Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 36

Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201636 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Sjómannadagurinn er dagur sjó- manna, en líf og störf sjómanna eru víðar en úti á sjó og fiskveið- ar og sjómennska hafa áhrif langt inn fyrir landssteinana. Næg- ir þar að horfa til fjölskyldna sjó- mannanna, en þar að auki skapa fiskveiðar fjölmörg störf í landi, bæði við úrvinnslu hráefnis og eins þjónustu við sjávarútveginn. Það var róleg og notaleg stemn- ing þegar tíðindamaður Skessu- horns leit nýverið við á netaverk- stæði G.Run í Grundarfirði. Þetta er sögufrægur staður og ekki bara vegna starfseminnar, því verkstæð- ið hefur í tvígang verið notað til kvikmyndagerðar, í sjónvarpsþátt- unum Hrauninu og stuttmyndinni Eyju. Netaverkstæðið gegnir einn- ig hlutverki samkomustaðar, því þar er spilaður ruslakall klukkan 11 og 14. Fastir spilavinir mæta, ef þeir vakna nógu snemma, og ekki er svindlað meira en þörf þykir. Bræðurnir Páll og Ingi Þór Guð- mundsynir ráða hér ríkjum, en þeir hafa verið með puttana í veiðar- færum í um það bil 40 ár. Þeir eru ófáir fiskarnir sem hafa látið fanga sig í veiðarfæri frá þeim bræðrum og komist að því fullreyndu að þau slítur maður, eða fiskur, ekki svo glatt. Allskonar troll „Við byrjuðum með þetta neta- verkstæði í kringum 1974, en þá byggðum við þetta hús. Þá var fyr- ir bogaskemman sem var byggð í kringum 1960. Faðir okkar byggði hér veiðarfærageymslu. Það eru orðin rúm 40 ár síðan við byrjuð- um með netaverkstæði og þjón- ustu fyrir útgerðina,“ segir Páll. Bræðurnir voru báðir á sjónum, hófu þar sinn starfsferil og neta- gerðarmeistarinn Lárus Pálmason var með þeim í netagerðinni til að byrja með. Þeir komu síðan í land og tóku við netagerðinni og hafa síðan verið að, í trollviðgerðum, að búa til troll og snurvoð, rækju- troll, fisktroll og flottroll. Ingi Þór fór síðan í netagerðina og kláraði hana árið 2004. Hann teiknar öll veiðarfæri sem þeir framleiða. Lærðum af köllunum „Við lærðum handtökin af göml- um togarasjómönnum sem höfðu verið á síðutogurunum,“ segir Páll. „Svo komu þeir í land og kunnu öll þessi handtök eftir að hafa ver- ið í fjölda ára á síðutogurnum. Við lærðum af þessum köllum. Þeir voru ekki gamlir þá, þegar við vor- um að byrja, en við lærðum alveg óhemju af þeim. Þetta voru góð- ir netamenn. Ég man þegar ég var strákur, þá var hér hafnarvörð- ur sem tók að sér að búa til troll fyrir föður okkar. Þá voru menn að byrja með troll á þessum báts- pungum. Þannig kviknaði áhuginn hjá okkur bræðrum og við erum enn á fiskitrolli, eins og kallað er.“ Ingi Þór segir að fyrstu árin hafi veiðarfærin ekki þróast mjög hratt, en netagerðin vann mikið fyrir Runólf. „Við byrjuðum með norska tré- hlera, svo stækkuðum við að- eins við og dekkuðum. Svo hætt- um við að kaupa norsku tréhler- ana þegar járnhlerarnir komu. Það kom alltaf ný og ný bylting í veið- arfærum og þetta þróaðist áfram. Áður fyrr vorum við með járn- bobbinga og splæsta víra í hlera- fótreipinu. Tæknin í dag, eins og við gerum þetta, er orðin þannig að nú skipta menn bara út vegna elli. Menn eru liggur við hættir að rífa í dag. Tæknin hefur þróast svo mikið, bæði uppi í brú og í þró- un veiðarfæranna. Menn eru bún- ir að læra að hafa alveg rétta áferð á trollinu.“ Tæknin temprar magnið „Það hefur orðið gríðarlega mik- il bylting síðustu árin,“ segir Páll. Það er allt orðið mjög tæknivætt uppi í brú og menn taka aldrei of stór höl lengur. Þeir taka bara það sem nemarnir segja að sé nóg.