Morgunblaðið - 17.08.2019, Side 31

Morgunblaðið - 17.08.2019, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Kynni okkar eru löng, má eigin- lega segja að þau hófust áður en við hittumst. Því olli vinátta mín við foreldra hans og hans yngsta bróður, Gunna Palla, sem er lát- inn. Var heimagangur á yndislegu heimili foreldra hans í Framnesi, Húsavík, hjá Sigríði Sigurjóns- dóttur og Jóhannesi Guðmunds- syni, Jóhannesi kennara, en hann gekk ætíð undir því nafni. Man eftir Sigurjóni þegar hann kom til Húsavíkur frá Reykjavík, man eftir þessum unga, glæsilega námsmanni við Háskóla Íslands, skarpgreindur og skemmtilegur, en einnig íþróttamaður. Léttur á fæti, fótboltamaður góður. Það lék allt í höndum Sigurjóns Jóhann- essonar, reglusamur hæfileika- maður, fyrirmynd ungs stráks á Ásgarðsveginum. Seinna meir leitaði ég oft til Sigurjóns, koma alltaf að opnum dyrum, hann vildi allt fyrir mann gera og allar gjafir voru án skilyrða. Fyrir fáeinum vikum gaf Sigurjón mér síðasta Kverið, það tólfta og síðasta í röð- inni:. „Hvað á að segja? Vörðubrot á langri leið.“ Þar má finna frá- sögn sem Sigurjón nefndi: „Sagan sem haldið var leyndri.“ Sú saga er búin að vera mér umhugsunar- efni síðan ég las hana, og er enn. Í lok sögunnar skrifar Sigurjón: „Var þetta erindið sem mér hafði fundist Sigurveig amma mín eiga við mig og koma því á framfæri?“ Og það gerði Sigurjón, hann kom því á framfæri áður en hann kvaddi þennan heim. Nú er þessi frábæri, merki og mæti Húsvík- ingur allur, en ég geymi fagra mynd af honum í huga mínum og hjarta svo lengi ég lifi. Ég votta börnum Sigurjóns, Ásgeiri bróður hans og öllum afkomendum og vinum samúð mína. Blessuð sé minning Sigurjóns Jóhannesson- ar skólastjóra. Haukur Kristinsson, Múla, Húsavík. Óharðnaður og óreyndur tán- ingur kom ég til starfa sem kennari við Gagnfræðaskóla Húsavíkur haustið 1983. Sigurjón skólastjóri tók mér fagnandi og naut ég þar áratuga gamallar vináttu hans við Guðmund föður minn og ómældrar virðingar hans fyrir Benedikt Björnssyni, afa mínum og stofn- anda skólans. Starfið reyndi á frá fyrsta degi, en ómetanlegt var að njóta þar leiðsagnar míns góða lærimeistara. Sigurjón stóð við bakið á mér eins og klettur í gegn- um þykkt og þunnt, sagði mér til um kennsluhætti og styrkti mig þegar á bjátaði í samskiptum við krefjandi nemendur. Hann smitaði mig af ástríðu sinni fyrir starfinu og eftir á að hyggja er kennara- starfið, sem ég sinnti þennan eina vetur, eitt skemmtilegasta og lær- dómsríkasta starf sem ég hef unnið um dagana. Námsmenn voru mismunandi eins og gengur. Gaman hefur ver- ið að fylgjast með því úr fjarska, hvernig ræst hefur úr þeim sem ekki lágu sveitt yfir bókunum á sínum tíma. Aðrir, sem sköruðu fram úr á flestum sviðum, hafa endað sem Ljótir hálfvitar. Sigur- jón hafði taugar til þeirra allra og endalausa þolinmæði, sem hann miðlaði og reyndi að blása mér í brjóst. Honum þótti vænt um nemend- urna og sá í þeim hæfni og mögu- leika, sem ekki alltaf voru augljós- ir öðrum. Mörg kvöldin sat ég á yndis- legu heimili hans og Herdísar, naut ómældrar gestrisni þeirra og fræddist af þeim heiðurshjónum. Þótti mér afar vænt um að heyra gamlar sögur af föður mínum og afa og lífinu á á Húsavík forðum. Samskiptin við minn gamla læriföður og meistara hafa verið stopul síðari árin. Fáir dagar hafa þó liðið án þess að ég leiddi hug- ann að því örlæti sem hann sýndi mér veturinn eina á Húsavík und- ir hans verndarvæng. Slík voru áhrif Sigurjóns skólastjóra og fyr- ir kynnin af honum og Dísu er ég afar þakklátur. Eggert Benedikt Guðmundsson. Ég man vel hringinguna frá Þorsteini lækni 19. mars 2009: „Sæll Halldór – það er Arnar frændi þinn! Ég var að ómskoða lifrina hans vegna hækkaðra lifrarprófa; þar er dökkur blettur sem á sneið- mynd lítur út eins og æxli.“ Arnar fór svo í umfangsmikla aðgerð hjá Sigurði lifrarskurð- lækni; hann kvaðst hafa komist fyrir æxlið, sem væri af mjög sjaldgæfri tegund. „Það er bara heiður að vera einn af þessum fáu,“ sagði þá Arnar. Daginn eftir spurði ég: „Hvernig hef- urðu það Arnar minn?“ „Bara fínt, en þú sjálfur?