Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Side 32

Skessuhorn - 01.06.2016, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201632 Jón Torfi Arason er 34 ára Hólmari sem hefur stundað sjóinn frá ung- lingsárum. Hann hefur alltaf gít- ar með sér um borð og á það til að spila fyrir gesti og gangandi á hót- elum og pöbbum þar sem hann er í landi hverju sinni. „Það var einhver sem hringdi og vantaði mann, milli jóla og ný- árs, þegar ég var 16 ára eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón Torfi aðspurð- ur um upphaf sjómennsku sinn- ar. „Þetta var svona fyrsta alvöru vinnan, ég hafði verið í bæjarvinn- unni og einhverju svona hestast- ússi. Fyrsta fasta jobbið var í þessu, svona sumarvinna á beitukóngi, 1999 minnir mig. Ég var alltaf í þessu yfir sumarið áður en ég fór að vera allt árið. Þá fór ég á línu, haustið 2003 þá 21 árs þegar Gull- hólminn kom í Stykkishólm. Ég var þar í tvo vetur eða eitthvað svo- leiðis. Fór svo í Háskólann í sagn- fræði og kom svo aftur hingað á sjó- inn þegar ég gafst upp á skólanum, fyrir fimm árum síðan. Fór svo aft- ur á Gullhólmann í tvö ár og svo á Bíldseynna.“ Ekki segir hann sjó- mennskuna beint hafa dregið hann til baka en honum bauðst að fara á grásleppu eftir að hann hætti í há- skólanáminu. „Þá voru námslánin farin að banka á dyrnar, ég var með LÍN á bakinu þannig að þá fór ég á línu um haustið,“ segir Jón Torfi og hlær. Gaman að eiga bát Hann stundar nú strandveiðar á sín- um eigin báti, Torfanum. „Það getur verið mjög gaman að eiga bát. Í síð- ustu viku var bara spegilsléttur sjór dag eftir dag, sól og blíða og ágæt- is fiskerí. Þá getur þetta verið hel- víti gaman. Þá er maður bara að skemmta sér, þá er þetta bara snilld. Meira að segja ef það bilar eitthvað hjá þér á svoleiðis degi þá eru það bara forréttindi, að geta bara dúll- að sér í því án þess að vera á haus einhvern veginn. Báturinn hjá mér veltur svo mikið, maður er alveg blár og marinn stundum eftir það. Þetta getur verið alveg jafn gaman og þetta getur verið leiðinlegt. Þeg- ar maður verður að fara á sjó, í skíta- veðri. Þá er þetta vinna.“ Mest hef- ur Jón Torfi verið á línu en einn- ig, beitukóng, netum, fiskitrolli og rækju svo eitthvað sé nefnt. „Það er skemmtilegast á sinni eigin trillu, þegar gengur vel. Í rauninni er bara skemmtilegast þegar gengur vel“. Ekki alvöru sjómaður Aðspurður hvað það er við sjóinn sem heilli menn segist hann ekki hafa svar á reiðum höndum. „Ég veit ekki hvað það er, að komast í upp- grip kannski. Þú þarft ekki að vera með margra ára nám á bakinu til að komast í þokkalegar tekjur. En ég man ekki eftir mörgum sem maður hefur verið með til sjós sem eru sjó- menn fyrir lífstíð einhvern veginn, mér finnst það vera þannig. Það eru ekki margir sem eru alvöru sjómenn held ég, og ég er ekki einn af þeim sko, finnst mér. Svona karlar sem eru í þessu 40 ár, það eru alvöru karlar. Ekki þessir pappakassar eins og ég sem skíta upp á bak einhvers stað- ar í Reykjavík og koma svo heim til að redda sér því þeir skulda svo mikil námslán.“ Jón Torfi segir gott að eiga sjómennskuna í bakhöndinni. „Mað- ur getur alltaf horfið aftur í þetta ef maður hefur ákveðna reynslu. Þá getur maður hringt nokkur símtöl, farið í lausaróðra og bjargað svona andlitinu. Þetta er bara vinna eins og hvað annað. Heiðarleg vinna.“ Hljómsveitin Þrír „Ég byrjaði að búa til tónlist fyr- ir einhverjum ekkert svo mörg- um árum síðan, þá einhvern veginn kviknaði á því. Ég hafði alltaf haft gítar svona þar sem ég var en var ekkert að búa til mín eigin lög fyrr en fyrir einhverjum sex, sjö árum síðan. Svo bara leiddi eitt af öðru. Hljóm- sveitin Þrír varð til eiginlega fyrir til- viljun á tónlistarhátíðinni Durgin- um hérna fyrir sunnan fjall í Langa- holti, hjá Kela vert og Rúnu. Þar var ég búinn að bóka hljómsveitina Þrír, það er mig og Sigurbjörgu bassaleik- ara og svo hittum við trommara þar sem var helvíti öflug og spilaði með okkur þarna á tónleikum. Hún fékk að heyra þrjú lög í soundtjékki og svo spilaði hún með okkur um kvöldið, allt prógrammið. Við erum að fara að koma með plötu, fyrsta platan okk- ar. Allt er þegar Þrír er, heitir hún. Sum lögin eru samin um borð í ein- hverjum bátum,“ segir Jón Torfi sem er alltaf með gítar um borð hjá sér. „Skipsgítarinn núna í Torfanum er svona lítill Yamaha, klassískur gít- ar sem ég strappa bara upp í loftið, geymi þar á trillunni. Ég keypti hann í versluninni Tónspili í Neskaupstað þegar ég var gítarlaus á Bíldseynni fyrir nokkrum árum. Það urðu strax til nokkrir slagarar á þann gítar, lag um Jón Beck, félaga minn og annað um Breiðdalsvík og svona ýmislegt.