Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 64

Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 64
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201664 Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 14.00 á skrifstofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. SK ES SU H O R N 2 01 6 CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA COOL - LITE SÓLVARNARGLER ispan@ispan.is • ispan.is M ynd: Josefine Unterhauser Deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 14. apríl 2016 að auglýsa samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey. Á athafnasvæði við ferjuhöfn í Flatey er komið fyrir fjórum byggingarlóðum . Skilgreind er lóð fyrir gamlan geymsluskúr sem stendur vestan við fiskvinnsluhús, vatnstank, olíutank, fjarskiptamastur og lóð undir nýbyggingu norðaustast á svæðinu. Við gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulag fyrir olíubirgðarstöð og rafstöðvarhús í Flatey sem samþykkt var 20.10.2000. Skipulagsuppdráttur með greinargerð liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 2.júní til 15.júli 2016. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is fyrir 15.júlí merkt “Deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey”. Reykhólar 27. maí 2016 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 6 Ég verð að viðurkenna eitt, því oft- ar sem ég les frétt eina því lengra fer ég frá því að skilja innihald henn- ar. Engar áhyggjur því þetta kem- ur á endanum, er bara fastur í sömu sporunum og lendi stundum í þessu og það þarf að stafa þetta alveg ofan í mig. Sem sagt fréttin, sem finna má á vef Vísis frá 30. maí, snýr að því að Mjólka lokar og fer undir þak KS og MS, einfalt ekki satt? Ef þér fannst gaman af stærðfræðidæmun- um sem voru sett upp eins og lít- il skáldsaga (þú veist; „Nonni og Gunna ákveða að hjóla til Reykja- víkur og Nonni leggur fyrr af stað.....“) þá mun þér finnast þetta auðlesanleg frétt. Í fyrstu atrennu lesturs míns á fréttinni slökkti ég á tölvunni og fór í göngutúr. Seinna um kvöldið reyndi ég aftur. Þeir segjast ekki vera í samkeppni við sjálfa sig en samt á KS hlut í MS og Mjólka er orðið að vörumerki, en samt er Mjólka búin að vera í sam- keppni við MS og mun áfram vera það. „Hvað er maðurinn að tala um eiginlega,“ stundi ég upp úr mér og lagðist fyrir. Þetta er of mikið hugs- aði ég og svaf til næsta dags. Mynd- in sem fylgdi fréttinni var enn verri fyrir mig. Leifur Grímsson fram- kvæmdarstjóri Mjólku stendur með krosslagðar hendur. Hann er snyrti- legur til fara og stundar örugglega eitthvað jaðarsport, hann virð- ist vera þannig gæi bara, og starir beint á mig líkt og hann sé að segja; „Hey Axel! Ertu í alvörunni ekki að fatta þetta?“ Sem betur fer kom annað mál fyr- ir mínar sjónir til að velta vöngum yfir, kappræðurnar á Eyjunni milli Davíðs og Guðna. Þetta var með eindæmum svo ég orði það var- færnislega. Davíð fékk sína kynn- ingu eftir Guðna og ákvað að nýta hana í skítadreifarann; „eins og Guðni“. En allavega, Davíð náði að koma höggi á Guðna með að slíta allt sem hann hefur sagt úr sam- hengi. Hann var líka ekkert að æsa sig, heldur sagði Guðna eiginlega að fara fallega til helvítis allt við- talið. Icesave málið var dregið upp, þáttur Guðna og skoðanir blásið upp úr öllu valdi. Hann var þarna peysufræðimaður í háskóla, nörd ef eitthvað er og það eru 7 ár síð- an hann sagði þetta eða hér um bil. Breytast viðhorf og skoðanir ekki neitt sem sagt? Tökum dæmi: Geir Haarde hafði eitt sinn áhyggjur af kynblöndun þelþökkra og Íslend- inga, EN hann var 16 ára ungling- ur þegar hann hafði þessar áhyggj- ur. Ég efast ekki eina sekúndu að persóna Geirs hafi tekið einhverj- um framförum í þroska og viðhorf- um á þeim árum sem það tók einn fréttamiðilinn að rifja þessi um- mæli upp. Ólafur Ragnar Gríms- son gerðist klappstýra fyrir fjár- glæframennina en snerist svo á hæl. Aðalatriðið