Morgunblaðið - 17.08.2019, Qupperneq 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
Óvænt úrslit urðu í 1. deild karla í
knattspyrnu í gærkvöldi, Inkasso-
deildinni, þegar Haukar náðu í
stig á Akureyri gegn Þór. Þórs-
arar sem eru í mikilli baráttu um
sæti í efstu deild jöfnuðu raunar á
87. mínútu og eru enn stigi á und-
an Gróttu sem gerði jafntefli á úti-
velli gegn toppliði Fjölnis.
Aron Freyr Róbertsson kom
Haukum yfir með marki úr víti á
24. mínútu en Rick ten Voorde
jafnaði á 87. mínútu fyrir Þór,
einnig úr víti. Haukar eru í 10.
sæti með 15 stig og þar af leiðandi
kom gangur leiksins mjög á óvart.
Fjölnir náði ekki að slíta sig
frekar frá Þór og Gróttu þar sem
liðið gerði 0:0 jafntefli gegn
Gróttu. Fjölnir er með þriggja
stiga forskot á Þór á toppnum
með 35 stig. Fín úrslit fyrir Sel-
tirninga og útlit fyrir að loka-
sprettur sumarsins verði spenn-
andi fyrir þá enda geysilega mikið
í húfi. Grótta sem er nýliði í deild-
inni hefur einungis tapað tveimur
leikjum af sautján.
Í Breiðholti unnu Leiknismenn
sætan sigur á Þrótti en þar skor-
aði Ernir Bjarnason sigurmarkið á
89. mínútu. Leiknir er með 29 stig
og er þremur stigum á eftir Þór
og Breiðhyltingar eiga því ágæta
möguleika á að komast upp í efstu
deild á ný en þar var liðið sumarið
2015. Þrótttarar eru hins vegar í
neðri hluta deildarinnar með í 8.
sæti með 21 stig. Þeir teljast þó
ekki í fallhættu enda átta stigum
fyrir ofan fallsæti.
Keflvíkingar geta einnig gert
sér einhverjar vonir um að komast
upp um deild eftir að hafa lagt
Ólsara að velli í Keflavík 2:1 en
Keflavík féll úr efstu deild í fyrra.
Dagur Ingi Valsson skoraði sig-
urmarkið á 71. mínútu og er
Keflavík með 25 stig en Víkingur
Ó er með 24 stig.
kris@mbl.is
Leiknir saxaði á Þór og Gróttu
Óvænt úrslit á
Akureyri 3 stiga
forskot Fjölnis
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Í Grafarvogi Rasmus Christiansen úr Fjölni og Ástbjörn Þórðarson úr Gróttu takast á í gær.
Þýsku meistararnir í Bayern Mün-
chen þurftu að hafa fyrir því að ná í
stig þegar fyrsti leikurinn á nýju
keppnistímabili í Bundesligunni í
knattspyrnu fór fram í gær. Bayern
fékk Herthu Berlín í heimsókn og
gerðu liðin 2:2 jafntefli.
Pólverjinn marksækni Robert
Lewandowski kemur vel undan
sumri og skoraði bæði mörk Bay-
ern. Kom hann liðinu yfir á 24. mín-
útu en Dodi Lukebakio og Marko
Grujic svöruðu fyrir Herthu. Lew-
andowski skoraði jöfnunarmarkið
úr víti á 60. mínútu. kris@mbl.is
Lewandowski
byrjar með látum
AFP
2 mörk Robert Lewandowski var
vel stemmdur í gær.
Óvænt úrslit urðu í fyrsta leik þeg-
ar 1. deild spænsku knattspyrn-
unnar, La Liga, fór af stað í gær-
kvöldi. Meistararnir í Barcelona
máttu sætta sig við tap.
Athletic Bilbao fékk Barca í
heimsókn og hafði betur 1:0. Meist-
ararnir lentu reyndar ekki undir
fyrr en á 89. mínútu leiksins Aritz
Aduriz skoraði og gladdi tæplega
50 þúsund áhorfendur.
Lionel Messi var ekki í leik-
mannahópi Barca í gær og Luis
Suárez fór af velli eftir 37 mínútna
leik. kris @mbl.is
Börsungar
töpuðu í Bilbao
AFP
Frumraunin Antoine Griezmann
hafði ekki yfir miklu að gleðjast.
