Morgunblaðið - 29.06.2019, Side 46

Morgunblaðið - 29.06.2019, Side 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Mjólkurbikar kvenna 8-liða úrslit: KR – Tindastóll ........................................ 1:0 Betsy Hassett 9. ÍA – Fylkir ................................................ 0:6 Ída Marín Hermannsdóttir 16. (víti), 86., Þórdís Elva Ágústsdóttir 48., Bryndís Arna Níelsdóttir 53., Sæunn Rós Ríkharðsdóttir 79., Margrét Björg Ástvaldsdóttir 90. 2. deild karla Víðir – ÍR .................................................. 1:0 Ari Steinn Guðmundsson Selfoss – Þróttur V .................................. 2:2 Kenan Turudija 7., Guðmundur Tyrfings- son 78. – Pape Mamadou Faye 51., Andre Pew 74. Dalvík/Reynir – Fjarðabyggð ............... 0:0 Staðan: Leiknir F. 8 5 3 0 15:7 18 Selfoss 9 5 2 2 21:10 17 Víðir 9 5 1 3 17:13 16 Vestri 8 5 0 3 11:10 15 Völsungur 9 4 2 3 11:12 14 Fjarðabyggð 9 4 1 4 13:11 13 Dalvík/Reynir 9 2 5 2 10:10 11 ÍR 9 3 2 4 10:10 11 Þróttur V. 9 2 4 3 11:14 10 KFG 8 3 0 5 11:18 9 Kári 8 2 2 4 15:16 8 Tindastóll 9 0 2 7 8:22 2 Markahæstir: Hrvoje Tokic, Selfossi..................................7 Kenan Turudija, Selfossi .............................6 Ari Steinn Guðmundsson, Víði....................6 Pape Mamadou Faye ...................................5 HM kvenna í Frakklandi 8-liða úrslit: Frakkland – Bandaríkin......................... 1:2 Wendie Renard 81. – Megan Rapinoe 5., 65.  Bandaríkin mæta Englandi í undanúr- slitum á þriðjudagskvöldið. Ameríkubikarinn 8-liða úrslit: Brasilía – Paragvæ.................................. 0:0  Brasilía vann 4:3 í vítakeppni. Venesúela – Argentína ........................... 0:2 Lautaro Martinez 10., Giovani Lo Celso 74. KNATTSPYRNA HANDBOLTI Alþjóðlegt mót U21 karla Leikið í Portúgal: Argentína – Ísland ............................... 20:23 Portúgal – Japan .................................. 34:20  Ísland mætir Japan í dag og Portúgal á morgun. Alþjóðlegt mót U19 karla Leikið í Þýskalandi: Ísrael – Ísland....................................... 26:26 Þýskaland – Ísrael................................ 33:25  Ísland mætir Þýskalandi í dag. HM Í FRAKKLANDI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það kann að angra Donald Trump en því er ekki að neita að Megan Rapinoe hefur verið í algjöru burð- arhlutverki við að koma Bandaríkj- unum í undanúrslitin á HM í fótbolta í Frakklandi. Rapinoe, sem neitar að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leiki, meðal annars til að sýna and- stöðu við stefnu stjórnar Trumps í ýmsum málefnum, hefur látið bolt- ann syngja í netinu fjórum sinnum í útsláttarkeppninni á HM. Hún skor- aði bæði mörkin í 2:1-sigrinum á Spáni, reyndar úr vítaspyrnum, og einnig bæði mörkin þegar Bandarík- in slógu Frakkland út í gær með 2:1- sigri í 8-liða úrslitum.Bandaríkin eru því komin í undanúrslit eins og þau eru vön, en frá því að HM fór fyrst fram árið 1991 hefur bandaríska lið- ið alltaf endað í hópi fjögurra efstu liða. Bandaríkin eru ríkjandi meist- ari og ætla sér ekkert annað en að verja titilinn, en þá þarf liðið að slá út England næsta þriðjudagskvöld. Rapinoe er 33 ára og lék eitt tíma- bil í Frakklandi, með Lyon 2013- 2014, en hefur síðan verið hjá Seattle Reign í Bandaríkjunum. Hún var ein þeirra fyrstu til að sýna Colin Kapernick stuðning eftir að ruðningskappinn kraup á hné í mót- mælaskyni, þegar bandaríski þjóð- söngurinn hljómaði fyrir leik sem hann spilaði með San Francisco 49ers haustið 2016. Kapernick vildi meðal annars benda á óréttlæti sem hann taldi minnihlutahópa beitta í Bandaríkjunum og undir það vildi Rapinoe taka. „Sem samkyn- hneigður Bandaríkjamaður þá veit ég hvernig það er að horfa á banda- ríska fánann og vita að hann verndar ekki öll okkar réttindi,“ sagði Rap- inoe á sínum tíma. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur reynd- ar látið landsliðsfólk sitt skrifa undir samning þess efnis að það megi ekki krjúpa í þjóðsöngnum, en í staðinn þegir Rapinoe á meðan aðrir leik- menn liðsins syngja með hönd á brjósti. Trump hefur skotið föstum skotum á hana á Twitter en á meðan blómstrar Rapinoe innan vallar. Hefð er fyrir því að Bandaríkja- forseti bjóði meistaraliðum í Hvíta húsið en Rapinoe hefur tekið af allan vafa um það að hún hafi ekki nokk- urn áhuga á að þiggja slíkt boð. AFP Mikilvæg Hin magnaða Megan Rapinoe fagnar fyrra marki sínu gegn Frökkum í gærkvöld, sem hún skoraði úr aukaspyrnu á upphafsmínútunum. Lætur boltann um sönginn  Rapinoe með Bandaríkin í undanúrslit  Blómstrar þrátt fyrir skot frá Trump ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ Suður-amerísku erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitum Ameríkubikarsins í knattspyrnu en leikurinn hefst laust eftir miðnætti að íslenskum tíma á þriðjudagskvöld. Brasilía sló Paragvæ út eftir markalausan leik og víta- spyrnukeppni, þar sem Gabriel Jesus skoraði úr fimmtu og síðustu spyrnu Brasilíumanna eftir að Roberto Firm- ino hafði klúðrað sinni spyrnu og tveir leikmenn Para- gvæ sömuleiðis. Paragvæ hafði misst Fabián Balbuena af velli með rautt spjald á 58. mínútu. Argentína vann Venesúela með mörkum frá Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso, en Sergio Agüero átti stóran þátt í báðum mörkum. Ekki lá fyrir í gærkvöld hvaða lið mætast í hinum undanúrslitaleik keppninnar en í nótt mættust Kólumbía og Síle, og í dag leika Úrúgvæ og Perú. Síle er ríkjandi Ameríkumeistari eftir sigur á Argentínu í víta- spyrnukeppni í úrslitaleiknum 2016. Brasilía mætir Argentínu Sergio Agüero Ísland vann þriggja marka sigur á Argentínu í hörkuleik á fjögurra þjóða móti U21-landsliða í hand- bolta karla í gær. Mótið fer fram í Portúgal og er mikilvægur liður í undirbúningi Íslands fyrir HM á Spáni sem hefst 16. júlí. Ísland leik- ur þar einmitt í riðli með meðal annars Argentínumönnum. Andri Scheving úr Haukum varði vel í lok leiks og alls 17 skot í leikn- um. Ísland mætir Japan í dag og heimamönnum á morgun í lokaleik sínum á mótinu. Unnu HM- andstæðinga Ljósmynd/@HSIIceland Sigur Darri Aronsson og Andri Scheving áttu fínan leik í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.