Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 78
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201678
„Hvað ætlarðu að
gera í sumar?“
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Kristín Sigurðardóttir:
„Njóta lífsins með vinum og
fjölskyldu.”
Kristján Heiðar:
„Ég ætla til Vestmannaeyja auk
þess að slá og hirða blettinn.“
Stefán Lárus Pálsson:
„Ég ætla að ferðast á húsbílnum
í tvo mánuði í sumar.“
Benedikt Erlingur Guðmunds-
son:
„Ég ætla reyna að tóra sumarið
og helst lengur.”
Anna Margrét Sveinsdóttir:
„Ég vinn sem verslunarstjóri í
sumar og ætla síðan í sumarfrí í
ágúst.“
Dýfingakeppni á
Sjómannadaginn
AKRANES: Í tilefni af Há-
tíð hafsins stendur Sjóbaðs-
félag Akraness, í samvinnu við
Björgunarfélag Akraness, fyr-
ir dýfingakeppni í sjónum við
Langasand á Akranesi. Dýfing-
arnar munu fara fram af bátn-
um Jóni forseta, sem mun lóna
á mátulegu dýpi út af strönd-
inni. Björgunarfélagið verður
með báta á staðnum og sér um
skutl á sjó ef þörf krefur. Við-
burður þessi hefst við Aggapall
klukkan 11:00 og verður sjálfan
sjómanndaginn, sunnudaginn
5.júní. Þar ætla keppendur og
aðrir sjóbaðsfélagar að safnast
saman. Þaðan halda þeir síð-
an út í Jón forseta, annað hvort
syndandi eða með báti Björg-
unarfélagsins. Keppt verður í
tveimur greinum, annars veg-
ar hefðbundinni stungu og
hins vegar frjálsri aðferð. Ald-
ursflokkar verða tveir, 49 ára
og yngri og 50+. Veitt verða
verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í
hvorum flokki. Dómarar verða
tveir.
-mm
Dregið í Borgun-
arbikar kvenna
LANDIÐ: Dregið var í 16 liða
úrslit Borgunarbikars kvenna
í knattspyrnu í síðustu viku.
Leikdagar verða helgina 11.-12.
júní. Þegar dregið er í 16 liða
úrslit bikarsins er úrvalsdeildar-
liðum bætt í pottinn. Í ljós kom
að ÍA mætir Haukum á Ásvöll-
um í Hafnarfirði og fer leikur-
inn fram sunnudaginn 12. júní.
Aðrar viðureignir eru eftirfar-
andi: Bikarmeistarar Stjörn-
unnar heimsækja FH, Keflavík
tekur á móti Breiðabliki, Sel-
foss mætir Val, Þór/KA tekur á
móti Grindavík, KR heimsækir
ÍBV, Fylkir mætir Fjarðabyggð/
Hetti/ Leikni og HK/Víkingur
tekur á móti Þrótti R.
-kgk
Kári sigraði Reyni
Sandgerði
AKRANES: Í Sandgerði á
laugardag mættust lið Kára og
Reynis í þriðju deildinni í fót-
bolta. Káramenn byrjuðu af
krafti. Tryggvi Hrafn Haralds-
son skoraði tvö mörk á fyrstu
tíu mínútum leiksins. Kára-
menn fengu víti á 16. mínútu
sem Tryggvi Hrafn tók en Rún-
ar Gissurarson varði frá honum.
Þorsteinn Þorsteinsson skoraði
fyrir Reyni á 30. mínútu eftir
klaufagang Káramanna. Á 57.
mínútu skoraði varnarmaður-
inn Sindri Snæfells Kristinsson
fyrir Kára. Tryggvi Hrafn náði
svo loks að fullkomna þrenn-
una á 70. mínútu áður en Birk-
ir Freyr Sigurðsson klóraði í
bakkann fyrir Reyni með marki
tveimur mínutum síðar. Loka-
tölur 2-4 fyrir Kára. Kári mætir
næst liði KFR á útivelli 11. júní
næstkomandi.
