Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 37
lingum í bænum. Jón hafði af- skipti af stjórnmálum og starfaði sem bæjarfulltrúi fyrir Alþýðu- flokkinn í tvö kjörtímabil. Fyrir- tækisrekstur getur vel átt sam- leið með hugsjónum um þjóðfélag jafnaðar – það sýndi hann. Kristin trú skipaði ríkan sess í lífi Jóns og sat hann lengi í sókn- arnefnd Siglufjarðarkirkju. Jón var mjög menningarlega og félagslega sinnaður. Til dæm- is eindreginn áhugamaður um söfn og setur Siglufjarðar. Eitt af félagsstörfum hans var skáta- starfið á Siglufirði þar sem hann var á unga aldri mikill leiðtogi. Annað það helsta voru afskipti hans af öryggis- og slysavarna- málum með Björgunarsveitinni Strákum. Þá var Jón mikill útivistar- maður og hafði yndi af stang- veiði. Á efri árum varð Jóni æ ljósara mikilvægi umhverfis- verndar og meðan margir gáfu sig virkjanahvötinni á vald var ljóst hve glöggskyggn og frjáls- huga hann var. Jón Dýrfjörð var hávaxinn og höfðinglegur í framgöngu. Hann var friðarins maður en gat stund- um sýnt hve skapríkur hann var – en ætíð sáttfús. Og ekki er að efa að Jón kveður þennan heim í sátt við guð og menn. Með þessum einföldu minning- arorðum vil ég koma á framfæri síðbúnu þakklæti fyrir lífgjöfina þegar Jón Dýrfjörð og vinnu- félagi hans, Ólafur Þór Haralds- son, björguðu mér úr sjónum sex ára gömlum eftir að hafa fallið fram af bryggju og var hætt kominn. Þannig held ég að þeir félagar hafi líka bjargað lífi og sálarheill foreldra minna. Enginn var nærri en fyrir einskæra til- viljun komu þeir að og höfðu snör handtök; fundu járntein sem þeir beygðu, húkkuðu í buxnastreng- inn og kipptu mér upp á bryggju. Sennilega sá stærsti sem stang- veiðimaðurinn landaði á veiðiferli sínum. Með Jóni Dýrfjörð sjáum á bak hinum mætasta manni. Erlu Eymundsdóttur, eftirlifandi konu Jóns, börnum þeirra fjórum og öðrum ástvinum votta ég sam- úð mína. Örlygur Kristfinnsson. Siglfirskir jafnaðarmenn standa í mikilli þakkarskuld við jafnaðar- og félagsmálamanninn Jón Dýrfjörð. Jón gekk ungur að árum til liðs við Alþýðuflokkinn og starfaði í honum alla tíð, og síðar í Samfylkingunni eftir stofnun hennar. Hann var félagi til dauðadags í Jafnaðarmanna- félagi Fjallabyggðar þar sem hann var virkur sem ráðagóður gamall félagi, hokinn af reynslu úr félagsmálum fyrir bæinn sinn, Siglufjörð, sem hann unni svo mikið. Hann gerði allt til að auka vöxt og viðgang bæjarins með störfum sínum bæði sem at- vinnurekandi með stóran og fjöl- mennan vinnustað, svo og sem þátttakandi í hinum ýmsu félaga- samtökum í Siglufirði. Jón var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokk- inn í Siglufirði í átta ár eða frá árinu 1978 til 1986 og sat í ótal nefndum og ráðum á vegum flokksins og bæjarstjórnar. Öll verk sem honum voru falin leysti hann vel og samviskusamlega af hendi. Lítil saga sem ég heyrði fyrir stuttu lýsir honum e.t.v. best en hún er um Jón þegar hann fór ungur maður á vertíð til Vest- mannaeyja, eins og margir Sigl- firðingar gerðu í þá daga. Faðir hans hafði gefið honum fyrir ferðina peninga fyrir sparifötum sem hann var mjög stoltur af. Friðarsinninn Jón lenti hins veg- ar í því að ganga á milli manna í áflogum og reyna að stilla til frið- ar, eins og hans var von og vísa, en það vildi svo illa til að áfloga- mennirnir hrintu honum svo hann féll í götuna og skemmdi nýju fötin. Nú voru góð ráð dýr, nýju fötin skemmd og götótt. Jóni til láns í þessu óhappi var að siglfirsk kona var einnig á vertíð- inni í Eyjum og tók hún fötin og gerði við þau þannig að ekkert sást á þeim eftir viðgerðina og Jón tók gleði sína á ný. Mörgum, mörgum árum seinna þegar verið var að leggja hitaveitu í hús á Siglufirði kom það í hlut Jóns og verkstæðis hans að leggja hitaveituna inn í hús konunnar og tengja hita- veitugrindina, sem hann auðvitað gerði af sinni alkunnu snilld og heitt vatn fór að hita húsið. Svo kom að því að hin sigl- firska kona fór að gera upp teng- inguna og vinnuna við hana hjá Jóni. „Þú þarft ekkert að borga frú mín góð, þú átt þetta inni fyrir viðgerðina á fötunum mínum í Vestmannaeyjum forðum daga þegar við vorum þar á vertíð.