Skessuhorn - 01.06.2016, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201612
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2016
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & Smur, Nesvegi 5
Fimmtudaginn 9. júní
Föstudaginn 10. júní
Tímapantanir í síma 438 – 1385
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
6
BORGARBRAUT 16, 350 GRUNDARFIRÐI
SÍMI 430 8500 GRUNDARFJORDURGRUNDARFJORDUR.IS
Grundarfjarðarbær
Auglýsing um breytingu
á deiliskipulagi Mýrarhúss
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi
12. maí 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi
samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin felst í því að ný sumarhúsalóð,
merkt 6, er skilgreind norðan við lóð 5. Lóðin er 1050 m²
að stærð og innan byggingarreits er heimilt að reisa 75 m²
sumarhús. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 5 m.
Sjá nánari upplýsingar í deiliskipulagstillögu.
Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar,
www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa,
Borgarbraut 16 á skrifstofutíma kl: 10-14 frá 1. júní 2016 til 14. júlí 2016
og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér
breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri,
skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar,
Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 14. júlí 2016.
Gunnar Sigurgeir Ragnarsson,
Skipulags- og byggingarfulltrúi í Grundarfirði
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
RARIK Vesturlandi
Tilkynning um straumleysi
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rarik www.rarik.is
Bilanasími: 528 9390
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Ágætu raforkunotendur.
Rafmagnslaust verður norðan Skarðsheiðar aðfaranótt þriðjudagsins 7. júní
frá miðnætti til kl. 07:00 vegna vinnu Landsnets í aðveitustöð við Vatnshamra.
Um er að ræða allt svæðið norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu
og þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst og Hvanneyri.
Snæfellsnes
Varavélar verða keyrðar eftir því sem við verður komið á Snæfellsnesi, notendur á
svæðinu geta orðið fyrir einhverjum truflunum á raforkuafhendingu.
Og á það einnig við um næstu daga á eftir (8.-10. júní)
vegna viðhaldsvinnu Landsnets á 66 kV flutningslínum.
Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og
hugið að endurstilla öll tímastillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér.
Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem
rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur.
„Mig hefur langað í þetta hús í
mörg ár. Þetta er eitt af fáum hús-
um hér sem bjóða upp á möguleika
sem þessa,“ segir Ásdís Kr. Mel-
sted þegar Skessuhorn sló á þráð-
inn til hennar. Þau Ásdís og Jó-
hannes Haukur Hauksson festu
kaup á húsinu við Brekkuhvamm
1 í Búðardal og opnuðu þar gisti-
heimili á neðri hæðinni í nýliðn-
um mánuði. „Framkvæmdir við
húsið hafa gengið vel. Við fengum
góða aðstoð og þetta gekk nokkuð
hratt fyrir sig. Við byrjuðum af al-
vöru í framkvæmdum eftir áramót,
svo þetta tók um fjóra mánuði. Sjálf
búum við á efri hæðinni og flutt-
um þangað í apríl. Niðri erum við
með fjögur vel útbúin herbergi fyr-
ir gesti, eitt fjögurra manna, tvö
tveggja manna og eitt eins manns
herbergi,“ segir Ásdís.
Kastalinn
Húsið er staðsett á fallegum út-
sýnisstað við fjöruna í Búðardal.
„Maður finnur ekki flottara útsýni
en þetta. Hér horfir maður beint
yfir Hvammsfjörðinn og fuglalíf-
ið í fjörunni er mikið og fjölbreytt.
Örninn fær sér meira að segja
stundum sæti hér úti á skerinu og
selurinn lætur líka oft sjá sig,“ seg-
ir Ásdís. Gistiheimilið hefur fengið
nafnið Kastalinn. „Þegar við vorum
að velja nafn á gistiheimilið vildum
við að það tengdist húsinu og sögu
þess. Við vorum því helst að leita
að nafni sem tengdist heilsugæslu
en húsið var á sínum tíma byggt
sem heilsugæslustöð. Svo heyrðum
við sögu frá því Halli Árna og Inga
keyptu húsið,“ segir Ásdís, en Halli
Árna og Inga voru eigendur hússins
á undan Ásdísi og Jóhannesi. „Fyr-
ir mörgum árum hitti Siggi Ingva-
son Halla og spyr hann hvort það
væri ekki eitthvað að frétta. „Jú,
jú,“ svaraði Halli þá; „ég var víst að
kaupa mér kastala,“ segir hann svo.
Þarna var nafnið komið,“ segir Ás-
dís og hlær.
Móttökur
vonum framar
Opnað var fyrir bókanir 9. maí síð-
astliðinn og segir Ásdís móttök-
urnar hafa verið vonum framar.
„Pantanirnar eru að nálgast 100
núna fyrir sumarið og alveg fram
í september og eru alltaf að bæt-
ast við fleiri. Fyrstu gestirnir komu
20. maí og það hafa verið gestir
hér allar nætur síðan.“ Það er því
nóg að gera hjá Ásdísi og Jóhann-
esi en ásamt því að reka gistiheim-
ili er Ásdís sjúkraflutningamað-
ur og tekur að sér afleysingar við
eitt og annað. Jóhannes er mjólk-
urfræðingur hjá MS í Búðardal, er
oddviti Dalabyggðar og slökkvi-
liðsstjóri.
arg
Opna gistiheimili í Búðardal
Jóhannes Haukur Hauksson og Ásdís Kr. Melsted keyptu húsið við Brekkuhvamm 1 í
Búðardal og opnuðu þar gistiheimili.
Gistiheimilið Kastalinn í Búðardal.
Frá Kastalanum er fallegt útsýni yfir Hvammsfjörðinn.