Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 72
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201672
Laugardaginn 28. maí voru 37 nem-
endur brautskráðir frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi. Dröfn
Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari
flutti annál vorannar 2016 og Sæv-
ar Berg Sigurðsson nýstúdent flutti
ávarp fyrir hönd útskriftarnema.
Kristinn Bragi Garðarsson hlaut
viðurkenningu skólans fyrir best-
an árangur á stúdentsprófi á vorönn
2016. Við athöfnina fluttu Halla
Margrét Jónsdóttir, Símon Orri Jó-
hannson, Jóna Alla Axelsdóttir og
Ari Jónsson nokkur lög.
Þorbjörg Eva Ellingsen, sem út-
skrifaðist með stúdentspróf af nátt-
úrufræðibraut á haustönn 2015,
hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi
námsárangur í raungreinum úr sjóði
Guðmundar P. Bjarnasonar.
Sigríður Indriðadóttir afhenti
námsstyrk Akraneskaupstaðar.
Námsstyrkurinn skiptist að þessu
sinni jafnt á milli tveggja nemenda,
þeirra Ingibjargar S. Sigurbjörns-
dóttur sem lauk stúdentsprófi af
náttúrufræðibraut á haustönn 2015
og Sævars Berg Sigurðssonar sem
lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs
eftir nám í rafvirkjun.
Viðurkenningar
Eftirfarandi nemendur hlutu verð-
laun og viðurkenningar fyrir góðan
námsárangur og störf að félag- og
menningarmálum. Nöfn þeirra sem
gáfu verðlaun eru innan sviga.
Sævar Berg Sigurðsson fyrir
störf að félag- og menningarmál-
um (Minningarsjóður Karls Kristins
Kristjánssonar).
Sævar Berg Sigurðsson fyrir góða
ástundun og samskipti (Minningar-
sjóður Lovísu Hrundar Svavarsdótt-
ur).
Kristinn Bragi Garðarsson fyr-
ir bestan árangur á stúdentsprófi á
vorönn 2016 (Fjölbrautaskóli Vest-
urlands) og fyrir ágætan árangur í
stærðfræði (Gámaþjónusta Vestur-
lands).
Laufey María Vilhelmsdótt-
ir fyrir ágætan árangur í íþróttum
(Soroptimistasystur á Akranesi),
hvatningarverðlaun til áframhald-
andi náms (Zontaklúbbur Borgar-
fjarðar).
Elías Ólafsson fyrir ágætan ár-
angur í sérgreinum á námsbraut í
bygginga- og mannvirkjagreinum
(Norðurál), fyrir ágætan árangur í
verklegum greinum (Katla Halls-
dóttir og Ína Dóra Ástráðsdóttir).
Leó Jónsson fyrir ágætan ár-
angur í sérgreinum á námsbraut í
bygginga- og mannvirkjagreinum
(Meitill og GT Tækni).
Ágústa Elín Ingþórsdóttir skóla-
meistari ávarpaði útskriftarnem-
endur í lokin og óskaði þeim gæfu
og velfarnaðar. Síðan risu gestir úr
sætum og sungu saman ljóð Stein-
gríms Thorsteinssonar, Nú er sum-
ar.
fva/arg/ Ljósm. Guðni Hannesson
og Ágústa Friðriksdóttir
Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands
Kristinn Bragi Garðarsson hlaut
viðurkenningu skólans fyrir bestan
árangur á stúdentsprófi á vorönn
2016.
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Föstudaginn 27. maí voru 26 nem-
endur brautskráðir frá Mennta-
skóla Borgarfjarðar. Nemend-
ur voru útskrifaðir af félagsfræði-
braut, félagsfræðibraut – íþrótta-
sviði, náttúrufræðibraut, náttúru-
fræðibraut – íþróttasviði, nátt-
úrufræðibraut – búfræðisviði og
með viðbótarpróf til stúdents-
prófs. Guðrún Björg Aðalsteins-
dóttir skólameistari setti athöfn-
ina og Lilja S. Ólafsdóttir, að-
stoðarskólameistari flutti annál
skólaársins. Gestaávarp flutti Sig-
ursteinn Sigurðsson arkitekt og
fulltrúi Hugheima. Ísak Sigfússon
flutti ávarp fyrir hönd útskriftar-
nema. Athöfninni lauk með ávarpi
skólameistara.
Viðurkenningar
Anna Þórhildur Gunnarsdóttir var
dúx skólans með hæstu einkunn á
stúdentsprófi. Hún hlaut einnig
viðurkenningu frá danska sendi-
ráðinu fyrir góðan námsárang-
ur í dönsku, verðlaun frá Kvenfé-
lagi Borgarness fyrir góðan árang-
ur í íslensku, verðlaun frá stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur og HÍ
fyrir góðan námsárangur í tungu-
málum, varðlaun frá Háskólanum
í Reykjavík fyrir góðan námsár-
angur í náttúruvísindum, verðlaun
frá Stærðfræðifélaginu fyrir góðan
námsárangur í stærðfræði og verð-
laun frá Arion banka fyrir besta ár-
angur á stúdentsprófi.
Að þessu sinni voru fjórir nem-
endur sem voru jafnir og fengu við-
urkenningu fyrir afburða árangur á
lokaverkefni. Það voru Anna Þór-
hildur Gunnarsdóttir, Ísak Sig-
fússon, Rúnar Gíslason og Salvör
Svava G. Gylfadóttir. Salvör Svava
hlaut einnig hvatningaverðlaun
Zontaklúbbs Borgarfjarðar fyrir
góðar framfarir í námi. Guðbjart-
ur Máni Gíslason hlaut hvatninga-
verðlaun frá Límtré Vírneti fyrir
góðar framfarir í námi. Guðbjörg
Halldórsdóttir og Herdís Ásta
Pálsdóttir hlutu viðurkenningu
sem Borgarbyggð gaf fyrir góð
störf í þágu félagslífs nemenda við
stjórn NMB. Hadda Borg Björns-
dóttir hlaut hvatningaverðlaun
fyrir sjálfstæði, færni og framfar-
ir í námi og Helga Guðrún Jón-
mundsdóttir hlaut verðlaun frá
Sjóvá Almennum fyrir góðan ár-
angur í íþróttagreinum.
arg/ Ljósm. Svanur Steinarsson.
Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Anna Þórhildur Gunnarsdóttir var dúx
skólans og hlaut fjölda viðurkenninga
fyrir framúrskarandi námsárangur.
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.