Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 8

Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20168 Kátir krakkar í vorskóla SNÆFELLSBÆR: Eitt af samstarfsverkefnum leikskól- anna í Snæfellsbæ og Grunn- skólans er vorskólinn. Þá fá tilvonandi fyrstu bekking- ar að heimsækja skólann í tvo daga til að kynnast því hvern- ig er að vera í skólanum. Á meðan fara fyrstu bekkingar í heimsókn á gamla leikskólann sinn. Verkefnið þykir gott og skemmtilegt. Fyrstu bekking- um finnst þeir vera mjög stór- ir þegar þeir fara í heimsókn á leikskólann og ekki eru leik- skólabörnin minna glöð og stór þegar þau æfa sig í skólan- um. Að þessu sinni sáu Kristín Helga Guðjónsdóttir og Erla Lind Þórisdóttir um vorskól- ann og fengu þær 25 börn til sín sem tókust á við fjölbreytt verkefni þessa tvo daga í vor- skólanum. Þau fóru í íþrótt- ir, tónmennt og auðvitað frí- mínútur og hádegismat ásamt því að prófa að læra, sem er að sjálfsögðu aðalmálið þegar maður fer í grunnskóla. Þær Kristín Helga og Erla Lind voru búnar að undirbúa ýmis verkefni fyrir börnin, svo sem vorskólahefti með íslensku- og stærðfræðiverkefnum. Börnin fengu spreyta sig á hringekju- verkefni þar sem meðal annars var unnið með mynstur, rím, kubba og talningu í Ipad. Þá var farið í útikennslustofuna og grillað brauð á grillpinn- um. Það voru því kátir krakk- ar sem fóru aftur á leikskólann með leikskólakennurum sín- um og hlakka þeir mikið til að koma í skólann í haust. -þa Atvinnuleysi var 4,9% í apríl LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands voru að jafnaði 198.800 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í apríl 2016, sem jafngildir 84,1% at- vinnuþátttöku. Af þeim voru 188.900 starfandi og 9.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlut- fall starfandi af mannfjölda var 79,9% og hlutfall atvinnu- lausra af vinnuafli var 4,9%. Samanburður mælinga fyr- ir apríl 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 2,1 prósentustig. Fjöldi starf- andi jókst um 8.900 og hlut- fallið af mannfjölda jókst um 2,5 stig. Atvinnulausum fækk- aði um 800 manns og hlut- fall þeirra af vinnuaflinu lækk- aði um 0,6 prósentustig. „Ís- lenskur vinnumarkaður sveifl- ast reglulega milli mánaða útaf árstíðabundnum þáttum. Þetta má t.d. greinlega sjá á vormánuðum hvers árs þegar ungt fólk (16-24 ára) streym- ir inn á vinnumarkaðinn í leit að sumar- og/eða framtíðar- störfum. Áhrifin eru þá helst þau að til skamms tíma eykst atvinnuleysi verulega,“ segir í frétt Hagstofunnar. -mm Nokkur óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Alls urðu 13 umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Meðal þeirra má nefna að bifhjólamað- ur á Snæfellsnesi fékk á sig vindhviðu og fauk útaf. Var hann fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Ökumaður sem var einn í bíl missti bílinn útaf við brúna yfir Kolgrafa- fjörð á Snæfellsnesi, þar sem bíllinn fór nokkrar veltur. Slapp ökumaðurinn án telj- andi meiðsla en var nokkuð lerkaður. Bíllinn var mikið skemmdur og var hann fjar- lægður af kranabíl. Einn öku- maður var talinn vera ölvað- ur og undir áhrifum fíkni- efna. Hlaut hann viðeigandi meðferð. Tveir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölv- un við akstur. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 21. - 27. