Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íborgarráði áfimmtudagfóru fram um- ræður um uppgjör fyrsta fjórðungs ársins. Borgar- ráðsfulltrúar meirihluta Við- reisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar höfðu fátt um uppgjörið að segja, bókuðu aðeins að niður- staðan væri hálfum milljarði króna lakari en áætlun gerði ráð fyrir og skýrðu það með minni útsvarsgreiðslum en áætlað hafði verið. Ekki var í bókuninni minnst á að út- svarsgreiðslurnar hækkuðu um einn milljarð á milli ára og ekki heldur að fasteignaskatt- ar hækkuðu um meira en sjö hundruð milljónir króna frá því í fyrra. Á hinn bóginn var sagt að þriggja mánaða upp- gjör gæfi „einhverjar vísbend- ingar um stöðuna“ en að því bæri þó „alltaf að taka með fyrirvara enda nær uppgjörið aðeins yfir fáa mánuði“. Í samtali við Morgunblaðið lýst borgarstjóri sömu sjónar- miðum en var jafnframt von- góður um að minnkandi út- svarstekjur kynnu að einhverju leyti að rétta úr kútnum þegar liði á árið. Og hann bætti við að í sínum huga þyrftu „stjórnendur borgar- innar einfaldlega að halda vöku sinni og fylgjast með þróuninni,“ auk þess að gæta aðhalds á útgjaldahliðinni og tryggja eftir því sem kostur væri að tekjur skiluðu sér. Ekkert hefur vantað upp á að borgaryfirvöld hafi haldið vöku sinni á tekjuhliðinni. Út- svar er í lögleyfðu hámarki og þar verður ekki seilst dýpra í vasa borgarbúa. Og útsvarið hækkaði um 5% á milli ára, sem er þó hlutfallslega lítið miðað við fasteignaskattinn sem hækkaði um heil 17% á milli ára og lóðaleigan hækkaði um sömu hlutfalls- tölu. Þetta eru miklar hækkanir þannig að of litlar tekjur eru ekki vandamál Reykjavíkur- borgar. Þvert á móti eru of há- ar tekjur vandamál borgarbúa og þar með borgarinnar. Vandinn er sá að stjórnendur borgarinnar hafa ekki haldið vöku sinni við að gæta aðhalds á útgjaldahliðinni. Laun og launatengd gjöld hjá borginni hækkuðu um tæp 10% á milli ára, sem er langt umfram það sem búast hefði mátt við og skýr vísbending um að borgaryfirvöld hafi sofnað á verðinum. Annar rekstrarkostnaður hefur hækkað um sama hlutfall og samtals nemur hækkun þess- ara tveggja liða 2,4 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi árs- ins. Haldi sú hækkun áfram verður hækkunin yfir árið tíu milljarðar króna. Borgaryfirvöld virðast hafa talið að þau gætu haldið áfram að bjarga sér á óreglulegum tekjum, en söluhagnaður eigna dróst saman um 2,5 milljarða króna á milli ára, sem varð til þess að útgjalda- vandi borgarinnar afhjúp- aðist. Á þeim vanda þarf að taka. Það verður ekki gert með þeirri aðferð sem borgar- stjóri boðar, að „fylgjast með þróuninni“. Vandi af þessu tagi verður einungis leystur með því að taka á honum strax. Borgarstjóri getur ekki látið duga að halda áfram að „fylgjast með þróuninni“} Borgin verður að takast á við útgjaldavandann Í grein sjávar-útvegs- og landbúnaðarráð- herra hér í blaðinu í gær er vakin at- hygli á réttmætri kröfu Íslendinga um veiðar á makríl. Íslenskar útgerðir hafa í meira en ára- tug veitt umtalsvert af makríl og lagt þannig grunn að sjálf- sagðri kröfu Íslands um drjúga hlutdeild í heildarafla makríls á þessu svæði. Langt og mikið þref hefur staðið yfir við önnur strand- ríki og Evrópusambandið um þessar veiðar og reynt hefur verið að útiloka Íslendinga frá eðlilegri hlutdeild í þeim og stundum verið gengið hart fram. Gríðarlega mikilvægt er að ís- lensk stjórnvöld haldi fram fullum rétti Íslendinga í slíkum málum enda byggja landsmenn afkomu sína að verulegu leyti á auðlindum náttúrunnar, þar með töldum makríl. Í grein sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram að ekkert útlit sé fyrir að önnur ríki semji í bráð við Ís- land um makrílveiðar. Það eru vonbrigði, en