Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 72

Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 72
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201672 Laugardaginn 28. maí voru 37 nem- endur brautskráðir frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar 2016 og Sæv- ar Berg Sigurðsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Kristinn Bragi Garðarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir best- an árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016. Við athöfnina fluttu Halla Margrét Jónsdóttir, Símon Orri Jó- hannson, Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson nokkur lög. Þorbjörg Eva Ellingsen, sem út- skrifaðist með stúdentspróf af nátt- úrufræðibraut á haustönn 2015, hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar. Sigríður Indriðadóttir afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Námsstyrkurinn skiptist að þessu sinni jafnt á milli tveggja nemenda, þeirra Ingibjargar S. Sigurbjörns- dóttur sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut á haustönn 2015 og Sævars Berg Sigurðssonar sem lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir nám í rafvirkjun. Viðurkenningar Eftirfarandi nemendur hlutu verð- laun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félag- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga. Sævar Berg Sigurðsson fyrir störf að félag- og menningarmál- um (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). Sævar Berg Sigurðsson fyrir góða ástundun og samskipti (Minningar- sjóður Lovísu Hrundar Svavarsdótt- ur). Kristinn Bragi Garðarsson fyr- ir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016 (Fjölbrautaskóli Vest- urlands) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Gámaþjónusta Vestur- lands). Laufey María Vilhelmsdótt- ir fyrir ágætan árangur í íþróttum (Soroptimistasystur á Akranesi), hvatningarverðlaun til áframhald- andi náms (Zontaklúbbur Borgar- fjarðar). Elías Ólafsson fyrir ágætan ár- angur í sérgreinum á námsbraut í bygginga- og mannvirkjagreinum (Norðurál), fyrir ágætan árangur í verklegum greinum (Katla Halls- dóttir og Ína Dóra Ástráðsdóttir). Leó Jónsson fyrir ágætan ár- angur í sérgreinum á námsbraut í bygginga- og mannvirkjagreinum (Meitill og GT Tækni). Ágústa Elín Ingþórsdóttir skóla- meistari ávarpaði útskriftarnem- endur í lokin og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman ljóð Stein- gríms Thorsteinssonar, Nú er sum- ar. fva/arg/ Ljósm. Guðni Hannesson og Ágústa Friðriksdóttir Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Kristinn Bragi Garðarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016. Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Föstudaginn 27. maí voru 26 nem- endur brautskráðir frá Mennta- skóla Borgarfjarðar. Nemend- ur voru útskrifaðir af félagsfræði- braut, félagsfræðibraut – íþrótta- sviði, náttúrufræðibraut, náttúru- fræðibraut – íþróttasviði, nátt- úrufræðibraut – búfræðisviði og með viðbótarpróf til stúdents- prófs. Guðrún Björg Aðalsteins- dóttir skólameistari setti athöfn- ina og Lilja S. Ólafsdóttir, að- stoðarskólameistari flutti annál skólaársins. Gestaávarp flutti Sig- ursteinn Sigurðsson arkitekt og fulltrúi Hugheima. Ísak Sigfússon flutti ávarp fyrir hönd útskriftar- nema. Athöfninni lauk með ávarpi skólameistara. Viðurkenningar Anna Þórhildur Gunnarsdóttir var dúx skólans með hæstu einkunn á stúdentsprófi. Hún hlaut einnig viðurkenningu frá danska sendi- ráðinu fyrir góðan námsárang- ur í dönsku, verðlaun frá Kvenfé- lagi Borgarness fyrir góðan árang- ur í íslensku, verðlaun frá stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og HÍ fyrir góðan námsárangur í tungu- málum, varðlaun frá Háskólanum í Reykjavík fyrir góðan námsár- angur í náttúruvísindum, verðlaun frá Stærðfræðifélaginu fyrir góðan námsárangur í stærðfræði og verð- laun frá Arion banka fyrir besta ár- angur á stúdentsprófi. Að þessu sinni voru fjórir nem- endur sem voru jafnir og fengu við- urkenningu fyrir afburða árangur á lokaverkefni. Það voru Anna Þór- hildur Gunnarsdóttir, Ísak Sig- fússon, Rúnar Gíslason og Salvör Svava G. Gylfadóttir. Salvör Svava hlaut einnig hvatningaverðlaun Zontaklúbbs Borgarfjarðar fyrir góðar framfarir í námi. Guðbjart- ur Máni Gíslason hlaut hvatninga- verðlaun frá Límtré Vírneti fyrir góðar framfarir í námi. Guðbjörg Halldórsdóttir og Herdís Ásta Pálsdóttir hlutu viðurkenningu sem Borgarbyggð gaf fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda við stjórn NMB. Hadda Borg Björns- dóttir hlaut hvatningaverðlaun fyrir sjálfstæði, færni og framfar- ir í námi og Helga Guðrún Jón- mundsdóttir hlaut verðlaun frá Sjóvá Almennum fyrir góðan ár- angur í íþróttagreinum. arg/ Ljósm. Svanur Steinarsson. Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar Anna Þórhildur Gunnarsdóttir var dúx skólans og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi námsárangur. Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.