Rétt eftir að hafa fagnað sæti í bik-
arúrslitaleik í fyrsta sinn frá árinu
1971 gætu Víkingar hæglega staðið
í þeim sporum annað kvöld að vera í
fallsæti í Pepsi Max-deild karla í fót-
bolta. Sex umferðir eru eftir af
deildinni og verður leikið í 17. um-
ferð á morgun og á mánudagskvöld.
Grindavík, KA og Víkingur R. eru
í harðri baráttu um að forðast að
fylgja ÍBV niður í 1. deild. Eyja-
menn eru langneðstir og gætu kvatt
deildina formlega á mánudagskvöld
ef úrslitin í umferðinni verða þeim í
óhag. Þeir taka á móti KA sem er
með 19 stig líkt og Víkingur, tveim-
ur stigum fyrir ofan Grindavík.
Grindvíkingar freista þess að
stöðva HK, sem hefur ekki tapað
leik síðan í júní og unnið fimm af sex
leikjum sínum síðan þá, síðast 4:1
gegn toppliði KR. Heimamenn
verða án miðjumannsins mikilvæga
Rodrigos Gomes sem tekur út leik-
bann.
FH án fyrirliðans
ÍA hefur sogast ansi nálægt fall-
svæðinu eftir fimm leiki í röð án sig-
urs og er aðeins fimm stigum frá
fallsæti fyrir útileikinn við Stjörn-
una á morgun. ÍA verður án Alberts
Hafsteinssonar, Óttars Bjarna
Magnússonar og Sindra Snæs
Magnússonar vegna leikbanns, og
Stjarnan án Daníels Laxdal og
Martins Rauschenbergs. Sigur í
Garðabænum kæmi ÍA samt sem áð-
ur upp fyrir Stjörnuna því bæði lið
eru enn með í baráttunni um Evr-
ópusæti. Að sama skapi gæti Fylkir,
sem er jafn ÍA að stigum, komist
upp fyrir FH með sigri í leik liðanna
í Kaplakrika. Fylkir verður án
Geoffreys Castillions, lánsmanns frá
FH, og FH án fyrirliðans Davíðs
Þórs Viðarssonar.
Umferðinni lýkur á mánudags-
kvöld þegar efstu lið deildarinnar
verða á ferðinni. KR tekur á móti
Víkingi R. og Breiðablik mætir Val,
en sjö stig skilja að KR og Breiða-
blik á toppi deildarinnar.
Í fallsæti í bikargleðinni?
Jafnt FH er í 3. sæti en missir Fylki
úr 8. sæti upp fyrir sig með tapi.
Spánn
Athletic Bilbao – Barcelona..................... 1:0
Þýskaland
Bayern München – Hertha Berlín...........2:2
B-deild:
Sandhausen – Nürnberg......................... 3:2
Rúrik Gíslason lék fyrstu 78 mínúturnar
fyrir Sandhausen.
Frakkland
B-deild:
Grenoble – Troyes ................................... 1:1
Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í
leikmannahópi Grenoble.
Pólland
B-deild:
Chojniczanka – Nieciecza....................... 1:0
Árni Vilhjálmsson var á varamannabekk
Nieciecza.
Danmörk
B-deild:
Skive – Viborg ......................................... 0:2
Ingvar Jónsson var ekki í leikmannahópi
Viborg.
Á Álftanesi eru nýliðarnir í 1. deild
karla í körfuknattleik enn að styrkja
sig fyrir komandi átök. Í gær var til-
kynnt að Grindvíkingurinn Þor-
steinn Finnbogason og Ísfirðing-
urinn Birgir Björn Pétursson hefðu
bæst við leikmannahóp liðsins. Báðir
hafa þeir umtalsverða reynslu úr
efstu deild.
Fyrr í sumar var greint frá því að
gamla kempan Justin Shouse hefði
ákveðið að taka fram skóna og spila
með liðinu. Hans gamli þjálfari,
Hrafn Kristjánsson, stýrir liðinu.
Mikil reynsla í
liði Álftaness
EM U16 kvenna
B-deild í Búlgaríu:
A-riðill:
Slóvenía – Ísland ...................................83:46
Serbía – Bosnía......................................73:62
Rúmenía – Svartfjallaland ...................56:33
Ísland mætir Bosníu í 3. umferð í dag.
EM U16 karla
B-deild í Svartfjallalandi:
Sæti 13-16:
Ungverjaland – Ísland..........................90:62
Írland – Finnland ..................................64:83
Ísland leikur við Írland í dag um 15. sæti.