Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 78

Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 78
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201678 „Hvað ætlarðu að gera í sumar?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Kristín Sigurðardóttir: „Njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.” Kristján Heiðar: „Ég ætla til Vestmannaeyja auk þess að slá og hirða blettinn.“ Stefán Lárus Pálsson: „Ég ætla að ferðast á húsbílnum í tvo mánuði í sumar.“ Benedikt Erlingur Guðmunds- son: „Ég ætla reyna að tóra sumarið og helst lengur.” Anna Margrét Sveinsdóttir: „Ég vinn sem verslunarstjóri í sumar og ætla síðan í sumarfrí í ágúst.“ Dýfingakeppni á Sjómannadaginn AKRANES: Í tilefni af Há- tíð hafsins stendur Sjóbaðs- félag Akraness, í samvinnu við Björgunarfélag Akraness, fyr- ir dýfingakeppni í sjónum við Langasand á Akranesi. Dýfing- arnar munu fara fram af bátn- um Jóni forseta, sem mun lóna á mátulegu dýpi út af strönd- inni. Björgunarfélagið verður með báta á staðnum og sér um skutl á sjó ef þörf krefur. Við- burður þessi hefst við Aggapall klukkan 11:00 og verður sjálfan sjómanndaginn, sunnudaginn 5.júní. Þar ætla keppendur og aðrir sjóbaðsfélagar að safnast saman. Þaðan halda þeir síð- an út í Jón forseta, annað hvort syndandi eða með báti Björg- unarfélagsins. Keppt verður í tveimur greinum, annars veg- ar hefðbundinni stungu og hins vegar frjálsri aðferð. Ald- ursflokkar verða tveir, 49 ára og yngri og 50+. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Dómarar verða tveir. -mm Dregið í Borgun- arbikar kvenna LANDIÐ: Dregið var í 16 liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í síðustu viku. Leikdagar verða helgina 11.-12. júní. Þegar dregið er í 16 liða úrslit bikarsins er úrvalsdeildar- liðum bætt í pottinn. Í ljós kom að ÍA mætir Haukum á Ásvöll- um í Hafnarfirði og fer leikur- inn fram sunnudaginn 12. júní. Aðrar viðureignir eru eftirfar- andi: Bikarmeistarar Stjörn- unnar heimsækja FH, Keflavík tekur á móti Breiðabliki, Sel- foss mætir Val, Þór/KA tekur á móti Grindavík, KR heimsækir ÍBV, Fylkir mætir Fjarðabyggð/ Hetti/ Leikni og HK/Víkingur tekur á móti Þrótti R. -kgk Kári sigraði Reyni Sandgerði AKRANES: Í Sandgerði á laugardag mættust lið Kára og Reynis í þriðju deildinni í fót- bolta. Káramenn byrjuðu af krafti. Tryggvi Hrafn Haralds- son skoraði tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Kára- menn fengu víti á 16. mínútu sem Tryggvi Hrafn tók en Rún- ar Gissurarson varði frá honum. Þorsteinn Þorsteinsson skoraði fyrir Reyni á 30. mínútu eftir klaufagang Káramanna. Á 57. mínútu skoraði varnarmaður- inn Sindri Snæfells Kristinsson fyrir Kára. Tryggvi Hrafn náði svo loks að fullkomna þrenn- una á 70. mínútu áður en Birk- ir Freyr Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir Reyni með marki tveimur mínutum síðar. Loka- tölur 2-4 fyrir Kára. Kári mætir næst liði KFR á útivelli 11. júní næstkomandi. -bþb Ringómót var haldið 22. maí síðastliðinn í íþrótta- húsinu á Hvolsvelli. Sex lið mættu til keppni en spiluð var ein umferð, alls 15 leikir þar sem allir kepptu við alla. Keppendur voru 26 en þau lið sem tóku þátt í mótinu voru frá Glóð í Kópavogi (tvö lið), einnig tvö lið frá UMSB í Borgarfirði og svo eitt lið frá HSK og annað frá Íþróttafélaginu Dímon á Hvolsvelli. Sigurveigari á mótinu var lið HSK, í öðru sæti varð A lið UMSB og í þriðja sæti Glóð 1. Að