Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Pétur Hreinsson Þóroddur Bjarnason Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð það sem af er ári sem vitanlega horfir misjafnlega við innflytjendum og út- flutningsaðilum. Gengisvísitala krón- unnar, sem mælir vegið meðaltal helstu gjaldmiðla gagnvart krónu, stóð í gær í 186 stigum og hefur hækkað um tæp 7% frá byrjun þessa árs. Að sama skapi hefur gengi bandaríkjadals gagnvart krónu hækkað um 6,8% og gengi evru um 6,2% á sama tímabili. Þrátt fyrir töluverða lækkun krón- unnar á þessu ári telur Katrín Péturs- dóttir, forstjóri Lýsis, að krónan eigi enn aðeins eftir í land svo að „raun- gengi“ fáist. 96% af tekjum Lýsis kemur erlendis frá og margir þeir samningar sem Lýsi hefur gert við sína viðskiptavini eru gerðir ár fram í tímann. Því hefur gengi krónunnar afar mikið að segja um rekstrartölur fyrirtækisins hverju sinni. Í samkeppni við útlönd „Ef við lítum á stöðuna á gengi krónunnar í dag þá förum við að nálg- ast það sem vil teljum vera raungengi. Það er að segja, að það sé jákvæður viðskiptajöfnuður og að útflutnings- atvinnuvegirnir séu ekki að niður- greiða innflutning. Fyrir útflutnings- atvinnuvegina þurfum við alltaf að hafa það hugfast að við erum í sam- keppni við útlönd. Ef að gengi okkar gjaldmiðils er rangt skráð þá hallar náttúrlega á okkur í þeirri sam- keppni,“ segir Katrín. „Ég myndi halda að það væri raun- hæft að hafa gengisvísitölu krónunn- ar á bilinu 195-200. Við ættum að reyna að miða við það,“ segir Katrín og bætir því við að þá sé viðskipta- jöfnuðurinn í ágætu jafnvægi, þá geti útflutningsvegirnir stillt sig af og ver- ið sterkir í sinni samkeppnisstöðu á erlendum mörkuðum. Lækkun hjálpar til Kristófer Oliversson formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu, segir í samtali við Morgun- blaðið að gengislækkun krónunnar hjálpi vissulega til hvað varðar rekst- ur fyrirtækja í greininni, en vegi ekki upp áföllin sem orðið hafa á árinu. Kristófer á þar við gjaldþrot WOW air, verkföll og fleira. Hann segir að það þurfi einbeittan ásetning hjá erlendum ferðamönnum til að sækja landið heim. „Við erum því miður mjög dugleg að auglýsa að við séum dýrasta land í heimi. Ef flug- ið er dýrt og landið sömuleiðis, þá þarf ferðamaður að vera mjög ein- beittur í því að koma til landsins.“ Kristófer segir að bakslag sé komið í gamla markmiðið hjá ferðaþjónustu- aðilum hér á landi, að fá fram aukna dreifingu ferðamanna um landið og meiri dreifingu þeirra yfir veturinn. „Þetta gekk rosalega vel, en nú er árstíðasveiflan að aukast og menn fara síður út á land. Að okkar mati er það óásættanlegt að stjórnvöld legg- ist ekki á sveif með okkur m.a. í mark- aðs- kynningar- og sölumálum nú þegar þjóðin horfist í augu við 100 milljarða samdrátt í útflutnings- tekjum. Sértækan skatt eins og gisti- náttaskatt á að fella niður umsvifa- laust. Ef við ættum að nefna einhvern einn aðila sem tapar mestu á sam- drætti í greininni, þá er það ríkissjóð- ur Íslands, sem sést á því að endur- skoða þurfti fjármálaáætlun þegar sló í bakseglin hjá okkur.“ Hvað næstu vikur og mánuði varð- ar segir Kristófer að það sé áhyggju- efni hvað verð á flugi til landsins hef- ur hækkað mikið, og hljóðið í mönnum í ferðaþjónustunni sé ekkert rosalega gott. Óvissa sé mikil. Jón Trausti Ólafsson formaður Bíl- greinasambandsins, segir aðspurður að vissulega hafi gengi krónunnar áhrif á innflutning bíla, en á móti komi að bílar séu skattlagðir eftir mengun og útblæstri. „Hagstæðari vörugjöld vegna sífellt umhverfisvænni bíla vega upp á móti lægra gengi. Við finn- um líka fyrir því að Íslendingar eru að ferðast meira innanlands nú í sumar, sem lýsir sér í meiri eftirspurn eftir bílum og þjónustu,“ segir Jón Trausti. Krónan nálgast raungengi  Gengislækkun vegur ekki upp áföllin sem orðið hafa í ferðaþjónustunni  Lægri vörugjöld umhverfisvænni bíla vega á móti gengisáhrifum  Ásetningur einbeittur Gengismál » Gengisvísitala krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum stóð í 186 stigum í gær og hef- ur hækkað um tæp 7% frá byrjun þessa árs vegna lækk- unar krónunnar. » Veikara gengi íslensku krón- unnar hefur enn sem komið er ekki vegið upp á móti áföll- unum sem orðið hafa í ferða- þjónustu. Gengi krónu gagnvart bandaríkjadal og evru Miðgildi, frá 2. janúar til 28. júní 2019 110 115 120 125 130 135 140 145 janúar febrúar mars apríl maí júní Heimild: Seðlabanki Íslands Bandaríkjadalur Evra 116,64 124,46 133,4 141,7 Bílgreinasambandsins, segir að fjölgun fargaðra ökutækja sé af hinu góða. Þá sé bílafloti Íslend- inga orðinn of gamall. „Bílafloti landsmanna er yfir tólf ára gamall að meðaltali. Við höfum talið að eðlilegur