Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 ✝ Ólöf Bjarna-dóttir fæddist á Selfossi 24. maí 1983. Hún lést á heimili sínu á Hvolsvelli 23. júní 2019. Foreldrar hennar eru Bjarni Jónsson, f. 30. september 1952, og Kristín Braga- dóttir, f. 5. júní 1959. Systkini Ólafar eru a) Bragi, f. 25. apríl 1981. Kvæntur Eygló Hansdóttur, f. 6. mars 1984. Börn þeirra eru Bjarni Dagur, f. 15. september 2007, Hildur Eva, f. 22. janúar 2011, Kristín, f. 6. september 2012. Ólöf ólst upp á Selalæk á Rangárvöllum og hóf skóla- göngu sína í Grunnskólanum á Hellu. Hún fór þaðan í Fjöl- brautaskólann á Selfossi og út- skrifaðist með stúdentspróf í desember 2002. Hún nam mat- vælafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með B.S.- gráðu 2007. Eftir það bætti hún við sig námi í kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Hún starf- aði sem kennari við Grunnskól- ann á Hellu frá árinu 2007 til 2014 en þá fór hún að kenna við Hvolsskóla. Hún bjó á Hvols- velli ásamt eiginmanni sínum og dætrum. Ólöf greindist með heilaæxli haustið 2013 og varð það banamein hennar. Útför Ólafar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 29. júní 2019, klukkan 13. og Elmar Andri, f. 15. apríl 2016. b) Unnur Lilja Bjarna- dóttir, f. 27. desem- ber 1986. Maki Stef- án Friðrik Friðriksson, f. 18. ágúst 1982. Barn þeirra er Hólm- fríður Hekla, f. 5. janúar 2016. c) Val- dís Bjarnadóttir, f. 28. mars 1994. Ólöf giftist Lárusi Viðari Stefánssyni 1. apríl 2018. For- eldrar hans eru Ragna Finns- dóttir, f. 22. janúar 1957, og Stefán Lárusson, f. 29. janúar 1948. Börn þeirra eru Fanndís Lilja, f. 31. maí 2010, og Kara Elsku systir, það er svo þungt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Það er leitun að kær- leiksríkari og fallegri sál en þér. Ég hef alltaf litið svo upp til þín og á yngri árum langaði mig allt- af til að gera allt eins og þú gerð- ir. Ég man ég hugsaði oft þegar ég hafði farið yfir strikið í ein- hverju að nú ætlaði ég að haga mér meira eins og Ólöf systir, hún hefði nú ekki gert eða sagt svona lagað. Framan af varstu nú ekkert sérstaklega hrifin af litlu systur en með tímanum þróaðist samband okkar út í sterkt systra- og vinkonusamband þar sem við þurftum að heyra hvor í annarri helst daglega, sama hvar við vor- um í heiminum. Þú hefur alltaf fengið fyrsta símtalið, með góð- um eða slæmum fréttum. Og þeg- ar ég var komin upp í skýin í plönum eða ofhugsunum, þá dróstu mig alltaf niður á jörðina með góðum ráðum og lést mig sjá hlutina í skýrari ljósi. Þú komst til mín til Gvatemala og varðir með mér nokkrum vikum þar sem við eignuðumst yndislegar minningar. Síðan komstu á móti mér til New York eftir hina reis- una, allt ómetanlegar minningar sem ég lofa að deila með stelp- unum þínum síðar. Veikindum þínum tókstu með miklu jafnað- argeði, alveg eins og þér einni var lagið. Baráttunni þinni lauk aldr- ei, eins og þú sagðir við mig nú fyrir stuttu þegar við vissum hver staðan væri orðin: „Krabbamein- ið vinnur aldrei Ólöfu.“ Þótt lík- aminn gæfist upp smátt og smátt var baráttuandinn hvergi farinn. Þú kenndir mér svo margt á þinni leið og ég skal gera mitt allra besta til að miðla því áfram til yndislegu dætra þinna. Elsku systir, við sjáumst seinna. Unnur Lilja Bjarnadóttir. Elsku Ólöf systir. Hvað lífið getur verið skrítið og óútreikn- anlegt. Maður mun seint skilja af hverju svona ungt fólk fær þenn- an sjúkdóm og það er eitthvað svo óraunverulegt að þú sért far- in frá okkur. Hef hugsað svo mik- ið um þessi endalok en það er ekkert sem undirbýr mann fyrir að kveðja systur sína allt of snemma. Það eru ófá atriðin sem maður veltir fyrir sér á svona stundu og um leið rifjar upp minningar um þig, Ólöf, sem fá mann til að brosa innra með sér. Það er stutt á milli okkar í aldri og eins vel og við gátum leikið