Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Mjólkurbikar kvenna 8-liða úrslit: KR – Tindastóll ........................................ 1:0 Betsy Hassett 9. ÍA – Fylkir ................................................ 0:6 Ída Marín Hermannsdóttir 16. (víti), 86., Þórdís Elva Ágústsdóttir 48., Bryndís Arna Níelsdóttir 53., Sæunn Rós Ríkharðsdóttir 79., Margrét Björg Ástvaldsdóttir 90. 2. deild karla Víðir – ÍR .................................................. 1:0 Ari Steinn Guðmundsson Selfoss – Þróttur V .................................. 2:2 Kenan Turudija 7., Guðmundur Tyrfings- son 78. – Pape Mamadou Faye 51., Andre Pew 74. Dalvík/Reynir – Fjarðabyggð ............... 0:0 Staðan: Leiknir F. 8 5 3 0 15:7 18 Selfoss 9 5 2 2 21:10 17 Víðir 9 5 1 3 17:13 16 Vestri 8 5 0 3 11:10 15 Völsungur 9 4 2 3 11:12 14 Fjarðabyggð 9 4 1 4 13:11 13 Dalvík/Reynir 9 2 5 2 10:10 11 ÍR 9 3 2 4 10:10 11 Þróttur V. 9 2 4 3 11:14 10 KFG 8 3 0 5 11:18 9 Kári 8 2 2 4 15:16 8 Tindastóll 9 0 2 7 8:22 2 Markahæstir: Hrvoje Tokic, Selfossi..................................7 Kenan Turudija, Selfossi .............................6 Ari Steinn Guðmundsson, Víði....................6 Pape Mamadou Faye ...................................5 HM kvenna í Frakklandi 8-liða úrslit: Frakkland – Bandaríkin......................... 1:2 Wendie Renard 81. – Megan Rapinoe 5., 65.  Bandaríkin mæta Englandi í undanúr- slitum á þriðjudagskvöldið. Ameríkubikarinn 8-liða úrslit: Brasilía – Paragvæ.................................. 0:0  Brasilía vann 4:3 í vítakeppni. Venesúela – Argentína ........................... 0:2 Lautaro Martinez 10., Giovani Lo Celso 74. KNATTSPYRNA HANDBOLTI Alþjóðlegt mót U21 karla Leikið í Portúgal: Argentína – Ísland ............................... 20:23 Portúgal – Japan .................................. 34:20  Ísland mætir Japan í dag og Portúgal á morgun. Alþjóðlegt mót U19 karla Leikið í Þýskalandi: Ísrael – Ísland....................................... 26:26 Þýskaland – Ísrael................................ 33:25  Ísland mætir Þýskalandi í dag. HM Í FRAKKLANDI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það kann að angra Donald Trump en því er ekki að neita að Megan Rapinoe hefur verið í algjöru burð- arhlutverki við að koma Bandaríkj- unum í undanúrslitin á HM í fótbolta í Frakklandi. Rapinoe, sem neitar að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leiki, meðal annars til að sýna and- stöðu við stefnu stjórnar Trumps í ýmsum málefnum, hefur látið bolt- ann syngja í netinu fjórum sinnum í útsláttarkeppninni á HM. Hún skor- aði bæði mörkin í 2:1-sigrinum á Spáni, reyndar úr vítaspyrnum, og einnig bæði mörkin þegar Bandarík- in slógu Frakkland út í gær með 2:1- sigri í 8-liða úrslitum.Bandaríkin eru því komin í undanúrslit eins og þau eru vön, en frá því að HM fór fyrst fram árið 1991 hefur bandaríska lið- ið alltaf endað í hópi fjögurra efstu liða. Bandaríkin eru ríkjandi meist- ari og ætla sér ekkert annað en að verja titilinn, en þá þarf liðið að slá út England næsta þriðjudagskvöld. Rapinoe er 33 ára og lék eitt tíma- bil í Frakklandi, með Lyon 2013- 2014, en hefur síðan verið hjá Seattle Reign í Bandaríkjunum. Hún var ein þeirra fyrstu til að sýna Colin Kapernick stuðning eftir að ruðningskappinn kraup á hné í mót- mælaskyni, þegar bandaríski þjóð- söngurinn hljómaði fyrir leik sem hann spilaði með San Francisco 49ers haustið 2016. Kapernick vildi meðal annars benda á óréttlæti sem hann taldi minnihlutahópa beitta í Bandaríkjunum og undir það vildi Rapinoe taka. „Sem samkyn- hneigður Bandaríkjamaður þá veit ég hvernig það er að horfa á banda- ríska fánann og vita að hann verndar ekki öll okkar réttindi,“ sagði Rap- inoe á sínum tíma. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur reynd- ar látið landsliðsfólk sitt skrifa undir samning þess efnis að það megi ekki krjúpa í þjóðsöngnum, en í staðinn þegir Rapinoe á meðan aðrir leik- menn liðsins syngja með hönd á brjósti. Trump hefur skotið föstum skotum á hana á Twitter en á meðan blómstrar Rapinoe innan vallar. Hefð er fyrir því að Bandaríkja- forseti bjóði meistaraliðum í Hvíta húsið en Rapinoe hefur tekið af allan vafa um það að hún hafi ekki nokk- urn áhuga á að þiggja slíkt boð. AFP Mikilvæg Hin magnaða Megan Rapinoe fagnar fyrra marki sínu gegn Frökkum í gærkvöld, sem hún skoraði úr aukaspyrnu á upphafsmínútunum. Lætur boltann um sönginn  Rapinoe með Bandaríkin í undanúrslit  Blómstrar þrátt fyrir skot frá Trump ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ Suður-amerísku erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitum Ameríkubikarsins í knattspyrnu en leikurinn hefst laust eftir miðnætti að íslenskum tíma á þriðjudagskvöld. Brasilía sló Paragvæ út eftir markalausan leik og víta- spyrnukeppni, þar sem Gabriel Jesus skoraði úr fimmtu og síðustu spyrnu Brasilíumanna eftir að Roberto Firm- ino hafði klúðrað sinni spyrnu og tveir leikmenn Para- gvæ sömuleiðis. Paragvæ hafði misst Fabián Balbuena af velli með rautt spjald á 58. mínútu. Argentína vann Venesúela með mörkum frá Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso, en Sergio Agüero átti stóran þátt í báðum mörkum. Ekki lá fyrir í gærkvöld hvaða lið mætast í hinum undanúrslitaleik keppninnar en í nótt mættust Kólumbía og Síle, og í dag leika Úrúgvæ og Perú. Síle er ríkjandi Ameríkumeistari eftir sigur á Argentínu í víta- spyrnukeppni í úrslitaleiknum 2016. Brasilía mætir Argentínu Sergio Agüero Ísland vann þriggja marka sigur á Argentínu í hörkuleik á fjögurra þjóða móti U21-landsliða í hand- bolta karla í gær. Mótið fer fram í Portúgal og er mikilvægur liður í undirbúningi Íslands fyrir HM á Spáni sem hefst 16. júlí. Ísland leik- ur þar einmitt í riðli með meðal annars Argentínumönnum. Andri Scheving úr Haukum varði vel í lok leiks og alls 17 skot í leikn- um. Ísland mætir Japan í dag og heimamönnum á morgun í lokaleik sínum á mótinu. Unnu HM- andstæðinga Ljósmynd/@HSIIceland Sigur Darri Aronsson og Andri Scheving áttu fínan leik í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.