meðalaldur flotans hér ætti að komast í sjö til níu ár,“ segir Jón Trausti og bætir við að forvitnilegt verði að fylgjast með bílasölu næstu misseri. „Það eru vísbendingar um að bílasala taki við sér í haust og á komandi vetri, enda eru margar spennandi bif- reiðar væntanlegar,“ segir Jón Trausti. Allt bendir til þess að ökutækjum sem fargað verður í ár muni fjölga frá árinu 2018. Þá fer meðalaldur ökutækja sem send eru til förgunar hækkandi. Þetta kemur fram í töl- um frá Úrvinnslusjóði sem Morgun- blaðið hefur fengið aðgang að. Það sem af er ári hefur 4.756 ökutækj- um verið fargað. Til samanburðar hafði 4.220 ökutækjum verið farg- að yfir sömu mánuði árið áður. Frá árinu 2010 hefur förgun bif- reiða nær fjórfaldast og fátt bendir til annars en að vöxturinn haldi áfram á sama hraða næstu ár. Jón Trausti Ólafsson, formaður Förguðum ökutækjum fjölgar áfram Morgunblaðið/Ómar Bifreiðar Ökutækjum sem er fargað hefur fjölgað mikið milli ára. ● Í mars drógu íslensk fiskiskip afla að verðmæti 14,3 milljarðar króna úr sjó. Nemur aukningin í mánuðinum 2,3% miðað við sama mánuð í fyrra. Verðmæti botnfiskafla var tæpir 12 millj- arðar og jókst um 21,1%. Þar af var þorskaflinn 8 milljarða virði sem er 1,4 milljörðum meira en í mars 2018. Af uppsjávartegundum veiddist eingöngu kolmunni en aflaverðmæti hans nam um 1,7 milljörðum samanborið við 445 milljónir í fyrra. Engin loðna veiddist í mars en árið 2018 nam verðmæti loðnuaflans í sama mánuði 2,8 millj- örðum króna. Aflaverðmæti úr sjó reyndist 14,3 milljarðar 29. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.25 124.85 124.55 Sterlingspund 158.08 158.84 158.46 Kanadadalur 94.58 95.14 94.86 Dönsk króna 18.929 19.039 18.984 Norsk króna 14.587 14.673 14.63 Sænsk króna 13.391 13.469 13.43 Svissn. franki 127.1 127.82 127.46 Japanskt jen 1.1516 1.1584 1.155 SDR 172.63 173.65 173.14 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.1411 Hrávöruverð Gull 1402.25 ($/únsa) Ál 1802.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.05 ($/fatið) Brent Heildarfjöldi seldra gistinátta dróst saman um 10,2% í maímánuði, miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Ís- lands. Í gögnunum kemur fram að mesti samdrátturinn hafi átt sér stað hjá aðilum sem miðla gistingu í gegn- um Airbnb og áþekkar síður. Þar á bæ nam samdrátturinn 29%. Meðal hótela og gistihúsa var sam- drátturinn mun minni eða 5,2% og þá nam fækkunin hjá öðrum tegundum gististaða 9,2%. Þrátt fyrir að sam- dráttur sé í öllum flokkum gististaða fjölgaði hins vegar gistinóttum á höf- uðborgarsvæðinu milli ára eða um 2% en um 57% allra hótelgistinátta á landinu voru seld á því svæði. Þá bornar saman við útgefnar tölur Ice- landair Hotels sést að fyrirtækið hef- ur aukið hlutdeild sína svo um munar á markaðnum milli ára. Þannig seldi fyrirtækið 28.717 gistinætur í maí eða 31% fleiri nætur en í sama mánuði í fyrra. Í samtali við Morgunblaðið segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, að fyrirtækið hafi náð góðum árangri í maí, ekki síst fyrir aukin umsvif meðal ráðstefnu- og hvataferðahópa. „Nýting hótela í okkar rekstri í maímánuði var 83% í stað 73% í maí 2018 og það er einstaklega ánægju- legur árangur í harðnandi umhverfi. Aukning í maí var ekki einungis í Reykjavík heldur einnig á lands- byggðinni,“ segir Magnea og bendir á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna sé tækifæri fólgið í að sækja í nýja markhópa og standa undir vænt- ingum þeirra með þjónustuna. ses@mbl.is fjölgaði einnig seldum gistinóttum á Austurlandi eða um 17% og 11% á Norðurlandi. Þungur samdráttur varð hins vegar hjá hótelum á Suð- urnesjum þar sem 25% færri gisti- nætur seldust og þá mældist sam- drátturinn í sama flokki 12% á Suðurlandi. Þegar tölur Hagstofunnar eru Gistinóttum fækkar um 10%  Icelandair seldi 31% fleiri gistinætur í maí nú en 2018 Morgunblaðið/Styrmir Kári Rekstur Hótelmarkaðurinn finnur fyrir samdrætti í fjölda ferðamanna. ● Vöruskiptahalli reyndist 18 millj- arðar á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þannig voru á tímabilinu fluttar út vörur fyrir 287,4 milljarða króna en inn fyrir 305,4 milljarða. Er hallinn mun minni nú en yfir sama tímabil í fyrra þegar hallinn var 63,8 milljarðar króna. Vöruskiptajöfnuður reyndist því 45,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Sérstaka athygli vekur að verðmæti útflutnings skipa og flugvéla nam 23 milljörðum króna á fyrstu fimm mán- uðum þessa árs. Hefði þeirra ekki notið við hefði hallinn því verið 41 milljarður króna í stað 18 milljarða. Hallinn 18 milljarðar á fyrstu 5 mánuðunum Flug Sala á flug- vélum hafði áhrif. STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.