okkur saman í æsku þá var líka einstaklega pirr- andi að hafa litlu systur hlaup- andi á eftir sér þegar vinir voru í heimsókn í sveitinni. Ófá skiptin þar sem við strákarnir földum okkur uppi í hlöðu svo þú myndir nú ekki finna okkur en eftir- minnilegasta skiptið er sennilega þegar ég var eitthvað að stríða þér og þú varst svo reið að þú braust hurðina inn í herbergi til mín. Við spiluðum mikið og þú alltaf til í að spila aftur og aftur þrátt fyrir að vinna nánast aldrei enda kannski erfitt þegar stóri bróðir gerði í því að svindla á þér í Verð- bréfaspilinu, Matador, marías og fleiri spilum sem við eyddum ófáum tímunum í sem börn og unglingar. Þegar leið á unglings- og fram- haldsskólaárin fékkst þú auðvit- að leyfi til að gera allt sambæri- legt og ég þótt þú værir tveimur árum yngri (kannski aðeins ábyrgðarfyllri) en um leið urðum við nánari þar sem vinahóparnir okkar tengdust mikið á þessum aldri. Man svo innilega eftir sælu- brosinu og gleðinni sem var í kringum þig á þinni fyrstu þjóðhátíð enda skemmtum við okkur stórkostlega þar sem og annars staðar. Ég gat alltaf treyst þér 100%, Ólöf, og það gleymast aldrei þau skipti þar sem reyndi á og alltaf hafði mað- ur stuðning þinn enda var mann- gæska þín einstök og þú hugsaðir ávallt um hag annarra frekar en þinn eigin. Það er stórt skarð í systkina- hópnum en minning þín lifir áfram og ég mun styðja systur okkar, Lalla og dætur þínar eins vel og ég get en veit að þú verður aldrei langt undan. Takk innilega fyrir allt, elsku systir. Þinn bróðir, Bragi Bjarnason. Elsku fallega, góða systir mín. Hann er undarlegur heimur- inn, án þín í honum. Þú hefur allt- af verið mér svo óskaplega hlý og góð með þitt dásamlega, ljúfa jafnaðargeð. Þrátt fyrir ellefu ára aldursmun á milli okkar hafði það ekki áhrif á að þú varst besta vin- kona mín frá barnsaldri. Valdi ég oft heldur að eyða helgunum með þér í sveitinni en að leika við jafn- aldra mína. Ég kann svo ótrúlega vel að meta þann tíma sem við áttum saman. Eftir að þú fluttist á Hvolsvöll þá var alltaf jafn gott að koma til ykkar Lárusar í spjall yfir góðum kaffibolla og eiga góða stund með þér og stelpun- um ykkar. Við áttum það sameig- inlegt að hafa mikinn áhuga á mataræði og hreyfingu og á ég dýrmætar minningar því tengdu. Þú sýndir svo gríðarlegan styrk og þrautseigju í þessari baráttu og hafðir jákvæðnina alltaf með í för, alveg til síðasta dags. Þessi atriði eru þau sem standa upp úr þegar ég hugsa um þig, að frátöldu hversu góðhjört- uð og ljúf manneskja þú varst. Þú hefur alltaf verið fyrirmynd mín og vinkona alla ævi og það er margt í þínu fari sem hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Á stundum sem þessum þá er það sem kemur upp í huga mér að ekkert í lífinu eru tilviljun, þrátt fyrir hversu óskaplega ósann- gjarnt það var að missa þig svona snemma. Það virðist stundum vera að hreinustu sálir þessa heims eru þær sem eru teknar fyrst. Ég trúi því að það sé ein- hver tilgangur fólginn í þeirri fórn, að þú hafir verið valin með þitt hreina hjarta til þess að sinna mikilvægu verkefni annars stað- ar. Að sama skapi held ég að það sé engin tilviljun að ég fluttist heim nokkrum vikum fyrir andlát þitt og með háskólanám að baki sem gat aðstoðað þig að eyða síð- ustu dögunum þínum heima í faðmi fjölskyldunnar. Það er gjöf sem mér þykir svo vænt um að hafa getað gefið þér og fjölskyld- unni. Sofðu rótt, elsku fallega systir mín. Ég veit að þú munt vera hjá mér, fylgjast með mér og passa upp á mig þar til ég hitti þig á ný. Ég elska þig, gullið mitt. Valdís Bjarnadóttir. Það er þungbært til þess að hugsa að Ólöf skuli nú hafa kvatt þennan heim. Þessi unga og ljúfa kona hefði átt að eiga framtíðina fyrir sér og taka þátt í uppvexti dætranna tveggja. Hugur okkar allra er hjá Lárusi og dætrunum, Fanndísi Lilju og