Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Side 14

Skessuhorn - 01.06.2016, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201614 Haukur 8946343/ 4351145 randi@skaney.is Stóðhestar á Skáney sumarið 2016 IS2000135815 Sólon frá Skáney A:8.48 B:8.24 H:8.64 1.v fyrir afkvæmi Farsæll keppnis og kynbótahestur F:Spegill frá Sauðárkróki (8.10) M:Nútið frá Skáney (8.03) Verð 100 000 með vsk, ein sónarskoðun og hagagjald. Er í girðingu á Skáney til 20 júni. Eftir það á Þingeyrum á vegum Hrossaræktarsamtaka A/V hún. (Magnús 8973486) IS2005135813 Þytur frá Skáney A:8.49 B:8.41 H:8.55 Fasmikil glæsihestur með mikinn fótaburð og skref. Farsæll keppnishestur. F:Gustur frá Hóli (8.57) M:Þóra frá Skáney (8.06) Verð: 80 000 með vsk, ein sónarskoðun og hagagjald. Notkun á húsi fram að Landsmóti. IS2010135811 Skörungur frá Skáney A:8.22 B:8.17 H:8.25 Topp ættaður F:Ómur frá Kvistum (8.61) M:Nútið frá Skáney (8.03) Verð: 60 000 með vsk, ein sónarskoðun og hagagjald. Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni, FEBAN, opnaði nýja heimasíðu í vikunni sem leið og byrjaði auk þess með Facebook síðu. Báðar síðurnar eru undir heit- inu; Feban. Það var Ásdís Magnús- dóttir, náttúrutalent á níræðisaldri sem opnaði heimasíðuna formlega. Af því tilefni færði Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri Ásdísi blóm, sem hún tók á móti fyrir hönd allra sem tilheyra þriðju kynslóðinni á Akra- nesi og nágrenni. Auk þess er þessa dagana verið að dreifa í hús frétta- bréfi um starfsemi félagins. -fréttatilkynning Feban opnaði síðu og Facebook F.v. Ásdís Magnúsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Jóhannes Finnur Halldórsson formaður FEBAN. Ljósm. Þjóðbjörn Hannesson. Samtökin Betra Akranes hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðun- ar bæjarstjórnar Akraness í síðustu viku þar sem samþykkt var nýtt deiliskipulag á Breið sem heimilar stækkun fiskþurrkunar HB Granda á Akranesi. „Betra Akranes lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun bæjar- stjórnar Akraness sem samþykkti á fundi sínum 24. maí 2016 að leyfa breytt deiliskipulag á athafnasvæði HB-Granda á Breið og þar með byggingu nýrrar verksmiðju und- ir hausaþurrkun, þá stærstu sinnar tegundar á Íslandi. Ljóst er að hér eru hagsmunir eins fyrirtækis teknir umfram hagsmuni íbúa í nágrenn- inu - og jafnvel víðar - sem árum saman hafa þurft að þola ódaun frá hausaþurrkuninni og skert lífs- gæði og mögulegt verðfall eigna sinna. Með ákvörðun bæjarstjórn- ar er veðjað á að fyrirtækinu tak- ist að minnka svo ólykt frá nýrri og stærri verksmiðju að hún teljist við- unandi, hvað sem það nú er.“ Þá segir í ályktuninni að hald- reipi þeirra fimm bæjarfulltrúa sem ábyrgð bera á þessari samþykkt séu orð forstjóra HB-Granda, sem birtist í minnisblaði til bæj- arstjórnar Akraness sem dagsett er sama dag og deiliskiplagsbreyt- ingin var samþykkt, um að fyrir- tækið hætti rekstri verksmiðjunn- ar náist ekki að lágmarka lyktina. „En hversu lengi eiga íbúar að bíða þess að sú ákvörðun verði tekin fari svo að lyktin verði ofan við einhver viðmið sem þó hafa enn ekki ver- ið sett? Fróðlegt er að lesa hug- leiðingar forstjóra HB-Granda um þetta í þessu sama minnisblaði: „Það er erfitt að segja hvenær full- reynt er. Ég myndi halda að ef ekki sæist til sólar hvað það varðar [lág- mörkun óþæginda vegna ólyktar] til að mynda tveim árum eftir að hvor áfangi um sig verður tekinn í notk- un gæti það talist fullreynt.