Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Side 18

Skessuhorn - 01.06.2016, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201618 Veiðifélag Norðurár hefur ákveð- ið að í haust verði byrjað að byggja nýtt veiðihús fyrir félagið við Rjúpnaás. Það hefur staðið til í nokkur ár að bæta húsakost og aðstöðu fyrir veiðimenn enda gamla veiðihúsið barn síns tíma og stendur ekki lengur undir kröf- um þeirra. Að sögn Birnu G Kon- ráðsdóttur formanns veiðifélagsins er stefnt að framkvæmdir hefjist eftir veiðitímabilið í haust, húsið verði byggt í vetur og áætluð verk- lok 1. maí þannig að allt verði til- búið í tæka tíð fyrir veiðitímabilið sumarið 2017. „Magnús H. Ólafs- son arkitekt hannaði nýja húsið og hefur starfað með okkur í félaginu að undirbúningi þessa verkefnis. Húsið verður byggt úr forsteypt- um einingum vegna þess að verk- tíminn er þetta skammur. Bygg- ingarnefndarteikningar hafa ver- ið samþykktir af Borgarbyggð og stendur nú yfir útboðsferill vegna jarðvinnu og byggingar hússins,“ segir Birna. Elsta starfandi veiðifélagið Veiðifélag Norðurár í Borgarfirði fagnaði síðastliðinn sunnudag 90 ára afmæli félagsins og var ýms- um velunnurum félagsins boðið til samsætis af því tilefni. Félagið mun vera elsta starfandi veiðifélag landsins. Enn lengra er þó síðan fyrst var byggt veiðihús. Það reis í landi Laxfoss árið 1907, sam- kvæmt heimildum Sturlu heit- ins Friðrikssonar sem hann ritaði í grein sem hann birtist í Skessu- horni árið sem veiðihúsið varð 100 ára. „Húsið reisti faðir minn Frið- rik Jónsson eigandi jarðarinnar Laxfoss í Stafholtstungum. Fékk hann vin sinn Jón Blöndal lækni í Stafholtsey til að velja húsinu stað og var það að hans tillögu reist á kletti rétt vestan við fossinn Lax- foss, eins og Björn J. Blöndal lýs- ir í bók sinni Norðurá fegurst áa.“ Þetta 109 ára hús stendur enn. Á árunum 1970-1974 létu Laxfoss- hjónin reisa nýjan byrðing yfir gamla húsið. Var þá enn bætt við herbergjum og viðbyggingar frá ýmsum tímum sameinaðar und- ir nýju þaki. Gamla húsið stendur að mestu óhaggað innan þessa nýja ramma. Stangveiðifélag Reykja- víkur hefur lengst af haft Norðurá á leigu og dvöldust félagsmenn til að byrja með í þessu upprunalega veiðihúsi, þar til þeir reistu nýtt veiðihús á Rjúpnahæð í landi Litla- Skarðs. Nú verður byggt myndar- lega við það hús, eins og sagði hér að framan. mm Nýtt veiðihús verður byggt við Norðurá Til vinstri næst á þessari þrívíddarteikningu er núverandi setustofa, borðstofa og eldhús. Það verður látið halda sér. Til hægri er sambyggt væntanlegt hús, samanlagt 860 fm gistiálma með fjórtán 26,5 fm herbergjum ásamt þjónusturými eins og þvottahúsi, starfsmannaaðstöðu, móttökueldhúsi og að sjálfsögðu gufubaði. Fjær á myndinni, uppi í hlíðinni, er Brekkubær sem áður hýsti svefnaðstöðu veiðimanna. Teikning: Magnús H. Ólafsson arkitekt. Hið fræga milljón dollara útsýni af Rjúpnahæð, þar sem Norðurárdalurinn opnast, Laxfoss í forgrunni og Baula rammar fegurðina inn. Ljósm. mhó. Hér sést stafninn á núverandi veiðihúsi og verður verður byggt við þann hluta sem hér sést. Ljósm. mhó.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.