Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Page 61

Skessuhorn - 01.06.2016, Page 61
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 61 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Skarðsvík ehf. Magnús SH 205 Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn SK ES SU H O R N 2 01 5 Óskum sjómönnum til hamingju með daginn Ljósmyndasýning um sjómannadag- inn í Snæfellsbæ var opnuð í Átthaga- stofunni í Ólafsvík síðastliðinn föstu- dag. Dagbjört Agnarsdóttir verkefna- stjóri Átthagastofu segir í samtali við Skessuhorn að hugmyndin af sýn- ingunni hafi kviknað þegar hún fletti gömlum sjómannadagsblöðum úr Snæfellbæ. Þá hafi verið ákveðið að fara af stað með sýninguna og stuðst við greinar úr blöðunum. Fjölmarg- ir einstaklingar lögðu til myndir frá liðnum árum og sýna þær þverskurð af hvernig sjómannadagurinn hefur verið haldinn. Sjá má gamlar mynd- ir í bland við nýrri. Gestir fjölmenntu við opnun sýningarinnar, þáðu veit- ingar og nutu þess að skoða mynd- irnar. Sýningin, sem opin verður út júnímánuð, er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. af Ljósmyndasýning um sjómannadaginn í Snæfellsbæ Dagbjört Agnarsdóttir verkefnastjóri Átthagastofu afhendir Pétri Steinari Jóhannssyni viðurkenningu fyrir hans framlag til sýningarinnar. Pétur Steinar Jóhannsson í Ólafsvík er sem fyrr ritstjóri Sjómannadags- blaðs Ólafsvíkur sem gefið er út fyrir sjómannadaginn. Gefum Pétri orðið um efni blaðsins hjá honum að þessu sinni: „Efni Sjómannadagsblaðsins að þessu sinni er m.a. viðtal við Her- mann Magnússon sjómann í Ólafs- vík og konu hans Svanhildi Pálsdótt- ur en hann er 70 ára á þessu ári og þau bæði hafa frá mörgu skemmti- legu að segja. Þá er viðtal við heið- urskonuna Aldísi Stefánsdóttur um það sem á daga hennar hefur drif- ið en hún flutti á Hellissand aðeins fimmtán ára gömul 1949 frá Norð- firði og var ráðin þar á heimili í vist. Þá er Gísli Kristjánsson fv. skipstjóri í Grundarfirði tekinn tali og hef- ur hann frá mjög mörgu að segja. Hann var bæði á síðutogurunum og seinna á bátunum og hann ber þetta saman á sinn ,,kómíska“ hátt. Stór- fróðleg grein er eftir Egil Þórðars- son fv. loftskeytamann en hann byrj- aði sinn feril á skuttogaranum Guð- steini HF. Þar segir hann frá hinu þýðingarmikla starfi þeirra um borð í skipunum sem glögglega kom í ljós er togarinn Elliði sökk á Breiðafirði árið 1962. Þá er skemmtileg umfjöll- un um Kristmund Halldórsson skip- stjóra frá Ólafsvík um samskipti sín við skelveiðisjómenn á Costa del Sol. Hann gerði meira en að stunda sólina því hann kenndi þeim rétta notkun veiðarfæranna og afkoma þeirra batnaði til mikilla muna. Þá fá sjómannskonur á Snæfellsnesi spurn- ingar og að auki er fjöldi mynda og frásagna. Blaðið er brotið um í Prentsmiðj- unni Steinprent í Ólafsvík og er 92 síður og allt í lit. Á suðursvæðinu verður blaðið til sölu á Grandakaffi í Reykjavík.“ mm Sjómanndagsblað Snæfellsbæjar 2016

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.