Skessuhorn - 01.06.2016, Side 50
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201650
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
Valentínus Ólason er fæddur í
september 1954 á Akranesi. Hann
er yngstur í hópi fjögurra systk-
ina og hefur búið á Akranesi nán-
ast alla sína tíð. Á Skaganum gekk
hann hefðbundna skólagöngu, fór í
barnaskólann og þaðan í gagnfræði-
skólann þar sem hann lauk gagn-
fræðaprófi. Valentínus hóf ung-
ur að stunda sjómennskuna. Eftir
mörg árin á sjónum fékk hann sér
vinnu í landi og í dag starfar hann
sem hafnsögumaður hjá Faxaflóa-
höfnum. Ýmislegt hefur drifið á
daga Valentínusar í gegnum tíðina.
Meðal annars hefur farið í ævin-
týraför ásamt tveimur félögum sín-
um þar sem hann tók þátt í því að
ná í ferju til Kýpur og sigla henni til
Frakklands. Því fylgdi mikið ævin-
týri. Blaðamaður Skessuhorns sett-
ist niður með Valentínusi og fékk
að heyra hans sögu.
Mokveiði í góðu veðri
Valentínus var kominn á sjóinn
fyrir fermingu. Þá reri hann með
föður sínum á árabát þar sem þeir
veiddu grásleppu í net. „Maður
byrjaði eiginlega sem krakki, ég
held að ég hafi verið tólf ára þeg-
ar pabbi keypti árabát og við fór-
um á grásleppu í Götuhúsavörinni,
þar sem Krókalónið er núna. Hann
veikist svo í baki þegar ég var fjór-
tán ára og þá fór ég einn með annan
tólf ára með mér. Ég held að ég hafi
heyrt einhvers staðar að Eiríkur
Jónsson skipstjóri á Sturlaugi hafi
byrjað sinn sjómannsferil með mér
tólf ára gamall og ég fjórtán,“ seg-
ir Valentínus hlæjandi. Hann segir
þá félagana hafa gert þetta tvö sum-
ur í röð og aðeins var róið í góðu
veðri. „Það var mokveiði hjá okkur.
Það voru svo fáir á þessu þá og lítið
af netum. Við vorum mest með 36
net og það var komið upp í 300 kíló
af hrognum eftir nóttina. Þetta var
nánast hobbý hjá flestum sem voru
á þessu á þessum tíma en þetta var
atvinnan hjá mér - í staðinn fyrir að
fara í vinnuskólann.“
Beint á sjó eftir gaggó
Valentínus ákvað snemma að verða
sjómaður. Hann fór beint á sjó eft-
ir gagnfræðiprófið. „Ég byrjaði fer-
ilinn á Ólafi Sigurðssyni AK með
Einari Árnasyni frá Sóleyjartungu
og var þar í tvö ár. Svo fór ég á
Krossvíkina og til Noregs að sækja
hana 1973 með Guðmundi Sveins-
syni. Ég byrjaði í Stýrimanna-
skólanum 1974 en var á Krossvík-
inni á sumrin,“ segir hann. Valent-
ínus lauk farmannsprófi frá Stýri-
mannaskólanum 1977 og réði sig
þá á Freyfaxa sem annar stýrimað-
ur. Freyfaxi var í eigu Sementsverk-
smiðjunnar og hafði það hlutverk
að flytja sement í sekkjum í allflest-
ar hafnir á Íslandi á sumrin. „Á vet-
urna var farið á ströndina og lest-
að fiskimjöl til útflutnings og hrá-
efni fyrir sementið á leið til baka.
Mér var farið að leiðast og ég hætti
á endanum, þá réði ég mig á Sigur-
fara AK hjá Guðjóni Bergþórssyni
heitnum. Hann var þá í eigu Guð-
jóns og Haraldar Sturlaugssonar en
varð síðar Höfrungur AK 91 hjá
HB og co.“ Valentínus starfaði sem
fyrsti stýrimaður í nítján ár hjá HB
og co, á uppsjávarskipunum Höfr-
ungi og Óla í Sandgerði.
