Skessuhorn - 01.06.2016, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rós Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auk þess skráðu efni í Sjómannadagsblað: Haraldur Bjarnason, Kolbeinn Ó. Proppé og
fréttaritarar Skessuhorns.
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Þessir errlausu mánuðir
Alltaf finnst mér jafn ánægjulegt þegar júnímánuður gengur í garð. Uppá-
halds árstíminn minn er reyndar byrjaður fyrir nokkru, eða um leið og mán-
uðirnir hætta að bera „r“ í heiti sínu. Þegar þessi r-lausu mánuðir ganga í
garð þá hækkar sól hratt á lofti og nýgræðingurinn yfirtekur grámóskulega
sinuna sem einkennir úthaga þar sem búpeningur er fyrir löngu hættur að
sinna eðlilegu viðhaldi. Þetta er tíminn sem skólafólkið sleppur út, kýrnar
skvetta úr klaufunum og sjómennirnir halda upp á hátíðisdaginn sinn. Ís-
lendingar elska júní og nota hann margir til að hlaða batteríin, safna nægu
D og C vítamíni í kroppinn til að þrauka fram yfir næsta Þorra.
Það er árvisst hjá okkur á Skessuhorni að sperra okkur svolítið í aðdrag-
anda sjómannadags. Við reynum að gefa út stórt og efnismikið blað á þess-
um tímapunkti því í hönd fer hátíð þeirrar starfsstéttar sem mest allra hef-
ur lagt þjóðinni björg í bú og því ástæða til að gera henni hátt undir höfði.
Persónulega ber ég meiri virðingu fyrir þessari starfsstétt en flestum öðr-
um. Öll erum við auk þess komin af sjómönnum, mislangt aftur, og öll eig-
um við mikið að þakka þeim sem lagt hafa líf sitt og sál í að sækja sjó við
Íslandsstrendur, við aðstæður sem geta verið óútreiknanlegar. Við þurfum
ekki að fara nein ár aftur í tímann til að rifja upp að enn eru menn að farast
við störf sín á sjó. Á tímamótum sem þessum minnumst við þeirra og allra
sem eiga um sárt að binda. „Sjórinn tekur mikið, þó hann gefi mikið,“ seg-
ir fullorðin sjómannskona í viðtali í blaðinu í dag. Þar lýsir hún því hvernig
hún losnaði aldrei við óttann sem bjó um sig þegar veðrið heima var slæmt,
húsbóndinn úti á sjó, og fjarskipti þannig að engar fréttir var að fá.
Á öðrum stað í sjómannadagsblaði okkar er rætt um gallana sem hinar
ólympísku strandveiðar hafa. Þegar regluverkið er þannig úr garði að kvóti
er takmarkaður við ákveðinn fjölda tonna á mánaðartímabili og að ef ekki
er róið, þá ná einhverjir aðrir að veiða þessi fáu kíló. Jafnvel þótt vel gangi
hjá strandveiðisjómönnum, geta þeir aldrei haft mjög miklar tekjur. Kvót-
inn er einfaldlega of naumt skammtaður til þess. Ef veður eru válynd fiska
þeir mest sem áhættuna taka. Þannig er það bara og verður, alveg þar til
íslensk stjórnvöld breyta þessu og laga kerfið að þeim aðstæðum sem við
búum við hér norður í höfum. Sjálfur er ég hlynntur einhvers konar strand-
veiðikerfi þannig að líkurnar aukist á nýliðun í atvinnugreininni. Mér finnst
fátt nöturlegra en sjávarbyggðir með góða hafnaraðstöðu, en án útgerðar.
Að sjá þessar hafnir fyllast af lífi er eitthvað það fallegasta sem hægt er að
hugsa sér. Þær eiga að iða af lífi. Við Íslendingar eigum að þroska það stolt
með okkur að fagna því að unga fólkið sæki sjóinn og nýti þessa miklu auð-
lind sem við eigum. Til að auðga þessar hafnir lífi eigum við auðvitað að
leyfa auknar veiðiheimildir smábáta ekki síður en annarra útgerða. Ekki
síst þegar því er staðfastlega haldið fram að þorskurinn er vannýttur, deyi
drottni sínum á sjávarbotni, í talsverðri yfirþyngt, af því ekki var veitt úr
stofninum það sem mátti.
Nú tek ég það fram að ég hef að sjálfsögðu ekkert vit á veiðiráðgjöf eða
kvótasetningu í íslenskum sjávarútvegi. Það eina sem ég hef í hendi mér er
að hafa höndlað með ljósmyndir í tvo áratugi af afla sem úr sjónum við Vest-
urland hefur borist. Meira að segja landkrabbi eins og ég þarf ekki sérfræði-
þekkingu til að sjá að æti í sjónum er mikið, fiskurinn er sífellt að stækka
og það væri greinilega óhætt að veiða meira úr þessum gjöfula stofni. Nú
fá strandveiðisjómenn að veiða einhver níu þúsund tonn af þeim gula. Ég
held að það dræpi nú engan þótt það magn yrði tvöfaldað. Í staðinn mætti
banna sókn smábáta í samskonar veðrum og þegar húsbílar fjúka á hliðina
og tryggingafélögin neita að bæta tjónið.
Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Grunnskóli Snæfellsbæjar stend-
ur fyrir Átthagafræði fyrir nemend-
ur skólans. Kennslan byggist á því að
nemendur kynnist nærumhverfi sínu
og fræðist um það. Nokkrum sinn-
um á ári er svo farið í skólaferðalag
og átthagarnir skoðaðir gaumgæfi-
lega. Fimmtudaginn 26. maí var far-
ið að Þúfubjargi og gengið áleiðis að
Lóndröngum og Malarrifi þar sem
nesti var borðað og leiktæki svæð-
isins rannsökuð. Fimmti og sjötti
bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar
slóst með í för og fræddist einnig um
svæðið innan þjóðgarðsins. tfk
Átthagafræði á heimaslóðum
Hópurinn að lokinni göngu frá Svalþúfu yfir á Malarrif. Lóndrangar í baksýn.
„Ég hef nú ákveðið að hætta rekstri
TK hársnyrtistofu og verður síð-
asti opnunardagurinn á föstudag-
inn, 3. júní,“ segir María Júlía Jóns-
dóttir hársnyrtimeistari í Borgar-
nesi í samtali við Skessuhorn. „Síð-
ustu tvo dagana verð ég með út-
sölu á hársnyrtivörum og býð allt
með 40% afslætti,“ segir hún. Júlía
keypti rekstur Tíkó af Svanhildi
Valdimarsdóttur árið 2006, en þá
var stofan í húsnæði þar sem versl-
un Líflands er núna. „Eftir það var
ég um tíma í Klettavík en þegar
ég flutti stofuna þangað þá breytti
ég einnig nafni hennar í TK hár-
snyrtistofu. En ég keypti svo hluta
af gamla pósthúsinu við Borgar-
braut 12 þar sem ég hef verið síð-
ustu árin með reksturinn. Aðspurð
segist Júlía ekki hafa ákveðið hvað
taki við hjá henni, hugsanlega fari
hún í nám, en það eigi einfaldlega
eftir að koma í ljós. ,,Ég vil þakka
viðskiptavinum mínum traustið og
samfylgdina í gegnum árin,“ seg-
ir Júlía. „Gott líka að koma því á
framfæri að húsnæði hársnyrtistof-
unnar er til leigu eða sölu.“
mm
Hættir rekstri
TK hársnyrtistofu
María Júlía Jónsdóttir.
Erlend hjón lentu í hremming-
um á þriðjudagskvöldið í síð-
ustu viku þegar þau ætluðu frá
Ólafsvík og norður til Akureyrar.
Hjónin óku sem leið lá um Dali
og treystu á Google Maps til
að finna stystu leiðina til Akur-
eyrar. Þau voru á fjórhjóladrifn-
um bíl og voru komin langleið-
ina upp á skarðið þegar þau festu
bílinn í snjó en ekki er um heils-
ársveg að ræða. Ekki vildi betur
til en svo að lækur rennur undir
skaflinum og hafði hann mynd-
að holrúm, skaflinn gaf sig und-
an þunga bílsins og sat hann þá
fastur. Þar sem símasambands-
laust er á þessum slóðum gekk
maðurinn til byggða en konan
beið í bílnum. Svo virðist sem
ferðalag mannsins hafi tekið yfir
fjórar stundir þar til hann náði
loks í Búðardal. Þar leitaði hann
sér aðstoðar og var þá haft sam-
band við dráttarbílaþjónustu KM
þjónustunnar sem fór á vettvang
og dró bílinn upp úr skaflinum
ásamt því að fylgja ferðalöngun-
um niður á þjóðveginn aftur.
Með auknum ferðamanna-
straumi virðist það færast í
aukana að erlendir ferðamenn
komi af Snæfellsnesinu og yfir
í Dali á leið sinni norður í land
og reyni þá við Haukadalsskarð-
ið með misjöfnum árangri. Einn-
ig er talsvert um óhöpp á leið-
inni um Skógarströnd enda um
slæma malarvegi að fara sem er-
lendir ferðamenn hafa líkast til
litla eða enga reynslu af að aka.
sm
Óku eftir Google Maps og
festust á Haukadalsskarði
Bílnum komið úr skaflinum.
Bílaleigubílar af gerðinni Suzuki Jimny eru algengir hér á landi. Þeir eru afar léttir og
varhugavert að aka á þeim yfir straumharðar ár.