Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 14
Vel gekk í gær að flytja gamla Kvennaskólann í miðbæ Reykjavík- ur af undirstöðum sínum. Áður en húsinu var lyft í heilu lagi þurfti að styrkja burðarvirki þess, en nú stendur til að endurnýja gömlu undirstöðurnar áður en hægt verð- ur að flytja húsið aftur á sinn stað. Verður húsið svo gert upp. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flutt í heilu lagi með stórvirkum krana 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Það er margt sem er mjög jákvætt í íslenskum grunnskólum en það er líka ýmislegt sem þarf að bæta. Börnin höfðu öll upplifað einhvers konar fordóma í skólanum og höfðu öll heyrt „N-orðinu“ beint að þeim, hvort sem það var í gríni eða gert í einhverjum átök- um,“ segir Amelía Christine Scholls, sem útskrifaðist með meistaragráðu í kennslufræðum grunnskóla í síð- ustu viku og rannsakaði upplifun barna af blönduðum uppruna í ís- lensku skólakerfi í meistararitgerð sinni. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á líðan barna sem eru af blönduðum uppruna, eiga foreldra af ólíkum kynþáttum. Amelía talaði við nokkur börn af blönduðum uppruna um þeirra reynslu. Í ljós kom að börnin höfðu öll orðið fyrir fordómum. Börnin greindu frá því að kenn- arar láti gjarnan vera að takast á við vandann. „Mér fannst upplifun þeirra af kennurum mjög áhugaverð. Þau upplifðu svolítið að kennarar huns- uðu sig þegar þeir heyrðu um for- dómana. Börnin spáðu þá í því hvort það væri vegna þess að það væri svo- lítið óþægilegt fyrir kennarana að tala um þetta og taka á þessu,“ segir Amelía. Hún telur fræðslu lausnina á for- dómunum sem börnin verða fyrir og sé hún sérstaklega nauðsynleg þar sem samsetning íslensks nútíma- samfélags breytist ört. Forðast að bregðast við fordómum  Börn af blönduðum uppruna verða fyrir fordómum Útskrifuð Amelía við útskriftar- athöfnina í Laugardalshöll. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir „Svona rannsóknir hjálpa auðvitað til þess að vekja athygli á mikilvægi fræðslu, þegar fólk veit af vandanum er auðveldara að taka á honum.“ Takmörkuð úrræði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenn- ara, segist vonsvikin að heyra um niðurstöður rannsóknarinnar. „Eitt af meginmarkmiðum grunn- skólans er að vinna í fjölbreyttu sam- félagi og stuðla að jafnræði og jafn- rétti allra sem eru í skólanum. Upplifun þessara barna stangast í raun á við þau grundvallarmarkmið sem grunnskólinn vinnur eftir. Þó svo að það sé alveg skýr sýn þá getur vel verið að það takist ekki alltaf nægilega vel til og við þurfum að auka umræðuna um þetta.“ Þorgerður segir að úrræðin í þess- um málaflokki séu takmörkuð. „Það er ekki viðhorf skólasam- félagsins til fjölbreytileikans sem er vandamálið heldur eru það úrræðin og hvernig við getum raunverulega komið til móts við fjölbreytileikann þannig að allir geti raunverulega notið sín á sínum eigin forsendum. Það er þar sem kennarar eru að kalla eftir umræðu og draga fram þætti sem betur mættu fara.“ Bæjarhátíðin Vopnaskak, á Vopna- firði hefst fimmtudaginn 4, júlí með sýningu Sóla Hólm, Varist eftir- hermur. Að sögn Jóns Ragnars Helgason er þetta 26. árið sem há- tíðin er haldin. „Aðrir stórviðburðir verða Palla- ball á föstudagskvöldinu í félags- heimilinu Miklagarði en fyrr um kvöldið verður fjölskylduskemmtun á sama stað með Páli Óskari. Á laug- ardaginn er svo hið eina sanna Hof- staðaball sem er 100% sveitaball þar sem gestir koma með drykki með sér og lopapeysu og gönguskó ef þannig viðrar,“ segir Jón Ragnar en hljómsveit Jóns Hilmarssonar spilar fyrir dansi ásamt söngvurunum Hreimi og Einari Ágústi. Að sögn Jóns Ragnars eru Hof- staðaböllin haldin í samkomuhúsi kvenfélagsins í landi Hofs sem er kirkjustaður. Í áratugi voru þar haldin böll tvisvar ári. Það lagðist af þar til fyrir fjórum árum og hafa þrjú böll verið haldin síðan. Jón Ragnar segir að listasmiðjur með föndri og leikjum verði í gangi fyrir yngri börn en þau eldri smíði kassabíla sem keppt verði á, í kassa- bílarallíi. Markaðstorg og tónlistar- atriði heimafólks verði í miðbænum og á laugardagskvöldinu safnist há- tíðagestir saman á íþróttasvæðinu við skólann og gæði sér á kjötsúpu sem hverfi bæjarins elda. Eftir að Vopnaskaki lýkur verður Bustar- fellsdagurinn haldinn hátíðlegur á sunnudag en í Bustarfelli er safn í gömlum torfbæ. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Tiltekt Unglingar í unglingavinnunni á Vopnafirði gera bæinn fínan fyrir Vopnaskak og hressa upp á listaverk sem gert var á fyrra Vopnaskaki. 100% sveitaball í boði á Vopnaskaki  Pallaball á bæjarhátíð á Vopnafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.