Bygggarða, en þar eru meðal ann- ara fyrirtækja starfrækt bílaverk- stæði í dag. Ákveðið að minnka einingar Deiliskipulag, sem hefur verið í gildi til þessa, var samþykkt í bæjarstjórn 13. febrúar 2013. Í hinni nýju skipulagstillögu, sem sam- þykkt var á dögunum, er gert ráð fyrir þremur húsagerðum, einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsum. Hæðir húsa og nýtingarhlutfall verður í samræmi við deiliskipulagið sem hefur gilt til þessa. Heimilt verður að byggja tveggja og þriggja hæða fjölbýlishús, eins eða tveggja hæða raðhús og eins eða tveggja hæða einbýlishús. Framkvæmdir hafa ekki hafist samkvæmt deiliskipulaginu frá 2013, utan að niðurrifi nokkurra bygginga er lokið. Með hliðsjón af breyttum áherslum í húsnæðis- málum og breyttri eftirspurn var ákveðið að ráðast í breytingu á gild- andi deiliskipulagi með það að markmiði að minnka einingar, bæði hús og íbúðir. Breyting deiliskipu- lagsins er unnin á grundvelli Að- alskipulags Seltjarnarness 2015- 2033 og með hliðsjón af verkefn- islýsingu Seltjarnarnesbæjar frá 2012. Á skipulagssvæðinu er heild- arfjöldi bílastæða 306. Engar frið- aðar byggingar né þekktar forn- minjar eru á deiliskipulagssvæðinu. Gert er ráð fyrir að svæðið byggist í aðalatriðum upp í tveimur áföngum; A og B í samræmi við gildandi deili- skipulag. Fyrri áfangi er á austur- hluta svæðisins og sá síðari á þeim vestari. Tvær heitavatnsborholur eru inn- an deiliskipulagssvæðisins og eru þær í fullri notkun. Þeim verður út- hlutað tilteknu helgunarsvæði og tryggt að unnt sé að athafna sig við rekstur þeirra. Tillagan liggur frammi til kynn- ingar á skrifstofu Seltjarnarnes- bæjar á Austurströnd frá 21. júní til og með 7. ágúst 2019. Hana má líka finna á vef bæjarins. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila eigi síðar en 7. ágúst nk. Öllum er heimilt að gera athugasemdir við tillöguna. Nýtt hverfi á Nesinu skipulagt  Síðasta heildstæða byggingarsvæðið á Seltjarnarnesi  Iðnaðarhúsnæði yst á Nesinu mun víkja fyrir íbúðabyggingum  Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 173 íbúðum í lágreistum byggingum Tölvumynd/ASK-arkitektar Eftir Lifandi íbúðahverfi með lágreistum húsum og gróskumiklum gróðri. Morgunblaðið/Hari Fyrir Atvinnustarfsemin, t.d. bílaverkstæði, þarf að víkja fyrir íbúðabyggð. Tölvumynd/ASK arkitektar Nýja hverfið Svona hugsa arkitektarnir sér að Bygggarðarnir muni líta út. Vegurinn út að Gróttu liggur meðfram ströndinni. Neðst á myndinni er bærinn Ráðagerði og við Nesstofu stendur hið nýja hjúkrunarheimili, Seltjörn. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is 97% upplifa öryggi þegar þeir hjóla í Fossvoginum en 54% telja sig vera frekar örugg eða mjög örugg þegar þau hjóla í Reykjavík og 12% telja sig frekar eða mjög óörugg. Þetta kom fram í viðhorfskönnun sem Sigrún Birna Sigurðardóttir, cand.psych. og Ph.D. í samgöngu- og umhverfissálfræði kynnti á Velo- city ráðstefnunni í Dublin í gær. Í niðurstöðu könnunarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og hafði það markmið að varpa ljósi á öryggisupplifun og viðhorf hjól- reiðamanna í Reykjavík kom einnig fram að karlar hjóla oftar en konur og 15,7% þátttakenda í könnuninni segja að veður hafi frekar eða mjög lítil áhrif á ákvörðun um að hjóla. Fram kom í könnuninni að tæp 70% þátttakenda höfðu aðgang að hjóli. 48% þeirra sem hjóla vikulega eða oftar eru með samgöngusamn- ing. Hjólreiðar voru aðalferðamáti rúmlega 8% þátttakenda í könn- uninni. 76% hjólreiðamanna sögðust nota hjálm fremur eða mjög oft og 70% nota hjólaljós fremur eða mjög oft auk þess sem 41% notar vetrar- dekk. Morgunblaðið/Eggert Öryggi Þessi er einn þeirra 76% sem tryggja öryggi sitt og nota hjálm. Mesta öryggið að hjóla í Fossvoginum  Viðhorfskönnun kynnt í Dublin Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar emb- ætti sóknarprests í Breiðholtsprestakalli, Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Núverandi sóknarprestur er sr. Gísli Jónasson pró- fastur. Hann hefur gegnt embættinu um áratuga skeið. Umsóknarfrestur er til 22. júlí nk. Í Breiðholtsprestakalli er ein sókn, Breiðholtssókn, með um 4.000 íbúa og eina kirkju, Breiðholtskirkju. Breiðholtssókn er á samstarfssvæði með Fella- og Hóla- og Seljasókn í Breiðholti. Prestsembætti í Breiðholti auglýst Gísli Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.