“ Þessi litla saga lýsir Jóni mjög vel og sýn hans á lífið og til- veruna. Jafnaðarmaður og vinur vina sinna sem ekkert aumt mátti sjá í tilverunni. Siglfirskir jafnaðarmenn þakka Jóni áratuga langa þjón- ustu við að gera góðan bæ enn betri. Fyrir þeirra hönd, Ólafur H. Kárason, formaður. Sunnan, sólin, vermir og yljar þessa dagana, vekur það sem áð- ur svaf. Nú þegar dagurinn er lengstur, skapast hjá okkur, mannfólkinu, sérstök hugsun er lýtur að öllu umhverfi okkar og sjálfri náttúrunni. Þessu tímabili, er hásumar nálgast, hefur verið lýst á eftirfarandi hátt: „Við sjáum sólina lyftast yfir hafflöt- inn og fjallsbrúnina. Að engu er farið óðslega. Á settri stundu er sólin komin á loft, dag eftir dag, alla daga. Milljarðar sindrandi geisla hennar dreifast um jörð- ina, lífið vaknar og allt fær nær- ingu sem nærast þarf. Liljan smá, eikin há, mold og haf, mál- leysingjar og menn. Allt mettast óumræðilegri Guðs gjöf og frjó- magnið byltist í óteljandi mynd- um á meðan sólargeislarnir streyma endalaust, hljóðlega og hávaðalaust niður að jörðu, sér- hver eftir sínu lögmáli.“ Þessi náttúrulýsing kom upp í huga minn er ég frétti að heiðursmað- urinn Jón Dýrfjörð væri látinn. Jón var mikill náttúruunnandi, naut þess að renna á Bronco- jeppanum sínum í Fljótin og nema staðar í Skriðunum, njóta þess að horfa á sólarlagið við Siglufjörð og upplifa það á þess- um tíma þegar sólin sest ekki heldur rís aftur við sjóndeildar- hringinn. Þennan mátt sköpun- arverksins festi Jón oft á filmu, málaði sem málverk og sýndi á ljósmyndasýningum sem hann stóð fyrir. Á þeim tíma er ég gegndi embætti sóknarprests í Siglufjarðarprestakalli var sókn- arnefndin, eins og ávallt, skipuð öðlingsfólki, miklum kirkjuvin- um, sem voru ekki eingöngu vinir í orði heldur einnig í verki. Siglu- fjarðarkirkja, hin glæsilega kirkja, átti hug þeirra allra. Þar á meðal var Jón Dýrfjörð. Auk þess að vera dugmikill í kirkju- starfinu tók Jón þátt í marghátt- uðum félagsmálastörfum. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, hvar við áttum samleið um tíma. Ef til vill vorum við ekki alltaf sammála um alla hluti en efst á blaði hjá okkur sem og öðrum bæjarfulltrúum var að vinna Siglufirði heilt og byggja upp bæjarfélag þar sem væri til stað- ar blómlegt líf. Leiðir okkar Jóns lágu einnig saman í hinu göfuga mannræktarstarfi Frímúrara- reglunnar á Íslandi og báðir vor- um við virkir í starfi Lions- klúbbsins á Siglufirði. Upp í huga minn kemur m.a. vaskleg fram- ganga Jóns þegar við Lionsmenn tókum að okkur að mála tvo af skuttogurum Siglfirðinga, Siglu- vík og Stálvík, og ágóðinn rann til líknarmála. Jón var einnig mjög virkur í starfi Slysavarnafélags- ins á staðnum og í Björgunar- sveitinni Strákar. Það er mikið lán fyrir byggðir þessa lands að eignast syni og dætur sem vilja fyrst og síðast byggja upp og móta fæðingarstað sinn. Jón var svo sannarlega einn þeirra. Tengsl okkar við Jón og Erlu og fjölskyldu þeirra urðu náin og sterk. Heimili þeirra í Hlíð stóð okkur fjölskyldunni ávallt opið og erum við afar þakklát fyrir umhyggju þeirra og vináttu. Það var ánægjulegt að hitta þau sl. haust þegar styttan af Gústa guðsmanni var vígð en Jóni og Gústa hafði verið vel til vina. Jón hafði iðulega dyttað að vélinni í báti Gústa, Sigurfara. Þeir tveir, Jón og Gústi, voru í engum vafa um sannleiksgildi orða séra Matthíasar Jochumssonar er segja: „Þegar lífi lýkur hér, rís það upp í Drottins dýrðar hendi.