Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201648 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Ég byrjaði snemma á sjó eins og flestir gerðu í sjávarplássum þegar ég var að alast upp. Tólf ára var ég kom- inn á skak með bróður mínum upp á hálfan hlut og reri með honum þar til ég var nítján ára en þá keypti ég fyrsta bátinn, fjögurra tonna trillu, í félagi við Steina vin minn, Jónstein Elíasson, sem nú er eigandi Topp- fisks. Þetta var 1969 og það er því orðin hálf öld síðan ég byrjaði á sjó,“ segir Kristján Jónsson 65 ára gamall Sandari, skipstjóri og útgerðarmað- ur Matthíasar SH-21. „Við fengum lán í Sparisjóðnum með aðstoð góðra manna en trillan kostaði 500 þúsund og það var ekki auðvelt að fá lán þá. Þá þurfti oftast að hlaupa milli manna og hafa örugga menn til að skrifa upp á. Við keyptum þennan bát af Mark- úsi Þórðarsyni skipstjóra, sem ætt- aður er úr Hólminum, en bjó hér á Hellissandi um tíma og reri héðan. Þessi útgerð gekk svo alveg snurðu- laust hjá okkur.“ Verðbólgan fór í 130% Næsta skrefið í útgerð hjá Krist- jáni var svolítið stórt því 23 ára gam- all árið 1974 keypti hann í félagi við aðra 60 tonna hollenskt smíðaðan stálbát sem hét Bjargey SH-230. Þá var Kristján nýútskrifaður úr Stýri- mannaskólanum. Á þessum árum fór verðbólgan í hæstu hæðir og verð- trygging ekki orðin að veruleika á lánum. „Við seldum svo þennan bát 1979 á 75 milljónir, fengum 25 millj- ónir útborgaðar sem notaðar voru til að borga upp lausaskuldir, bátur- inn gekk kaupum og sölum eftir að við seldum hann og við fengum rest- ina af söluverðinu seint og aldrei. Verðbólgan fór í 130%, 17% fast- ir vextir og eftirstöðvar af söluverði voru fljótar að brenna upp. Á þess- um árum voru frekar erfiðir tímar í útgerð því fiskverðið var lágt og út- gerðarmenn gátu ekkert gert nema hafa stuðning þeirra sem keyptu fisk- inn og verkuðu. Þeir plummuðu sig á þessum árum þegar verðlagsnefnd ákvað fiskverð og hélt því niðri áður en fiskmarkaðirnir komu. Lands- markaðsverðið var alltaf vinnslunni í hag og einyrkjar áttu erfitt uppdrátt- ar í útgerð enda áttu vinnslurnar oft hlut í útgerð hjá góðum skipstjórum. Það var líka rosalegt verð á olíunni og ég man það munaði miklu þegar við seldum bátinn hvort hann væri fullur af olíu eða ekki.“ Stofnuðu saltfisks- verkunina Nesver Eftir að Bjargey var seld árið 1979 kom hlé í útgerðarsöguna hjá Krist- jáni og hann gerðist skipstjóri á Hamrasvaninum sem gerður var út frá Rifi. Fyrir vikið missti hann af við- miðunarárunum sem útgerðarmaður þegar kvótakerfið var sett á. Kristjáni gekk vel þegar hann var skipstjóri á Hamrasvaninum og varð ítrekað afla- hæstur á vertíðum. Á þessum árum voru aflakóngar verðlaunaðir með bikurum en það lagðist af með kvóta- kerfinu. „Við vorum á netum og línu en fórum þó tvö sumur á dragnót. Ég byrjaði svo ekki í útgerð aftur fyrr en árið 1985 þegar ég keypti Þorstein litla, sem var 19 tonna bátur frá Eski- firði, smíðaður árið 1943. Hann rétt flaut sökum elli. Það þótt gott að geta keypt hann ásamt 100 tonna kvóta á þessum tíma. Þá hófst útgerðin aftur hjá mér og maður byrjaði að kaupa til sín kvóta. Eignarkvótinn var dýr á þessum árum og kílóið kostaði 40 krónur en kostar eitthvað um 3.000 krónur í dag. Þetta er með ólíkind- um.