Morgunblaðið - 29.06.2019, Side 45

Morgunblaðið - 29.06.2019, Side 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Kragar fyrir öll tækifæri Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is Dómgæslan í úrvalsdeild kvenna í fótbolta hefur verið talsvert til umræðu í sumar og tveir íþróttafréttamanna okkar hafa meðal annars gert hana að umtalsefni á þessum vettvangi. Okkar bestu dómarar koma allajafna ekki við sögu hjá kon- unum. Nokkrir af reynslu- minnstu A-dómurunum dæma jafnan nokkra leiki í deildinni. Á síðasta ári dæmdi aðeins einn karlkyns alþjóðlegur dómari einn kvennaleik. Víðast hvar hefur þróunin verið sú á undanförnum árum að konur dæma kvennaleiki og karl- ar dæma karlaleiki. Þetta höfum við séð á öllum stórmótum kvenna á seinni árum. Meðal annars á HM sem nú stendur yfir í Frakklandi. Þar eru konur í öll- um dómarastörfunum. Ég minnist reyndar gríðar- legrar óánægju í röðum íslenska kvennalandsliðsins á EM 2009 með frammistöðu kvendómara þar sem kallað var eftir því að karlar væru frekar látnir dæma. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Hér á landi hefur hinsvegar ekkert gengið að fá konur til að dæma knattspyrnuleiki. Bríet Bragadóttir hefur verið eini fulltrúi þeirra í dómarastéttinni síðustu ár. Nokkrar hafa komið aðeins við sögu en helst fljótlega úr lestinni. Í fyrra dæmdi Bríet 14 af 90 leikjum úrvalsdeildar kvenna og karlar hina 76 leikina. Í ár hefur hún aðeins dæmt þrjá leiki af þeim 35 sem lokið er á Íslands- mótinu. Engan í síðustu þremur umferðunum. Ein kona er aðstoðardómari í deildinni í ár en öll önnur dóm- arastörf eru mönnuð af körlum. Þetta er hluti af vandamálinu. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is EM 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun leika í Malmö í Svíþjóð, að minnsta kosti þrjá leiki en vonandi sex, á Evrópumótinu sem hefst 10. janúar. Ísland dróst í gær í E-riðil með heimsmeisturum Danmörku, Ungverjalandi og Rússlandi. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í milliriðla og munu liðin tvö sem kom- ast upp úr E-riðli halda kyrru fyrir í Malmö og mæta þar liðum úr D- og F- riðli. Í fyrsta sinn munu nú 24 þjóðir leika á EM en þeim var fjölgað úr 16 eftir EM í Króatíu 2018. Mótið fer auk þess fram í fleiri en einu landi í fyrsta sinn, eða í Svíþjóð, Noregi og Aust- urríki. Ísland hefði bæði getað lent í erf- iðari og léttari riðli. Austurríki, sem var í 3. styrkleikaflokki líkt og Ísland, hafði til að mynda mun meiri heppni með sér, en Portúgal lenti til dæmis í riðli með tveimur af þremur efstu lið- unum af HM í janúar. Vel raunhæfur möguleiki er á að ná 2. sæti og komast í milliriðla en keppnin um það verður mjög hörð. Ísland þekkir danska liðið vel og sjálfsagt enginn betur en Guðmundur Guðmundsson sem nú mætir Dan- mörku á stórmóti í fyrsta sinn eftir viðskilnaðinn dramatíska 2017. Hann stýrði Íslandi reyndar einnig gegn Danmörku á móti í Noregi í fyrra, í sínum öðrum landsleik eftir að hafa tekið að nýju við íslenska landsliðinu. Guðmundur gerði Dani að ólympíu- meisturum í fyrsta sinn 2016 og þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í janúar síðastliðnum, en EM hafa Dan- ir unnið tvisvar