-bþb
Ringómót var haldið 22.
maí síðastliðinn í íþrótta-
húsinu á Hvolsvelli. Sex lið
mættu til keppni en spiluð
var ein umferð, alls 15 leikir
þar sem allir kepptu við alla.
Keppendur voru 26 en þau
lið sem tóku þátt í mótinu
voru frá Glóð í Kópavogi
(tvö lið), einnig tvö lið frá
UMSB í Borgarfirði og svo
eitt lið frá HSK og annað
frá Íþróttafélaginu Dímon
á Hvolsvelli. Sigurveigari á
mótinu var lið HSK, í öðru
sæti varð A lið UMSB og í
þriðja sæti Glóð 1.
Að loknu móti og verðlaunaaf-
hendingu var svo öllum þátttakend-
um og starfsmönnum boðið upp á
kjötsúpu að hætti Sláturfélags Suð-
urlands í félagsheimilinu Hvoli.
Ringó er nýleg íþróttagrein hér
á landi sem nýtur síaukinna vin-
sælda úti í hinum stóra
heimi. Íþróttin á rætur sín-
ar að rekja til hins pólska
Włodzimierz Strzyzewski
sem var fyrirliði skylminga-
liðs sem keppti fyrir hönd
Póllands á Heimsmeistara-
keppni Námsmanna árið
1959. Til að halda sér og fé-
lögum sínum í formi fyrir
leikana útbjó hann leik sem
reynir á snerpu og viðbrögð
leikmanna ásamt því að auka
liðleika og styrk. Leikur-
inn er leikinn á venjulegum
blakvelli og líkist blaki að
nokkru leiti. Í stað bolta eru
notaðir mjúkir gúmmíhringir sem
kastað er yfir netið til að skora stig.
mm
Borgfirðingar í öðru sæti á Ringómóti
Akranesleikarnir í sundi
fóru fram um síðastliðna
helgi í Jaðarsbakkalaug á
Akranesi. 265 sundmenn
frá tíu félögum tóku þátt
á mótinu að þessu sinni
en það er aðeins færra
en síðustu ár. Mótið er
stigakeppni milli liða þar
sem fimm fyrstu kepp-
endurnir í hverri grein
fá stig og í boðsundi tvö-
faldast svo stigafjöldinn.
Sundfélag Akraness stóð
uppi sem stigahæsta lið
mótsins. Það var Bryndís
Bolladóttir í Sundfélaginu Ægi sem
synti stigahæsta sund mótsins þeg-
ar hún synti 400 metra skriðsund.
Sundfélagið Ægir fékk síðan viður-
kenningu fyrir prúðmennsku.
Trausti Gylfason formaður SA
segir að mótið hafi gengið vel en þó
hafi veðrið haft sín áhrif. „Það var
náttúrlega foráttu veður á föstudeg-
inum og það hafði áhrif en við end-
uðum sem betur fer í góðu veðri á
sunnudaginn. Það skiptir að sjálf-
sögðu máli að fólk eigi góðar minn-
ingar af mótinu og því vill maður
að veðrið sé gott.“
Akranesleikarnir í ár
fóru að nokkru leyti í að
prufukeyra tæknibún-
að sem nýtast mun þeg-
ar Aldursflokkameistara-
mót Íslands 2016 verð-
ur haldið helgina 24. -
26. júní á Akranesi. „Við
höfum keypt nokkuð
af nýjum tæknibúnaði í
samstarfi við Akranes-
kaupstað og prufukeyrð-
um við hann á Akranes-
leikunum um helgina,“
segir Trausti en búnað-
urinn sem um ræðir er Splash hug-
búnaður sem mælir tíma sund-
manna. „Það var gott fyrir okkur að
fá að reyna á búnaðinn fyrir AMÍ
og það gekk allt eins og í sögu,“
segir Trausti.
bþb
Akranesleikarnir fóru fram um helgina
Sundfélag Akraness átti stigahæsta lið mótsins.
Ljósm. Sundfélag Akraness Facebook SA.
