Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 VIÐ RÆKTUM SANNAVINÁTTU Kíktu við í verslanir Fóðurblöndunnar á Selfossi - Hellu - Hvolsvelli Bjóðumupp á fjölbreytt úrval fyrir bændur, garðeigendur, sumarhúsaeigendur og alla hina. Kíktu í netve rslun ina TILB OÐSD AGAR www .fodu r.is Nýlega skrifaði Viðar Þorsteinsson, fram-kvæmdastjóri Eflingarstéttarfélags og stofn- andi Sósíalistaflokks Íslands, bréf til Svanhildar Konráðsdóttur, fram- kvæmdastjóra Hörpu, og hvatti hana til að höfundur bókarinnar Dauði Evrópu, Douglas Murray, fengi ekki að tala á fundi í Hörpu. Svanhildur varð ekki við tilmæl- um Viðars. Framkvæmdastjóri Eflingar sak- aði Murray um „hatursorðræðu sem ógnar öryggi fólks og á ekki heima í heilbrigðri samfélagsumræðu“ og sagði: „Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa. Það væri mikill blettur á Hörpu ef þessi við- burður yrði kveikja að of- beldisverknaði gegn innflytj- endum eða öðr- um sem eiga und- ir högg að sækja.“ Krafan um þöggun var skýr. Að sögn gekk fundurinn með Murray hins vegar vel og þótti fróðlegur. Enginn and- mælandi hans sá tilefni til að láta ljós sitt skína. Misheppnað frumhlaup Viðars Þorsteinssonar ætti heima í bókinni Dauði Evrópu til marks um hve um- burðarlyndi sumra íbúa frjálslyndra samfélaga er lítið. Þetta er stór hluti þess vanda sem við er að glíma í umræðunum um útlendingamál. Sé farið inn á netið og flett upp á Douglas Murray má fljótt álykta að Harpa hefði skipað sér einkenni- legan sess sem tónlistar- og ráð- stefnuhús hefði verið lokað á Murray. Hann fer víða sem fyrirles- ari og er auk þess vinsæll viðmæl- andi eða stjórnandi í sjónvarps- samtölum. Í bókinni dregur hann saman á einn stað mikið magn frétta, frá- sagna og umsagna vegna straums flótta- og farandfólks til Evrópu. Fyrir hvern venjulegan lesanda sem ekki fylgist þeim mun betur með evrópskum hræringum á þessu sviði kann þetta að virka yfirþyrm- andi. Dæmin eru mörg átakanleg og viðbrögðin furðuleg. Að telja óvinabragð í garð músl- ima að birta þessar upplýsingar í bók er í besta falli langsótt. Algengt er að þeir sem fremja hryðjuverk eða ofbeldisverk lýsi þeim sigri hrósandi á hendur sér. Þau styrki stöðu þeirra í eigin samfélagi. Að útgáfu bókarinnar á íslensku stendur Tjáningarfrelsi ehf. Þýð- andi bókarinnar er Jón Magnússon, hrl. og fyrrverandi alþingismaður. Þýðingin er skýr og auðlesin en kaflar bókarinnar þar sem fjallað er um heimspeki, trúarbrögð og slíka hluti verða stundum þungmeltir. Í bókinni eru tilvísana- og manna- nafnaskrár. Murray hefur af því áhyggjur að í Evrópu hafi of um of verið höggvið á menningarlegar og kristnar rætur þjóðanna. Varðstaða við þær hverfi með tali um fjölmenningu sem reyn- ist hættulega marklaust. Þessi mikilvæga taug í boðskap Murrays og skilgreining hans á því að um átök sé að ræða milli ólíkra trúar- og menningarheima virðist helst vekja andstæðingum hans reiði. Murray segir sögu einstaklinga til að skýra mál sitt. Þar má nefna sómölsku konuna Hirsi Ali sem flúði til Hollands til að komast hjá þving- unarhjónabandi. Eftir að hafa unnið í verksmiðju varð hún MA í stjórn- málafræði og síðan þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn. Hún sagði skilið við íslam eftir árásirnar 9/11 og þorði að viðurkenna opinberlega að hún væri ekki lengur trúuð. Seg- ir Murray að sótt hafi verið að henni úr tveimur áttum í Hollandi. Annars vegar frá vinstri af þeim sem vildu að hún segði eitthvað sem þeir gætu síðar notað til árása á hana, hins vegar frá vinstri og hægri af þeim sem vildu að hún segði eitthvað svo að allir aðrir gætu sagt það líka. Það væri erfiðara að saka svarta konu um rasisma en hvítan karlmann. Samt sagði hún of mikið, jafnvel fyrir hollenskt samfélag, og varð að búa í sérstakri öryggisíbúð í óþökk nágranna sinna. Vegna ásakana um að hún hefði leynt því að hafa sagt ósatt þegar hún sótti um hæli í Hol- landi árið 1992 svipti ráðherra, flokksbróðir hennar, hana hollensk- um ríkisborgararétti árið 2006. Flutti Hirsi Ali þá til Bandaríkjanna og varð