Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 73
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 73
Nýlega kynntu menntamálayfirvöld
ákvörðun um fyrirhugaðar breyt-
ingar á framkvæmd samræmdra
könnunarprófa í grunnskólum. Lið-
ur í þessum undirbúningi var með-
al annars rafrænt æfingapróf fyrir 3.
bekk sem framkvæmt var síðastlið-
inn fimmtudag (26. maí).
Það má hafa mörg orð um þessi
mál og þau skref sem hafa verið tek-
in. Margt virkar jákvætt við fyrstu
sýn en mörgum spurningum er
ósvarað, bæði um hugmyndafræð-
ina að baki breytingunum og fram-
kvæmd prófanna sjálfra. Rafræn fyr-
irlögn könnunarprófa getur verið
framfaraskref á margan hátt. Slíkt
fyrirkomulag getur auðveldað þró-
un prófa bæði hvað varðar inntak og
form, fjölbreytni prófatriða og ný
tækni getur í framtíðinni mætt ýms-
um einstaklingsþörfum betur en nú
er gert. Við getum einnig lært margt
af öðrum þjóðum og nýtt okkur í
þessu ferli þannig að próftakan verði
til sem mests gagns. Þetta er verk-
efni sem er áhugavert fyrir mennta-
málayfirvöld, kennara og skólastjór-
nendur að þróa í góðri samvinnu
á næstu árum. Mikilvægt er að við
nýtum kosti rafræns umhverfis um-
fram prófa á pappír og hvernig próf-
in munu taka mið af hæfniviðmið-
um aðalnámskrár. Hér er þó nauð-
synlegt að flýta sér hægt, gefa sér
góðan tíma og vanda til verka.
Ég tel að menntamálayfirvöld
séu nú að fara framúr sér og flest-
um öðrum í þessu máli. Það að ætla
að skella inn rafrænum samræmd-
um könnunarprófum skólaárið
2016-2017 er ekki skynsamlegt að
óbreyttu. Fjölmörg ljón eru í vegin-
um sem yfirvöld menntamála verða
að taka tillit til. Krafa yfirvalda um
samræmda prófatöku hvað varðar
tíma, staðsetningu og framkvæmd
er vandamál. Sú krafa er illskiljan-
leg í ljósi þess að könnunarprófin
eru í heild sinni slakur mælikvarði á
skólastarf almennt.
Þá þarf að huga vel að fram-
kvæmd prófanna þar sem skólarn-
ir búa til dæmis við afar mismun-
andi aðstæður svo sem varðandi
fjölda tölva, nettengingu og netsam-
band. Fjölmennir skólar geta t.a.m.
alls ekki skapað samræmdar prófað-
stæður á tilteknum prófdegi þar sem
kannski 80-100 börn eiga að þreyta
próf á sama tíma. Auk þeirra vand-
kvæða sem hér á undan eru nefnd á
eftir að ræða ýmis önnur atriði við
framkvæmdina. Til dæmis er ljóst að
sveitarfélög verða að leggja í mikinn
kostnað til að þetta form prófatöku
sé raunhæfur valkostur. Kaupa þarf
inn tæki og tól sem ekki rúmast nú
innan fjárheimilda skóla.
Samræmd könnunarpróf eiga í
grunninn fyrst og fremst að vera
fyrir nemendur og foreldra. Prófin
eiga að sýna aðilum hvar þeir standa
miðað við sett markmið aðalnám-
skrár. Samræmd könnunarpróf eru
sjaldnast fyrir skóla því kennarar vita
oftast nákvæmlega hver staðan er á
hverjum nemanda. Flest vandkvæði
við framkvæmd rafrænna könnun-
arprófa snúa að skorti á tækjum, að
tímasetningu, skipulagi og formi
prófanna. Flest þessara vandamála
má hins vegar leysa með einföldum
hætti.
Til dæmis er hugmynd að lausn
að prófin séu opin á vef í ákveðinn
tíma eða foreldrar geta fengið send
lykilorð heim þar sem þeir geta sest
með börnum sínum yfir prófið þeg-
ar aðstæður gefast til. Fjölmargar
menntarannsóknir hafa sýnt að virk
þátttaka og hvatning foreldra í námi
barna sinna skiptir sköpum. Nem-
endur eiga að fá allan stuðning til að
ná sem bestum árangri án þess að til
staðar séu hindranir formlegar eða
óformlegar eða dregið sé úr kröfum.
Eins og allir eiga að vita er lykill að
velgengni að próftakinn sé tilbúinn í
próftökuna. Með því að taka rafræn
könnunarpróf á heimavelli aukast
einnig líkur á að prófin verði börn-
unum og foreldrum þeirra til ein-
hvers gagns og gamans.
Rafræn könnunarpróf eiga ekki að
vera einkamál Menntamálastofnun-
ar heldur unnin í virku samráðsferli
við kennara,
skóla, sveitarfé-
lög og foreldra.
Nokkuð skort-
ir enn á í þeim
efnum, því mið-
ur. Enn er tími til að forða annars
góðri hugmynd um rafræn könnun-
arpróf frá glötun. Tökum upp virkt
samstarf hagsmunaaðila um náms-
mat sem miðast við fjölbreytt skóla-
starf frekar en samræmt. Námsmat
sem miðast við hinar ýmsu náms-
greinar og þá jafnt bóknám sem
verknám. Vinnum saman að því að
skapa réttlátara menntakerfi þar sem
sanngirni er leiðarljós okkar og allir
nemendur eru fullgildir þátttakend-
ur óháð hæfileikum sínum eða að-
stæðum.
Sigurður Arnar Sigurðsson.
Höf. er aðstoðarskólastjóri Grunda-
skóla á Akranesi.