Köru Kristínu, sem verða að axla þá þungu byrði að missa eiginkonu og móður í blóma lífsins. Það má samt finna örlitla huggun í því að Ólöf kvaddi lífið í faðmi fjölskyldunnar og í mikilli friðsæld. Það má líka finna huggun í þeirri samheldni sem fjölskyldan býr að og góðum minningum sem hún mun áfram njóta. Einnig má finna huggun í orðum nöfnu Ólafar, sem ort voru fyrir nærri heilli öld: Ó, gætu þeir séð sem að syrgja og missa, þá sannleikans gleði sem óhult er vissa, að bönd þau sem tengja’ okkur eilífð ná yfir, að allt sem við fengum og misstum það lifir. En alltaf það vekur hið innsta og hlýja, er alfaðir tekur og gefur hið nýja. Faðir í hendur þér felum við andann, fullvís er lending á strönd fyrir handan. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Við vottum ættingjum Ólafar innilega samúð okkar og óskum þeim styrks og velfarnaðar í framtíðinni. Guðjón, Ásta og Sunneva Kristín. Guðjón Bragason. Elsku Ólöf. Það er undarleg tilhugsun að vita til þess að eiga ekki eftir að heyra þig hlæja, sjá bjarta brosið þitt og njóta nærveru þinnar meira í þessu jarðlífi. Ég mun sakna þess. Alveg frá því í æsku hef ég horft á þig sem fyrirmynd. Á grunnskólaárunum kepptist ég við að reyna að halda í við þig í náminu. Náði stundum að „halda í skottið á þér“ en komst aldrei lengra en það. Þú varst alltaf langsterkust námslega í ár- gangnum okkar, hafðir ekkert fyrir þessu. Alltaf varstu samt hógværðin uppmáluð og aldrei man ég eftir að þú hafir stært þig af því að eiga auðvelt með námið, frekar að þú reyndir að auðvelda okkur hinum það ef möguleiki var á. Í eitt skipti man ég til dæmis eftir að við vorum að fara í dönskupróf í FSu og ég skildi ekkert í bókinni sem við áttum að lesa. Þú fórst yfir þetta með mér í frímínútunum áður en við fórum í prófið og viti menn, ég náði próf- inu með glans og það var auðvitað allt þér að þakka. Eftir að við lukum grunnskóla- námi hélstu áfram að vera fyr- irmynd, laukst stúdentsprófi og háskólanámi fyrst allra úr gamla bekknum okkar. Þú varst öguð og samviskusöm í öllu sem þú gerðir, alveg sama hvort það var nám, vinna, líkamsrækt, mat- aræði eða hvað annað. Í gegnum árin unnum við sam- an á nokkrum stöðum og ég held að óhætt sé að segja að þægilegri vinnufélagi verði vart fundinn. Hjá þér voru nefnilega engin vandamál, bara lausnir. Þú varst samt ekki bara góður vinnufélagi. Þú varst líka umhyggjusamur og tryggur vinur og hafðir einlægan áhuga á að fylgjast með því sem var í gangi hjá fjölskyldu þinni og vinum. Eftir að þú kynntist Lalla varðstu líka elskandi maki, og nokkru síðar yndisleg móðir þeg- ar stelpurnar ykkar komu í heim- inn. Fyrst og fremst varstu samt góð og heilsteypt manneskja sem vildi öllum vel. Sumt fólk sem maður kynnist á lífsleiðinni auðgar veginn meira en aðrir. Þú auðgaðir minn og margra annarra. Það var einfald- lega svo margt sem gerði þig að þeirri einstöku manneskju sem þú hafðir að geyma. Þolinmæði, umburðarlyndi og þrautseigja eru kostir sem vert er að nefna sérstaklega úr fari þínu. Þér tókst á undraverðan hátt að snúa hvers kyns mótbárum á þann veg að hlutirnir gætu verið verri. Uppgjöf var nokkuð sem var aldrei til í þinni orðabók, allt til hinstu stundar. Á stund sem þessari setur mann hljóðan yfir því hvernig ör- lögin taka sér það vald á hendur að ung manneskja í blóma lífsins fari í gegnum þann raunveruleika sem raun ber vitni. Ég verð að viðurkenna að mér finnst örlögin ekki bara sár og hörð heldur líka verulega ósanngjörn. Sérstak- lega eru þau ósanngjörn gagn- vart stelpunum þínum sem ég veit að þú þráðir svo heitt að fylgja í gegnum lífið til fullorðins- ára. Ég er samt viss um að þú fylgist með þeim áfram þó að þær sjái þig ekki. Elsku Ólöf, ég minnist þín með mikilli hlýju og þakklæti, ég veit að hvar sem nafn þitt ber á góma verður þín minnst sem einstakrar manneskju með góða nærveru. Þú ert mikið elskuð og þín er og verður afar sárt saknað. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Kærleikskveðjur, Vigdís. Elsku Ólöf, það er svo óraun- verulegt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur. Við sitjum hérna allar saman, vinkon- uhópurinn, og rifjum upp þær ótal mörgu minningar sem við eigum saman um þig. Þinn glað- væri og hvelli hlátur, fallega brosið, jákvæðnin, staðfestan og góðvildin sem ríkti í kringum þig. Það er stórt skarð höggvið í vinkvennahópinn og þín er sárt saknað. Við erum þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér og munum minnast þín og geyma í hjörtum okkar svo lengi sem við lifum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Lalli, Fanndís Lilja, Kara Kristín og aðrir ástvinir. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hugur okkar er hjá ykkur. Elsku Ólöf okkar – við munum alltaf elska þig. Þínar vinkonur, Anna María, Aðalbjörg (Bogga), Dýrfinna (Dýa), Eydís, Hjördís, Kristrún, Sigrún, Sigurfinna og Þórunn (Tóta). Það var í ágúst 2014 sem við í Hvolsskóla urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá þig til liðs við okkur. Heilsteypt, jákvæð og kraftmikil ung kona sem tókst á við öll verk af æðruleysi, yfirveg- un og ákveðni. Þú öðlaðist fljótt verðskuldaða virðingu samstarfs- manna sem og nemenda. Af gleði og áhuga tókstu þátt í hinum ýmsu uppákomum, bæði hjá starfsmönnum og nemendum og veigraðir þér aldrei við að takast á við ný verkefni, heldur helltir þér út í þau, leystir öll af stakri prýði og með miklu jafnaðargeði. Þannig tókst þú líka á við þín erf- iðu veikindi frá fyrstu tíð og af afli og festu barðist þú við meinið sem enga vægð veitti. Foreldrahlutverkinu sinntir þú einnig af mikilli alúð og það hefur verið dásamlegt að fylgjast með ykkur Lárusi með dætrum ykkar og verða vitni að þeirri ástúð og hlýju sem þið hafið um- vafið þessar flottu litlu stúlkur sem við höfum síðan verið svo lánsöm að fá að kynnast betur eftir að þær komu í skólann. Þær munu alla tíð búa að þeim grunni sem þið Lárus hafið lagt og sá grunnur er vel gerður. Orð mega sín lítils þegar svona stórt er höggvið og áleitnar spurningar svífa um í tómarúm- inu. Spurningar sem enginn veit svörin við. Af hverju sumir fá það hlut- skipti sem varð þitt, skiljum við ekki og mótmælum þögul. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og stundum er, eins og skáldið sagði, vitlaust gefið. Elsku hjartans Ólöf okkar. Á kveðjustundu er þakklæti okkur efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og starfa með þér. Sá styrkur sem þú sýnd- ir í baráttu þinni hefur verið ólýs- anlegur og er okkur öllum, sem urðum vitni að, lærdómsríkur. Þú ert mögnuð og minningin um góða konu með gott hjartalag mun lifa. Þín er sárt saknað. Elsku Lalli okkar, Fanndís Lilja, Kara Kristín og aðrir að- standendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi allar góðar vættir vernda ykkur og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar er hjá ykkur. Fyrir hönd samstarfsfólks í Hvolsskóla Birna Sigurðardóttir. Þú ljúfa og góða vinkona og nágranni. Ég trúi ekki að þú sért farin. Svo mikið ljúf, metnaðar- full og einstaklega traust og hlý. Það voru gæðastundir að setjast niður með þér og drekka með þér kaffi með rjóma. Nærvera þín var góð. Ég get seint þakkað þær stundir sem eru mér svo dýrmæt- ar og ég átti með þér við eldhús- borðið. Stundum ræddum við það erf- iða í lífinu en mest um allt það skemmtilega og jákvæðu hlutina. Dramatík og leiðindi af nokkru tagi voru ekki í þinni orðabók. Þú varst svo einstaklega vel af guði gerð, falleg að utan sem innan. Ég var svo heppin að vera einnig vinnufélagi þinn og hitta þig brosandi á göngunum, svo glöð Ólöf Bjarnadóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.