Fékk víxil út á nafnið
Nafn Valentínusar er ekki algengt og
eru aðeins fimm sem bera nafnið sem
fyrsta eiginnafn samkvæmt vef Hag-
stofu. Aðspurður um tilurð nafnsins
segir Valentínus það ekki vera fjöl-
skyldunafn. „Þetta er ekkert skylt
mér. Nafnið var hálfgert drauma-
nafn hjá móður minni. Kunningi afa
og ömmu í Reykjavík hét Valent-
ínus Magnússon og mömmu dreym-
ir þennan mann þegar hún gekk með
eldri bræður mína og aftur þegar hún
gekk með mig. Hann fórst á stríðs-
árunum með botnvörpungnum Jóni
Ólafssyni í október 1942 og voru þeir
líklega skotnir niður. Nafnið tengist
þessum draumum móður minnar.“
Nafnið hefur þó komið sér vel. Þegar
Valentínus var nýbyrjaður á sjónum
1971 bað hann föður sinn að kaupa
bíl fyrir sig. Landað var í Danmörku
og ekki gott að hafa samband, þannig
að hann sendi pabba sínum bréf. „Ég
vissi svo sem ekkert hvernig bíl hann
keypti eða neitt svoleiðis en þegar
þetta var þá fékk maður bara greidda
tryggingu mánaðarlega. Samkvæmt
samningum á þessum tíma var afla-
hlutur gerður upp á þriggja eða fjög-
urra mánaða fresti og ég átti því ekk-
ert mikla peninga. Pabbi fór í bank-
ann og bað um víxil og bankastjór-
inn sagðist eiginlega verða að fá þetta
nafn í bækurnar. Ég fékk því víxilinn
út á nafnið,“ segir hann og hlær.
Keypti lóð fyrir tvítugt
Valentínus fjárfesti ungur í lóð á
Akranesi, þá ekki nema sextán eða
sautján ára gamall. „Ég átti þenn-
an pening af grásleppunni og keypti
fyrir hann hluta af Landakotslóðinni
svokölluðu. Þetta var bara tún þá, en
eftir nokkur ár þurfti ég að byrja að
byggja. Ég og skipsfélagi minn Ágúst
Símonarson á Krossvíkinni byggð-
um þarna saman tvíbýlishús, byrj-
uðum á því 1975. Á þessum tíma var
byggt fyrir þann pening sem fólk átti
og fengust ekki lán fyrr en húsbygg-
ingar voru fokheldar.“ Þremur árum
síðar flutti Valentínus inn í íbúð-
ina ásamt eiginkonu sinni, Halldóru
Jónsdóttur. Þarna bjuggu þau næstu
níu árin þar til þau keyptu sér fast-
eign við Reynigrund þar sem þau búa
enn þann dag í dag.
Sótti skip til Kýpur
Flestir sjómenn hafa frá einhverju að
segja. Þeir hafa margir hverjir komist
í hann krappann eða lent í einhverj-
um ævintýrum á sjónum. Valentínus
segist aldrei hafa lent í neinum sjáv-
arháska eða slíku, bara slæmum veðr-
um. En hann fór í ævintýraferð 1983
ásamt tveimur félögum sínum. Fóru
þeir þá til Kýpur til að sækja skip og
sigla því til Frakklands. Hann segir
aðdragandann hafa verið þannig að
belgískur maður hafi keypt bílferju
af Hollendingum og því næst selt
hana til tyrkneskra aðila á Kýpur sem
ekki stóðu við greiðslur. Í gegnum
franskan lögmann sem hafði verið
háseti um tíma á loðnuskipinu Vík-
ingi með Erling Pálssyni og Guðjóni
Valgeirssyni og bað hann Erling að
fá með sér tvo menn að sækja skip-
ið. Og varð úr að Erling fékk mig og
Guðjón til að fara með sér. Frakk-
inn hafði áður reynt að semja um að
skipinu yrði skilað og vildi reyna að
fá einhverja menn til að ná því, menn
sem hann gæti treyst.
Rændu varðmönnunum
Þegar komið var til Kýpur var ljóst
að ekki var allt með felldu. Öll um-
ferð í skipið var bönnuð og voru
þrír varðmenn að gæta skipsins.
Það endaði með því að Íslending-
arnir þrír þurftu að yfirtaka skip-
ið ásamt Frakkanum og Belgan-
um, með miklu leynimakki. Íslend-
ingarnir þurftu að fela sig í lélegum
kofa þar til þeir gátu farið um borð í
slöngubát sem þeir fundu í fjörunni.
Þeir sigldu meðfram strandlengj-
unni, földu sig í skipsflaki í höfninni
og því næst um borð í dýpkunarskipi
sem lá við hlið ferjunnar. Það mátti
ekki tæpara standa því gúmmíbát-
urinn var farinn að leka. Að lokum
komust þeir um borð í ferjuna án
þess að sjást og gátu þeir læst sig þar
inni í herbergi í vélarrúminu. Eftir
smá örðugleika gat Guðjón vélstjóri
komið vélum skipsins í gang á með-
an Íslendingarnir voru enn í her-
berginu. Slökkt var á öllum ljósum
og keyrt á fullu eins og hægt var til
að koma skipinu út fyrir landhelg-
ina. Vandinn var aftur á móti sá að
tveir tyrknesku varðmannanna voru
enn um borð, búið var að ræna þeim.
