Morgunblaðið - 29.06.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.06.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Lúsmý herjar nú á landannsem aldrei fyrr. Í þeim til-vikum eins og svo mörgum öðrum er forvörn besta vörnin en ef maður lendir í því að vera bitinn er gott að kunna rétta meðhöndlun. Hér koma því ráðleggingar frá heilsugæslunni. Oftast eru bit- in meinlaus en þau geta valdið óþægindum og kláða þar sem þau virkja of- næmisviðbrögð líkamans. Í lang- flestum tilfellum getur fólk sjálft meðhöndlað einkennin og ekki þörf á að leita frekari læknisaðstoðar. Fyrirbyggjandi ráð ● Lúsmý bítur inni í húsum og á nóttunni. Það þarf því að koma í veg fyrir að það komist inn og verja sig á nóttunni: ● Þéttriðið flugnanet í glugga get- ur komið í veg fyrir að lúsmýið ber- ist inn. ● Gott að vera í náttfötum og sokk- um. Sokkarnir eru þá settir yfir buxnaskálmarnar og skyrtan ofan í buxnastrenginn. Best er ef erm- arnar eru þröngar og liggja þétt að húðinni. ● Lúsmý þolir ekki vind, því gætu viftur í svefnherbergum hjálpað. Skordýravörn sem sett er á húð og föt getur hjálpað. Vörn sem inni- heldur 50% DEET (diethyltolua- mide) er áhrifaríkust. Fyrir börn má skordýravörn ekki innihalda meira en 10% af DEET. Meðhöndlun á bitum eftir lúsmý Allskonar húsráð eru í gangi varðandi meðhöndlun á bitum. Hafa skal í huga að sum efni geta valdið enn frekari ertingu í húðinni og því ekki til bóta. Hér koma nokkur ráð sem þykja á rökum reist: ● Kældu bólgið svæði í um 10 mín- útur. ● Verkjalyf t.d. parasetamól slær á óþægindin og óhætt að nota skv. ráðleggingum á pakka. ●Hafðu hærra undir höndum og fótum ef bit eru þar, það getur dregið úr bólgumyndun. ● Ekki klóra í húðina þar sem það getur aukið líkur á sýkingum. Stutt kæling dregur úr kláða. ● Ofnæmistöflur fást án lyfseðils í apótekum. Þessi lyf hindra áhrif histamíns í líkamanum og geta minnkað kláða og útbrot. ● Sterakrem til dæmis Mildison fæst án lyfseðils í apótekum. Krem- ið minnkar bólgur og kláða. Stera- krem ætti ávallt að bera á í þunnu lagi og í stuttan tíma í einu. Forð- ast ætti að bera sterakrem í andlit eða á sár. ● Steratöflur, eingöngu ef um svæsin útbrot er að ræða. Þá skal leita á næstu heilsugæslustöð og fá frekari ráðleggingar. Hvenær skal leita til heilsugæslu? Ef útbrot eru svæsin og ná yfir stór svæði á líkamanum er mælt með því að leita til næstu heilsu- gæslustöðvar. Einnig ef útbrotin og bólgan vex í stað þess að dvína á nokkrum dögum. Ef um alvarlegri einkenni er að ræða svo sem önd- unarfæraerfiðleika, bólgu í hálsi, andliti eða munni, hraðan hjartslátt og meðvitundarskerðingu, getur það bent til bráðaofnæmis og þá skal leita strax á bráðamóttöku eða hringja í 112. Á heilsuvera.is er að finna leið- beiningar um skordýrabit. Einnig er þar hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing á netspjallinu og við heilsugæslustöðina sína í gegn- um Mínar síður eða símleiðis og fá ráðgjöf. Lúsmý herjar á landann Lúsmý Þéttriðið flugnanet í glugga getur komið í veg fyrir að lúsmýið berist í hús. Heilsuráð Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Morgunblaðið/Eggert Roði Sárt bítur soltin lús, segir máltækið. Verjast má óværu þessari með ýmsu móti. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Nú stendur yfir í Bolungarvík tónlist- arhátíðin Miðnætursól sem er sam- starfsverkefni Bolungarvíkurkaup- staðar og tónlistarskólans þar í bæ. Næstkomandi miðvikudagskvöld, 3. júlí kl. 20, verða í félagsheimili bæj- arins tónleikar með Kyiv Soloists, sem er úkranísk kammersveit. Sveit- in kemur fram ásamt einleikaranum Selvadore Rähni og flytur klarínettu- konsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir sama tónskáld. Kammersveitin Kyiv Soloists kem- ur frá Kiev, höfuðborg Úkraníu, og samanstendur af úkranísku tónlist- arfólki sem hefur unnið úkraínskar og alþjóðlegar tónlistarkeppnir. Einleikarinn Selvadore Rähni hefur búið á Íslandi frá 2005. Hann hefur komið fram sem einleikari víða í Evr- ópu og Japan og leikið einleik sem gestaleikari með mörgum þekktum evrópskum og japönskum hljóm- sveitum. Tónlistarhátíð í Bolungarvík Miðnætursólin og Mozart Einleikari Selvadore Rähni flytur klarínettukonsert í Víkinni. Tónleikar Kyiv Soloists er úkraínsk kammersveit sem fær góða umsögn. Fulltrúar í sveitarstjórn Skútustaða- hrepps í Mývatnssveit gróðursettu í vikunni 300 tré á Hólasandi í því skyni að kolefnisjafna rekstur sveitarfélagsins. Þetta var gert skv. samþykkt í sveitarstjórn, en það mun svo taka trén 60 ár að binda losun ársins. Skútustaðahreppur mun hér eftir leggja til árlega tré til gróðursetningar á uppgræðslusvæði Landgræðslunnar á Hólasandi sem tekur mið af kolefnisbókhaldi ár hvert. Kolefnisspor er kvarði sem not- aður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Mælikvarðinn er samnefnari á áætl- uðum heildaráhrifum losunar gróður- húsalofttegunda „Við erum ákaflega stolt af því að hafa stigið þetta skref að kolefnisjafna reksturinn okkar sem er í takt við nýsamþykkta um- hverfisstefnu Skútstaðahrepps. Við munum jafnframt grípa til mótvæg- isaðgerða í starfsemi okkar til að draga úr kolefnissporinu. Hólasandur er tilvalinn í þetta verkefni, segir Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. „Landgræðslan er með Hólasand í sinni umsjá en þetta er hálfgerð eyðimörk og um 14 þúsund hektarar að stærð. Skútustaðahreppur og Landgræðslan eiga nú þegar í sam- starfi vegna verkefna á Hólasandi, m.a. vegna fráveituverkefnis þar sem svartvatn verður nýtt til uppgræðslu. Allt vinnur þetta saman því fráveitu- verkefnið og uppgræðslan á Hóla- sandi er í raun orðin að umhverfis- vænu stórverkefni í Mývatnssveit. Sveitarstjórnin gróðursetti 300 tré á Hólasandi Kolefnisjafnað í Mývatnssveit Gróðursett Vösk sveit á Hólasandi þar sem sprotum var stungið í jörð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.