“ Í félagi við sveitunga sinn, Ás- björn Óttarsson, stofnaði Kristján svo saltfisksverkunina Nesver árið 1986. Þeir áttu sitt hvora verbúð- ina, fóru að verka í annarri en veiðar- færageymsla var í hinni. Þeir byggðu svo þúsund fermetra fiskverkunar- hús, sem Fiskmarkaðurinn var síðan í, en er nú í eigu KG fiskverkunar hf. Þá verkaði Nesver fisk af eigin báti og keypti einnig fisk af fleiri bátum. Nesver keypti 25 tonna bát, Neista, árið 1989 en hann fékk nafnið Þor- steinn SH-145. Þriðji Þorsteinn var svo hundrað og þrjátíu tonna bátur. Forsendur fyrir rekstri fiskvinnslu breyttust Fljótlega eftir að fiskmarkaðirnir komu hættu þeir Ásbjörn og Krist- ján með saltfisksvinnsluna en héldu áfram útgerð Þorsteins SH-145. Fiskverð hækkaði mikið á sama tíma og saltfisksverð féll þannig að grund- völlurinn var hæpinn fyrir vinnslunni. Ásbjörn fór því sem stýrimaður á sjó- inn. Árið 2003 hættu þeir Ásbjörn og Kristján samstarfi og skiptu upp fyr- irtækinu. Kristján ætlaði sér að hætta alveg á sjónum. „Það stóð þó ekki lengi. Ég varð fljótt leiður á að mæla göturnar,“ segir Kristján. „Þá fór ég í krókakerfið og lét smíða einn fyrsta yfirbyggða bátinn með beitningarvél hjá Seiglu árið 2004. Hann fékk nafn- ið Matthías SH-21 og hann gerði ég út þangað til ég keypti Vestra BA-63, einn af níu bátum sem smíðaðir voru í Kína fyrir Íslendinga. Sá bátur fékk nafnið Matthías SH-21 og hann geri ég út enn ásamt fjölskyldunni.“ Kristján segir það ekki hafa ver- ið fyrir sig að vera á svona litlum báti sem krókabáturinn var og því hafi Friðrik sonur hans fljótlega tekið við bátnum en hann hafði kláraði þriðja stig Stýrimannaskólans árið 2004. „Þetta var alltof erfitt, örar hreyfing- ar og ég var alltaf með sjóriðu eft- ir róðra. Svona bátar eru ekki nema fyrir unga menn. Það er alveg ótrú- legt hvað menn eru að fiska mik- ið á þessum litlu bátum. Svo fannst mér þetta bara allt of mikil áhætta að gera út svona lítinn bát og ákvað að selja hann. Það fer enginn inn í þetta krókadæmi á svona báti nema vera uppalinn við þetta og með mikla reynslu af smábátaasjómennsku,“ segir Kristján og Friðrik sonur hans tekur undir. „Þessi stærð af bátum er að leggja 48 bjóð á sólarhring og þessir aðeins stærri alveg upp í 60 bjóð. Svo er alltaf verið að lengja þá eitthvað og sagt að það sé til að búa til betra pláss fyrir mannskapinn. Rækjuveiðar við Snæfellsnes Eftir að Kristján keypti núverandi Matthías lét hann lengja bátinn hjá Skipavík í Stykkishólmi um tvo og hálfan metra. Hann segir það hafa verið mjög til bóta og báturinn verið betri í sjó eftir það. Með honum um borð eru synirnir Friðrik og Garðar. Báðir hafa þeir skipstjórnarmennt- un en Friðrik hefur að auki véla- varðarnám að baki. „Á þessum báti höfum við aðallega verið á snurvoð fyrir utan þennan tíma árs sem við erum á rækju. Þær veiðar byrjuðu eftir að Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf rækju- veiðar frjálsar. Rækjan við Snæfells- nes var sérstakur stofn sem við höfð- um verið að veiða úr ásamt Hamri SH sem er 200 tonna skip. Svo var kvóti settur á og öll rækja við land- ið sett í einn pott ásamt úthafsrækj- unni í stað þess að setja staðbundnu rækju í sérstakan pott og úthluta til þeirra sem höfðu stundað rækjuveið- ar