og vanalega komist í undanúrslitin. Þeir verða dyggilega studdir í Malmö enda var fyrirfram ákveðið að danska liðið myndi leika í borginni, alveg við Kaupmannahöfn. Viðureign við Ungverja vekur upp sárar minningar frá Ólympíu- leikunum 2012. Ungverjaland endaði á svipuðum slóðum og Ísland á HM í janúar, þar sem liðin urðu í 10. og 11. sæti, og féll út strax í riðlakeppninni á EM 2018 líkt og Ísland. Ungverjar hafa einu sinni unnið til verðlauna á stórmóti, silfur á HM 1986. Rússar áttu eitt albesta landslið heims um síðustu aldamót en hafa síðasta áratuginn bestum árangri náð á HM 2013, 7. sæti. Rússar komust ekki inn á EM fyrir tveimur árum og féllu úr leik í riðlakeppninni á HM í janúar, þar sem þeir náðu þó að gera jafntefli við Þjóðverja, sem og Serba, og vinna Suður-Kóreu. A-RIÐILL í Graz: Króatía Hvíta-Rússland Svartfjallaland Serbía B-RIÐILL í Vín: Tékkland Norður-Makedónía Austurríki Úkraína C-RIÐILL í Þrándheimi: Spánn Þýskaland Lettland Holland D-RIÐILL í Þrándheimi: Frakkland Noregur Portúgal Bosnía E-RIÐILL í Malmö: Danmörk Ungverjaland ÍSLAND Rússland F-RIÐILL í Gautaborg: Svíþjóð Slóvenía Sviss Pólland Hörð barátta um að fylgja heimsmeisturunum  Danir sigurstranglegir í riðli Íslands, á „heimavelli“  Milliriðill einnig í Malmö Morgunblaðið/Golli Gamlir lærisveinar Guðmundur Guðmundsson stýrði Danmörku til 30:25-sigurs á Íslandi í 16-liða úrslitum á HM 2015 í Katar, síðast þegar þjóðirnar mættust á stórmóti. Nikolaj Jacobsen tók við Danmörku af Guðmundi árið 2017. Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari karla í handbolta segir ljóst að Ísland hafi lent í svakalega sterkum riðli á EM. Keppnin fer fram í janúar á næsta ári og leikur Ísland með Danmörku, Ungverja- landi og Rússlandi í riðli sem leik- inn verður í Malmö í Svíþjóð. „Við erum að fara að mæta heims- og Ólympíumeisturum Dana nánast á heimavelli og það er mjög erfitt verkefni. Hin liðin tvö eru svo bæði frábær. Rússar eru ekki búnir að vera áberandi undanfarið en þeir stóðu sig vel í undankeppninni og eru með sterkasta liðið í fjórða styrkleika. Það er ekkert lið í þess- um riðli sem er þægilegt að mæta. Ungverjar eru með gríðarlega sterkt lið. Það er ekkert lið sem er slakara en annað í þessum riðli, fyr- ir utan að Danir eru í sérflokki. Ég veit ekki alveg hvar við stöndum á móti Ungverjum og Rússum. Við erum með það ungt lið og það er erfitt að meta hvar við stöndum í dag í alþjóðlegum samanburði. Við þurfum að sýna okkur og sanna,“ sagði Guðmundur við mbl.is, og kvaðst fagna því að leika í Malmö þar sem auðvelt yrði fyrir íslenska stuðningsmenn að mæta. Hann viðurkennir að það verði sérstakt fyrir sig að mæta danska landsliðinu, en hann var lands- liðþjálfari Dana 2014-2017. „Það er sérstök tilfinning fyrir mig að spila á móti Dönum. Ég þjálfaði þá í þrjú ár og varð Ólymp- íumeistari með þeim. Það er eins og það er og þannig er þessi heimur. Það verður skrítið að hitta þá þarna. Ég á ekki von á öðru en ánægjulegum viðtökum frá stuðn- ingsmönnum Dana.“ Sérstök tilfinning að mæta Dönum Morgunblaðið/Kristinn Magnúss EM Bjarki Elísson skorar gegn Tyrkjum þegar Ísland náði EM-sæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.