Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Líney Sigurðardóttir Kópasker Sólstöðuhátíð var haldin um síðustu helgi á Kópaskeri og var fjölbreytt dagskrá á svæðinu af því tilefni, m.a. vígsla fuglaskýla, tónleikar, listsýn- ing, dansleikur auk fleiri viðburða. Skammt frá Kópaskeri stendur Bragginn Yst sem er stúdíó og sýn- ingaraðstaða listakonunnar Yst Ing- unnar St. Svavarsdóttur, málaður á listrænan hátt í glaðlegum litum og setur svip á umhverfið. Í Bragganum Yst fagnaði hópur listakvenna sólstöðunum á listrænan hátt en þar var Traust samsýning Súpunnar. Í Súpunni sitja listakon- urnar Björg Eiríksdóttir, Edda Þór- ey Kristfinnsdóttir, Jóna Bergdal Jakobsdóttir, Unnur Óttarsdóttir og Yst. Traust mennskunni mikilvægt Sýningin var í björtu rými Bragg- ans Yst og samanstóð af myndlist og innsetningum, gagnvirkum sem sýn- ingargestir tóku virkan þátt í með mikilli ánægju og lifðu sig inn í verk- in. Hughrif sem sýningargestir upp- lifðu á sýningunni voru jákvæðni, los- un neikvæðra tilfinninga, mikilvægi trausts, gleði og hreinleiki svo sýn- ingargestir kvöddu Braggann Yst og gestgjafa þar léttir í lund. Sýningin Traust er sjöunda sam- sýning listakvennanna fimm í Súp- unni, sem fyrst var löguð árið 2003 og hefur verið haldið heitri síðan, segja listakonurnar sem allar voru á sínum tíma í Myndlistaskólanum á Ak- ureyri. Bragginn í Núpasveit er af amer- ískri gerð og var byggður árið 1964 sem útigöngufjárhús og hlaða og gegndi því hlutverki til aldamóta- ársins 2000 þegar endurbygging hans hófst fyrir nýja hlutverkið. Hann hef- ur staðist jarðskjálfta að styrkleika 6,2 eða meira og fé átti þar góða vist á sínum tíma. Í dag er í Bragganum all- stórt sýningarrými auk vinnustofu og annarra vistarvera fyrir fjölskylduna en listakonan Yst dvelur þar löngum stundum við listsköpun. Kríur tóku á móti gestum Algengustu viðfangsefni hennar eru mannlegar tilfinningar í öllum sínum fjölbreytileika. Verkin eru oft abstrakt og í tengslum við náttúruna, bæði innan dyra sem og útilistaverk auk innsetninga en Yst hefur haldið allmargar sýningar, bæði sam- og einkasýningar og hefur hlotið menn- ingarstyrki. Þegar sýningargesti bar að Bragg- anum Yst tóku herskáar og aðgangs- harðar kríur á móti þeim enda ung- arnir rétt skriðnir úr eggjunum. Útilistaverkið Flug eftir Yst sem stendur rétt við Braggann er því í góðum tengslum við náttúruna og hefur kríuherinn eflaust orðið lista- konunni innblástur að því verki. Útilistaverkið Dans eftir Yst vekur einnig athygli en það ber hátt við án- ingarstað við Presthólalón hjá þjóð- veginum skammt frá Kópaskeri og er þar staðarprýði. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Brugðið á leik Útilistaverkið Dans eftir Yst vekur einnig athygli en það ber hátt við áningarstað við Presthólalón. Traust samsýning Súp- unnar í Bragganum Yst  Sólstöðuhátíð á Kópaskeri  Listakonur sitja í Súpunni Listakona Yst, Ingunn St. Svavarsdóttir, fyrir framan sín verk sín. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vatnajökulsþjóðgarður hefur gert samning við fjögur ferðafélög um að nýta aðstöðu í skálum félaganna innan þjóðgarðsins og um sameig- inleg verkefni. Jafnframt var skrif- að undir viljayfirlýsingu um sam- starf til lengri tíma. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands fagnar góðri samvinnu við þjóðgarðinn. Samningarnir eru við Ferðafélag Íslands sem á og rekur skála í Nýjadal, Ferðafélag Akureyrar sem á skálann Dreka í Drekagili og Þor- steinsskála í Herðubreiðarlindum og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðafélag Húsavíkur sem reka saman Sigurðarskála í Kverk- fjöllum. Horft lengra fram í tímann „Við erum mjög ánægð með samninginn og viljayfirlýsinguna sem koma samskiptunum í fastara form og gera okkur kleift að horfa lengra fram á veginn. Við fögnum samstarfi við þjóðgarðinn sem okk- ur þykir öllum vænt um,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Í samningunum felst að ferða- félögin leigja Vatnajökulsþjóðgarði aðstöðu í skálunum. Samstarf er um landvörslu og öryggismál, fræðslu og leiðsögn, samstarf um viðhald, merkingu og skráningu upplýsinga um gönguleiðir og um skráningu ör- nefna og útgáfu korta. Páll segir að kveðið sé á um reglulega stöðufundi og upplýs- ingagjöf. Telur hann að sam- komulagið skapi aukið traust, sam- vinnu og góðan anda á svæðunum og styrki þá innviði sem þar eru. Betri rekstrargrundvöllur Samstarfið treystir rekstrar- grundvöll skála ferðafélaganna en rekstur skála á afskekktum stöðum er almennt þungur. Segir Páll að aðstæður skapist til að byggja upp til framtíðar. Þannig muni Ferða- félagið ráðast í framkvæmdir í Nýjadal en þar varð tjón á skála sem þarf að lagfæra. Þjóðgarður semur við ferðafélög  Betri grundvöllur skapast til rekst- urs skálanna í Vatnajökulsþjóðgarði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nýidalur Skáli Ferðafélags Íslands á Sprengisandi er einn þeirra skála sem samningurinn við Vatnajökulsþjóðgarð tekur til og þjóðgarðurinn nýtir. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir því við menntamálaráðuneytið að ríkið mæti kostnaði bæjarins sem hlýst af skylduskilum á öllu prent- uðu efni til Amtsbókasafnsins. Á Ís- landi gildir sú regla að allt prentmál skal fara í fjórum eintökum á söfn; þrjú til Landsbókasafnsins og það fjórða á Akureyri. Er þetta sam- kvæmt lögum frá árinu 2002 en fyrstu lög um þetta efni voru sett seint á 19. öldinni. Kostar 40 millj. kr. árlega Eins og staðan er nú ber Amts- bókasafnið og þar með Akureyrar- bær allan kostnað við skylduskilin. Þar að baki eru laun bókasafnsfræð- inga og ófaglærðs starfsmanns og svo annar tilfallandi kostnaður, til dæmis vegna húsnæðis. Alls eru þetta um 40 milljónir og vilja Ak- ureyringar að ríkissjóður mæti þessu að einhverju leyti. Mögulegt er að skylduskilaein- tökum verði fækkað um eitt með lagabreytingu og Landsbókasafn verði eini viðtakandi skylduskilanna. Miklar breytingar eru á lögum um skylduskil í nágrannalöndum okkar og aukin áhersla lögð á skil á staf- rænum fremur en prentuðum út- gáfum, segir Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður í samtali við Morg- unblaðið. Bækur og dægurprent „Okkur berst á ári hverju mikið af allskonar prentmáli sem við skráum og varðveitum. Eru þetta bækur, blöð og tímarit og það sem við köllum dægurprent, það er til dæmis ýmsir auglýsingabæklingar og slíkt,“ segir Hólmkell. Til fram- tíðar litið segir hann mega endur- skoða sitthvað í tengslum við skylduskilin, sbr. að notkun þeirra hafi minnkað mikið undanfarin ár með bættu aðgengi að gögnum og upplýsingum á stafrænu formi. Nægi þar að nefna þá byltingu sem varð við stafræna endurgerð ritaðs máls í gegnum vefinn timarit.is, en efnið sem þar er nú aðgengilegt var að hluta til myndað og unnið á Amtsbókasafninu. „Notkun skylduskila sem nú eru aðgengileg á netinu eykst stöðugt, en færri sækja í prentgripina sem eru hér í húsi. Samt sem áður tel ég æskilegt fyrir samfélagið hér á Akureyri að skylduskil á prentformi verði áfram aðgengileg, hvort sem er fyrir nemendur á efri skólastig- um eða almenning,“ segir Hólmkell. Ríkið styðji skylduskilin  Amtsbókasafnið fær allt prentmál Morgunblaðið/Sigurður Bogi Safnamenn Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður og Sigurður Helgi Árna- son glugga í bæklinga og blöð sem eru varðveitt í skylduskilum. Amtið Áberandi hús á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.