Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 9. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  151. tölublað  107. árgangur  DAUÐI EVRÓPU OG MÁLEFNI ÚTLENDINGA TRILLU- KARL Á SJÓNUM FÓR UNG Á VEIÐAR, 6DOUGLAS MURRAY 52 Makrílkvóti » Heildarkvóti ársins er 140 þúsund tonn. 127 þúsund tonn koma til úthlutunar samkvæmt aflahlutfalli. » 4.000 tonn verða boðin handfærabátum gegn gjaldi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslendingar taka sér stærri hlut af makrílaflanum í Norður-Atlantshafi en þeir hafa áður gert. Makrílkvóti ís- lenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár, samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðherra. Er það rúmlega 32 þúsund lestum meira en fyrri viðmið- unarreglur hefðu gefið. Íslendingum hefur ekki verið hleypt að samningaborði strandríkja- hóps makríls þrátt fyrir margar til- raunir. Þess vegna hafa stjórnvöld tekið sér einhliða kvóta eftir að mak- ríll fór að veiðast á Íslandsmiðum. Miðað hefur verið við 16,5% af kvóta strandríkjanna sem hefði gefið 108 þúsund tonn í ár. Nú er miðað við sama hlutfall en af áætlaðri heildar- veiði allra ríkja. Búast má við að heildaraflinn fari um 80 þúsund tonn yfir ráðgjöf vísindamanna. „Ég sé ekki ástæðu til þess að við verðum eitt ríkja að vera í þeirri stöðu að taka ábyrgð á þessum sameigin- lega deilistofni okkar,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Aflamarki var úthlutað í gær og fyrstu skipin héldu til veiða síðdegis. Aukið við makrílkvótann  Með breyttri viðmiðun auka Íslendingar hlutdeild sína í makrílveiðunum  Kvótinn 32 þúsund tonnum meiri en annars hefði orðið  Fyrstu skipin til veiða M Ísland tekur stærri ... »4 og 24 Lögbrot Ekki er mælt með lyfinu. Ólöglega lyfið Melanotan, sem gengur hefur undir nafninu Barbí- lyf, er í umferð hér á landi. Mel- anotan er sprautað undir húð á maga og dekkir húðina en því fylgja ýmsar aukaverkanir og langtímaáhrifin eru ókunn. Ung móðir í Reykjavík hefur notað lyfið af og til í níu ár og segir frá reynslu sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Ég prófaði þetta fyrst í níunda bekk,“ segir konan sem ekki vill koma fram undir nafni. „Manni finnst maður sætari ef maður er brúnn. Maður getur alveg orðið pínu háður þessu og þá þarf maður að fara að passa sig.“ Jenna Huld Eysteinsdóttir, sér- fræðingur í húðlækningum, hefur áhyggjur af notkun lyfsins. „Mestu áhyggjurnar eru að með því að örva litarfrumurnar gætu myndast sortuæxli en þau koma frá þessum sömu frumum,“ segir hún. Barbí-brúnkulyf í umferð  Lyfið Melanotan sem dekkir húðina selt ólöglega á Íslandi  Læknir hefur áhyggjur af myndun sortuæxla vegna lyfsins Fyrsta diskódúnleit landsins fór fram í gær í Svefneyjum á Breiðafirði þegar fjölskylda Dagbjarts heitins Einarssonar skipstjóra úr Grindavík og vinir hennar tíndu dún í gríð og erg. Einar Dagbjartsson dúnbóndi segir fleiri unga koma upp nú en undanfarin ár. Hann segir að með því að fylkja liði í Svefneyjar náist að klára að mestu báðar dúnleitir sumarsins. Að lokinni dúntekju er þeim sem taka þátt í dúnleitinni boðið í grill og fjör fram eftir nóttu. Von er á fleira fólki í Svefneyjar til dúntöku í dag. Fjöldi fólks tók þátt í fyrstu diskódúnleitinni í Svefneyjum Morgunblaðið/RAX  Heildarsamtök á vinnumarkaði hafa nú fengið til undirritunar end- urskoðað samkomulag um útvíkkað hlutverk Þjóðhagsráðs og er gert ráð fyrir að það taki til starfa í haust. ASÍ hefur þegar undirritað samning þessa efnis. Fulltrúar launþega neituðu að taka þátt í störfum ráðsins á fyrstu árum þess en nú er gert ráð fyrir að auk stjórnvalda og Seðlabankans sitji fulltrúar ASÍ, BSRB, BHM og Kennarasambandsins auk SA í ráðinu. Þá hefur forsætisráðherra sent samtökum launafólks og Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga minn- isblað um grænbók. »24 Ræða grænbók og stærra Þjóðhagsráð Kristófer Oliversson formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir í samtali við Morgunblaðið að bakslag sé komið í gamla markmiðið hjá ferðaþjónustuaðilum hér á landi, að fá fram aukna dreifingu ferða- manna um landið og meiri dreifingu þeirra yfir veturinn. „Þetta gekk rosalega vel, en nú er árstíðasveiflan að aukast og menn fara síður út á land. Að okkar mati er það óásætt- anlegt að stjórnvöld leggist ekki á sveif með okkur m.a. í markaðs- kynningar- og sölumálum nú þegar þjóðin horfist í augu við 100 milljarða samdrátt í útflutningstekjum. Sér- tækan skatt eins og gistináttaskatt á að fella niður umsvifalaust. Ef við ættum að nefna einhvern einn aðila sem tapar mestu á samdrætti í grein- inni, þá er það ríkissjóður Íslands, sem sést á því að endurskoða þurfti fjármálaáætlun þegar sló í bakseglin hjá okkur.“ Hvað næstu vikur og mánuði varð- ar segir Kristófer að það sé áhyggju- efni hvað verð á flugi til landsins hef- ur hækkað mikið, og hljóðið í mönnum í ferðaþjónustunni sé ekkert rosalega gott. Óvissa sé mikil. »22 Bakslag komið í gamla markmiðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.