Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 20

Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201620 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Þeir sem róa frá Arnarstapa eru sam- mála um að Geir bóndi á Bjargi á Arnarstapa sé ómetanlegur fyrir út- gerðarmenn sem gera út frá Stapa. „Hann hefur alltaf verið boðinn og búinn til að hjálpa mönnum ef eitt- hvað bjátar á og skúrinn hjá hon- um er hreinn fjársjóður til viðgerða og reddinga ef með þarf,“ sagði einn trillukarlanna þegar spjallað var við hann. Hann gengur venjulega undir nafninu Geir bóndi hjá trillukörlun- um en heitir fullu nafni Þorkell Geir Högnason. Hann segist Reykvíkingur að upplagi en hafi flust með foreldr- um sínum að Arnarstapa tíu ára gam- all og hafi því búið þar í 54 ár. „Pabbi þekkti vel til hérna þegar hann flutti með okkur hingað enda hafði hann verið vitavörður á Öndverðarnesi og víðar. Hann var hér með smá búskap og stundaði sjóróðra. Við bræðurn- ir hjálpuðum til og tókum svo smám saman við þessu, bæði búskapnum og sjóróðrunum. Ég fór að búa hér með konu minni fyrir rúmum þrjá- tíu árum. Þetta hefur nú aldrei ver- ið stórbú frekar en annars staðar hér. Ég er með um þrjátíu kindur og svo hef ég stundað sjóinn með þessu. Ræ núna á báti mínum, Gesti SH, og er með um þrjátíu tonna þorskígildis- kvóta á hann. Ætli ég sé ekki búinn með helminginn af því núna,“ segir Geir. Bátarnir eru betur búnir Geir byrjaði ungur á sjó. Hann var á síðutogurum áður fyrr, m.a. á Hafn- arfjarðartogurunum. Segist hafa komið við á þremur þeirra. „Ég var svo á ýmsum bátum frá Ólafsvík og Rifi. Var t.d. á Tjaldinum í ein sex ár en lengst af reri ég með Pétri Péturs- syni á Bárði, bæði frá Ólafsvík og héð- an frá Arnarstapa. Síðan reri ég með Hirti á Kvikunni og hætti eftir það að róa með öðrum og kroppa þetta bara á mínum báti. Þetta eru komin yfir fjörutíu ár sem ég hef verið á sjó og mikið breyst á þeim tíma.“ Geir gerir ekki mikið úr þeirri aðstoð sem hann veitir aðkomumönnum sem róa frá Arnarstapa. „Ég er nú bara eins og flestir og hjálpa til þegar hægt er. Jú, ég hef aðstoðað menn í gegnum árin ef með hefur þurft. Það er miklu minna um það núna en var áður. Bát- arnir eru nýrri og betur búnir og vél- búnaður allur nýrri og traustari. Áður fyrr þurfti oft alls konar redding- ar á þetta gamla dót sem menn voru með.“ Einu ljósin voru á Bjargi Alla tíð hefur trillubátur tilheyrt jörð- inni á Bjargi að sögn Geirs. „Pabbi var orðinn fullorðinn þegar við flutt- um hingað en hann átti bát og á sumrin var róið. Þá var ekki nein að- staða hér fyrir marga báta eins og síð- ustu áratugina, bara einn bryggjustú- fur. Geir segir ekki hafa verið mikið líf á Arnarstapa áður fyrr. „Einu ljósin sem loguðu eftir að dimma tók voru hér hjá okkur.“ Geir segist ekki hafa haft góða heilsu til sjóðróðra síðustu tvö árin en hann nái þessum kvóta núna. „Fiskurinn er farinn að minnka hér á nærmiðunum núna eins og oft er þegar líður á maímánuð. Svo hefur verið bræla undir lok mánaðarins en er líklega að rætast úr. Maður endar sennilega úti á Breiðafirði til að ná þessu,“ segir Geir en sauðburði var að ljúka hjá honum um síðustu helgi svo betri tími er hjá honum framund- an fyrir fiskveiðarnar. hb/ Ljósm. af. Geir bóndi á Arnarstapa Hefur reynst mörgum mikil hjálparhella á Stapanum Geir bóndi á Bjargi að landa úr báti sínum á Arnarstapa í síðustu viku. Svo þarf að flaka soðninguna. Geir kemur að landi á báti sínum Gesti SH. Sjómenn til hamingju með daginn! Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14 Öll þjónusta við skip og báta með lyf og hjúkrunarvörur. Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.