Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Page 16

Skessuhorn - 01.06.2016, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201616 Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í yfir 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 SK ES SU H O R N 2 01 6 Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga: Starf í Ásbyrgi, Stykkishólmi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf í „Ásbyrgi“ í Stykkishólmi , sem er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fólks með skerta starfsgetu. Um er að ræða 100% stöðugildi, vinnutími virka daga kl. 8.00 – 16.00. Launakjör skv. samningum sveitarfélaganna og viðkomandi stéttarfélags. Menntun: Leitað er starfsmanns sem býr að menntun er nýtist í starfi þessu, s.s. þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsliða, stuðningsliða eða annars hliðstæðs náms og eða starfsreynslu. Hæfnisviðmið: Rík samskipta- og samstarfshæfni, hugmyndaauðgi, framtakssemi, ábyrgð; kunnátta í notkun ýmissa tækja og efna við gerð nytja- og skrautmuna úr endurnýjanlegu efni úr nærsamfélaginu. Ökuréttindi áskilin. Starfsmaður þarf að geta hafið störf frá og með 8. ágúst n.k. Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf, 2 umsagnaraðila og sakavottorð viðkomandi berist til undirritaðs. Hanna Jónsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, s. 430 7809 og 891 8297; hanna@fssf.is, veitir frekari upplýsingar um starfið. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar: fssf.is Umsóknarfrestur er til 23. júní 2016 Forstöðumaður 311 Borgarnes | Sími: 433 3030 | hotelbifrost.is | hotel@bifrost.is Veitingastaðurinn opin alla daga frá kl 12:00 - 21:00 Tónlistarfélag Hvalfjarð- ar var stofnað haustið 2014. Í sumar mun félagið fara af stað með sitt fyrsta verk- efni og standa fyrir tónleika- röðinni; „Tónlistarsumar í Hvalfjarðarsveit 2016“. Um er að ræða ferna mismunandi tónleika sem haldnir verða á ýmsum stöðum í Hvalfirði. Að sögn Alexöndru Cherny- shova formanns tónlistar- félagsins er mikil gróska hjá félaginu og margar skemmti- legar hugmyndir á borðinu. „En við viljum koma hægt og rólega inn í samfélagið og hafa nægan tíma til að sjóða saman hugmyndirnar áður en þær fara í framkvæmd. Í vetur unnum við að undir- búningi tónleikaraðarinnar,“ segir hún. Tónlistarfélagið tók að sér að skipuleggja há- tíð 17. júní í Hvalfjarðarsveit í fyrra. „Það gekk mjög vel á síðasta ári og okkur í tónlist- arfélaginu var boðið að sjá um 17. júní hátíðina aftur í ár.“ Fyrstu tónleikar sumars- ins verða haldnir um næstu helgi í Hallgrímskirkju í Saurbæ, þar sem kirkjukór- inn mun flytja sumarlega tónlist. Næstu tónleikar eft- ir það verða sunnudaginn 26. júní í Skessubrunni þar sem fram koma Ásta Marý Stef- ánsdóttir söngkona, Sigríð- ur Hjördís Indriðadóttir flautuleik- ari og Heiðmar Eyjólfsson gítar- leikari og söngvari. Sunnudaginn 24. júlí verður Dægurlagablanda á Bjarteyjarsandi með söngkon- unni Ölmu Rut ásamt píanóleikara. Síðustu tónleikar sumarsins verða sunnudaginn 28. ágúst í Hallgríms- kirkju í Saurbæ. Þar mun sópraninn Alexandra Chernyshova flytja Perl- ur kirkjutónlistar - Pergolesi „Stabat Mater“, ásamt Lubov Molina cont- ralto og Jónínu Ernu Arnardóttur píanóleikara. Létt og falleg sumarlög Alexandra segir tónleika- röðina spennandi. „Mark- mið þessara tónleika er að styrkja tónlistarlíf í Hval- fjarðarsveit, styrkja tón- listarfólkið sem á rætur eða tengsl við Hvalfjörð- inn og efla tónlistaráhuga í sveitinni og nágrenni.