Skessuhorn - 01.06.2016, Side 70
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201670
Síðastliðinn fimmtudag dönsuðu
fjölmargir nemendur Brekkubæjar-
skóla á Akranesi dans á bílaplaninu
fyrir framan Tónlistarskóla Akra-
ness við lagið „Happy“ eftir Pha-
rell Williams. Það voru 7. bekking-
ar sem hófu dansinn, ásamt góð-
um gestum frá Þýskalandi sem eru
í heimsókn hjá árganginum. Aðrir
árgangar fylgdu svo í kjölfarið og
tóku þátt í dansinum.
Heimsóknin þýsku krakkanna er
hluti af Erasmus+ verkefninu „Eu-
rope 12 points!“ sem Brekkubæjar-
skóli er þátttakandi í ásamt skólum
frá sjö öðrum löndum. Verkefnið
er til þriggja ára og er öðru árinu
nú að ljúka. Síðastliðna tvo vetur
hafa nemendur allra skólanna klár-
að ýmis verkefni, svo sem að taka
upp þjóðdansa, syngja þjóðsöngva,
kynna popptónlist og taka upp jóla-
lög svo eitthvað sé nefnt. Síðasta
verkefnið kallast „Happy in Eu-
rope: Flashmobdans“ þar sem nem-
endur allra skólanna dansa sama
dansinn í mismunandi löndum. Var
dansinn tekinn upp á myndband og
verður síðan gert eitt sameiginlegt
myndband með brotum sem sýn-
ir myndefni frá öllum skólunum.
7. bekkur í Brekkubæjarskóla tók
þátt í tveimur dönsum þar sem þau
dönsuðu einnig með vinabekk sín-
um í Berlín í byrjun maí.
grþ
Hamingjusamir nemendur í
Brekkubæjarskóla
Kátur með skiltið sitt.
Nemendur dönsuðu allir í takti.
Rallýáhugafólk landsins bíður
næstu helgar með óþreyju en fyrsta
umferð í Íslandsmótinu í rallý 2016
verður ekin á Suðurnesjum dagana
3. og 4. júní. Að venju er það Akst-
ursíþróttafélag Suðurnesja sem sér
um þessa fyrstu keppni; Orkurallý-
ið. Alls eru fjórtán áhafnir skráðar
til leiks og má þar sjá bæði reynslu-
bolta í bland við nýliða ásamt því
að örlitlar breytingar hafa orðið á
áhöfnum frá síðasta keppnistíma-
bili. Uppstokkun hefur einmitt
orðið í röðum Tímon-áhafnar-
innar en Baldur Haraldsson hefur
ákveðið að taka sér frí frá keppni
um tíma en aðstoðarökumaður
hans, Borgfirðingurinn Aðalsteinn
Símonarson er þó hvergi hættur.
Mun hann aka með Sigurði Braga
Guðmundssyni í sumar á Mitsub-
ishi Lancer Evo 7. Þá mun Þorkell
Símonarson í Görðum, Keli Vert
taka þátt í jeppaflokki á Toyota Hi-
lux, en Kela til aðstoðar er Þórar-
inn K Þórsson.
mm
Rallýmenn tæta af stað á föstudaginn
Hér má sjá þá Baldur og Aðalstein í Tímon liðinu við Hafravatn í Rally Reykjavík
2015.
Ljósmyndasýning verður opnuð við
hátíðlega athöfn í Skorradal laug-
ardaginn 11. júní kl. 17:00. Um er
að ræða samvinnuverkefni Kristín-
ar Jónsdóttur ljósmyndara á Háls-
um og Huldu Guðmundsdóttur á
Fitjum. Sýningin, sem ber nafn-
ið Eyðibýli í Skorradal allt árið,
verður haldin á Stálpastöðum en
þar er eitt af eyðibýlunum í daln-
um. Skessuhorn hafði samband við
Kristínu og ræddi við hana um sýn-
inguna. „Hugmyndin kviknaði eft-
ir að Hulda hafði samband við mig
vorið 2014 og vildi fara af stað með
eitthvað verkefni úr Skorradalnum.
Upphaflega var ætlunin að mynda
Skorradal allt árið. Við þrengdum
þetta svo niður í eyðibýli í dalnum,
bæði vegna þess að Hulda hefur
mikinn áhuga á þeim og veit margt
um þau og vegna þess að ég hef allt-
af heillast af öllu svona gömlu, og
er kannski bara pínu gömul í mér,“
segir Kristín og hlær.
„Við erum með mjög skemmti-
lega uppsetningu á sýningunni.
Hluti af myndunum er inni í gam-
alli hlöðu og hluti af þeim eru út,
fyrir aftan hlöðuna. Myndirnar
leiða mann áfram í gegnum sýn-
inguna. Það þarf að ganga um 150
metra frá bílastæði, upp gamla veg-
inn að bænum. Fólk getur komið
og skoðað myndirnar hvenær sem
er sólarhringsins. Birtan og veðrið
gæti því haft áhrif á sýninguna fyr-
ir fólk, sem er mjög skemmtilegt,“
segir Kristín og bætir því við að það
sé að sjálfsögðu mikill kostnaður á
bak við svona sýning, en Uppbygg-
ingarjóðurinn styrkir verkefnið, og
myndirnar verða til sölu, en þetta
er ákveðin áhætta fyrir Kristínu og
Huldu. „Við ætlum því að hafa uppi
myndavélakerfi til öryggis en við
vonum að þetta fái að vera í friði
og erum bjartsýnar á að svo verði,“
segir hún. Ef allt gengur vel verð-
ur sýningin opin fram í lok ágúst og
er planið að enda hana á myndræn-
an hátt 19. ágúst heima hjá Huldu
á Fitjum. „Við erum enn að útfæra
það en planið er að varpa mynd-
unum, og fleiri myndum til, upp á
hlöðuvegg. Og það verður eitthvað
svona skemmtileg og flott lokun á
þessari sýningu þar,“ segir Kristín.
arg
SÓKNARÁÆTLUN
VESTURLANDS
Skorradalshreppur
Opnun 11. júní kl 17:00 við Stálpastaði í Skorradal.
Sýningin stendur fram til 19. ágúst.
Opið allan sólarhringinn.
Photo exhibition Abandoned farms in Skorradalur
all year round. Grand opening on the 11th of June at
5pm by Stálpastaðir. Open all-day until 19th of August.
Ljósmyndasýning sett upp á
Stálpastöðum í Skorradal
Fimmtudaginn 19. maí var opinn
dagur í Grunnskólanum í Borgar-
nesi. Viðburðurinn var endurvak-
inn af Guðrúnu Steinunni Guð-
brandsdóttur, kennara í hönnun og
smíði, síðastliðinn vetur, eftir nokk-
urra ára hlé. Nemendur og starfs-
fólk buðu gesti velkomna í skól-
ann og nemendur úr 10. bekk buðu
gestum upp á leiðsögn um skólann.
Fjölmargir lögðu leið sína í grunn-
skólann þennan dag. Hefðbundin
kennsla var í skólanum en auk þess
voru leiksýningar, kaffihús, söngur
og fleira. Ýmis verkefni nemenda
voru til sýnis, til að mynda dúkku-
rúm með sængurfötum, skrautpúð-
ar, púsluspil, klukkur, málverk og
margt fleira sem nemendur hafa
unnið í list- og verkgreinum í vetur.
Auk þess sem myndir af fuglum og
öðru sem finna má í fjörunni var til
sýnis frá nemendum á yngsta stigi.
arg
Opinn dagur í
Grunnskólanum í Borgarnesi