Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 34

Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201634 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrsti þing- maður Norðvesturkjördæmis tók við embætti sjávarúvegs- og landbúnað- arráðherra í ríkisstjórninni 8. apríl í vor. Óvíst er hve lengi hann mun gegna embættinu þar sem stefnt er á kosningar til Alþingis í haust. Hann segir sjávarútveginn gríðarlega mik- ilvægan fyrir samfélagið og að hann þurfi að gæta þess að halda áfram að leggja til samfélagsins sanngjarn- an skerf fyrir nýtingu sameiginlegr- ar auðlindar. Þá boðar hann end- urskoðun veiðitímabils strandveiða og hvort rétt sé að hefja veiði fyrr á sumum svæðum. Gunnar Bragi gegnir embættisskyldum sínum á sjómannadaginn og dagurinn skip- ar sérstakan sess í huga hans. „Sjó- mannadagurinn er gleðidagur þar sem við fögnum og minnumst dugn- aðar sjómanna og heiðrum þá, þá er hann fjölskyldudagur. Ýmsar upp- ákomur eru haldnar í heimabæ mín- um til heiðurs sjómönnum eins og kappróður og reiptog og að lokum er skemmtisigling með stærri skip- um bæjarins. Í fyrra var það Málmey SK-1 sem sigldi með bæjarbúa.“ Góðar stoðir á Vesturlandi Gunnar Bragi þekkir vel til sjávar- útvegs, enda kemur hann frá Sauð- árkróki þar sem útvegur hefur alla tíð gegnt mikilvægu hlutverki. En hvaða þýðingu telur hann að sjávar- útvegur hafi fyrir Ísland og þá sér- staklega Vesturland? „Sjávarútvegurinn hefur alla tíð skipt okkur Íslendinga miklu máli. Lengi vel þótti gott að eiga jörð ná- lægt hafi og átti það sérstaklega við um Vesturland þar sem fólk flykktist til þess að vinna á vetrarvertíð. Vest- urland er heppið að því leyti að það svæði býr við fjölbreytta atvinnuvegi í dag og minna viðkvæmt fyrir hag- sveiflum en önnur landssvæði. Það mætti segja að með styrkingu vega- kerfisins sé verið að byggja und- ir fjórðu stoðina hjá Vesturlandi en fyrir eru þær góðar þrjár í sjávarút- vegi, landbúnaði og stóriðju. Ísland er smáþjóð með afar út- flutningsdrifið hagkerfi en um 40% af vöruútflutningi þjóðarinnar kem- ur frá sjávarafurðum og þótt sú tala sé auðvitað langt frá því að vera þau 92% sem hún var á fimmta áratug síðustu aldar er það grundvallaratr- iði fyrir íslenskt efnahagslíf að vel ári í sjávarútveginum og bæði líf- fræðileg og rekstrarleg skilyrði séu hagfelld.“ Frumkvöðlastarf mikilvægt Líkt og áður segir hefur Gunnar Bragi ekki gegnt embættinu lengi og þeir Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra og Sigurður Ingi Jóhanns- son forsætisráðherra hafa sagt að kosið verði í haust. Það er því nokk- uð ljóst að nýjum ráðherra gefst ekki mikill tími til að setja mark sitt á greinina. En má búast við einhverj- um breytingum frá honum sem ráð- herra sjávarútvegsmála? „Þar sem ekki er langt eftir af kjör- tímabilinu þá mun ég leggja áherslu á að horfa til ákveðinna þátta þar sem breytinga er þörf og raunhæft er að koma þeim til framkvæmda. Þá vil ég sérstaklega horfa til þess hvað við getum gert til að efla umræðuna um allt það uppbyggilega og jákvæða sem er að gerast í íslenskum sjávarút- vegi og einnig landbúnaði. Frumkvöðlastarf sjávarútvegs- ins á Íslandi er um margt framúr- skarandi. En um leið erum við of oft blind á árangur okkar. Í sjávarútveg- inum erum við á meðal þeirra þjóða sem standa hvað fremst þegar kem- ur að gæðamálum og fullnýtingu af- urða og þannig hefur tekist að stór- auka verðmæti sjávarafurða. Sam- vinna útgerða, sjómanna og tækni- geirans hefur skipt miklu í að gera íslenskan sjávarútveg að sjálfbærum hátækniiðnaði. Grundvöllurinn að árangrinum er fiskveiðikerfið okkar sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf. Er- lendar þjóðir leita til okkar eftir sér- þekkingu og ráðgjöf og það er mik- ilvægt að Íslendingar átti sig á þessu og séu stoltir af sjávarútveginum.