“ Við tók eft- irlit og var niðurstaðan alltaf jafn gleðileg þar til 28. mars 2014, að blettur sást uppi í brjóstholi og staðfesti sýnataka dótturæxli. Þegar ég tjáði Arnari að Bjarni brjósthols- skurðlæknir ætlaði að fjarlægja það 5. maí – hann yrði þá opn- aður eins og húddlok á bíl – var svarið: „Þetta hljómar bara spenn- andi, frændi!“ Aftur náðist allt æxlið burt og ég gat sagt Arnari að hann væri jafn fallegur að innan sem utan. Öðru sinni brostum við breitt og allt leit vel út þar til 21. október 2015 að nokkrir pínu- litlir blettir sáust í lungunum. Málið var sent til sérfræði- teymis og Arnar hitti Örvar krabbameinssérfræðing 3. nóv- ember. Þetta var ekkert venju- legt viðtal – heldur eins og tveir vinir að hittast eftir langa fjarveru. Arnar sagðist hafa þau for- réttindi að vera með mjög fá- gætt æxli – að öðru leyti liði sér vel. Niðurstaðan var að bíða og sjá hvað komandi rannsóknir leiddu í ljós. Leitað var álits Kristbjarnar röntgensérfræð- ings á að brenna hnútana og 28. apríl 2016 var ráðist í fyrri að- gerðina af tveimur. Arnar fylgdist með á skjánum: „Þvílík tækni, frændi, ég fann ekki neitt!“ Við eftirlit 20. janúar 2017 var ákveðið að byrja með lyf. Arnar var með eindæmum jákvæður að prófa eitt lyfið eft- ir annað: „Mér finnst sjálfsagt að auka á þekkingu vísindanna fyrir verkun þeirra og auka- verkunum, það munar um þessa vitneskju í framtíðinni!“ Líkami hans hafnaði fljótt þeim lyfjum sem talin voru bezt hverju sinni. Tekin var hvíld 26. júní 2018 og tíminn látinn hafa sinn gang. Þann 29. ágúst fékk Arn- ar háan hita og verk í olnbog- ann. Sýkingu var hleypt út og ekki mátti tæpara standa, því á næstu mínútum fékk hann sýklasótt og sjokk. Eftir gjör- gæslumeðferð reif hann sig á fætur; „Þetta stóð tæpt, frændi!“ Þann 7. júní sl. var kominn mikill vökvi í vinstra brjóstholið sem búið var að tappa af áður – nú var sett slanga til að skapa sírennsli. Í kjölfar hennar kom svæsin sýk- ing í brjóstholið með fjölkerfa- bilun sem ekki varð við ráðið og lagði hann að velli. Það sem einkenndi Arnar í þessi 10 ár var einstakt æðru- leysi hans yfir veikindum sínum og sú hugsjón að miðla af reynslu sinni til vísindanna sem kæmi öðrum til góða. Hann tal- aði í lausnum um vandamál, bar meiri umhyggju fyrir öðrum en sjálfum sér og uppörvaði þá sem í kringum hann voru. Ég kveð kæran frænda með djúp- um söknuði og þakklæti fyrir Arnar Pálmason ✝ Arnar Pálma-son fæddist 17. ágúst 1986. Hann lést 7. ágúst 2019. Útför Arnars fór fram 16. ágúst 2019. allt sem hann kenndi okkur – megi viðhorf hans verða okkur að leiðarljósi. Við María og fjölskylda vottum Kristínu, sonum, foreldrum og ættingjum inni- legustu samúð. Halldór frændi og fjölskylda. Að eignast vin er ekki sjálf- gefið. Ég var svo heppin að kynn- ast Arnari fyrir nokkrum árum. Með okkur tókst vinátta sem er mér svo ómetanlega dýrmæt. Arnar var einstakur maður, ég á ekki til orð sem lýsa honum því hann var svo miklu meira en orðin ná yfir. Við áttum ófá samtöl þar sem við ræddum um bernskuna, flugvélar, ferðir, tónlist og allt á milli himins og jarðar. Við gleymdum okkur oft í samræðunum og stundum heyrðum við sagt, jæja, þá viss- um við að það var mál tilkomið að hætta. Ég varðveiti allar þær stundir í hjarta mínu. Arnari var margt til lista lagt, þar á meðal að baka. Ég man þegar ég heimsótti hann í desember, þá var hann að baka marsípankökur, ég hugsaði með mér, það er ekkert sem hann getur ekki gert. Þannig var það, það lék allt í höndunum á honum. Umhyggja Arnars fyrir öðr- um var aðdáunarverð. Ef hann vissi að hann gæti lagt hönd á plóginn var hann mættur og ef hann gat gert hlutina í dag frestaði hann þeim ekki til morguns. Arnar kenndi mér margt þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklát. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Kristín mín, synir og fjölskylda, megi góður Guð um- vefja ykkur, leiða og styrkja í sorg ykkar. Kæri vinur ég þakka þér af einlægni yndislega vináttu þína. Minning þín er ljós í lífi mínu. Anna Hjördís. Arnar Pálmason var einn sá ljúfasti, yndislegasti maður sem ég hef kynnst. Nærvera hans var einstök. Ljúf og þægileg framkoma hans og virðing gagnvart öllum var öðrum til eftirbreytni. Það var svo gott og gaman að hitta hann, alltaf stutt í húmorinn og léttleikann þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi og allt sem var búið að ganga á. Arnar kenndi okkur svo margt um lífið og tilveruna. Það er erfitt að finna réttu orðin á stundu sem þessari en efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þess- um ljúfa manni sem var svo góður við konuna sína, börnin sín og ættingja og vini. Hann átti svo margt eftir, enda styrk- urinn sem hann sýndi þegar hann átti góðan tíma í veikind- unum einstakur, þá fóru þau hjónin með strákana um allt. Hann elskaði Ísafjörðinn sinn og endurnærðist í hvert sinn sem þau fóru þangað að hitta afa og ömmu, foreldra og vini. Hann var mikill útivistarmaður, elskaði fjöll og náttúruna. Það er búið að vera aðdáunarvert að fylgjast með samheldni Arnars og Kristínar. Samband þeirra var einstakt, uppfullt af ást, kærleika, vináttu og virðingu. Elsku Kristín mín, kletturinn í hans lífi sem vék ekki frá hon- um, var með allt á hreinu varð- andi allt sem þurfti að gera. Styrkur hennar, kraftur og já- kvæðni á sér enga hliðstæðu, það var einstakt að fylgjast með þeim. Það er mikið búið að leggja á ungu hjónin og elsku drengina þeirra, Ólaf Erni og Einar Atla, en minningin um yndislegan mann með stóra hjartað mun lifa í þeim að ei- lífu. Elsku Kristín mín, Ólafur Ernir, Einar Atli og aðrir ætt- ingjar og vinir, megi allar góð- ar vættir vernda ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Erla Ólafsdóttir. Hans hlátur, hans bros og bragur var öllum sem hann þekktu svo kær hann var þeim einlægur vinur og stóð þeim alltaf nær. (Katrín Ruth) Það voru forréttindi að hafa fengið að kynnast og hafa Arn- ar, pabba hér í leikskólanum okkar. Minning hans lifir hjá okkur. Við þökkum þér vinur fyrir allt og allt. Elsku Kristín, Ólafur Ernir og Einar Atli þið eruð ávallt í huga okkar og hjörtum. Fyrir hönd starfsfólks Álftaborgar, Anna Hjördís Ágústsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og langafi, SIGURÐUR VILHJÁLMSSON kafari og bílstjóri, Holtsgötu 42, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu, Hlévangi, mánudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Útskálakirkju miðvikudaginn 21. ágúst klukkan 13. Steinunn Una Sigurðardóttir Sigurður Haraldsson Erla Svava Sigurðardóttir Svala Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR S. HALLDÓRSSON verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. ágúst, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 2. september klukkan 13. Margrét K. Sigurðardóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SNORRI INGIMARSSON læknir, Laugarnesvegi 89, lést í Landspítalanum við Hringbraut 14. ágúst. Kolbrún Finnsdóttir Áslaug Snorradóttir Ingimar Guðmundsson Arna Björk Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFS JÓNSSON verkmenntaskólakennari, Suðurbyggð 17, Akureyri, lést 1. ágúst. Útförin hefur farið fram. Við þökkum hjartanlega frábæra umönnun hans hjá Heimahlynningu og starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri. Sigurveig Sigurðardóttir Kristján Þorgils Sigurðsson Jón Sigurðsson Anna María Sigurðardóttir og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA JÓHANNESDÓTTIR WEDHOLM, Tjarnarbóli 6, lést á Hrafnistu Laugarási að morgni 15. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Regína Wedholm Gunnarsdóttir Bjarney Wedholm Gunnarsdóttir Helgi Björnsson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA KRISTJANA MÖLLER BJÖRNSDÓTTIR lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Baldur Árni Beck Friðleifsson Friðbjörn Möller Baldursson Aðalheiður Guðmundsdóttir Steinar Rafn Beck Baldurss. Auður Sigurbjörnsdóttir Telma Lind Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabarn Móðir okkar, ÞORGERÐUR GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Grensásvegi 58, lést fimmtudaginn 15. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Garðar Sverrisson Ásdís Sverrisdóttir Ástkær vinur okkar, bróðir og frændi, SIGURJÓN SÍMONARSON, fv. skipstjóri og öryggisvörður, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsinu í Fossvogi 12. ágúst, verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 13. Halla Björk, Guðjón og fjölskyldur Guðmundur Símonarson Ester Ágústa, Símon og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.