Rafræn könnunarpróf fari fram á heimavelli
Pennagrein
Föstudaginn 27. maí var 21 nem-
andi brautskráður frá Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði. Af
félagsfræðabraut brautskráðust Arna
Dögg Hjaltalín, Berglind Muller,
Hilmar Orri Jóhannsson, Matthías
Fred Eggertsson og Sæþór Sumar-
liðason. Af náttúrufræðibraut braut-
skráðust Agnes Eik Sigurjónsdótt-
ir, Aldís Ásgeirsdóttir, Anna Kara
Eiríksdóttir, Gréta Sigurðardótt-
ir, Íris Dögg Skarphéðinsdóttir, Jó-
hann Kristófer Sævarsson, Katrín
Eva Hafsteinsdóttir, Kristófer Ja-
cobson Reyes, Monika Eiðsdótt-
ir, Silja Katrín Davíðsdóttir, Særós
Freyja Guðnadóttir, Victoría Krist-
ín Geirsdóttir og Viktoría Ellenar-
dóttir. Af opinni braut brautskráðist
Jón Þór Eyþórsson og með viðbót-
arnám til stúdentsprófs útskrifaðist
Hugrún Birgisdóttir. Af starfsbraut
útskrifaðist Áslaug Elva Skarphéð-
insdóttir.
Athöfnin hófst á því að Stórsveit
Snæfellsness flutti lagið Chicken
eftir Alfred Ellis. Sveitin er skipuð
nemendum FSN og er jafnan feng-
in til þess að koma fram við hátíðleg
tækifæri, enda er hún stolt skólans.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
skólameistari brautskráði nemend-
ur og flutti ávarp. Í því fjallaði hún
m.a. um þann fjölda nemenda sem
hafði stundað nám við skólann en
á vorönn voru nemendur 204 tals-
ins þar af voru 61 í dreifnámi, 98 í
dagskóla og sjö á starfsbraut. Hún
kom einnig inn á niðurstöður ytri
úttektar á skólanum sem fór fram í
haust og var unnin fyrir mennta- og
menningarmálaráðuneytið. Skólinn
og skólastarfið kom í heildina vel út
í þessari úttekt og kom þar fram að
almenn líðan nemenda í skólanum
væri góð og jákvæð samskipti skila
sér vel inn í kennslustundir þar sem
nemendur upplifa samskipti á þeim
vettvangi sem sanngjörn og lýðræð-
isleg. Skólameistari gat þess einnig
að útskriftin væri send í gegnum fjar-
fundabúnað vestur á Patreksfjörð.
Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðar-
skólameistari afhenti síðan nem-
endum viðurkenningar fyrir góð-
an námsárangur. Sveitarfélögin
sem standa að skólanum gáfu við-
urkenningarnar ásamt Arion banka,
Landsbankanum, hugvísindadeild
Háskóla Íslands, breska sendiráðinu
og danska sendiráðinu.
Viðurkenningar
Hæstu einkunn á stúdentsprófi með
9,74 í meðaleinkunn og þar með
hæstu meðaleinkunn í sögu skólans
hlaut Viktoría Ellenardóttir, en hún
lauk stúdentsprófi á þremur árum.
Hún fékk veglega bókagjöf frá sveit-
arfélögunum og gjöf frá Landsbank-
anum. Viktoría hlaut einnig bóka-
gjöf frá Arion banka sem viðurkenn-
ingu fyrir góðan árangur í stærð-
fræði. Bókagjöf frá deild erlendra
tungumála, bókmennta og málvís-
inda við Háskóla Íslands fyrir góðan
árangur í tungumálanámi. Bókagjöf
frá sveitarfélögunum fyrir góðan ár-
angur í raungreinum, íslensku og
spænsku. Einnig fékk hún bókagjöf
frá breska sendiráðinu fyrir góðan
árangur í ensku.
Monika Eiðsdóttir fékk bókagjöf
frá sveitarfélögunum fyrir góðan ár-
angur í sálfræði og íslensku.
Matthías Fred Eggertsson hlaut
verðlaun frá breska sendiráðinu fyr-
ir góðan árangur í ensku og frá deild
erlendra tungumála í Háskóla Ís-
lands fyrir góðan árangur í tungu-
málanámi.
Katrín Eva Hafsteinsdóttir hlaut
verðlaun frá sveitarfélögunum fyrir
góðan árangur í þýsku.
Særós Freyja hlaut verðlaun frá
danska sendiráðinu fyrir góðan ár-
angur í dönsku.
Berglind Muller hlaut verðlaun
fyrir góðan árangur í list- og verk-
greinum en þau verðlaun er veitt
af Kvenfélaginu Gleym mér ei í
Grundarfirði.
Kvenfélagið Gleym mér ei gaf
einnig nýstúdentum leiðbeining-
ar út í lífið. En þar má meðal ann-
ars finna þvottaleiðbeiningar ásamt
góðum ráðum við geymslu mat-
væla.
Jakob Bragi Hannesson flutti
kveðjuræðu fyrir hönd kennara og
starfsfólks og Berghildur Pálma-
dóttir flutti ræðu fyrir hönd 10 ára
stúdenta.
Nýstúdentinn og fráfarandi for-
seti nemendafélagsins Hilmar Orri
Jóhannsson hélt stórskemmtilega
kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta
þar sem hann kvaddi skólann og
starfsfólk hans.
Að lokum sleit Skólameistari skól-
anum í tólfta sinn og bauð gestum
að þiggja kaffi og kökur.
arg/fsn/ Ljósm. Sumarliði Ás-
geirsson.
Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Viktoría Ellenardóttir hlaut fjölda
viðurkenninga fyrir framúrskarandi
árangur í námi auk þess sem hún var
með hæstu meðaleinkunn á stúdents-
prófi í sögu skólans, einkunnina 9,74.