Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 63

Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 63
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 63 förum þangað 2016halla2016.is I facebook.com/halla2016 Á hringferð minni um landið hef ég komið víða við, haldið opna fundi, heimsó� fyrirtæki og þegið �ölmörg rausnarleg heimboð. Síðustu vikur hef ég líka verið vikulega í beinni útsendingu á Facebooksíðu minni (facebook.com/halla2016). Fram að kosningum mun ég auka tíðni beinna útsendinga, því þannig forseti vil ég vera, forseti sem er í stöðugu samtali við alla landsmenn. Landið okkar er fallegt og fólkið sem hér býr sömuleiðis. Í okkur býr mikill kra�ur og við þurfum að finna leiðir að bjartsýni og jákvæðni en skilja þras og sundurleitni e�ir í fortíðinni. Við verðum að finna leið til að verða besta útgáfan af okkur sjálfum sem samfélag. Ég tel mig þekkja leiðina og með ykkar stuðningi hef ég trú á að við komumst þangað. Tímasetningar næstu samtala: Austfirðir fimmtudaginn 2. júní kl. 14 Vestfirðir föstudaginn 3. júní kl. 11 Norðurland mánudaginn 6. júní kl. 14 Vesturland þriðjudaginn 7. júní kl. 13 Suðurland miðvikudaginn 8. júní kl. 15 Halla í beinni Það sem þarf að gera er að fara inn á FB síðu mína, facebook.com/halla2016 og á auglýstum tíma sit ég fyrir svörum í beinni útsendingu. Spurningar má senda fyrirfram í einka- skilaboðum eða í athugasemdum inn á útsendinguna. Ég hlakka til að eiga opið samtal við ykkur um framtíðina. Halla Tómasdó�ir fosetaframbjóðandi Um síðustu helgi var haldið nám- skeið í steinhöggi á Arnarstapa. Var það undir leiðsögn Gerhards König. Bar námskeiðið nafnið „Vinnum með anda Snæfellsness“ og hófst á laugardeginum með stuttum fræði- legum inngangi í Samkomuhúsinu á Arnarstapa. Eftir það fóru þátt- takendur upp í Stapagil til að finna sér hentugan stein að vinna með, en nóg er af þeim á svæðinu. Leið- beinandinn Gerhard var búinn að merkja nokkra steina sem hent- uðu einstaklega vel í þessa tegund listsköpunar. Ekki er hægt að nota hvaða stein sem er, þar sem þeir eru misharðir og að sögn Gerhards voru margir þeirra steina sem áin hefur borið niður mjög góðir. Öll verkfæri sem þurfti í steinhögg- ið voru á staðnum og var búið að setja upp borð, smíða sleða til að draga stærstu grjóthnullungana til og reisa tjald. Námskeiðinu lauk með fyrirlestri á sunnudeginum og gafst nemendum kostur á að ljúka við verkefni sitt á þessu eða næsta námskeiði, sem haldið verður 3. - 4. september næstkomandi. Á námskeiðinu voru bæði kon- ur og karlar, voru allir mjög áhuga- samir og ánægðir með námskeið- ið sem er það fyrsta sinnar tegund- ar á Íslandi svo vitað sé til. Vonir eru bundnar við meira samstarf á þessu sviði í framtíðinni, t.d. í sam- vinnu við skóla á Snæfellsnesi, gerð útilistaverks og skapandi ferða- þjónustu. Í haust verður Snæfell- ingum boðið á sýningu í Stapagili. Þá stendur þátttakendum til boða að vinna undir leiðsögn á Arnar- stapa í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að slást í hópinn eru hvattir til að láta það eftir sér. Aðal viðfangsefn- ið er steinhögg en auk þess fá þátt- takendur að vinna með rekavið og hugsanlega leir og/eða mósaík í haust. Námskeiðið er haldið í sam- vinnu Svæðisgarðsins Snæfellsness og Símenntunar Vesturlands með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vest- urlands. þa Steinhögg kennt á Arnarstapa Þátttakendur á námskeiðinu voru ánægðir þrátt fyrir rigningu. Í síðustu viku hófust framkvæmd- ir á lóð hjúkrunar- og dvalarheim- ilisins Barmahlíðar á Reykhólum. Þar verða í sumar lagðir göngu- stígar, gert torg og minnismerk- ið um Jón Thoroddsen fært á hið nýja torg. Trjám verður plantað meðfram göngustígunum og Birn- ulundur endurskapaður, en hann er verk Birnu E. Norðdahl heit- innar, skákmeistara og frumkvöð- uls í kvennaskák á Íslandi. „Því er vel við hæfi að í Birnulundi verði stórt taflborð með stóru útitafli, en Birna varð tvisvar sinnum Íslands- meistari í skák,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. Ingibjörg segir að nýhafnar framkvæmdir séu afrakstur funda sem haldnir voru á Barmahlíð með heimilisfólki og starfsfólki. „Í fjár- hagsáætlun var gert ráð fyrir tíu milljónum króna til endurbóta á Barmahlíð. Upphaflega var áætlað að peningunum yrði varið í að laga rými á efri hæð hússins. En á fund- um með heimilisfólki kom fram sterkur vilji til að ráðast frekar í endurbætur á lóðinni og því var ákveðið að gera það,“ segir Ingi- björg. „Það sem sjá má á teikn- ingum að lóðinni eru því fyrst og fremst hugmyndir íbúanna,“ bæt- ir hún við. Vonast hún til þess að göngustígarnir geti orðið íbúum Barmahlíðar og þorpsbúum öllum til ánægju og heilsubótar. „Það á að klára alla stígana í sumar, torgin tvö og planta gróðri meðfram stíg- unum,“ segir Ingibjörg. Ánægjulegt að geta framkvæmt Ingibjörg segir að í framtíðinni sé ætlunin að byggja sólskýli við suð- vesturgafl Barmahlíðar, þar sem nú er lítill hænsnakofi. Til standi að færa matjurtargarðinn nær hús- inu svo hann nýtist íbúum betur. Einnig verði hænsnakofinn færður og gert ráð fyrir fjárhúsum þar sem hægt verði að halda nokkrar kind- ur hafi íbúar hverju sinni áhuga á því og geti hugsað um skepnurnar. Er það í samræmi við hugmynd- ir íbúa Barmahlíðar. „Þá lýstu íbú- arnir einnig áhuga fyrir því að hafa mínígolfbrautir á lóðinni og gert er ráð fyrir þeim á teikningum,“ segir Ingibjörg. „En það er ekk- ert sem mælir á móti því að íbú- ar geti farið og púttað þó braut- irnar komi ekki strax,“ bætir hún við. Sveitarstjórinn segir ánægju- legt að hægt sé að ráðast í fram- kvæmdir af þessu tagi. „Síðustu ár hefur hreppurinn mikið þurft að sinna viðhaldi, enda var kom- inn tími á slíkt. Það er því mjög ánægjulegt að geta farið að fram- kvæma núna,“ segir hún. kgk Framkvæmdir hafnar á lóð Barmahlíðar Hluti framkvæmdasvæðisins eins og það leit út síðastliðinn föstudag. Horft frá Barmahlíð til norðausturs, um það bil. Birnulundur næst í mynd og sést móta fyrir göngustígunum. Stígarnir munu ná allan hringinn í kringum lóð dvalar- heimilisins. Fjær í mynd, nær versluninni Hólabúð, verður lítið torg og þangað verður flutt minnismerkið um Jóns Thoroddsen.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.