Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 56
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stúdíó Norn, útgáfufyrirtæki Guð- mundar Óla Scheving, hefur gefið út nýjan hljómdisk, Á þjóðhátíð, en hann hefur verið atkvæðamikill á þessu sviði undanfarin fimm ár og gefið út 14 plötur, þar af fimm með eigin efni. „Ég hef samtals gefið út 50 lög eftir mig,“ segir hann. Söngvaskáldið, sem notar höfund- arnafnið Góli á diskunum, segist hafa byrjað að semja lög á unglingsárun- um. Hann hafi verið í bílskúrs- böndum og einkum í tríóinu Einingu. Félagarnir hafi viljað gefa út lögin en þá hafi bara verið eitt hljóðver í land- inu og eigandinn, Svavar Gests, hafi ekki haft áhuga á svona gaurum. „Þá keypti ég mér gamalt fjögurra rása segulband og við tókum upp lögin okkar í samkomusal Landsmiðjunn- ar á Sölvhólsgötu,“ segir hann. „Ég sagðist ætla að geyma lögin mín þar til ég gæti gefið þau út sjálfur.“ Fyrsti diskur hans, Sporin í sál- inni, kom út 2014. Spegillinn í sálinni var gefinn út 2015 og Hvíslið í sálinni 2016. Ljóðin í sálinni, lög Guð- mundar við ljóð Davíðs Stefáns- sonar, kom út 2017. Gísli Kjaran Kristjánsson, lærður trommuleikari, er upptökustjóri Stúdíó Nornar og útsetti lögin. Meindýrin hugleikin „Ég mæti í vinnuna snemma á morgnana og byrja á því að taka lag á gítarinn, opna sálina fyrir morg- uninn,“ segir Guðmundur. „Tónlistin hjálpar manni yfir allan daginn.“ Hann segist ýmist spila gömul lög eða semja á morgnana. „Annars kemur andinn yfir mig á ýmsum tím- um.“ Hann segist eiga mörg lög í handraðanum, ekki síst sjómanna- lög. „Ég var á sjó í 31 ár og á hverri plötu minni er sjómannalag en önnur bíða betri tíma.“ Guðmundur hefur starfað sem meindýraeyðir frá 2003, rekur sér- verslun fyrir meindýravarnir, gaf út bókina Meindýr og varnir 2004 og hefur verið með fyrirlestra um mein- dýravarnir í Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þess hefur hann verið með vikulegan þátt um skordýr og fleira á Útvarpi Sögu frá 2007. „Vegna veikinda í vetur varð ég að hætta að vinna sem meindýraeyðir, en ég held hinu áfram og hef meiri tíma í tónlistina en áður,“ segir hann. Bendir á í því sambandi að hann dundi við að setja gamalt efni yfir á diska, flakkara eða usb-kubba fyrir fólk, sem getur ekki lengur spilað efnið. „Meindýraeyðirinn fylgir mér samt alltaf,“ segir hann. Öll lög Guðmundar eru á Spotify. „Eitt lag, „Ég græt inní mér“, er hlaðið meiri tilfinningum en önnur,“ segir hann. „Við ákveðnar umræður fyrir nokkrum árum opnuðust æðar hjá mér og ég gaf út þetta lag sem ég bjó til á unglingsárunum. Það er enn í spilun og ég hef líka fengið góð við- brögð við nýja disknum.“ Morgunblaðið/Hari Þúsundþjalasmiður Guðmundur Óli Scheving, meindýraeyðir, útvarpsmaður og útgefandi, með nýja diskinn. Opnar sálina með gítarspili á morgnana  Guðmundur Óli Scheving eða Góli með nýjan hljómdisk Söngkonan Ragnheiður Ólafsdóttir og tónlistarmennirnir Hermann Stefánsson og Snorri Skúlason halda tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á morgun kl. 16. Efnisskráin verður fjölbreytt og má á henni finna kveðskap, sálma og þjóðlög og lög eftir Ragnheiði við ljóð ýmissa skálda. Séra Hallgrímur kemur við sögu og einnig verða leikin nýrri lög við ljóð Einars Bene- diktssonar, Ólafar frá Hlöðum og fleiri. Tónleikarnir eru til styrktar kirkjunni. Hallgrímur í Saurbæ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 180. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Kvartett söngkonunnar Stínu Ágústsdóttur kemur fram á fimmtu tónleikum sumardjasstónleika- raðar veitingahússins Jómfrúar- innar við Lækjagötu í dag kl. 15. Með Stínu koma fram Kjartan Valdemarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Lagavalið verður litað af ást og friði. Tónleikarnir fara að vanda fram á Jómfrúar- torgi bakvið veitinga- staðinn og er að- gangur að þeim ókeypis. Kvartett Stínu flytur djass á Jómfrúnni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Opnað verður fyrir félagaskipti í ís- lenska fótboltanum á mánudaginn og samkvæmt nýjum reglum verður félagaskiptaglugginn nú opinn í heilan mánuð, eða til 31. júlí. Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir möguleg viðskipti félaganna tólf í Pepsi Max-deild karla en sum þeirra hafa þegar tryggt sér öflugan liðs- styrk. »44 Hvaða viðskipti gera félögin í glugganum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.