“ „Hvernig verður íbúum bættur skaðinn ef ólykt verður viðvarandi frá nýrri verksmiðju eins og núver- andi og hver á að gera það? Ætl- ar Akraneskaupstaður að gera sig skaðabótaskyldan? Hvaða trygg- ingu hafa bæjarfulltrúar sem og aðr- ir íbúar Akraness fyrir því að mögu- legur nýr forstjóri, ný stjórn fyrir- tækisins eða nýir eigendur taki ekki allt aðra afstöðu til málsins? Hvaða möguleika hefur bæjarfélag á að losa sig við óæskilega og umhverf- ismengandi starfsemi sem kjörnir fulltrúar þess hafa kallað yfir það,“ er spurt í ályktun Betra Akraness. Að lokum segir í ályktun sam- takanna: „Með samþykktu breyttu deiliskipulagi á athafnasvæði HB- Granda á Breið eru bæjarfull- trúarnir fimm líka að leggja bless- un sína yfir landfyllingu út í Steins- vör undir verksmiðjuhús 2. áfanga fiskþurrkunarinnar. Þar með hverf- ur hin eiginlega vör og sá staður á Akranesi hvar útgerð hófst fyrst. Það á því ekki aðeins að taka áhættu með stóra umhverfismengandi hausaþurrkunarverksmiðju í ná- býli við þétta íbúabyggð miðsvæð- is og eina helstu útivistarperlu bæj- arins, heldur á að leyfa einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, sem að hluta á rætur sínar á Akranesi, að eyðileggja minjar um upphaf út- gerðar á Íslandi.“ mm Lýsa vonbrigðum með ákvörðun bæjarstjórnar Þessi æðarkolla gerði sér nýverið hreiður í skjóli við skemmuvegg á bænum Tröðum í Hraunhreppi á Mýrum. Hún áttaði sig hins veg- ar ekki á því að hreiðrið var beint undir niðurfalli af þakrennunni. Því hefði vætu og vosbúðar verið að vænta ef ekki hefði komið til hjálp- ar frá mannfólkinu. Hann Óskar Þór Óskarsson vélamaður og æð- arbóndi reddaði kollunni. Hann bætti einfaldlega beygju og við- bótarröri framan við niðurfallið og tengdi framhjá. Æðarkollan var hin rólegasta á meðan, hreyfði sig ekki af hreiðrinu og var þakklát aðstoð- inni. mm/ Ljósm. óþó. Æðarkollu komið til hjálpar Eins og Skessuhorn greindi frá í síðustu viku hefur verið lok- ið við að uppfæra allt dreifi- kerfi rafmagns á Akranesi. Þá var meðal annars nýjum spenni komið fyrir í nýju aðveitustöð- inni við Smiðjuvelli. Síðastlið- inn fimmtudag mátti síðan sjá hvar spennir úr gömlu aðveitu- stöðinni við Þjóðbraut var hífð- ur á vagn. Síðan var ekið með hann áleiðis að nýju stöðinni. Að sögn Eiríks Hjálmarsson- ar, upplýsingafulltrúa Veitna og OR, hefur allt kerfið ver- ið tengt nýju aðveitustöðinni. „En það þurfa að vera tveir spennar, annar upp á að hlaupa ef hinn bilar og við hámarksafköst,“ segir Eiríkur í samtali við Skessu- horn. Hann segir að enn sé nokk- ur tengivinna eftir í nýju stöð- inni. „Aðveitustöðin er í sameig- inlegri eigu Veitna og Lands- nets og er í raun og veru tengi- punktur rafveitunnar á Akra- nesi við flutningskerfi landsins. Það er umtalsverð tengivinna eftir í stöðinni sjálfri áður en hún verður lýst fullbúin. Mun sú vinna standa yfir fram eftir sumri,“ segir hann. Aðspurður telur hann að gamla aðveitustöðin við Þjóð- braut verði rifin. „Húsið verð- ur fjarlægt að mér skilst. Ein af ástæðum þess að ráðist var í þetta verkefni var að bærinn sóttist eftir þessu svæði undir íbúabyggð. Þessi starfsemi er því flutt í nýjan jaðar í byggðinni,“ segir Eiríkur Hjálmarsson. kgk Rjúfa þurfti þak gömlu aðveitustöðvarinnar til að hægt væri að hífa spenninn út. Honum var síðan komið fyrir á vagni og ekið með hann að nýju aðveitustöðinni við Smiðjuvelli. Ljósm. ki. Umtalsverð tengivinna eftir í aðveitustöðinni

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.