kemur því miður ekki á óvart. Þess vegna er brýnt að íslensk stjórnvöld haldi fram fullum rétti Íslands og gefi ekkert eftir. Óbilgjörnum kröfum gagnvart Íslandi verður að mæta af festu} Makrílveiðar K osturinn við pólitíska sannfær- ingu er að sá sem er sjálfum sér samkvæmur á auðvelt að taka af- stöðu til nýrra álitamála í sam- ræmi við sína grundvallar- skoðun. Hafi maður slíka sýn segir hann ekki eitt í dag og annað á morgun. Áttavitinn beinir honum í rétta átt. Sumir nota annað tæki, óttavitann. Hann virkar eins og segull á kompás og leiðir þá sem eftir honum fara í hverja hafvilluna á fætur annarri. Skynsamir stjórnmálamenn rata verr eftir því sem notkunin á óttavitanum vex. Þeir sem fylgja óttavitanum kúvenda stundum yfir nótt frá sínum fyrri málflutningi og halda hinu gagnstæða fram. Óttavitinn er ekki nýr af nálinni. Honum hef- ur lengi verið beitt til þess að kalla fram and- stöðu við framfaramál. Merkur stjórnmálamaður sagði: „Hingað til hefur það dregist um of af því, að við höfum verið hræddir um, að samvinna við aðra yrði okkur ofvax- in. Ef við látum þann ótta vera okkur lengur fjötur um fót, fer ekki hjá því, að við drögumst aftur úr. Hinir óttaslegnu menn verða að gera bæði sjálfum sér og öðrum grein fyrir hverjar óhjákvæmilegar afleiðingar óttans eru: Sífelldar sveiflur í lífskjörum og hægari og minni fram- farir til lengdar í okkar landi en öðrum, sem búsettar eru af þjóðum á svipuðu menningarstigi og við. Ef menn vilja einangrun, þá verða þeir að taka afleiðingum hennar og reyna þá hvorki gagnvart sjálfum sér né öðrum að hræsna með því, að þeir séu hinir mestu framfaramenn. Þeir eru þvert á móti menn afturhalds og úrtölu. Ein- angrunin, sem nærri hafði drepið þjóðina á löngum, þungbærum öldum, er þeim runnin svo í merg og bein, að þeir standa uppi sem nátttröll á tímum hinna mestu framfara. Vísindi og tækni nútímans og hagnýting þeirra er bundin þeirri forsendu, að víðtækt samstarf eigi sér stað. Þess vegna leita jafnvel stórþjóðirnar samstarfs hver við aðra, jafnt stórar þjóðir sem smáar. Ef stórþjóðunum er slíkt þörf, þá er smáþjóðunum það nauðsyn. Auðvitað verður að hafa gát á. En eðlilegt er, að almenningur spyrji: Ef aðrir, þeir sem okk- ur eru líkastir að menningu og efnahag, hafa svo góða reynslu, hví skyldum við þá óttast, að reynsla okkar yrði önnur og lakari?“ Svo mælti Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðismanna 1969. Valdamiklir aðilar nýta líka sumir óttavitann til þess að leggja þá sem fylgja ekki línunni sem gildir þann daginn í einelti, samherja jafnvel fremur en andstæðinga. Félagar eru rassskelltir opinberlega og fá ekki aflausn nema þeir komi og kyssi vöndinn. Aðrir eru settir í frysti og fá ekki áheyrn meðan þeir hafa sjálfstæða skoðun. Hvorug notkunin skilar farsælli niðurstöðu. Best væri þó að skátarnir segðu þeim mönnum afturhalds og úrtölu sem slíkum aðferðum beita að óttavitar hafi aldrei náð nokkurri átt. Aldrei. Benedikt Jóhannesson Pistill Óttavitinn Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Unnið hefur verið að endur-skoðun á samkomulagium þjóðhagsráð að und-anförnu og liggur samn- ingstextinn fyrir til undirritunar þessa dagana. Hlutverk ráðsins hef- ur verið útvíkkað. Er nú gert ráð fyr- ir að öll stærstu heildarsamtök laun- þega taki sæti við borðið og eigi hver um sig einn fulltrúa í ráðinu. Eftir að þjóðhagsráði var komið á fót í kjölfar kjarasamninga og Sa- lek-samkomulagsins árið 2015, neit- uðu launþegasamtökin að taka þátt vegna ágreinings um hlutverk þess. Í tengslum við gerð lífskjarasamning- anna í vor náðist hins vegar sam- komulag um endurskipulagningu ráðsins og að það yrði endurvakið með þátttöku heildarsamtaka á vinnumarkaði. „Ég veit ekki hvort allir eru búnir að undirrita samninginn um þjóðhagsráð en við erum búin að gera það. Ég reikna með að það taki til starfa í haust,“ segir Drífa Snæ- dal, forseti ASÍ. Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga samþykkti fyrir sitt leyti endurskoðað samkomulag um hlutverk og umgjörð þjóðhagsráðs á seinasta fundi þess. Í endurskoðaða samkomulaginu er nú gengið út frá að í ráðinu eigi sæti fulltrúar ríkisstjórnarinnar, ASÍ, BSRB, BHM, Kennarasam- bands Íslands, Samtaka atvinnulífs- ins, Sambands ísl. sveitarfélaga og Seðlabankans. Gert er ráð fyrir að ráðið komi saman fjórum sinnum á ári og fjalli um samhæfingu hag- stjórnar og ákvarðana á vinnumark- aði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Í endurskoðuðu sam- komulagi segir m.a. að þjóðhagsráð skuli fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi op- inberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu við- fangsefni hagstjórnar hverju sinni. Þegar þjóðhagsráð var upp- haflega sett á laggirnar kom fljótlega í ljós ágreiningur um hlutverk þess. Sættu launþegasamtökin sig ekki við að þar ætti eingöngu að fjalla um efnahagsmál og neituðu að taka sæti í ráðinu nema þar yrði líka fjallað um félagslegan stöðugleika. Þjóðahags- ráðið náði því aldrei flugi og fundaði aðeins í tvö skipti á árunum 2016 og ’17. Nú er gert ráð fyrir að ráðið fjalli bæði um efnahagslegan og félags- legan stöðugleika eins og fyrr segir. ,,Það var forsendan fyrir þátttöku okkar í þjóðhagsráði og síðan var þetta líka hluti af því samkomulagi sem við gerðum við stjórnvöld í að- draganda kjarasamninga að end- urvekja þjóðhagsráðið,“ segir Drífa. Kjaratölfræði og grænbók Unnið hefur verið að fleiri að- gerðum í tengslum við gerð kjara- samninga í framhaldi af lífskjara- samningunum í vor. Í maí var undirritað samkomulag um kjaratöl- fræðinefnd og nú hefur forsætisráð- herra gengið frá minnisblaði með endurskoðaðri tillögu um svonefnda grænbók, um framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðar, sem launþegasamtökin og SA og samtök sveitarfélaga eru með til skoðunar. Þar er m.a. lagt til að unn- in verði ítarleg greining á skipulagi vinnumarkaðarins, núverandi fyrir- komulagi í tengslum við kjarasamn- ingagerðina og laga- og stofnana- umgjörð, ásamt því hvernig fyrirkomulagið hefur reynst með hliðsjón af bættum lífskjörum. Draga á fram kosti og galla nú- verandi fyrirkomulags og eftir atvik- um leggja fram tillögur til úrbóta og er gert ráð fyrir að niðurstöður stýri- hóps verði lagðar fram í skýrslu eða grænbók til forsætisráðherra ekki síðar en í lok júní 2020. Þjóðhagsráð endurreist og gangsett í haust Morgunblaðið/Hari Aðgerðir Áform um þjóðhagsráð, launatölfræði og Grænbók um framtíðar- umhverfi kjarasamninga voru kynnt eftir undirritun lífskjarasamninga. Á minnisblaði forsætisráðherra um grænbók um framtíðar- umhverfi kjarasamninga og vinnmarkaðar er m.a. lagt til að stjórnvöld, samtök á vinnu- markaði, sveitarfélögin og rík- issáttasemjari verði í stýrihópi sem taki til starfa í ágúst. Tímaáætlun gerir ráð fyrir að hópurinn kynni þjóðhagsráði í október tillögu um efnistök og hefji vinnu við grænbókina. Mögulega verði stofnuð svo- nefnd grænbókarnefnd sér- fræðinga. Í júní 2020 skal skila grænbókinni og birta op- inberlega. Í október á næsta ári leggi forsætisráðherra svo skýrslu fyrir Alþingi. ,,Vinnan skal taka mið af því að umboð til kjara- samningsgerðar er á hendi stéttarfélaga og viðsemjenda þeirra og fyrirkomulagi á vinnumarkaði verður ekki breytt nema með breiðri sátt milli samtaka atvinnurekenda og launafólks og hins op- inbera,“ segir á minnisblaðinu. Grænbókin í smíðum TÍMA- OG VERKÁÆTLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.