með orðum rithöfundarins Salmans Rushdies „ef til vill fyrsti flóttamaðurinn frá Vestur-Evrópu síðan í útrýmingarherferð nasista“. Hirsi Ali kom hingað til lands á bókmenntahátíð í september 2007. Í Morgunblaðinu birtist viðtal Krist- jáns Jónssonar blaðamanns við hana 10. september 2007 og lauk því á þessum orðum: „Hirsi Ali segir að ef leyft sé að reisa mosku handa innflytjendum í evrópsku samfélagi verði að vera alveg á hreinu hvaða gildi samfél- agið, t.d. á Íslandi, leggi áherslu á. Leyfa eigi hús til að stunda bæna- gjörð en ekki hús sem verði skjól og miðstöð pólitísks áróðurs ofstæk- isfullra íslamista eins og víða hafi orðið reyndin. „Þið ættuð eingöngu að leyfa að múslímaklerkar prediki hér á máli sem flestir hér skilja.““ Í raun má segja að í þessum til- vitnuðu orðum úr samtalinu frá 2007 sé að finna kjarna þess sem Douglas Murray vill koma til skila með bók sinni: Evrópubúar hafa opnað dyr sínar fyrir einhverju sem þeir skilja ekki til fulls. Annaðhvort vilji þeir ekki horfast í augu við það eða þeir láti sér það lynda í þögn. Komi til árekstra verði háværar kröfur um að látið sé und- an aðkomufólkinu. Loks sjóði upp úr vegna einhverra atvika sem ekki geti legið í þagnargildi. Þá sé oft of seint að grípa til skynsamlegra mót- vægisaðgerða. Undir lok bókarinnar segir: „Ef til vill mun evrópskur lífsstíll, menning og áherslur lifa af á af- skekktum stöðum. Í dag eru svæði, sem innflytjendur vilja ekki flytja til og munu ekki fara til. Þeir sem hafa bolmagn munu, eins og dæmin hafa sýnt, geta haldið áfram svip- uðum lífsstíl eitthvað lengur. Aðrir verða að sætta sig við að búa ekki lengur á eigin heimili heldur alls heimsins.“ Douglas Murray boðar ekki neina lausn á vandanum. Greining hans sýnir hins vegar að ráði óhjákvæmi- leikinn för dregur það alvarlegan dilk á eftir sér. Bókin Dauði Evrópu á erindi í umræður á Íslandi. Viðfangsefnin hér eru þau sömu og annars staðar í álfunni. Þöggun leysir engan vanda. Útlendingamálin og dauði Evrópu Ljósmynd/Rebel Wisdom Evrópumál Dauði Evrópu bbbmn Eftir Douglas Murray. Jón Magnússon þýddi. 448 bls., kilja, Tjáningarfrelsið, 2019. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Höfundurinn Douglas Murray, höfundur Dauða Evrópu. Sýningin Nomad verður opnuð í Ramskram á Njálsgötu 49 í dag kl. 17. Á henni sýnir ljósmyndarinn Kristján Maack myndir sem hann tók af Maasai-fólkinu í gígnum Ngorongoro í Tansaníu og vísar heiti sýningarinnar, sem á íslensku útleggst Hirðingi, til þess að fyrir- sæturnar eru hirðingjar sem eru taldir eiga uppruna sinn á Nílar- svæðinu í Afríku eða Suður-Súdan. „Þaðan fluttust þeir búferlum og urðu ráðandi íbúar á stóru svæði í Austur-Afríku, Rift-dalnum sem liggur í gegnum Kenía og Tansa- níu. Maasai-fólkið er að upplifa miklar menningarlegar breytingar og hefur á skömmum tíma þurft að aðlagast nýjum félagslegum, póli- tískum, efnahagslegum, trúalegum og umhverfislegum aðstæðum. Um leið berst það fyrir því að halda í fornar hefðir, trú og gildi,“ segir m.a. um sýninguna á Facebook en textann ritar Rakel Pálsdóttir mannfræðingur. Þær andstæður sem Maasai- fólkið býr við, gamli og nýi tíminn, heilla Kristján og þá m.a. hvernig yngri kynslóðum Maasai tekst að varðveita fornar hefðir, siði og venjur en um leið aðlagast heimi sem krefst þess í vaxandi mæli að þeir breyti lífsháttum sínum. „Þetta samspil hins nýja og hins gamla ásamt litadýrð, fallegu handverki og táknrænum athöfnum er mynd- rænn fjársjóður sem næmt auga ljósmyndarans fangar á filmu,“ segir á Facebook Kristján lauk ljósmyndanámi frá Brooks Institute of Photography í Santa Barbara í Kaliforníu árið 1993 og hefur starfað síðan sem ljósmyndari. Myndirnar á sýning- unni eru hluti af stærra verkefni Kristjáns og hefur hann ferðast víða um heim og myndað ólíka þjóð- flokka og þjóðernishópa í þeim til- gangi að varpa ljósi á menningar- arfleifð þeirra. Nomad er fyrsta einkasýning Kristjáns. Myndaði Maasai- fólkið í Tansaníu Hirðingi Ein af myndum Kristjáns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.