Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú er unnið af fullum krafti að gerð nýrrar tengi- götu á milli Skúlagötu og Sæbrautar með tilheyr- andi beygjurein og rofi í miðeyju Sæbrautar ásamt uppsetningu nýrra umferðarljósa og gatnalýsingar. Hin nýja tengigata er á móts við Frakkastíg, um 50 metrum vestar en sú gamla, sem er á móts við Skúlagötu 20. Þegar ný tengigata hefur verið tekin í notkun verður núverandi tengigata og það sem henni tilheyrir fjarlægt og tyrft yfir svæðið. Önnur gatnamót á Sæbraut tengjast þessu. Það eru þrjú verkefni, tengd en þó aðskilin:  Endurgerð Frakkastígs á milli Skúlagötu og Lindargötu með tilheyrandi lagnavinnu. Færa þarf strætóbiðstöðvar og gera göngustíga. Leggja þarf snjóbræðslu og lagnir veitustofnana.  Endurnýjun umferðarljósa og göngu- og hjóla- leiða á gatnamótum Snorrabrautar og Sæbrautar ásamt bættri lýsingu á gönguleiðir. Auk þess verð- ur beygjurein og framhjáhlaup til austurs frá Snorrabraut inn á Sæbraut aflagt.  Endurnýjun umferðarljósa og gönguleiða á gatnamótum Katrínartúns og Sæbrautar ásamt bættri lýsingu á gönguleiðir. Umferðaröryggi er stærsti einstaki þátturinn í þessum framkvæmdum, samkvæmt upplýsingum Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Nýju gatnamótin verða ljósa- stýrð og mun það bæta öryggi gangandi vegfar- enda, en margir þeirra, sérstaklega ferðamenn, fara þvert fyrir Sæbrautina frá Frakkastíg að Sól- farinu og hefur þar oft legið við slysum. Á hinum gatnamótunum eru það gönguleiðir og umferð- arljósabúnaður, auk götulýsingar sem verður end- urbætt. Samið var við fyrirtækið Gröfu og grjót ehf. að vinna verkið, í framhaldi af útboði. Stefnt er að verklokum í ágústmánuði. Morgunblaðið/sisi Nýja gatan tilbúin í ágúst Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 SUMARÚTSALAN HAFIN GÆÐAVARA Á EINSTÖKU VERÐI 20% -70% AFSLÁTTUR SUMARYFIRHAFNIR HEILSÁRSKÁPUR FERÐAJAKKAR FRAKKAR Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bílstjóra rútu sem valt á Suður- landsvegi 27. desember 2017 í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptingu ökuleyfis í tvö ár. Tveir kínverskir ríkisborgarar lét- ust og tveir slösuðust alvarlega í slys- inu. Einn farþegana kastaðist út úr rútunni og var látinn þegar við- bragðsaðilar komu á vettvang.Tveir farþegar voru fastir undir rútunni og einn farþegi lést á sjúkrahúsi um hálfum mánuði eftir slysið. Héraðsdómur féllst á ákæru lög- reglustjórans á Suðurlandi að bíl- stjórinn hefði ekið of hratt miðað við aðstæður og án nægjanlegrar að- gæslu en hálka var á veginum. Einnig að ákærði hafi með háttsemi sinni unnið sér til refsingar, en samkvæmt umferðarlögum skal jafnan miða öku- hraða við aðstæður með sérstöku til- liti til öryggis annarra. Einnig sé öku- manni skylt að gæta þess að ökutæki sé í góðu standi. Samkvæmt bíltækni- rannsókn var hemlaleysi algjört á tveimur hjólum hópferðabifreiðarinn- ar. Þegar fólksbifreið fyrir framan rútuna hægði á sér við útsýnisstað reyndi bílstjóri rútunnar að hemla, færði sig yfir á öfugan vegarhelming og missti þá stjórnina. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rútubíl- stjóri dæmdur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eftirvæntingu mátti greina meðal ferðamannana sem fóru í gærmorg- un í lundaskoðun frá Ægisgarði í Reykjavík að Akurey, sem er út af Ánanaustum. Á vegum Special Tours eru gerðar út sjö lundaskoð- unarferðir á dag frá Ægisgarði í Reykjavík og til þeirra er helst not- að Skúlaskeið, gamla Viðeyj- arferjan. Einstakur fugl „Áhuginn á lundanum er mikill, sem ég skil vel. Þetta er alveg ein- stakur fugl; duglegur við að bjarga sér og býsna klókur í lífsbarátt- unni,“ segir Vera Sölvadóttir sem er leiðsögumaður í ferðum þessum. Fólk víða að úr veröldinni fer í lundaskoðunarferðir og margir vænta þess að geta klappað fugl- unum eða tekið í fang sér. Svo gæf- ur er lundinn þó ekki og landtaka ekki gerleg í Akurey, sem er þess utan alfriðuð. „Við höfum skýrar vísbendingar um að lundastofninn á Kollafirði sé að styrkjast,“ segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands. „Fuglinn virð- ist hafa verpt í kringum 10. maí sem er talvert fyrr en í með- alári. Þá hefur verið einstaklega sólríkt að undanförnu og vorblóm- inn í sjónum því mikill. Þar má nefna svifþörungana og sandsíla- stofninn, sem er undirstaðan í fæðu lundans, sem virðist vera að styrkj- ast. Rannsóknir sem við gerum síð- ar í sumar sem varpa betra ljósi á framvinduna verða því spennandi. Talið er að um 20 þúsund lunda- pör eigi sér holur í Akurey. Einnig er allmikið um lunda í Lundey og varpið í Engey eflist smátt og smátt. Annars staðar við landið sjást merki um að lundastofninn sé í sókn, eftir niðursveiflu í fimmtán ár. Líta á lunda í Akurey  Lundastofninn talinn vera að styrkjast  Ferðamenn flykkjast í ferðir á Kollafjörðinn  Klókindi í lífsbaráttunni Morgunblaðið/Eggert Varp Talið er að í ár verpi um 20 þúsund pör í Akurey, en þar unir fuglinn sér vel eins og sést vel á þessari mynd. Morgunblaðið/Eggert Myndasmiðir Siglt er nærri fjöru og þá eru allar myndavélar dregnar upp. Vera Sölvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.