Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Magnús Carlsen er afturkominn í fréttirnar íNoregi vegna stofn-unar skákfélags sem hefur það yfirlýsta markmið að semja við veðmálafyrirtækið Kind- ret sem hefur boðið Norska skák- sambandinu samstarfssamning til fimm ára og býðst til að greiða fyrir upphæð sem nemur um 730 millj- ónum íslenskra króna á ári hverju, en samningsdrög gera ráð fyrir því að skáksambandið leggi veðmála- fyrirtækinu lið í því baráttumáli að ríkiseinokun á veðmálastarfsemi verði aflétt í Noregi. Í stjórn Skák- sambands Noregs sitja menn sem eru andvígir veðmálastarfsemi í kringum skákina og þar stendur hnífurinn í kúnni. Norski heims- meistarinn hefur hinsvegar hvatt til þess að gengið verði til samninga og er að beita sér í málinu. Á dög- unum stofnaði hann nýtt skákfélag, Offerspill sjakklubb, og greiddi meðlimagjöld fyrstu þúsund fé- lagsmannanna. Hið nýja félag gæti hugsanlega fengið 40 fulltrúa á að- alfundi Norska skáksambandsins sem fram fer 7. júlí og haft mikil áhrif. Spennandi mál, sem Gunnar Björnsson, forseti SÍ, hefur vakið athygli á, en hann er nýkominn frá Noregi þar sem hann lét af embætti forseta Norræna skáksambands- ins. En svo var Magnús farinn úr landi því að í Zagreb í Krótaíu hófst á miðvikudaginn annað mótið – með venjulegum umhugsunartíma – í Grand chess tour og Carlsen byrj- aði á því að vinna Giri í 23 leikjum með svörtu en varð svo að sætta sig við jafntefli í hagstæðu endatafli gegn Anand. Hann gæti unnið átt- unda mótið í röð. Eini maðurinn á svæðinu sem getur státað af slíku, Garrí Kasparov, sem í kringum síð- ustu aldamót vann 10 mót í röð, lék fyrsta leikinn fyrir Giri. Hann var spurður hvernig það gæti gerst að jafn öflugur skákmaður og Giri gæti tapað í svo fáum leikjum. Kasparov svaraði því til að mun betri skilningur á stöðunni sem upp kom hefði ráðið úrslitum: Anish Giri – Magnús Carlsen Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 Hefðbundið en kemur samt á óvart. Magnús hefur undanfarið leikið 3. ... g6 með góðum árangri. 4. Bxc6 bxc6 5. d3 Re7 6. h4 h5 7. e5 d6 8. exd6 Rg6 9. Rfd2 Eðlilegra virðist 9. Rbd2 og síðan – Rc4. 9. ... Bxd6 10. Rc4 Be7 11. Rc3 Ba6 12. Df3 Bxc4 13. Dxc6 ¢f8 14. dxc4 Rxh4 15. O-O Rf5 16. Re2 Hc8 17. Da4 Hc7!? Vélarnar mæla með 17. ... h4 eða jafnvel 17. ... g5 en þessi leikur er „mannlegri“. 18. Bf4 Hd7 19. c3 g5! Skyndilega ryðjast peðin fram á kóngsvæng en þar er hvítur fá- liðaður. 20. Had1 Hxd1 21. Hxd1 Da8 22. Bc7 h4! 23. f3 h3 - og Giri gafst upp. Hann er al- gerlega varnarlaus, t.d. 24. Rg3 Rh4 o.s.frv. Helgi Áss í 7. sæti á Skákþingi Norðurlanda Íslendingar áttu tvo fulltrúa á Skákþingi Norðurlanda í Sarps- borg í Noregi sem lauk á fimmtu- daginn. Íslandsmeistarinn 2018, Helgi Áss Grétarsson, var með og einnig Lenka Ptacnikova. Norð- maðurinn Frode Urkedal sigraði á mótinu, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum. Hann mun tefla í heimsbikarkeppni FIDE sem fram fer á eyjunni Mön í október nk. Framan af var Helgi Áss í toppbar- áttunni. Hann tapaði hinsvegar tveim skákum á lokasprettinum og hafnaði í 7.-12. sæti en var efstur á stigum þeirra sem hlutu 6 vinninga. Lenka Ptacnikova hlaut 4 vinninga og varð í 47. sæti af 66 keppendum. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þrefað um skák og veðmálastarf- semi í Noregi Ljósmynd/Heimasíða Norðurlandamótsins 2019 Mikilvæg skák Helgi Áss tefldi við Frode Urkedal í 6. umferð. Fyrir nokkrum misserum voru kjör eldri borgara sem búa einir leiðrétt frá því sem áður var. Eldri borgara sem býr einn eru nú tryggðar 310 þús. kr. á mánuði fyr- ir skatt. Vissulega var þarna um ágætis leið- réttingu að ræða. Einstaklingi sem er í sambúð eða hjónabandi eru nú tryggðar 248 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta er mjög ósann- gjarnt að þarna skuli vera um 60 þús. kr. munur á mánuði. Þetta er alltof mikill munur. Eldri borgarar sem hafa getu