við Snæfellsnes. Við fengum því úthlutað úthafsrækju sem við höfum aldrei stundað. Með þessu stútuðu þeir nánast okkur Snæfellingunum á þessum rækjuveiðum og við fengum nánast engan kvóta. Við leigjum því megnið af kvótanum sem við erum að veiða,“ segir Kristján og Friðrik bætir við að rækjan við Snæfellsnes sé mjög góð en af henni fari aðeins 140-150 stykki í kílóið. „Við erum eini báturinn undir 105 tonnum hér á Breiðafirði og getum því verið fyr- ir innan línu fram til 15. júlí. Við erum búnir að leigja til okkar mik- inn kvóta, en erum að verða bún- ir með hann. Erum komnir með 63 tonn af 80 tonnum frá áttunda maí og höfum bara tekið þessu rólega, erum í mesta lagi úti tvo sólarhringa í einu. Það er ekkert mál að ná þess- ari rækju hér.“ Bræðurnir báðir skipstjórnarmenntaðir Friðrik segist eingöngu hafa stundað lausaróðra á hinum og þessum bát- um með skólanum og hjá pabba sín- um þar til hann fór alveg um borð í Matthías. „Ég var bara að leika mér í fótboltanum með Víkingi Ólafs- vík og KR í öðrum flokki.“ Frið- rik er fæddur 1983 og er annar vél- stjóri núna en Garðar bróðir hans er fæddur 1989. „Ég byrjaði haustið 2008 þegar ég var búinn með fiski- manninn í Stýrimannaskólanum. Ég var bara kallaður heim, það vantaði mann og ég er alveg sáttur. Ég er með réttindi á 48 metra langa báta en kom alveg inn í þessar breyting- ar þegar verið var að breyta viðmið- un úr tonnum í metra. Líklega hef ég réttindi á alla fiskibáta hér á Snæ- fellsnesi þannig að þetta dugir mér ágætlega,“ segir Garðar. Hefði mátt auka veiðiheimildir mikið Kristján segir ljóst að hann væri löngu búinn að gefast upp á sjó- mennskunni ef ekki væri kvótakerfi til að stýra sókninni. Það sé marg- falt manneskjulegra en það stöðuga kapphlaup í alls konar veðrum væri. „Ég var að taka það saman áðan að á þessu kvótaári erum við búnir að fara 37 róðra og búnir að veiða 610 tonn, þetta eru sextán og hálft tonn að meðaltali í róðri. Þó er einn róð- ur inn í þessu sem var bara nokkur hundruð kíló en hann er með. Þetta eru dagróðrar á bolfisk og til við- bótar er svo rækjan.“ Hann segir að sóknin sé því ekki íþyngjandi. Síðustu tvö haust hafi þeir róið um tíma frá Bolungarvík og þar hafi verið mokfiskur. „Þetta eru bara 37 vinnudagar að baki þessara 610 tonna. Þetta hefur oft verið gott en aldrei þessu líkt.“ Hann undrast hins vegar að þorskkvóti hafi ekki verið stóraukinn síðustu tvö ár. „Ég ótt- ast að við séum að missa af miklum fiski sem drepist engum til gagns. Þjóðarbúið hefur tapað gífurlega á að ekki sé búið að stórauka kvótann. Það er ekki hægt að geyma fiskinn endalaust í sjónum, hann eldist og drepst. Um 80-90% af þessum fiski sem við erum að veiða er 8 kíló eða meira. Ég hef aldrei séð svona mik- Kristján Jónsson skipstjóri á Matthíasi SH-21 Hefur verið á sjó í rúma hálfa öld Áhöfnin á Matthíasi SH-2. F.v: Guðjón Árnason yfirvélstjóri, Friðrik Kristjánsson vélstjóri, Kristján Jónsson skipstjóri, Garðar Kristjánsson stýrimaður og Kristinn Eiðsson matsveinn. Ljósm. af. Matthías SH-21. Ljósm. af. Landað úr Matthíasi SH-21. Ljósm. af. Feðgarnir heima í stofu á Hellissandi. Í baksýn er málverk af gömlu höfninni í Krossavík á Hellissandi. Ljósm. hb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.