Morgunblaðið - 29.06.2019, Síða 47

Morgunblaðið - 29.06.2019, Síða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 EM kvenna Leikið í Lettlandi og Serbíu: A-riðill: Lettland – Úkraína............................... 82:74 Spánn – Bretland.................................. 67:59  Spánn 4, Bretland 3, Lettland 3, Úkraína 2. B-riðill: Tékkland – Svíþjóð............................... 71:64 Svartfjallaland – Frakkland................ 53:88  Frakkland 4, Tékkland 3, Svíþjóð 3, Svartfjallaland 2. C-riðill: Slóvenía – Tyrkland ............................. 62:55 Ítalía – Ungverjaland........................... 51:59  Ungverjaland 4, Slóvenía 3, Ítalía 3, Tyrkland 2. D-riðill: Belgía – Hvíta-Rússland...................... 61:69 Serbía – Rússland................................. 77:63  Serbía 4, Hvíta-Rússland 3, Belgía 3, Rússland 2. Norðurlandamót U16 stúlkna Noregur – Ísland .................................. 54:50 Svíþjóð – Ísland .................................... 58:49 Norðurlandamót U16 drengja Noregur – Ísland .................................. 53:78 Svíþjóð – Ísland .................................... 59:75 Norðurlandamót U18 stúlkna Noregur – Ísland .................................. 59:69 Svíþjóð – Ísland .................................... 80:54 Norðurlandamót U18 drengja Noregur – Ísland .................................. 76:83 Svíþjóð – Ísland .................................... 53:78 KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 8-liða úrslit: Þórsvöllur: Þór/KA – Valur ................... L14 Jáverkv.: Selfoss – HK/Víkingur .......... L14 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan............. S16 Würth-völlur: Fylkir – KA..................... S17 Kórinn: HK – Valur ........................... S19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Grenivík: Magni – Víkingur Ó ............... L14 Extra-völlur: Fjölnir – Þór .................... L14 2. deild karla: Fjarðab.höll: Leiknir F. – Kári ............. L14 Samsung-völlur: KFG – Vestri ............. L14 3. deild karla: Bessastaðavöllur: Álftanes – Einherji.. L14 Ólafsfjörður: KF – Vængir Júpíters..... L16 2. deild kvenna: Vivaldi-völlur: Grótta – FHL ................ L14 Sindravellir: Sindri – Hamrarnir .......... L16 Leiknisvöllur: Leiknir R. – FHL........... S13 UM HELGINA! Sex úrvalsdeildarlið eru enn með í baráttunni um bikarmeistaratitil kvenna í fótbolta eftir að 1. deild- arlið Fylkis og Tindastóls féllu úr leik í gærkvöld. Átta liða úrslitunum lýkur í dag en dregið verður til und- anúrslita í höfuðstöðvum KSÍ á mánudaginn. Fylkiskonur fóru illa með Skaga- konur á Akranesi og unnu 6:0-sigur. Staðan var þó aðeins 1:0 eftir fyrri hálfleik, eftir að Ída Marín Her- mannsdóttir skoraði úr vítaspyrnu. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir náði í vítið en hún gerði vel í að ná bolt- anum rétt á undan Tori Ornela í marki ÍA, sem straujaði hana niður. Fylkir jók muninn snemma í seinni hálfleik þegar Þórdís Elva Ágústsdóttir skallaði í varnarmann og í netið, eftir fyrirgjöf Stefaníu Ragnarsdóttur, og Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þriðja markið á 53. mínútu. Á síðustu tíu mínútunum bættu Sæunn, Ída og Margrét Björg Ástvaldsdóttir svo við þremur mörkum gegn Skagaliðinu sem er í 3. sæti 1. deildar, sæti fyrir ofan Tindastól. KR setti ekki upp neina sýningu gegn Tindastóli en vann 1:0-sigur og kom