“ Frítt verður inn fyrir eldri borgara, börn yngri en tólf ára og meðlimi tónlistar- félagsins á tónleikana en aðgöngumiði kostar ann- ars 1.000 krónur. Verk- efnið var styrkt af Menn- ingarsjóði Hvalfjarðarsveit- ar og Menningaráði Vestur- lands og segir Alexandra að það hafi gert þessa frábæru hugmynd að veruleika. Hún segir tónleika sum- arsins verða mjög ólíka, þar verður allt frá dægurlaga- tónlist til barroks. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Hallgrímskirkju í Saurbæ, laugardaginn 4. júní kl. 16. „Þeir tónleikar eru í hönd- um okkar kirkjukórs, und- ir stjórn Borgfirðingsins Zsuzsönnu Budai. Kirkju- kórinn mun syngja falleg og létt sumarlög og verða þekkt lög á dagskrá eins og Kvöld- blíðan lognværa, Ólýsanleg, Ég man hverja stund, Heyr mína bæn, Undir dalanna sól og fleiri. Þetta verða einlægir klukkustund- ar langir tónleikar og það er fallegt að fagna byrjun sumarsins í Hval- firði með tónlist.“ grþ Tónlistarsumar framundan í Hvalfjarðarsveit Alexandra Chernyshova og Valdís Inga Valgarðsdóttir sáu um verkefnastjórn á Sumartónleikum í Hvalfirði þetta ár. Sýning um húsgagnasmiðjuna ATON, sem starfrækt var í Stykk- ishólmi á árunum 1968 til 1975, var opnuð á föstudaginn í Norska húsinu, byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, í Stykkishólmi. Það voru þau Dagbjartur Stígsson og Hrafnhildur Ágústsdóttir sem stofnuðu ATON húsgagnasmiðj- una en upphaf hennar má rekja til þess þegar Dagbjartur hóf fram- leiðslu á húsgögnum ásamt Hrafn- keli Alexanderssyni í kjallara hjá mágkonu sinni og svila, þeim Þóru Ágústsdóttur og Jóhannesi Krist- jánssyni, að Laufásvegi 16 í Stykk- ishólmi. Upp úr því bættist Ásgeir Gunnar Jónsson við og verkefn- um fór fjölgandi. Árið 1968 keypti ATON húsnæðið af Trésmiðjunni Ösp sem staðsett var á Þvervegi. Fljótlega þurfti fyrirtækið að stækka við sig vegna húsgagnabólstrunar- innar. Þá tóku þau á leigu félags- heimili slökkviliðsins, Flotheima. Síðar var byggt við húsnæði ATON, Dagbjartur hannaði viðbygginguna og starfsmenn fyrirtækisins sáu að mestu um smíði hennar. Þegar mest var unnu tuttugu manns hjá ATON og var það einn helsti vinnuveitandi í Stykkishólmi á þessum tíma. Hugmyndin að sýningunni kvikn- aði hjá Hjördísi Pálsdóttur safn- astjóra. „Það var eitthvað til af hús- gögnum frá ATON húsgagnasmiðj- unni í safnaeign. Við auglýstum eft- ir fleiri húsgögnum á Facebook og fengum mjög góðar undirtekt- ir. Þá höfum við fengið lánuð hús- gögn alls staðar að af landinu,“ seg- ir Hjördís. „Þau í ATON unnu mikið með íslenskt hráefni, t.d. birki og ís- lenska ull. Þekktasta framleiðsla þeirra var ruggustóll sem marg- ir þekkja og eiga enn í dag,“ bætir Hjördís við, en þessi ruggustóll var kallaður Ábóti og byggir hönnun hans á ruggustól sem Hrafnhildur hafði erft frá ömmu sinni. ATON framleiddi m.a. húsgögn fyrir Hús- gagnahöllina, kaffiteríuna á Hót- el Loftleiðum og Bautann á Ak- ureyri, auk þess að sérstök ATON deild var í JL húsinu í Reykjavík á sínum tíma. Sýningin mun standa til áramóta og í sumar verður hún opin alla daga frá kl 11-18. arg/ Ljósm. jse ATON húsgögn til sýnis í Norska húsinu Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.