“ Endurskoðun strandveiða Strandveiðar gegna mikilvægu hlut- verki á Vesturlandi, sem víðar. Verða einhverjar breytingar á þeim, verða þær styrktar í sessi? „Strandveiði hófst árið 2009 þá með 4000 tonn í heildarmagni en er núna 9000 tonn með nýjustu aukn- ingu. Ég hef sett af stað vinnu við að endurskoða strandveiðikerfið og skoða hvað betur má fara eftir þessi sjö ár sem þær hafa verið við lýði. Þar er til dæmis mikilvægt að skoða veiðitímabilin og þá hvort rétt sé að hefja veiðar fyrr á sumum svæðum.“ En hvað með byggðakvótann, sem hefur verið notaður til að styrkja byggðir? Er mikilvægt að viðhalda honum og hvernig kemur útdeil- ing hans niður hvað varðandi Vest- urland? „Almenni byggðakvótinn, sem út- hlutað hefur verið allt frá fiskveiði- árinu 2003/2004, hefur að mínu mati gert marga góða hluti fyrir hinar minni og veikari sjávarbyggðir lands- ins og ekki hvað síst á Vesturlandi, þar sem sex minni byggðarlög, sem samkvæmt skilgreiningu laganna hafa fengið úthlutað byggðakvóta. Á fisk- veiðiárunum 2003/2004 til yfirstand- andi fiskveiðiárs hefur verið úthlutað alls um 8.500 þorskígildistonnum af byggðakvóta til þessa landsvæðis, eða að meðaltali rúmlega 650 þorskígild- istonnum á ári. Fram kemur í nýlegri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri að byggðakvóti er talinn hafa hvað mestu byggðafestu-áhrifin af þeim atvinnu,- félags- og byggða- aðgerðum sem finnast í fiskveiði- stjórnunarlöggjöfinni. Það er því að mínu mati ljóst að byggðakvótinn hefur haft mjög jákvæð áhrif á sjáv- arbyggðir á Vesturlandi. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort byggða- kvóti eigi alfarið heima hjá Byggða- stofnun þar sem hugmyndafræðin að baki honum er að styrkja byggð.“ Stöndum framarlega í faginu Gunnar Bragi segir að þegar horft sé til framtíðar voni hann að við berum gæfu til þess að skilja mikilvægi sjáv- arútvegsins fyrir samfélagið og þess hve vel íslenskur sjávarútvegur standi sig í harðri alþjóðlegri samkeppni. „Fyrirtækin eru sterk og leggja mikið til bæði nærsamfélagsins og víðar í flestum tilfellum, öflug ný- sköpun og frumkvöðlastarf hef- ur skilað framúrskarandi árangri og greinin er ekkert niðurgreidd af rík- inu eins og reyndin er í flestum sam- keppnislöndum. Við höfum óneitan- lega þurft að taka erfiðar ákvarðanir og séð miklar breytingar undanfarna áratugi - og vonandi höfum við lært af þeim mistökum sem við höfum gert. En þessar breytingar hafa líka verið forsendan fyrir því hvað við Ís- lendingar stöndum framarlega í fag- inu. En á sama tíma verðum við að hafa það hugfast að við verðum að halda vel á spöðunum og vera fram- sýn. Sjávarútvegurinn þarf að gæta þess að halda áfram í nýsköpun og að leggja til samfélagsins sanngjarn- an skerf fyrir nýtingu sameiginlegr- ar auðlindar. Loftlagsbreytingar og súrnun sjávar geta valdið óaftur- kræfum breytingum á lífríki okkar, því þarf að huga að framtíðinni ekki seinna en núna með þróun fleiri um- hverfisvænni lausna til notkunar í skipaflotanum sem og annars stað- ar.“ Vinnsla í heimabyggð Ráðherrann segir að fyrir Vestur- land, sem búi við gjöful fiskimið og mikla fjölbreytni í sjávarfangi, sé mikilvægast að efla vinnslu sjáv- arafurða í heimabyggð og byggja upp fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fjölbreytt menntunarstig t.d. í vinnslu á hliðarafurðum og í tækni- lausnum fyrir sjávarútveginn. „Ég veit að nýskráning fyrirtækja hef- ur verið undir landsmeðaltali fyrir Vesturlandið og gæti því efling ný- sköpunar og frumkvöðlastarfs verið álitlegt markmið.“ kóp Sanngjarnan skerf fyrir sameiginlegar auðlindir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. SKESSUHORN SENDIR SJÓMÖNNUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA HAMINGJUÓSKIR Á SJÓMANNADAGINN Fréttaveita Vesturlands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.