“ Ingi samsinnir því. „Já, það er ekkert verið að sprengja lengur. Menn taka bara ákveðinn skammt, miða við að það sé ekki meira en sjö tonn. Það er ekki síst út af gæðunum. Menn vilja fá betra hráefni í land, ekki blóðsprungna fiska.“ Ekki netaverk- stæðisvænt Gæðin á veiðarfærunum snarlöguð- ust einnig þegar farið var í fjögurra byrða poka, en áður voru þeir bara tveggja byrða. Þá varð meira rúm fyrir fiskinn og þetta urðu þægi- legri togveiðarfæri. En gera allar þessar tækniframfærir það ekki að verkum að það er minna að gera? „Jú, það er nú málið. Þessi mikla tækni er ekkert netaverkstæðis- væn,“ segir Ingi Þór hlæjandi. Páll tekur undir það, en það breyti því ekki að enn þurfi menn reglulega að skipta veiðarfærunum út. Ingi Þór segir tæknina líka hafa dregið úr kostnaði útgerðanna. „Áður fyrr var svakalega mikill veiðarfæra- kostnaður, en nú halda menn þessu í lágmarki. Menn skipta tvisvar á ári um kjaft, eða taka nýtt hálftroll. Þá fá þeir kannski grennra efni í það og það verður léttara og þannig ódýrara að toga.“ „Það var líka bylting með grand- arana,“ segir Páll. „Áður voru þeir splæstir en nú eru þeir með stál- augu. Það endist mun meira og gjörbylti aðstöðunni.“ Ingi Þór segir að áður fyrr hafi í um 90% tilfella hjá netaverkstæð- inu verið að skipta um grandara, því augun hafi verið að skemma þá. Eftir að stálaugun komu hafi endingin margfaldast og því orðið minna að gera á netaverkstæðinu.“ Toppvörur Bræðurnir eru með sína fastakúnna, sömu skipin sem skipta við þá með allt sem viðkemur veiðarfærum. Svo bætast rækjubátarnir við og síldin þegar hún kemur. Það hef- ur þó minnkað eftir að síldin hvarf. Á meðan við spjöllum kemur skip- stjóri á einum bátanna við á neta- verkstæðinu, fær sér kaffi og sest við borðið með okkur. Blaðamað- ur stenst ekki mátið að spyrja hann hvort þeir þurfi ekki að fara að rífa meira svo bræðurnir hafi meira að gera? „Nei, við reynum nú að forðast það eins og við getum. En þetta eru toppvörur sem við fáum hérna.“ Ingi Þór segir að þeir leggi mik- ið upp úr góðri vinnu og skjótri af- hendingu. „Það kom upp um dag- inn að það vantaði eitt stykki, einn, tveir og þrír. Þá áttum við til einn kjaft, hentum honum á pikköpp- inn og keyrðum út í Helguvík með þetta. Sólarhring seinna komu þeir í land og þá var allt klárt.“ Páll seg- ir að þó tæknin breytist og veiðar- færin verði betri og betri séu hand- tök netagerðarmannsins í grunn- inn alltaf þau sömu. „Þetta er voða svipað, enda þekkjum við ekki ann- að. Ef það er eitthvað nýtt þá er það bara eitthvað lítið sem við finnum ekki mikið fyrir.“ „Mesta byltingin var líklega þeg- ar Dynex-ið kom, eða ofurtógin,“ staðhæfir Ingi Þór. „Það var gríðar- lega mikil breyting. Þetta er mjög dýrt efni, en það margborgar sig að nota þetta. Þetta er notað í höfuð- línur og svo í netin og kom í stað- inn fyrir víra og keðjur. Menn voru að nota keðjur í höfuðlínur og við þurftum að nota sexfalt meira af kúlum til að halda höfuðlínunni uppi. Nú er það margfalt minna og það er líka minna viðnám. Þann- ig verður minni olíueyðsla og það sparar peninga.“ Þjónað að bryggju Þegar blaðamaður var á sjó fyrir tuttugu árum þótti hann ekki hæf- ur í bætningar en það þótti óhætt að hafa hann á körfunni. Hann hef- ur því alltaf dáðst að þeim sem geta tekið netanál og spotta og gert við veiðarfæri með nokkrum handtök- um, hvað þá að gera það nothæft frá grunni eins og bræðurnir. „Við búum þetta til alveg frá grunni, nema hlerana auðvitað. Vírarnir koma líka erlendis frá. Við gerum allt. Búum til trollið, grand- arana, lengjur. Þetta gerum við allt sjálfir og þjónum að bryggju,“ seg- ir Páll. „Við vorum upp undir sex þeg- ar mest var að gera. Þá voru sex, sjö togarar hérna, þegar mest var, tog- arar og bátar. Það hefur nú minnk- að heimikið.