Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fyrsta skipið í raðsmíðaverkefni ís- lenskra útgerða er væntanlegt til landsins um 10. júlí. Það er Vest- mannaey sem útgerðarfélagið Berg- ur-Huginn í Eyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, kaupir. Heimahöfn þess er í Vest- mannaeyjum eins og nafnið bendir til. Vestmannaey fór í reynslusiglingu í fyrradag frá bænum Aukra í Nor- egi þar sem VARD er með skipa- smíðastöð og gekk hún vel, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, fram- kvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Skipið 29 metrar að lengd og 12 metrar á breidd og getur borið um 80 tonn af ísuðum fiski. „Mér líst vel á skipið. Við fáum öflugra skip, betri aðbúnað og meðhöndlun aflans verð- ur betri,“ segir Gunnþór. Fjögur útgerðarfélög sömdu við VARD um smíði sjö skipa en það eru auk Síldarvinnslunnar Gjögur á Grenivík, Skinney-Þinganes á Hornafirði og Samherji á Akureyri. Bergey, hitt skip Síldarvinnslunn- ar, og Vörður sem er fyrra skip Gjögurs eru væntanleg í september og síðan koma skipin eitt af öðru. Nokkur skipanna voru smíðuð að hluta í Víetnam. helgi@mbl.is Vestmannaey kemur fyrst  Fyrsta skipið af sjö í raðsmíðaverkefni íslenskra útgerða væntanlegt til landsins um 10. júlí  Vestmannaey, skip Bergs-Hugins, er fyrst í röðinni Fiskiskip Vestmannaey VE-54 reyndist vel í reynslusiglingunni við bæinn Aukra í Noregi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg stóðu vaktina í gær á um 60 viðkomustöðum ferðamanna víða um land og ræddu þar við fólk sem var á leiðinni í frí um ábyrgan akstur. Einnig var afhent fræðsluefni um örugga ferðahegðun. Hópar björg- unarsveitafólks sem sinna Hálend- isvaktinni lögðu svo upp frá Olís í Norðlingaholti í Reykjavík síðdegis í gær. Í sumar verður vakt að Fjalla- baki, í Nýjadal á Sprengisandi og Drekagili í Öskju. Auk þess verður mannskapur í Skaftafelli í Öræfum. Safetravel ráðið miklu „Ferðahegðun fólks hefur tekið framförum á undanförnum árum og almennt erum við líka betri og örugg- ari bílstjórar en var. Sérstaklega tel ég að ungt fólk sé ábyrgara í umferð- inni en var fyrir ekki svo mörgum ár- um. Þá sýnir tölfræðin okkur að þó erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands hafi fjölgað mikið þá fækkar slysum og óhöppum. Það á jafnt við um þá sem ferðast á bíl, reiðhjóli, ganga eða hvað skal nefna,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Árið um kring rekur Slysavarna- félagið Landsbjörg verkefnið Sa- fetravel í samstarfi við fólk og fyrir- tæki í ferðaþjónustu. Kjarninn í því verkefni er vefurinn safetravel.is hvar miðlað er fróðleik og upplýs- ingum til ferðamanna um öruggan ferðamáta, færar leiðir, veðurspár og annað. Þar geta ferðamenn einnig skilið eftir rafrænar ferðaáætlanir sem hafa komið að góðu gagni þegar fólk lendir í ógöngum. „Ég trúi að Sa- fetravel hafi ráðið talsverðu um þann góða árangur í slysavörnum sem náðst hefur,“ segir Þór. Hálendisvakt í 14. sinn Líðandi sumar verður það 14. sem Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur úti Hálendisvaktinni, sem stendur til ágústloka og venjulega hefur verið haldið af stað í júlíbyrjun. Vegna góðs tíðarfars sem réði því að hálend- isvegir voru opnaðir fyrr en vanalega hefur verið vakt að Fjallabaki frá 14. júní. Alls sinna um 200 manns vakt þessari og sinna rúmlega 2.000 út- köllum og verkefnum. Sum eru björgun, leit og aðstoð – en einnig er fólki vísað til vegar og upplýsingar veittar. Morgunblaðið/Hari Slysavarnir Öryggi á ferðalögum var kynnt ferðafólki af björgunarsveitarmönnum sem fara á hálendið.  Björgunarsveitirnar brýna ferðalanga  Hálendisvaktin fór snemma af stað  Betri bílstjórar og slysum að fækka Formaður Góður árangur í slysa- vörnum, segir Þór Þorsteinsson. Ferðahegðun er í framför Tveir voru fluttir með þyrlu Land- helgisgæslu Íslands á Landspítalann í Fossvogi og einn með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir alvarlegt umferð- arslys sem varð á Suðurlandsvegi austan megin við Eystri-Rangá um kl. fimm í gærdag. Tveir fólksbílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, eru farþegarnir þrír er- lendir ferðamenn. Ekki var í gær unnt að veita nánari upplýsingar um líðan þeirra. Lögregla þurfti að loka veginum, þar sem slysið átti sér stað, um stund vegna vettvangsvinnu og var umferð á meðan beint um hjáleið. Miklar tafir mynduðust vegna þessa. Þrír fluttir á sjúkrahús  Alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi Slys Vettvangur umferðarslyss á Suðurlandsvegi í gærdag. Hæstiréttur Íslands hefur ómerkt úr- skurð Landsréttar þar sem kröfum ALC um að fá afhenta farþegaþotu sem félagið á, en WOW air hafði til umráða, var hafnað. Hæstiréttur komst að því að í verulegum atriðum hefði verið vikið frá réttri meðferð málsins og var málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sagði í samtali við mbl.is í gær að Hæstiréttur hefði tekið undir sjónar- mið ALC í málinu og yrði Isavia undir í deilunni gæti það leitt til þess að ALC krefði Isavia um skaðabætur sem næmu meiru en því sem Isavia hefur fengið út úr kyrrsetningunni til þessa. Isavia segir aftur á móti að úr- skurður Hæstaréttar hafi staðfest heimild Isavia til þess að kyrrsetja flugvél ALC fyrir skuldum WOW air Deilur hafa staðið yfir milli ALC og Isavia frá því að flugfélagið WOW air varð gjaldþrota 28. mars sl. Isavia taldi sig hafa heimild til þess að taka veð í farþegaþotu í eigu ALC fyrir tveggja milljarða skuld WOW air sem hafði þotuna á leigu. ALC taldi að Isavia hefði einungis heimild til þess að krefjast 87 milljóna króna greiðslu vegna skuldar fyrir farþega- þotuna TF-GPA en ekki skulda WOW air vegna annarra véla. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í maí að Isavia hefði einungis verið heimilt að krefja ALC um greiðslu skulda vegna TF- GPA að upphæð 87 milljónir króna. ALC greiddi skuldina í kjölfar úr- skurðar héraðsdóms. Isavia kærði þann úrskurð til Landsréttar sem eft- ir úrskurð Hæstaréttar Íslands hefur fengið máið aftur í hendur. ge@mbl.is Deilur Isavia og ALC halda áfram  Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.