Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Kragar fyrir öll tækifæri Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is Dómgæslan í úrvalsdeild kvenna í fótbolta hefur verið talsvert til umræðu í sumar og tveir íþróttafréttamanna okkar hafa meðal annars gert hana að umtalsefni á þessum vettvangi. Okkar bestu dómarar koma allajafna ekki við sögu hjá kon- unum. Nokkrir af reynslu- minnstu A-dómurunum dæma jafnan nokkra leiki í deildinni. Á síðasta ári dæmdi aðeins einn karlkyns alþjóðlegur dómari einn kvennaleik. Víðast hvar hefur þróunin verið sú á undanförnum árum að konur dæma kvennaleiki og karl- ar dæma karlaleiki. Þetta höfum við séð á öllum stórmótum kvenna á seinni árum. Meðal annars á HM sem nú stendur yfir í Frakklandi. Þar eru konur í öll- um dómarastörfunum. Ég minnist reyndar gríðar- legrar óánægju í röðum íslenska kvennalandsliðsins á EM 2009 með frammistöðu kvendómara þar sem kallað var eftir því að karlar væru frekar látnir dæma. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Hér á landi hefur hinsvegar ekkert gengið að fá konur til að dæma knattspyrnuleiki. Bríet Bragadóttir hefur verið eini fulltrúi þeirra í dómarastéttinni síðustu ár. Nokkrar hafa komið aðeins við sögu en helst fljótlega úr lestinni. Í fyrra dæmdi Bríet 14 af 90 leikjum úrvalsdeildar kvenna og karlar hina 76 leikina. Í ár hefur hún aðeins dæmt þrjá leiki af þeim 35 sem lokið er á Íslands- mótinu. Engan í síðustu þremur umferðunum. Ein kona er aðstoðardómari í deildinni í ár en öll önnur dóm- arastörf eru mönnuð af körlum. Þetta er hluti af vandamálinu. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is EM 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun leika í Malmö í Svíþjóð, að minnsta kosti þrjá leiki en vonandi sex, á Evrópumótinu sem hefst 10. janúar. Ísland dróst í gær í E-riðil með heimsmeisturum Danmörku, Ungverjalandi og Rússlandi. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í milliriðla og munu liðin tvö sem kom- ast upp úr E-riðli halda kyrru fyrir í Malmö og mæta þar liðum úr D- og F- riðli. Í fyrsta sinn munu nú 24 þjóðir leika á EM en þeim var fjölgað úr 16 eftir EM í Króatíu 2018. Mótið fer auk þess fram í fleiri en einu landi í fyrsta sinn, eða í Svíþjóð, Noregi og Aust- urríki. Ísland hefði bæði getað lent í erf- iðari og léttari riðli. Austurríki, sem var í 3. styrkleikaflokki líkt og Ísland, hafði til að mynda mun meiri heppni með sér, en Portúgal lenti til dæmis í riðli með tveimur af þremur efstu lið- unum af HM í janúar. Vel raunhæfur möguleiki er á að ná 2. sæti og komast í milliriðla en keppnin um það verður mjög hörð. Ísland þekkir danska liðið vel og sjálfsagt enginn betur en Guðmundur Guðmundsson sem nú mætir Dan- mörku á stórmóti í fyrsta sinn eftir viðskilnaðinn dramatíska 2017. Hann stýrði Íslandi reyndar einnig gegn Danmörku á móti í Noregi í fyrra, í sínum öðrum landsleik eftir að hafa tekið að nýju við íslenska landsliðinu. Guðmundur gerði Dani að ólympíu- meisturum í fyrsta sinn 2016 og þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í janúar síðastliðnum, en EM hafa Dan- ir unnið tvisvar og vanalega komist í undanúrslitin. Þeir