„Til máls kom að láta þá í björgun-
arbátana og láta þá róa í land en þeir
þorðu það ekki og vildu heldur vera
með áfram.“
Mikið ævintýri
Ferðin sem átti að taka viku reynd-
ist mikið ævintýri. Engin siglinga-
tæki voru í lagi í skipinu og eng-
in sjálfstýring. Fimmmenningarnir
höfðu engin kort, radarinn var bilað-
ur og í fyrstu tók það tíma að átta
sig á staðháttum. Þeir fylgdu strönd-
inni eftir vegakorti af Kýpur og tóku
áhættuna á því að kompásinn væri
í lagi. Enginn matur var um borð,
annar en hrísgrjón og makkarónur,
og kex úr björgunarbátunum. Viku
síðar var komið til Sikileyjar og var
skipið nærri olíulaust. Tyrkirnir tveir
fengu að fara í land með aðstoð um-
boðsmanns Belgans, sem pantaði far
fyrir þá til Rómar og þaðan til Tyrk-
lands og borgaði Belginn þeim gott
kaup. Aftur fóru fimmmenningarn-
ir af stað til Frakklands og tók ferð-
in lengri tíma en ætlað var, meðal
annars vegna veðurs. „Þetta reynd-
ist mikið ævintýri, við ætluðum að
vera í viku í skemmtilegri ferð sem
allir héldu að yrði bæði þægileg og
lögleg en í staðinn gerðust ótrúleg-
ir hlutir sem engan hafði órað fyrir,“
segir Valentínus.
Ekki á bryggjuna í tvö ár
Eftir árin nítján hjá HB og Co. var
Valentínus farin að hugsa um að
koma sér í land. „Ég fæ þá vinnu
hjá Norðuráli á Grundartanga og
þar var ég í dagvinnu í tvö ár. Ég fór
ekki niður á bryggju í tæp tvö ár,“
segir hann og hlær við. Honum lík-
aði starfið á Grundartanga ágæt-
lega, þar sem hann vann við ker-
fóðrun. „Þetta var hálfgerð múrara-
vinna. Svo sé ég auglýst starf hafn-
arvarðar hjá Akraneshöfn. Ég fékk
afleysingastarf sumarið 2002 og upp
úr því fastráðningu um haustið.“
Valentínus segir miklar breyting-
ar hafa orðið á Akranesi á undan-
förnum árum. „Hér eru engar land-
anir lengur, nema bara smábátar.
Þetta hefur minnkað alveg helling
hérna, hér lönduðu tveir frystitog-
arar og um tíma þrír ísfisktogarar
og svo náttúrulega uppsjávarskipin
sem voru þrjú. Þetta er allt komið
suður núna og það er undir hælinn
lagt hvort við fáum einhver uppsjáv-
arskip hingað. Eins og síðasta vet-
ur, þegar það er lítil vertíð, þá kem-
ur eiginlega ekkert hingað.“ Hann
segir að fyrst eftir sameiningu hafn-
anna 2005 hafi lítil breyting orðið
á Akranesi. „Þannig var það í þrjú
til fjögur ár. En þegar vaktakerf-
inu hjá Faxaflóahöfnum var breytt
varð meiri vinna í bænum. Við erum
núna átta Akurnesingar sem göng-
um vaktir með þeim í Reykjavík og
einn vigtarmaður,“ segir Valentínus.
Áður fór vinnan fram á Akranesi og
á Grundartanga, þar sem Akranes-
höfn var með hafnsögu. „Þegar ég
byrjaði voru að koma um 110 skip í
Grundartanga á ári en núna eru þau
tæplega 300.“
Aldrei sjóveikur fyrr
Valentínus lýsir því hvernig starf
hafnsögumannsins er. Hann seg-
ist lítið hafa verið á vigtinni und-
Byrjaði tólf ára á grásleppuveiðum
Rætt við Skagamanninn og hafnsögumanninn Valentínus Ólason
Valentínus ásamt dóttursyninum Guðmundi á trillunni Erni.
Valentínus og Hlöðver Örn bróðir hans að koma að landi í Götuhúsavör með full-
hlaðinn bát af grásleppu. Ljósmyndina tók Haraldur Bjarnason en hún er í vörslu
Ljósmyndasafns Akraness.
Þessa mynd tók Valentínus af Akranesvita 2003. „Það gerði vitlaust veður og
Breiðin fór á kaf. Myndina tók ég uppi á pallinum á vinnubílnum.“
Valentínus með fallegan stórlax sem hann veiddi í september 2010. Fiskurinn var
104 sentímetra langur og vóg um 23 pund.