Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201630 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Ég er fæddur og uppalinn Dala- maður, bjó að Hallsstöðum við Fellsströnd til 18 ára aldurs en fór svo til Reykjavíkur í lögregluna og var þar í nokkur ár,“ segir Svanur Jónsson kokkur á frystitogaranum Höfrungi III AK. „Ég var svo í lög- reglunni í Búðardal í einhvern tíma en flutti á Skagann 1978. Tveimur árum síðar byrja ég á sjónum.“ Sjó- mennska Svans hófst á Reyni AK, þar sem hann var eina vertíð. „Ég byrjaði á þessu af því að mig vantaði meiri pening. Ég fór næst á neta- bát og var einnig í eitt ár á loðnu- bát.“ Svanur ílengdist á Akranesi, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni Halldóru Daníelsdóttur og hófu þau búskap. Hjónin búa enn á Skaganum og líkar vel. „Það er mjög fínt að búa hér, þetta er fínn staður,“ segir hann. Svanur hefur næstum alla tíð haft sjómennskuna að aðalstarfi. Hann hefur reynt með sér allar tegund- ir sjómennsku en hefur lengst af starfað sem kokkur á Höfrungi III. „Í júní er ég búinn að vera á Höfr- ungi í tuttugu ár. Ég var fyrst háseti í tvö ár en fór svo í kokkinn. Það vildi enginn vera kokkur á þess- um tíma.“ Hann hafði þó kokkað ofan í fleiri sjómenn, meðal annars á togurunum Skírni og Skipaskaga en einnig á loðnuskipinu Höfr- ungi. Svani líkar vinnan vel en seg- ir vinnudaginn þó geta orðið dálítið strembinn. „Þetta er langur vinnu- tími. Maður fer á fætur klukkan 5:30 og ég er ánægður ef ég kemst inn í koju klukkan hálf tíu á kvöld- in.“ Svanur segist þó stundum ná að leggja sig á daginn. „Ég er með aðstoðarmann í eldhúsinu þannig að það gengur.“ Bakar brauð alla morgna Á Höfrungi III eldar Svanur fyr- ir 27 manna áhöfn. Fyrstu verk á hverjum morgni er að baka brauð. „Ég lærði einhvern tímann að baka brauð hjá Kalla í Brauða- og köku- gerðinni og kaupi allt efni í bakst- urinn af þeim. Ég er að baka fjög- ur til sex brauð á dag,“ segir hann. Eftir brauðbakstur snýr Svanur sér að því að útbúa morgunverð og svo er heitur matur í hádeginu. „Við erum svo með kaffi klukkan hálf fjögur og heitan mat aftur á kvöld- in. Áður en ég fer að sofa set ég næturmatinn á borðið, sem er oft- ast brauð, kex, afgangur frá bakstri og ávextir. Áleggið gert klárt og sal- at í ísskápnum.“ Mestur tími fer þó í þrifin eftir hverja máltíð. Svanur segist þurfa að skipuleggja daginn vel. Matseðillinn er ákveðinn áður en farið er á sjóinn og honum fylgir Svanur. „Mennirnir um borð vilja helst heimilismat. Um helgar vilja þeir roast beef og læri en hrifnastir eru þeir af íslenskum mat.“ Oft mikill veltingur Nú á dögum stendur Svanur einn túr og tekur næsta í frí. Það hefur ekki alltaf verið svoleiðis. „Þegar ég byrjaði var skylda að standa þrjá túra og þá tók maður einn í fríi. Lengsti túrinn sem ég hef farið var 59 dag- ar, í Smuguna. Og þá átti ég eftir að standa einn túr,“ segir hann. Höfr- ungur III er mislengi úti og að sögn Svans var síðasti túr 26 dagar. „Þetta voru alltaf 36 til 40 dagar hérna áður fyrr en núna er búið að stytta þá.“ En það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera sjómaður. Oft ger- ir leiðinlegt veður og brælu. „Við erum mikið fyrir vestan í grálúðu, á svokölluðu Torgi. Það er oft leiðin- legt verður þarna fyrir vestan. Þá er rosalegur veltingur, enda er eldhús- ið hátt uppi.“ Svanur segist nú orð- ið ekki glíma við sjó- veiki, þrátt fyrir mik- inn velting á köflum. „Ég varð sjóveikur í mörg ár, alltaf fyrsta daginn en svo var það búið. Þess vegna vildi ég helst fara á sjó á kvöldin, þá gat ég far- ið að sofa og vaknað hress daginn eftir.“ Keyrir leigubíl Eftir áratuga starf á sjónum er Svan- ur aðeins farinn að huga að því að hætta á sjónum, þó ekkert sé enn ákveðið í þeim efnum. Hann er með aukastarf í landi, keyr- ir leigubíl á Akranesi. „Ég keypti bílinn fyr- ir fimm árum. Ég ætl- aði alltaf að hafa þetta í ellinni, var löngu búinn að ákveða það,“ segir hann. Svanur tók meiraprófið á meðan hann var lögreglumaður og keyrði um tíma rútu milli Akraness og Grundartanga, á meðan hann var á loðnu. Leigubílinn grípur hann í þegar hann er í frítúrum. „Ég keyri svolítið mikið suður til Reykjavíkur með fólk héðan. Það eru einnig túr- ar á Grundartanga og svo er töluvert að gera þegar það er eitthvað um að vera hér um helgar,“ segir mat- sveinninn Svanur Jónsson. grþ OFHLEÐSLA BÁTA Skipstjórnarmenn eiga að vita hve mikinn farm bátur þeirra getur borið en samt gerist það að bátar sökkva vegna ofhleðslu. Ef vel fiskast þarf að gæta þess að ofhlaða ekki bátinn svo tryggt sé að fólk og fley komist heilt til hafnar. Láttu ekki aflann verða þér að fjörtjóni. Sjómaðurinn sem keyrir leigubíl í frítúrum Svanur hefur verið kokkur á Höfrungi III í 18 ár. Svanur að störfum. Mynd úr einkasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.