“ Elsku Erla! Við Elín og fjöl- skylda okkar vottum þér og fjöl- skyldu þinni innilega samúð okk- ar og biðjum ykkur öllum blessunar Guðs. Megi hin fagra og góða minning um Siglfirðing- inn Jón Dýrfjörð lifa þótt ár og dagur líði. Vigfús Þór Árnason. Hann Jón Dýrfjörð vinur okk- ar er dáinn. Með honum er merk- ur maður til moldar hniginn. Við fráfall vinar sest sorgin að í hjörtum okkar og við sjáum hve bilið er mjótt milli lífs og dauða. Þegar ég kveð Jón vin minn er margs að minnast og margt að þakka. Hann var trölltryggur vinur vina sinna. Hann var ein- dreginn og stefnufastur í opin- berum málum og dugmikill og áhugasamur félagi. Jón var hóg- vær og einstaklega gjafmildur, hann naut þess að gefa. Minningarnar raðast upp og marka djúp spor. Jón var ræð- inn, margfróður og skemmtileg- ur, og voru þau hjón höfðingjar heim að sækja. Til þeirra var gott að leita og öllum vildu þau lið- sinna eftir bestu getu. Við áttum margar góðar stundir saman og ræddum ýmis málefni, kannski ekki alltaf sammála, en það gerði samband okkar bara skemmti- legra. Jón var vel giftur, átti góð og mannvænleg börn sem stóðu öll með honum í hans erfiðu veik- indum. Við andlát hans er mér efst í huga þakklæti, vinátta og tryggð fyrir allt sem hann var mér og fjölskyldu minni. Elsku Erla mín, þú stóðst eins og klettur við hlið mannsins þíns, ekki bara þessa síðustu og erfiðu daga, heldur alla tíð. Megi Guð vera með þér og börnunum ykk- ar og fjölskyldunni allri á þessum sorgartímum. Elsku besti Jón, ég þakka þér samveruna og vona að þú hafir það gott þar sem þú ert núna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Minningarnar geymum við um góðan dreng. Brynja Stefánsdóttir. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Elsku eiginkonan mín, móðir okkar og amma, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, fyrrverandi flugfreyja og forstöðukona, lést 17. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 5. júlí klukkan 15. Innilegar þakkir til Heru heimahlynningar og starfsfólks Landspítalans, sérstaklega deildar 11E og líknardeildarinnar í Kópavogi, fyrir frábæra umönnun. Valdimar Örnólfsson Jónas Valdimarsson Örnólfur Valdimarsson Kristján Valdimarsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, HAFSTEINN STEINSSON rennismiður frá Hrauni á Skaga, síðast til heimilis á Suðurlandsbraut 58, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 25. júní. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. júlí klukkan 13. Kristín Þórdís Davíðsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKÚLI ÓLAFUR ÞORBERGSSON, Aðalgötu 6, Reykjanesbæ, lést í faðmi fjölskyldunnar á lungnadeild LSH, Fossvogi, sunnudaginn 23. júní. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 1. júlí, klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þökkum auðsýnda samúð. Guðrún Stefanía Björnsdóttir Skúli Þorbergur Skúlason Inga Lóa Guðmundsdóttir Björn Víkingur Skúlason Elín Gunnarsdóttir Erla Guðjónsdóttir Valur Björnsson afabörn og aðrir aðstendendur Ástkær systir og mágkona, LINDA ANNA RAGNARSDÓTTIR, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést 12. júní á eyjunni Sifnos í Grikklandi. Útför hennar fer fram í Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. júlí klukkan 11. Dennis Davíð Jóhannesson Hjördís Sigurgísladóttir Okkar kæra, MAGNA ÁSMUNDSDÓTTIR frá Skálanesi, Urðarteigi 11, Neskaupstað, lést fimmtudaginn 27. júní á Sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þóroddur Már Árnason Ása Jarþrúður Jónasdóttir Ove Hansen Jóna Járnbrá Jónsdóttir Gísli Ingvason Ásmundur Jónsson Rosmarie Jónsson Jón Gunnar Jónsson Laisy Mörköre barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn Elsku yndislega móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERNA VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 25. júní. Þökkum öllum sem komu að umönnun hennar. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Ragnar, Kristín, Trausti Viktor Máni, Thelma Sóley Óttarr Logi og Aníta Máney Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HELGA FINNBOGADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi 17. júní. Útförin hefur farið fram. Sturla Ómar Birgisson Björg Eiðsdóttir Finnbogi Birgisson Þórunn Elín Halldórsdóttir Guðmundur Birgisson Brynja Rós Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, EINAR ÞÓR JÓNSSON, Bláskógum 11, Hveragerði, lést á Landspítalanum mánudaginn 24. júní. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Þór Einarsson Serena Chan Kolbrún Þóra Einarsdóttir Kristinn Már Gíslason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.