“ Sjómenn með hárnet Sjómenn með hárnet er eitt af þeim lögum sem Jón Torfi hefur samið og hljómsveitin Þrír spilar. „Ég bjó þann texta til um borð í línubát í Grinda- vík, þetta er nú bara svona djóktexti. Hann fjallar um að það hafi verið að- eins meiri reisn yfir sjómennskunni hér áður fyrr, kannski svona meiri þokki. En núna er þessu öllu stjórnað úr landi og þessi hörkutól, þessir sjó- menn standa í sloppum með hár- net um allar trissur, dagana langa. Þessir eldri karlar sem maður hef- ur verið með á sjó tala um að mað- ur hafi aldrei verið á opnum netabát, þetta hafi verið allt svo erfitt þá. Ég veit ekki. Munurinn er kannski að- alega að nú geta menn farið á net- ið og séð hvernig veðrið verður og menn treysta því. Þetta voru ábyggi- lega hörku karlar. Núna, ef það bilar hjá manni GPS-ið eða eitthvað, þá er bara farið í land.“ Flestir berir að ofan, aðrir buxnalausir Jón Torfi segist oft spila fyrir sam- starfsmenn sína sem hafa gam- an af. „Þeir vilja oft kannski heyra Bubba bara, ég er ekki eins góður í því. Við höfum oft dottið í gott djamm á hinum og þessum stöðum. Það kemur alveg fyrir að ég spili á einhverjum pöbb þar sem við erum að landa. Eitt mjög eftirminnilegt gigg á Seyðisfirði þar sem áhöfn- in á Bíldsey var á pöbbarölti og svo áhöfnin á einhverjum loðnudalli frá Vestmannaeyjum, það var nú eina fólkið sem var þar. En það endaði nú þannig að það voru flestir komn- ir úr að ofan og einhverjir buxna- lausir og ég að spila... ekkert endi- lega í buxum,“ segir Jón Torfi og hlær. „Svo hef ég spilað á hótelinu á Breiðdalsvík, fyrir gesti og gang- andi þar, í fyrrasumar var ég með tónleika á Norðurfirði, þar sem ég er á skaki á Ströndum. Þar mættu held ég bara allir í hreppnum nema einhverjir fimm, af því að það var hreppsnefndarfundur. En svo komu þeir þegar fundurinn var búinn. Það var mjög skemmtilegt. Þannig að það getur verið betra að hafa gít- arinn með.“ Jón Torfi sér ekki fyrir sér að skilja við sjóinn. Hann ætlar að halda áfram að róa á standveið- ar yfir sumrin en segir óljóst hvað hann gerir yfir vetrartímann. Hann segir tónlistina fara ágætlega saman við sjómennskuna og vonar að hún sé komin til að vera líka. jse Alltaf með gítar um borð Jón Torfi við kaffiborðið. Það þarf engum að leiðast á sjó. Ljósm. Björn Ásgeirsson. Hljómsveitin Þrír í stúdíói Rásar 2. Þeir félagar Sigurmar Gíslason og Vahidin Horoz hafa í nógu að snúast þessa dagana. Sigurmar rær á strand- veiðibátnum Gulla afa SH og Vahid- in vinnur fullan vinnudag hjá KG fiskverkun í Rifi. Þeir félagar nota tímann vel og slá ekki slöku við. Þeg- ar þeirra aðalstarfi lýkur snúa þeir sér að öðru verkefni. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru þeir að skera af grásleppunetum fyrir bátinn Álf SH. Netin eru frá síðustu vertíð en fyrirhugað er að Álfur SH fari fljót- lega á grásleppuveiðar. Þegar þessu verkefni við gömlu netin lýkur fara þeir svo að fella ný net. af Vinna við grásleppunetin Þessi þýski ferðamaður réði sér vart fyrir kæti þegar hann fékk fisk að gjöf frá einum trillukarlinum í Ólafs- vík á mánudaginn. Rauk hann strax af stað til þess að reyna að flaka fisk- inn á borði sem er við höfnina. Við- stöddum var ljóst að ekki var vanur flakari á ferð, en viljinn er allt sem þarf. Leikar fóru þannig að fiskurinn var grillaður með beinum og öllu til- heyrandi síðar um daginn og hefur vafalítið smakkast vel. af Glaður með fiskinn sinn Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.