Víkingur Ólafsvík lék gegn Íslands-
meisturum FH í sjöttu umferð
Pepsi deildar karla á mánudags-
kvöldið. Víkingar áttu í smá erfið-
leikum varnarlega í fyrri hálfleik
sem varð til þess að FH fékk nokk-
ur mjög góð færi. Á tíundu mín-
útu fékk FH gott færi þegar boltinn
datt fyrir fætur Davíðs Þórs Við-
arssonar en skot hans var naum-
lega bjargað af Víkingum. FH hélt
áfram að gera atlögu að marki Vík-
ings sem endaði með marki Steven
Lennon á 28. mínútu eftir undir-
búning Bjarna Þórs Viðarssonar.
Eftir markið varð ekkert lát á sókn-
arleik heimamanna í Hafnarfirði. Á
31. mínútu átti Kassim Doumbia
góðan skalla að marki Víkinga en
þeir náðu að bjarga á marklínu.
Í síðari hálfleik fóru Víking-
ar að líkjast sjálfum sér og fengu
hættuleg færi. Á 59. mínútu kom
góð sending frá Pontus Norden-
berg á Þórhall Kára Knútsson sem
var í prýðisfæri en Gunnar Nielsen
varði frá honum. FH hélt þó áfram
að fá fín færi en nýttu þau ekki. Á
86. mínútu skoruðu Víkingar þegar
Pape Mamadou Faye sendi boltann
á Hrovje Tokic, markahæsta leik-
mann Pepsi deildarinnar, sem setti
boltann af yfirvegun í mark FH-
inga. Fleiri mörk voru ekki skoruð
og jafntefli 1-1- því staðreynd.
Víkingar hafa farið mjög vel af
stað á Íslandsmótinu og eru eft-
ir sex umferðir enn í toppbaráttu
deildarinnar og segja má að þeir séu
það lið sem hefur komið hvað mest
að óvart. Með jafnteflinu komust
þeir í ellefu stig og eru jafnir FH
að stigum í fjórða sæti. Næsti leikur
Víkings fer fram í Ólafsvík sunnu-
daginn 5. júní gegn Fylkismönn-
um. Með sigri þar og hagstæðum
úrslitum gæti Víkingur siglt upp í
toppsæti deildarinnar. bþb
Víkingar sóttu stig í Kaplakrika
Hrovje Tokic skoraði mark Víkings.
Fjórða umferð Pepsi deildar kvenna
í fótbolta var spiluð í heilu lagi síð-
astliðinn laugardag. Skagakonur
léku gegn liði Fylkis í Árbænum en
fyrir leikinn voru Skagakonur án
stiga. Fylkir byrjaði leikinn betur og
kom boltanum í mark Skagakvenna
á níundu mínútu en þar var að verki
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Skömmu síðar var Fylkir nærri því
að skora annað mark þegar Berglind
skallaði boltann rétt yfir markið eft-
ir aukaspyrnu. Lið Fylkis skapaði sér
hættulegri færi í fyrri hálfleik. Á 29.
mínútu var Berglind aftur á ferðinni
þegar hún skallaði boltann yfir eftir
aukaspyrnu. Skagakonur náðu þó að
vinna sig hægt og rólega inn í leik-
inn þegar leið á fyrri hálfleik.
Skagakonur komu sterkar inn í
síðari hálfleikinn og voru betri að-
ilinn það sem eftir lifði leiks án þess
að skapa sér mikið af hættulegum
færum. Allt útlit var fyrir það að
Fylkir myndi sigla sigrinum í höfn
en á lokamínútu leiksins skoraði
bakvörðurinn Megan Dunningan
fyrir ÍA. Lokatölur því 1-1. Mark-
ið skilaði Skaganum fyrsta stigi
tímabilsins en það var einnig fyrsta
mark þeirra og því býsna kærkom-
ið. ÍA nældi sér, eins og fyrr segir,
í fyrsta stig tímabilsins og situr því
enn á botni deildarinnar með eitt
stig; stigi á eftir KR.
Næsti leikur ÍA er gegn fyrstu
deildar liði Hauka í bikarkeppninni
12. júní næstkomandi. bþb
Fyrsta stig sumarsins hjá Skagakonum
Megan Dunningan skoraði fyrsta mark
ÍA í sumar.