sér í undanúrslitin með marki frá Betsy Hassett snemma leiks. Hassett lék með Nýja-Sjálandi á HM sem enn stendur yfir í Frakk- landi en sneri strax aftur til KR eftir að Nýsjálendingar féllu úr leik. Hún var meidd fyrir HM og hefur því lít- ið spilað í sumar en ætti að efla lið KR umtalsvert. Stórleikur á Akureyri í dag Breiðablik, sem varð bikarmeist- ari í fyrra, féll óvænt úr keppni gegn Fylki í sextán liða úrslitunum og fyrir vikið er viðureign Þórs/KA og Vals á Akureyri í dag sérlega áhugaverð. Valur og Breiðablik eru í nokkrum sérflokki á Íslandsmótinu og Þór/KA í hálfgerðum sérflokki í þriðja sætinu þannig að margir freistast eflaust til þess að líta á við- ureign liðanna á Þórsvellinum sem hálfgerðan bikarúrslitaleik. Valskonur eru sigurstrangleg- astar af þeim sem eftir eru í keppn- inni en gátu vart fengið erfiðara verkefni í þessum átta liða úrslitum en að heimsækja Akureyrarliðið. Valur vann Þór/KA 5:2 í fyrstu um- ferð Íslandsmótsins á Hlíðarenda í vor en átta stig eru á milli liðanna í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar. Loks eigast Selfoss og HK/ Víkingur við á Selfossi í dag og þar má búast við tvísýnni viðureign liða sem eitt stig skilur að á Íslands- mótinu. Selfoss vann leik liðanna í Kópavogi, 1:0, í vor og freistar þess að komast í úrslit keppninnar í þriðja sinn eftir að hafa leikið til úr- slita 2014 og 2015. HK/Víkingur gæti hinsvegar komist í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni með sigri í dag. sindris@mbl.is Bara úrvalsdeildarlið eftir  HM-farinn sá um að skjóta Tindastól út úr bikarnum  Fylkiskonur rúlluðu yfir Skagakonur í seinni hálfleik á Akranesi  Átta liða úrslitunum lýkur í dag Morgunblaðið/Hari Áfram í undanúrslit KR-ingar fagna sigurmarki sínu gegn Tindastóli á Meistaravöllum í gærkvöld. Verða Valsmenn komnir upp í fimmta sæti úrvalsdeildar karla í fótbolta eftir leiki sunnudagsins í deildinni? Ekki er langt síðan Ís- landsmeistararnir sátu á botninum en nú hefur rofað aðeins til hjá þeim, þótt sex af fyrstu tíu leikj- unum hafi tapast. Valsmenn eru með 10 stig í 8. sæti deildarinnar fyrir elleftu um- ferðina og þeir heimsækja HK í Kórinn annað kvöld. HK er með 8 stig í ellefta sætinu þannig að Kópavogsliðið, sem lagði Skaga- menn á útivelli í síðasta leik, færi uppfyrir Val og í áttunda sætið með sigri. Valur yrði hinsvegar með 13 stig ef leikurinn vinnst og það myndi fleyta liðinu upp í sjötta sætið, jafn- vel það fimmta ef leikur Fylkis og KA fyrr um daginn myndi enda með jafntefli. Fylkir og KA eru bæði með 12 stig og eru í fimmta og sjötta sæt- inu. Viðureign þeirra hefst klukkan 17 í Árbænum og þar mætast tvö lið sem hafa fullan hug á að gera sig gildandi í baráttunni í efri hluta deildarinnar. Fyrsti leikur dagsins hefst hins- vegar kl. 16 í Vestmannaeyjum þar sem botnlið ÍBV tekur á móti Stjörnunni. ÍBV er aðeins með 5 stig og staða liðsins hefur versnað með hverjum leik að undanförnu. Stjörnuna hefur vantað stöðugleika í sumar en Garðbæingar eru með 15 stig í fjórða sætinu og færu í þriðja sætið með sigri. Stórleikur umferðarinnar er á mánudagskvöld þegar toppliðin KR og Breiðablik mætast en þá leikur einnig Grindavík við FH og Vík- ingur við ÍA. vs@mbl.is Komast Valsmenn upp í fimmta sætið? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sunnudagur ÍBV og Valur spila bæði í 11. umferð á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.