í Icesave-sverði Davíðs er ekki hvort Guðni hafi þjáðst af gunguskap gagnvart alþjóðasamfé- laginu heldur hvernig Davíð, sem segist vera einskonar Eiður Guð- johnsen íslenskrar pólitíkur, vildi yfirtaka 75% hlut í Glitni eða setja fjórðung gjaldeyrisforða þjóðarinn- ar í lífvana banka. Talandi um að lúðra yfir opið markið. Ég hugsa að Davíð ætti að líta sér nær, rifja upp og viðurkenna það sem Helgi Hóseasson, mótmælandi Íslands málaði á eitt spjaldið sitt varðandi Íraksstríðið, ef hann biðst afsökunar á því getur hann haldið áfram að benda á aðra. Helgi skrif- aði: „Blóð - Busi - Dóri - Davíð.“ En svo ég endi á léttu nótunum og drepi ekki neinn úr leiðindum þá er ég að hugsa um að taka upp þann sið sem Marcus Porcius Cato eða Cato eldri stundaði hér árum áður. Það var þannig að hann endaði allt- af ræður sínar í öldungaráði Rómar með orðunum: „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði,“ því uppgangur Karþagó var sem eit- ur í hans beinum. Sjálfustangir eða „Selfie sticks“ sem fólk notar til að taka sjálfsmyndir eru eitur í mínum beinum. Legg ég til að sjálfustang- ir, hvar sem þær má finna, séu gerð- ar ólöglegar og eyðilagðar. Góðar stundir, Axel Freyr Eiríksson Eins og Guðni PISTILL Síðastliðinn föstudag var gengið fram á ferðamenn sem gert höfðu sig heimkomna í Reykhólakirkju. Þeir höfðu eytt nóttinni í kirkjunni og eldað sér þar mat. Þeim var vís- að út og kirkjunni læst í kjölfarið. Að sögn heimamanna þótti ferðaönnun- um alveg sjálfsagt að finna sér nætur- stað í kirkjunni en héldu þó sína leið eftir að þeim var gert ljóst að slíkt væri ekki í lagi. Mun þetta ekki vera í fyrsta sinn sem ferðamenn gera sig heimkomna í Reykhólakirkju. Fyrr á árinu kom Hildur Björk Hörpudótt- ir sóknarprestur að erlendum gestum sofandi á kirkjubekkjunum sem búnir voru að þvo af sér og elda kvöldmat. Á Reykhólum eru tvö tjaldsvæði og nýbúið að opna gistiheimilið Álfta- land, eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. Þá er einnig bænda- gisting rétt utan þorpsins. Að sögn heimamanna nýta flestir ferðamenn sér þessa kosti en alltaf reyna ein- hverjir að komast hjá því að nýta sér þjónustu sem greiða þarf fyrir. Blaða- maður hafði þannig til dæmis spurn- ir af því að í vetur hafi ferðalang- ar drepið á dyr hreppsskrifstofunn- ar og spurt hvar væri hægt að gista. Þeim hafi verið bent á bændagistingu og talið að þeir hefðu eytt þar nótt- inni. Síðar kom í ljós að þeir höfðu komið sér fyrir á salerni tjaldsvæðis- ins og sofið þar á gólfinu. Skildu eft- ir umslag með þúsund króna seðli og miða með skilaboðunum „thx for the help.“ kgk Gistihús af Guðs náð Horft að Reykhólum frá Karlseyjarvegi. Reykhólakirkja stendur hæst í þorpinu, til vinstri í mynd. Ljósm. úr safni. Í dag, miðvikudaginn 1. júní hefst nýtt Sumarleikár Frystiklefans í Rifi. Það mun standa yfir mánuðina júní, júlí og ágúst þar sem fimm leiksýningar verða í hverri viku. Þar að auki tekur leikhúsið við sérpönt- unum á leiksýningar og má því bú- ast við því að sýningar hússins verði á milli 75 og 90 í sumar. Sýning- arnar verða ýmist sýndar á ensku eða íslensku, fastar kvöldsýningar á ensku en sérpantaðar sýningar fyrir íslenska hópa á íslensku. Í tengslum við þetta nýja leikár hefur Frystiklefinn ráðið til starfa fjóra atvinnuleikara sem taka þátt í sýningum hússins og öllum öðrum verkefnum þess nú í sumar. Leikar- ar Frystiklefans í sumar verða Anna Margrét Káradóttir, Ásgrímur Geir Logason, Júlíana Sara Gunnars- dóttir og Vala Kristín Egilsdóttir. Einnig mun Kári Viðarsson eigandi og listrænn stjórnandi hússins taka þátt í sýningum. Frystiklefinn er atvinnuleikhús sem hefur fyrir löngu skipað sess sem eitt metnaðarfyllsta og afkasta- mesta listhús landsins. Þetta leik- ár er gríðarstórt verkefni sem á sér enga hliðstæðu,“ segir Kári Viðars- son. mm Sumarleikár Frystiklefans að hefjast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.