Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 46.900.000,- Grettisgata 31, 101 Reykjavík & 585 8800 Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800 Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515 Herjólfsstígur 16, 801 Selfoss Fallegt sumarhús Fallegt sumarhús við Herjólfsstíg í Ásgarðslandi í Grímsnesi. Húsið var byggt árið 2006. Eignin er á eignarlóð sem er tæpur 1 hektari að stærð (8.927m2). Eignin skiptist í setustofu, eldhús, baðherbergi og 3 svefnherbergi. Frá húsinu er fallegt og víðáttumikið útsýni að Ingólfsfjalli.Timburpallur er í kringum húsið. Hitaveita er á svæðinu og er húsið hitað upp með gólfhita. 32.000.000,- 32.600.000,- Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herbergja endaíbúð Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herbergja endaíbúð - seljandi greiðir yfirstandandi framkvæmdir á húsinu. Íbúðin skiptist í rúmgott endurnýjað eldhús, svefnherbergi, stofu með útgengi á svalir, baðherbergi. Geymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara. Gnoðarvogur 26, 104 Reykjavík 53.800.000,- Falleg og rúmgóð 4ra herbergja íbúð - jarðhæð Falleg og rúmgóð 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og afgirtri verönd við Maríubaug í Grafarholti. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu með útgengi á afgirta verönd, þrjú svefnherbergi, baðherbergi. Þvottahús og geymsla eru innan íbúðar. Vel staðsett íbúð á fjölskylduvænum og rólegum stað. Golfklúbbur Reykjavíkur í Grafarholti í göngufæri. Maríubaugur 119, 113 Reykjavík Opið hús þriðjud. 2. júlí 17:15 til 17:45 Opið hús sunnud. 30. júní 14:00 til 16:00 Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð í reisulegu steinhúsi við Grettisgötu. Íbúðin skiptist í forstofu, setustofu og borðstofu þar inn af sem unnt er að nýta sem svefnherbergi, rúmgott hjónaherbergi með fataskápum og baðherbergi. Sameign er snyrtileg. Allir vita í hvílíkar ógöngurrekstur höfuðborgarinnar hefur lent eftir að Dagur B. Eggertsson kom krumlunum í hann og hvernig hin botnlausa eyðsla þar á sér engin takmörk.    En víðar er potturbrotinn. Styrmir Gunnarsson skrifar í pistli sínum:    Í Morgunblaðinu er birtathyglisvert línurit um mesta fjölgun starfa á árunum 2010-2018.    Þar kemur fram að opinberstjórnsýsla er í sjöunda sæti yfir þær starfsgreinar, þar sem fjölgun er mest og að þar er meiri fjölgun en í heilbrigðisþjónustu.    Getur verið að þetta sé eðlilegþróun?    Kannski er tímabært aðRíkisendurskoðun geri ítarlega úttekt á opinberri stjórnsýslu af því tagi, sem stofnunin er að kynna í dag varðandi Íslandspóst?    Hins vegar ber frétt blaðsins,sem línuritið fylgir þess merki, að rækilega hafi verið tekið til í fjármálageiranum á einum áratug, alla vega í sumum hlutum hans.    Á árunum 2008-2010 fækkaði um1.300 manns í þeim geira og á árunum 2010-2018 fækkaði um 1.100 manns til viðbótar.    Kannski getur opinberstjórnsýsla eitthvað lært af fjármálageiranum?“ Styrmir Gunnarsson Stjórnlaust bruðl STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Um 33% aukning varð á milli áranna 2018 og 2019 á umsóknarfjölda til háskólanáms við Landbúnaðarhá- skóla Íslands (Lbhí). Aðsókn í skóg- fræði og náttúru- og umhverfisfræði tóku hástökk en báðar brautir um þrefölduðu sinn umsóknarfjölda. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu skólans. Haft er eftir Ragnhildi H. Jónsdóttur brautarstjóra í náttúru- og umhverfisfræði við Lbhí, að sjá megi af mikilli fjölgun umsókna í náttúru- og umhverfisfræði að um- ræða samfélagsins hreyfi við og unga fólkið vilji sækja sér menntun þar sem viðfangsefnið er m.a. hvern- ig draga megi úr neikvæðum áhrif- um á umhverfið. „Það er virkilega ánægjulegt að þetta þverfaglega nám sem við bjóð- um veki athygli og greinilegt að þetta höfðar til fólks. Umsækjendur okkar hafa mjög ólíkan bakgrunn og það er kostur, því þannig koma inn ólík sjónarmið, sem gerir að námið verður ennþá betra og skemmtilegra fyrir vikið, bæði fyrir nemendur og kennara,“ segir hún. Fram kemur að góð aðsókn var einnig í meistaranám þar sem tals- verð aukning varð á umsóknum í rannsóknamiðað meistaranám sem og í doktorsnám við skólann. „Sam- bærileg aðsókn og í fyrra var í nám í búvísindum og umhverfisskipulagi á BS stigi og eins verður nú tekið inn í BS nám í hestafræði sem er braut sem LbhÍ og Háskólinn á Hólum bjóða upp í samstarfi,“ segir þar. Alls bárust 50 umsóknir um nám í búfræði á starfsmenntastigi en vegna fjöldatakmarkana í það nám var einungis um helmingur umsókn- araðila tekinn inn. „Í garðyrkjufræði á starfsmenntastigi er tekið inn ann- að hvert ár, síðast haustið 2018 og þar af leiðandi næst haustið 2020. Í endurmenntunardeild voru um 40 umsóknir í Reiðmanninn sem fer af stað á 3 stöðum á landinu í haust.“ omfr@mbl.is Metaðsókn í nátt- úru- og skógfræði  Umsóknum fjölgaði mikið við Lbhí Morgunblaðið/Eggert Skógur Fjöldi umsókna í skógfræði í Lbhí þrefaldaðist á milli ára. Verklegar framkvæmdir eru að hefjast við lagningu Kröflulínu 3. Hún er ný háspennulína sem tengir saman raforkukerfin á Norðaust- urlandi og Austurlandi. Unnið hefur verið að undirbún- ingi vinnubúða Landsnets í Möðru- dal og er verið að flytja eining- arnar á staðinn þessa dagana. Bosnískur verktaki sem reisir möstrin og annast uppsetningu lín- unnar mun hafa þar aðstöðu og einnig ÍAV sem annast jarðvinnuna á milli Jökulsár á Fjöllum og Jök- ulsár á Dal. Jarðvinnan var boðin út í þrennu lagi. Nokkrir verktakar í Þingeyj- arsýslum annast vestasta hlutann, ÍAV miðhlutann og Þ.S. verktakar á Egilsstöðum austasta hlutann. Stika slóðir Unnið er við að stika slóðir fyrir vinnuveg á milli fyrirhugaðra mastra og verður byrjað á slóða- gerð á næstu dögum. Í Möðrudal eru geymdar forsteyptar und- irstöður undir leggi mastra og stagfestur. Háspennulínan verður 122 km að lengd og verður byggð á svoköll- uðum M-röramöstrum. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki á næsta ári og ný lína verði spennusett fyr- ir lok næsta árs. helgi@mbl.is Framkvæmdir hefjast við Kröflulínu  Vinnubúðir settar upp og unnið að undirbúningi slóðagerðar við línuleið Ljósmynd/Daníel Scheving Hallgrímsson Möðrudalur Undirstöður vinnubúða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.