Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 47
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 47
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
fiskverkun óskar
sjómönnum og
fjölskyldum þeirra
til hamingju með
daginn.
Sara Hjörleifsdóttir rekur veitinga-
staðinn Sjávarpakkhúsið í Stykkis-
hólmi og selur þar mikið af
bláskel. Hún segir bláskelina, sem
hún fær frá Símoni Sturlusyni, það
vinsælasta á matseðlinum hjá sér.
Símon er annar eiganda fyrirtækis-
ins Íslensk bláskel og sjávargróður.
Bláskelin frá fyrirtækinu er víða bor-
in fram í Stykkishólmi en skelin er
einnig seld til veitingahúsa og hótela
um allt land, þó mest á Snæfellsnesi
og í næsta nágrenni. Fyrirtækið byrj-
aði að selja bláskel fyrir sex árum og
segir Símon aðeins örfáa hafa borð-
að hana hér á landi fyrir þann tíma.
Í dag er raunin önnur og bláskelin
afar vinsæl, ekki hvað síst við Breiða-
fjörðinn þar sem hún er ræktuð. Fyr-
irtækið ræktar ekki bara bláskel held-
ur veiðir og þurrkar einnig þara og
sér Símon mikla framtíð í því. Þá tel-
ur hann að þarinn eigi eftir að verða
mun vinsælli en bláskelin þegar fram
líða stundir.
jse/ Ljósm. úr safni.
Bláskelin úr Breiðafirði vinsælust
Íslensk bláskel er herramannsmatur. Beltisþari er einnig verkaður hjá Ís-
lenskri bláskel.
að það hafi ekki haft áhrif á veðrið.
En ég hef heyrt um skipstjóra sem
varð svo æfur þegar hann sá sviðin í
pottinum að potturinn fékk að fara
í sjóinn ásamt sviðunum sem í hon-
um voru.
Atvinnutilboð í
hverri landlegu
Nú er mikil eftirspurn eftir góð-
um kokkum þar sem ferðaþjónustan
er að vaxa hratt. Þar sem Jónas hef-
ur gott orð á sér fyrir störf sín við
matreiðslu leikur blaðamanni for-
vitni að vita hvort hann fái ekki mörg
og freistandi atvinnutilboð? „Það
er mjög mikil eftirspurn eftir kokk-
um í landi og ég fer ekki í frí án þess
að mér sé boðin einhver vinna. Það
virðist vera hálfgert gullgrafaraæði
tengt ferðaþjónustunni. Samt hef
ég ekki ennþá fengið það atvinnutil-
boð sem heillar mig svo mikið að ég
sé tilbúinn að hætta sjómennskunni.
Ég kann vel við þetta fyrirkomulag
að vinna í fjórar vikur og eiga svo frí
í rúmar fjórar. Það gefst dýrmætur
tími til að sinna fjölskyldu og áhuga-
málum í frítúrunum. Vissulega er oft
ýmislegt sem maður missir af tengt
fjölskyldu og vinum þegar maður er
á sjónum, en það eru margir kostir
á móti og allt venst þetta. Svo erum
við alltaf í landi yfir jól og áramót
og einnig á sjómannadaginn. Á sjó-
mannadaginn gerir áhöfnin eitthvað
saman ásamt mökum, förum á hótel
og fínt út að borða, það er skemmti-
leg hefð.“
Betri fjarskipti gera
fjarveruna bærilegri
Jónas Björgvin býr í Borgarnesi, er
giftur Maríu Júlíu Jónsdóttir og eiga
þau saman einn lítinn 13 mánaða
dreng. „Fyrir á ég tvær dætur sem
eru 10 og 14 ára á árinu og fyrir á
María Júlía tvær dætur og einn son
sem verða 15 ára og 8 ára á árinu.
Samanlagt erum við því rúmlega
vísitölufjölskylda og ég held að ef ég
væri að vinna í landi hefði ég ekki
eins mikinn tíma til að sinna fjöl-
skyldunni og væri mikið í burtu um
helgar. Ég er orðið alls staðar í síma-
og netsambandi og fæ alla daga send
snap-hreyfimyndir eða ljósmynd-
ir sem er dásamlegt. Þegar ég byrj-
aði á sjónum 2010 þá var ekki síma-
samband nema í gegnum gervihnött
eða upp við land svo að það er mik-
il þróun í þessu sem gerir samskipt-
in auðveldari og fjarveruna bærilegri.
Þegar ég byrjaði á sjó hafði dóttir
mín hún Harpa Rut orð á því að nú
gæti hún ekki lengur verið með mér í
vinnunni eins og hún gerði svo gjarn-
an á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Þetta voru óþarfa áhyggjur hjá henni
og hún hefur komið þrisvar sinnum
með mér á sjóinn og höfum við þá
verið þrír ættliðir hérna um borð.
Elskar að bjóða
vinum villibráð
Aðspurður um áhugamálin segist
Jónas hafa gaman af allri útivist og
skotveiði. „Mér finnst fátt skemmti-
legra en bjóða fólki að borða villi-
bráð sem ég hef sjálfur veitt og mat-
reitt. Ég hef mjög gaman af flugi og
á hlut í mótorsvifdreka sem ég flýg ef
færi gefst. Nú er framundan hjá mér
tveggja mánaða sumarfrí þar sem
Baldvin er að fara í slipp. Hlakkar
okkur fjölskyldunni til að njóta sum-
arsins saman, enda að baki annasam-
ur vetur hjá okkur öllum. Við ætlum
að vera dugleg að ferðast um landið
okkar og njóta alls þess besta sem það
hefur upp á að bjóða. Einnig mun ég
nýta þennan tíma til að fara í endur-
menntun Slysavarnaskóla sjómanna
því ef ég geri það ekki fæ ég ekki
skráningu á sjó þegar skipið fer út í
ágúst.“ mm