Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Lúsmý herjar nú á landannsem aldrei fyrr. Í þeim til-vikum eins og svo mörgum öðrum er forvörn besta vörnin en ef maður lendir í því að vera bitinn er gott að kunna rétta meðhöndlun. Hér koma því ráðleggingar frá heilsugæslunni. Oftast eru bit- in meinlaus en þau geta valdið óþægindum og kláða þar sem þau virkja of- næmisviðbrögð líkamans. Í lang- flestum tilfellum getur fólk sjálft meðhöndlað einkennin og ekki þörf á að leita frekari læknisaðstoðar. Fyrirbyggjandi ráð ● Lúsmý bítur inni í húsum og á nóttunni. Það þarf því að koma í veg fyrir að það komist inn og verja sig á nóttunni: ● Þéttriðið flugnanet í glugga get- ur komið í veg fyrir að lúsmýið ber- ist inn. ● Gott að vera í náttfötum og sokk- um. Sokkarnir eru þá settir yfir buxnaskálmarnar og skyrtan ofan í buxnastrenginn. Best er ef erm- arnar eru þröngar og liggja þétt að húðinni. ● Lúsmý þolir ekki vind, því gætu viftur í svefnherbergum hjálpað. Skordýravörn sem sett er á húð og föt getur hjálpað. Vörn sem inni- heldur 50% DEET (diethyltolua- mide) er áhrifaríkust. Fyrir börn má skordýravörn ekki innihalda meira en 10% af DEET. Meðhöndlun á bitum eftir lúsmý Allskonar húsráð eru í gangi varðandi meðhöndlun á bitum. Hafa skal í huga að sum efni geta valdið enn frekari ertingu í húðinni og því ekki til bóta. Hér koma nokkur ráð sem þykja á rökum reist: ● Kældu bólgið svæði í um 10 mín- útur. ● Verkjalyf t.d. parasetamól slær á óþægindin og óhætt að nota skv. ráðleggingum á pakka. ●Hafðu hærra undir höndum og fótum ef bit eru þar, það getur dregið úr bólgumyndun. ● Ekki klóra í húðina þar sem það getur aukið líkur á sýkingum. Stutt kæling dregur úr kláða. ● Ofnæmistöflur fást án lyfseðils í apótekum. Þessi lyf hindra áhrif histamíns í líkamanum og geta minnkað kláða og útbrot. ● Sterakrem til dæmis Mildison fæst án lyfseðils í apótekum. Krem- ið minnkar bólgur og kláða. Stera- krem ætti ávallt að bera á í þunnu lagi og í stuttan tíma í einu. Forð- ast ætti að bera sterakrem í andlit eða á sár. ● Steratöflur, eingöngu ef um svæsin útbrot er að ræða. Þá skal leita á næstu heilsugæslustöð og fá frekari ráðleggingar. Hvenær skal leita til heilsugæslu? Ef útbrot eru svæsin og ná yfir stór svæði á líkamanum er mælt með því að leita til næstu heilsu- gæslustöðvar. Einnig ef útbrotin og bólgan vex í stað þess að dvína á nokkrum dögum. Ef um alvarlegri einkenni er að ræða svo sem önd- unarfæraerfiðleika, bólgu í hálsi, andliti eða munni, hraðan hjartslátt og meðvitundarskerðingu, getur það bent til bráðaofnæmis og þá skal leita strax á bráðamóttöku eða hringja í 112. Á heilsuvera.is er að finna leið- beiningar um skordýrabit. Einnig er þar hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing á netspjallinu og við heilsugæslustöðina sína í gegn- um Mínar síður eða símleiðis og fá ráðgjöf. Lúsmý herjar á landann Lúsmý Þéttriðið flugnanet í glugga getur komið í veg fyrir að lúsmýið berist í hús. Heilsuráð Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Morgunblaðið/Eggert Roði Sárt bítur soltin lús, segir máltækið. Verjast má óværu þessari með ýmsu móti. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Nú stendur yfir í Bolungarvík tónlist- arhátíðin Miðnætursól sem er sam- starfsverkefni Bolungarvíkurkaup- staðar og tónlistarskólans þar í bæ. Næstkomandi miðvikudagskvöld, 3. júlí kl. 20, verða í félagsheimili bæj- arins tónleikar með Kyiv Soloists, sem er úkranísk kammersveit. Sveit- in kemur fram ásamt einleikaranum Selvadore Rähni og flytur klarínettu- konsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir sama tónskáld. Kammersveitin Kyiv Soloists kem- ur frá Kiev, höfuðborg Úkraníu, og samanstendur af úkranísku tónlist- arfólki sem hefur unnið úkraínskar og alþjóðlegar tónlistarkeppnir. Einleikarinn Selvadore Rähni hefur búið á Íslandi frá 2005. Hann hefur komið fram sem einleikari víða í Evr- ópu og Japan og leikið einleik sem gestaleikari með mörgum þekktum evrópskum og japönskum hljóm- sveitum. Tónlistarhátíð í Bolungarvík Miðnætursólin og Mozart Einleikari Selvadore Rähni flytur klarínettukonsert í Víkinni. Tónleikar Kyiv Soloists er úkraínsk kammersveit sem fær góða umsögn. Fulltrúar í sveitarstjórn Skútustaða- hrepps í Mývatnssveit gróðursettu í vikunni 300 tré á Hólasandi í því skyni að kolefnisjafna rekstur sveitarfélagsins. Þetta var gert skv. samþykkt í sveitarstjórn, en það mun svo taka trén 60 ár að binda losun ársins. Skútustaðahreppur mun hér eftir leggja til árlega tré til gróðursetningar á uppgræðslusvæði Landgræðslunnar á Hólasandi sem tekur mið af kolefnisbókhaldi ár hvert. Kolefnisspor er kvarði sem not- aður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Mælikvarðinn er samnefnari á áætl- uðum heildaráhrifum losunar gróður- húsalofttegunda „Við erum ákaflega stolt af því að hafa stigið þetta skref að kolefnisjafna reksturinn okkar sem er í takt við nýsamþykkta um- hverfisstefnu Skútstaðahrepps. Við munum jafnframt grípa til mótvæg- isaðgerða í starfsemi okkar til að draga úr kolefnissporinu. Hólasandur er tilvalinn í þetta verkefni, segir Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. „Landgræðslan er með Hólasand í sinni umsjá en þetta er hálfgerð eyðimörk og um 14 þúsund hektarar að stærð. Skútustaðahreppur og Landgræðslan eiga nú þegar í sam- starfi vegna verkefna á Hólasandi, m.a. vegna fráveituverkefnis þar sem svartvatn verður nýtt til uppgræðslu. Allt vinnur þetta saman því fráveitu- verkefnið og uppgræðslan á Hóla- sandi er í raun orðin að umhverfis- vænu stórverkefni í Mývatnssveit. Sveitarstjórnin gróðursetti 300 tré á Hólasandi Kolefnisjafnað í Mývatnssveit Gróðursett Vösk sveit á Hólasandi þar sem sprotum var stungið í jörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.