Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 1

Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 22. tbl. 19. árg. 1. júní 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Fæst án lyfseðils LYFIS Kakibuxur Margir litir og snið Verð frá 14.990,- NÝTT Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Á föstudag og laugardag í liðinni viku fóru útskriftarathafnir fram í þremur framhaldsskólum á Vesturlandi. Alls voru 84 brautskráðir í skólunum á Akranesi, Borgarnesi og Grundarfirði. Þessi hátíðlega mynd var tekin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði skömmu áður en kollarnir fóru upp. Sjá nánar í Skessuhorn í dag. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Sjómannadagur- inn er næstkomandi sunnudag og há- tíðarhöld víða um land í tilefni hans einkenna helgina. Með Skessuhorni í dag fylgir 44 síðna sérblað til- einkað sjómönn- um og fjölskyld- um þeirra. Rætt er við yngri og eldri sjómenn og ýmsa fleiri sem tengjast útvegi. Þá er sagt frá hátíðardagskrá sem framundan er, rætt við Gunn- ar Braga Sveins- son ráðherra sjáv- arútvegsmála og margt fleira. S k e s s u h o r n óskar sjómönn- um og fjölskyld- um þeirra inni- lega til hamingju með daginn. mm Sjómannadagsblað fylgir Skessuhorni í dag Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra leggur í þessari viku fram frum- varp á Alþingi um heildarendurskoð- un laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Meðal helstu breytinga í frumvarpinu má nefna að námsmenn í fullu námi geta fengið 65.000 krónur á mánuði í beinan styrk. Áfram verð- ur þó veitt námsaðstoð í formi lána á hagstæðum kjörum. Samkvæmt frumvarpinu verður námsstyrkur- inn greiddur í allt að 45 mánuði sem svarar til fimm hefðbundinna skóla- ára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk eða styrk og lán eða jafnvel lán að hluta. Heildarstyrkur getur numið allt að 2.925.000 krón- um miðað við fulla námsframvindu og hámarkslán miðast við 15 millj- ónir á hvern námsmann. Heildarað- stoð við hvern námsmann getur því numið tæpum 18 milljónum króna, en yfir 99% nemenda falla undir það viðmið. Vextir lána verða fastir 2,5% og verðtryggðir, að viðbættu álagi til að mæta afföllum af lánum sem eru áætluð um 0,5%. Nemendur munu nú geta fengið fulla framfærslu í stað 90% framfærslu nú. Frumvarpsdrög þessi voru afgreidd úr ríkisstjórn í síðustu viku. Um er að ræða grundvallarbreytingu á náms- aðstoð ríkisins sem miðar að því að koma á fót blönduðum styrktarsjóði að norrænni fyrirmynd. Markmið breytinga á lögunum er að tryggja áfram jafnan aðgang að námi, skapa aukið réttlæti og gagnsæi við úthlut- un styrkja og skapa fyrirsjáanleika fyrir námsmenn og lánasjóðinn. Jafn- framt er markmiðið að tryggja náms- mönnum fulla framfærslu og gefa þeim aukinn kost á að mennta sig án skuldsetningar. Aðfaranám eða svokallað frum- greinanám fyrir einstaklinga sem orðnir eru 23 ára verður aðstoðar- hæft. Hins vegar verður nám sem skipulagt er með vinnu ekki aðstoð- arhæft. Nemendur 18 ára og eldri í iðn- og verknámi geta notið náms- aðstoðar. Þá kemur fram í drögun- um að frumvarpinu að uppgreiðslu lána skuli ávallt vera lokið fyrir 67 ára aldur. Endurgreiðslur lána verða fast- ar mánaðarlegar afborganir líkt og er á öllum hinum Norðurlöndunum, í stað tekjutengdra afborgana eins og nú eru hér á landi að hluta. mm Boðar blandað námsstyrkjakerfi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.