verða dyggilega studdir í Malmö enda var fyrirfram ákveðið að danska liðið myndi leika í borginni, alveg við Kaupmannahöfn. Viðureign við Ungverja vekur upp sárar minningar frá Ólympíu- leikunum 2012. Ungverjaland endaði á svipuðum slóðum og Ísland á HM í janúar, þar sem liðin urðu í 10. og 11. sæti, og féll út strax í riðlakeppninni á EM 2018 líkt og Ísland. Ungverjar hafa einu sinni unnið til verðlauna á stórmóti, silfur á HM 1986. Rússar áttu eitt albesta landslið heims um síðustu aldamót en hafa síðasta áratuginn bestum árangri náð á HM 2013, 7. sæti. Rússar komust ekki inn á EM fyrir tveimur árum og féllu úr leik í riðlakeppninni á HM í janúar, þar sem þeir náðu þó að gera jafntefli við Þjóðverja, sem og Serba, og vinna Suður-Kóreu. A-RIÐILL í Graz: Króatía Hvíta-Rússland Svartfjallaland Serbía B-RIÐILL í Vín: Tékkland Norður-Makedónía Austurríki Úkraína C-RIÐILL í Þrándheimi: Spánn Þýskaland Lettland Holland D-RIÐILL í Þrándheimi: Frakkland Noregur Portúgal Bosnía E-RIÐILL í Malmö: Danmörk Ungverjaland ÍSLAND Rússland F-RIÐILL í Gautaborg: Svíþjóð Slóvenía Sviss Pólland Hörð barátta um að fylgja heimsmeisturunum  Danir sigurstranglegir í riðli Íslands, á „heimavelli“  Milliriðill einnig í Malmö Morgunblaðið/Golli Gamlir lærisveinar Guðmundur Guðmundsson stýrði Danmörku til 30:25-sigurs á Íslandi í 16-liða úrslitum á HM 2015 í Katar, síðast þegar þjóðirnar mættust á stórmóti. Nikolaj Jacobsen tók við Danmörku af Guðmundi árið 2017. Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari karla í handbolta segir ljóst að Ísland hafi lent í svakalega sterkum riðli á EM. Keppnin fer fram í janúar á næsta ári og leikur Ísland með Danmörku, Ungverja- landi og Rússlandi í riðli sem leik- inn verður í Malmö í Svíþjóð. „Við erum að fara að mæta heims- og Ólympíumeisturum Dana nánast á heimavelli og það er mjög erfitt verkefni. Hin liðin tvö eru svo bæði frábær. Rússar eru ekki búnir að vera áberandi undanfarið en þeir stóðu sig vel í undankeppninni og eru með sterkasta liðið í fjórða styrkleika. Það er ekkert lið í þess- um riðli sem er þægilegt að mæta. Ungverjar eru með gríðarlega sterkt lið. Það er ekkert lið sem er slakara en annað í þessum riðli, fyr- ir utan að Danir eru í sérflokki. Ég veit ekki alveg hvar við stöndum á móti Ungverjum og Rússum. Við erum með það ungt lið og það er erfitt að meta hvar við stöndum í dag í alþjóðlegum samanburði. Við þurfum að sýna okkur og sanna,“ sagði Guðmundur við mbl.is, og kvaðst fagna því að leika í Malmö þar sem auðvelt yrði fyrir íslenska stuðningsmenn að mæta. Hann viðurkennir að það verði sérstakt fyrir sig að mæta danska landsliðinu, en hann var lands- liðþjálfari Dana 2014-2017. „Það er sérstök tilfinning fyrir mig að spila á móti Dönum. Ég þjálfaði þá í þrjú ár og varð Ólymp- íumeistari með þeim. Það er eins og það er og þannig er þessi heimur. Það verður skrítið að hitta þá þarna. Ég á ekki von á öðru en ánægjulegum viðtökum frá stuðn- ingsmönnum Dana.“ Sérstök tilfinning að mæta Dönum Morgunblaðið/Kristinn Magnúss EM Bjarki Elísson skorar gegn Tyrkjum þegar Ísland náði EM-sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.