“ Ýmislegt brallað Bræðurnir hafa ekki bara fengist við netagerð. Þeir voru báðir á sjónum, eins og áður segir, og eiga erfitt með að slíta sig alveg frá honum. „Ég kom í land árið 1984 og fór að vinna í laxeldi,“ segir Páll. „Ég var beðinn að taka við laxeldinu og var í því í einhver ár. Svo kom óskaplegt frost og allt fór til and- skotans. Með þessu var ég að vinna á netaverkstæðinu og eftir laxeldið hef ég verið eingöngu hér.“ „Ég var eitthvað aðeins lengur á sjó, en kom svo í land,“ segir Ingi Þór. „Ég keypti mér þó trillu og var aðeins að leika mér. Fór svo á togar- ana seinna á veturna og einhverja túra í Smuguna. Maður þurfti að- eins að róa sig niður.“ Samhliða netagerðinni eiga þeir Páll og Ingi Þór bát og fara stund- um með fiskifræðinga Hafró að mæla. Það hefur oft og tíðum ver- ið eftirminnilegt, ekki síst þegar Grundarfjörðurinn kjaftfylltist af síld, en þegar mest var mældust 760 þúsund tonn af síld í Grundarfirði. Þá voru þeir bræður um hríð með þorskeldi, en síldin batt enda á það. „Við höfum gert ýmislegt fyr- ir utan netagerðina þegar það er rólegt. Við settum til dæmis upp þorskgildrur, kassa sem fiskurinn synti í í gegnum leiðara. Þetta var nú bara ævintýri þegar við byrjuð- um, en ég ætlaði ekki að trúa því í fyrstu vitjun hve vel þetta gekk. Það fylltist allt, ætli það hafi ekki verið komin 30-40 tonn í gildruna.“ Sú gleði var hins vegar skamm- vinn, segir Páll. „Þegar síldin kom hingað öll þá drapst þorskurinn. Það var svo mikið af henni í sjón- um að þorskurinn fékk ekkert súr- efni og kafnaði. Síldin þarf ekki eins mikið súrefni og þorskurinn, en þetta urðu endalok þorskeldis- ins.“ Alltaf jafn gaman Páll og Ingi Þór hafa upplifað ým- islegt á árum sínum í Grundarfirði. Miklar breytingar. Páll segir að í gamla daga hafi enginn trúað því að að kæmi fiskur í fjörðinn. Það hafi hins vegar verið allt fullt af þorski, en menn keyrðu bara framhjá. Þá hefur síldin komið af og til í fjörð- inn og allur síldarflotinn fyllti sig þar fyrir nokkrum árum. „Svo hefur komið smokkfiskur hingað. Það gerðist tvisvar sinn- um þegar við vorum unglingar. Það var mjög gaman að fást við hann, en hann óð upp í fjöru. Við guttarnir tíndum hann og seldum. Hann var notaður í beitu því við Íslendingar kunnum ekki að nýta smokkfisk. Kallarnir ætluðu að veiða þetta og settu nótina á milli bryggjanna og smöluðu smokkfiskinum þang- að. Hann synti langt á undan nót- inni og við guttarnir náðum að hirða mikið af honum áður en kall- arnir komust í hann.“ „Það var stríð! Við vorum kol- svartir eftir blekið,“ segir Ingi Þór hlæjandi. Þrátt fyrir að hafa brallað ýmis- legt á netavinnan hug þeirra allra og þeir eru enn að, eftir um 40 ára starf. Páll segir að þetta sé alltaf jafn gaman. „Það er búið að vera mjög gaman að fást við þetta, að búa til veiðarfæri fyrir útgerðina. Það er frábært að starfa með sjómönn- um. Það er alltaf jafn spennandi að byrja í vinnunni á mánudagsmorgni og velta fyrir sér hvað sé framund- an. Við vitum aldrei fyrirfram hvað menn vantar, þeir koma bara og biðja um það sem á þarf að halda hverju sinni. Það er mjög gaman að standa í þessu.“ kóp/ Ljósm. tfk. Frábært að starfa með sjómönnum Rætt við bræðurnar Pál og Inga Þór á netaverkstæði G.Run Páll og Ingi Þór Guðmundssynir vinna trollin frá grunni. Þeir segja að mikil bylting hafi orðið í veiðarfærunum, en í grunninn séu þetta alltaf sömu handtökin. Á 40 árum hafa bræðurnir ósjaldan staðið í þessum sporum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.