og vilja mega vinna fyrir 100 þúsund kr. á mánuði án þess að greiðslur frá Tryggingastofnun skerðist. Rétt er að undirstrika að greiða verður skatt af þessum tekjum. Til skoðunar er nú hjá félags- málaráðherra að gera úttekt varð- andi kostnað ríkisins af því að af- nema skerðingu atvinnutekna eldri borgara. Mjög sanngjarnt að skerðingar verði afnumdar. Staðan nú er þannig að 1.535 eldri borg- arar eru með tekjur allt að 50 þús. kr. á mánuði. Með tekjur frá 50- 100 þús. kr. á mánuði eru 717 ein- staklingar. Það eru 1.972 ellilífeyr- isþegar með hærri atvinnutekjur en sem nema 100 þús. krónum á mánuði. Það hlýtur að vera hag- stætt fyrir ríkið að afnema skerð- ingar atvinnutekna. Atvinnuþátttaka eldri borgara mun örugglega aukast ef skerð- ingar verða afnumdar og það skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Hækka þarf almenna frítekjumarkið Nú má ellilífeyrisþegi hafa 25 þús. kr. tekjur úr lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur á mánuði án þess að greiðslur frá Tryggingastofnun skerðist. Það er mjög ósanngjarnt að gerður sé greinarmunur á atvinnu- tekjum og tekjum úr lífeyrissjóði. Tekjur úr lífeyrissjóði eru frestaðar launa- tekjur frá fyrri tíð. Frítekjumark á því að vera það sama hvort sem það eru tekjur vegna atvinnu eða frá lífeyrissjóði. Nú er það ansi stór biti fyrir Trygg- ingastofnun að stíga það skref í einu lagi. Rétt væri að hækka almenna frítekju- markið strax í 75 þús. kr. á mánuði. Það myndi skila sér strax til verulegs hluta þeirra sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum og væri vel viðráðanlegt fyrir rík- issjóð. Árlega er svo rétt að hækka frítekjumarkið þannig að það nái 200 þús. krónum eftir nokkur ár. Það gengur ekki að ríkisvaldið skuli refsa fólki fyrir að hafa safn- að sér fjármunum í lífeyrissjóði. Nú er það þannig að þeir sem fá 576 þús. kr. á mánuði eða meira frá lífeyrissjóði fá ekki neina greiðslu frá Tryggingastofnun rík- isins. Það er alveg eðlilegt að hafa slíka viðmiðun hvað varðar tekjur úr lífeyrissjóði, atvinnutekjur eða fjármagnstekjur. Þeir sem hafa svo háa greiðslu þurfa ekki á því að halda að fá greiðslu frá Trygg- ingastofnun. En það er sanngjarnt að þeir sem eru með lágar greiðslur frá lífeyrissjóði fái þær án þess að greiðslur frá Tryggingastofnun skerðist. Það er mikið sanngirn- ismál, sem ég tel að allir þing- menn hvar í flokki sem þeir standa geti stutt. Eldri borgarar landsins eiga skilið að kjör þeirra verði bætt. Bæta þarf kjör fleiri eldri borgara Eftir Sigurð Jónsson » Það gengur ekki að ríkisvaldið skuli refsa fólki fyrir að hafa safnað sér fjár- munum í lífeyrissjóði. Sigurður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Ágúst Jónsson fæddist 28. júní 1907 í Reykjavík. Í íslenskri landbúnaðarsögu fær Ágúst rafvirkjameistari sérstakan sess fyrir að vera brautryðjandi á sviði súgþurrk- unar á heyi hérlendis. Með tengslum sínum vestur um haf, og á grundvelli nýrrar tækni- þekkingar þaðan, hóf hann að kynna bændum þessa tækni hérlendis. Útvegaði hann þeim tæknibúnað til súgþurrkunar, og síðast, en ekki síst, var þeim til ráðgjafar um vinnubrögð sem flestum voru mjög fram- andi. Hann varði miklum tíma til þessara starfa og fór víða um sveitir til þess. Alþingi veitti Ágústi styrk til að sinna súgþurrkunarmálum. Hann var kosinn félagi í Búnaðar- félagi Íslands. Ágúst setti upp fyrsta súg- þurrkunarkerfið á Íslandi. Var það á Vífilsstöðum, sumarið 1944. Þessi tilraun Ágústs hratt af stað byltingu í hey- verkun hérlendis. Í stað þess að velta heyi á velli í 5-6 þurrk- daga, dugðu nú oftast tveir dagar með súgþurrkunartækj- unum. Súgþurrkun, í einu eða öðru formi, mun hafa náð til allt að 80% bændabýla hérlendis. Ágúst var kvæntur Guðrúnu Bebensee frá Akureyri. Þau áttu saman einn son, Karl Adolf. Ágúst lést 24.4. 1985. Merkir Íslendingar Ágúst Jónsson Vantar þig pípara? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.