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 14 bátar. Heildarlöndun: 17.099 kg. Mestur afli: Rán AK: 3.905 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 8 bátar. Heildarlöndun: 6.110 kg. Mestur afli: Hrólfur SH: 1.449 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður 10 bátar. Heildarlöndun: 246.151 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.065 kg í einni löndun. Ólafsvík 18 bátar. Heildarlöndun: 273.087 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson: 45.524 kg í þremur löndunum. Rif 18 bátar. Heildarlöndun: 324.006 kg. Mestur afli: Örvar SH: 63.635 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 14 bátar. Heildarlöndun: 83.196 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 26.016 kg í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 68.065 kg. 25. maí. 2. Örvar SH - RIF: 62.962 kg. 23. maí. 3. Tjaldur SH - RIF: 46.942 kg. 22. maí. 4. Rifsnes SH - RIF: 45.609 kg. 24. maí. 5. Helgi SH - GRU: 45.141 kg. 23. maí. Eins og kunnugt er var tillaga um breytingu á deiliskipulagi Breiðar- svæðis á Akranesi samþykkt í bæjar- stjórn síðastliðinn þriðjudag. Nær tillagan til lóðanna að Breiðargötu 8, 8A og 8B sem eru í eigu HB Granda. Samþykkt deiliskipulag var forsenda þess að fyrirtækið geti byggt á þeim stað nýja fiskþurrkunarverksmiðju. Aðspurður um næstu skref varðandi stækkun, segir Vilhjálmur Vilhjálms- son forstjóri HB Granda, að málið sé nú inni á borði opinberra stofnana. Hann geti því ekki sagt til um fram- haldið að svo stöddu. „Við munum ekki aðhafast neitt fyrr en fyrir liggur starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands og samþykki Skipulagsstofnun- ar á nýju deiliskipulagi. Ég get engu spáð fyrir um hvenær niðurstaða þessara tveggja stofnana liggur fyrir,“ segir Vilhjálmur í samtali við Skessu- horn. kgk Beðið eftir niðurstöðu HEV og Skipulagsstofnunar Gert er ráð fyrir að verkefninu verði skipt í tvo áfanga. Ráðist verður í fyrri áfang- um eins fljótt og auðið er en þar verður ný eftirþurrkun, rými fyrir þurrkjöfnun og pökkun. Fáist byggingarleyfi fyrir seinni áfanganum munu framkvæmdir við hann hefjast þegar aðgengi fæst að heitu vatni og landfylling verður til staðar. Síðdegis á föstudaginn í liðinni viku varð um- ferðaróhapp á þjóð- veginum milli bæjanna Grundar og Kvernár í Grundarfirði. Húsbíll fauk á hliðina með fjóra erlenda ferðamenn innanborðs. Sjúkrabíll og tækjabíll slökkviliðs voru kallaðir á vett- vang. Einn slasaðist alvarlega og var flutt- ur til móts við þyrlu Landhelgisgæslunn- ar sem lenti á móts við Vegamót og flutti við- komandi undir læknis- hendur í Reykjavík. mm/ Ljósm. sá. Einn slasaðist þegar húsbíll fauk á hliðina ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Hársnyrtistofan Hár Center verður opnuð á morgun, 2. júní, við Borg- arbraut 61 í Borgarnesi. Eigend- ur stofunnar eru Auður Ásta Þor- steinsdóttir og Jóhanna Lóa Sig- urbergsdóttir sem áður störfuðu á TK hársnyrtistofu sem hættir ein- mitt starfsemi á föstudaginn. „Hár Center verður opnað klukkan 10 á fimmtudaginn og verðum við með sveigjanlegan opnunartíma og erum byrjaðar að bóka tíma í síma 437-0102. Spennandi opnunartil- boð verða hjá okkur og viljum við bjóða alla hjartanlega velkomna til okkar,“ segir Auður Ásta þegar Skessuhorn talaði við hana. Athygli er vakin á því að gengið er inn baka til í húsið við Borgarbraut 61, bak við skrifstofu Sjóvá. arg Opna hársnyrtistofu í Borgarnesi Þær Auður Ásta Þorsteinsdóttir og Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir opna hársnyrti- stofuna Hár Center í Borgarnesi á morgun, 2. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.