loknu móti og verðlaunaaf- hendingu var svo öllum þátttakend- um og starfsmönnum boðið upp á kjötsúpu að hætti Sláturfélags Suð- urlands í félagsheimilinu Hvoli. Ringó er nýleg íþróttagrein hér á landi sem nýtur síaukinna vin- sælda úti í hinum stóra heimi. Íþróttin á rætur sín- ar að rekja til hins pólska Włodzimierz Strzyzewski sem var fyrirliði skylminga- liðs sem keppti fyrir hönd Póllands á Heimsmeistara- keppni Námsmanna árið 1959. Til að halda sér og fé- lögum sínum í formi fyrir leikana útbjó hann leik sem reynir á snerpu og viðbrögð leikmanna ásamt því að auka liðleika og styrk. Leikur- inn er leikinn á venjulegum blakvelli og líkist blaki að nokkru leiti. Í stað bolta eru notaðir mjúkir gúmmíhringir sem kastað er yfir netið til að skora stig. mm Borgfirðingar í öðru sæti á Ringómóti Akranesleikarnir í sundi fóru fram um síðastliðna helgi í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. 265 sundmenn frá tíu félögum tóku þátt á mótinu að þessu sinni en það er aðeins færra en síðustu ár. Mótið er stigakeppni milli liða þar sem fimm fyrstu kepp- endurnir í hverri grein fá stig og í boðsundi tvö- faldast svo stigafjöldinn. Sundfélag Akraness stóð uppi sem stigahæsta lið mótsins. Það var Bryndís Bolladóttir í Sundfélaginu Ægi sem synti stigahæsta sund mótsins þeg- ar hún synti 400 metra skriðsund. Sundfélagið Ægir fékk síðan viður- kenningu fyrir prúðmennsku. Trausti Gylfason formaður SA segir að mótið hafi gengið vel en þó hafi veðrið haft sín áhrif. „Það var náttúrlega foráttu veður á föstudeg- inum og það hafði áhrif en við end- uðum sem betur fer í góðu veðri á sunnudaginn. Það skiptir að sjálf- sögðu máli að fólk eigi góðar minn- ingar af mótinu og því vill maður að veðrið sé gott.“ Akranesleikarnir í ár fóru að nokkru leyti í að prufukeyra tæknibún- að sem nýtast mun þeg- ar Aldursflokkameistara- mót Íslands 2016 verð- ur haldið helgina 24. - 26. júní á Akranesi. „Við höfum keypt nokkuð af nýjum tæknibúnaði í samstarfi við Akranes- kaupstað og prufukeyrð- um við hann á Akranes- leikunum um helgina,“ segir Trausti en búnað- urinn sem um ræðir er Splash hug- búnaður sem mælir tíma sund- manna. „Það var gott fyrir okkur að fá að reyna á búnaðinn fyrir AMÍ og það gekk allt eins og í sögu,“ segir Trausti. bþb Akranesleikarnir fóru fram um helgina Sundfélag Akraness átti stigahæsta lið mótsins. Ljósm. Sundfélag Akraness Facebook SA. Víkingur Ólafsvík lék gegn Íslands- meisturum FH í sjöttu umferð Pepsi deildar karla á mánudags- kvöldið. Víkingar áttu í smá erfið- leikum varnarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að FH fékk nokk- ur mjög góð færi. Á tíundu mín- útu fékk FH gott færi þegar boltinn datt fyrir fætur Davíðs Þórs Við- arssonar en skot hans var naum- lega bjargað af Víkingum. FH hélt áfram að gera atlögu að marki Vík- ings sem endaði með marki Steven Lennon á 28. mínútu eftir undir- búning Bjarna Þórs Viðarssonar. Eftir markið varð ekkert lát á sókn- arleik heimamanna í Hafnarfirði. Á 31. mínútu átti Kassim Doumbia góðan skalla að marki Víkinga en þeir náðu að bjarga á marklínu. Í síðari hálfleik fóru Víking- ar að líkjast sjálfum sér og fengu hættuleg færi. Á 59. mínútu kom góð sending frá Pontus Norden- berg á Þórhall Kára Knútsson sem var í prýðisfæri en Gunnar Nielsen varði frá honum. FH hélt þó áfram að fá fín færi en nýttu þau ekki. Á 86. mínútu skoruðu Víkingar þegar Pape Mamadou Faye sendi boltann á Hrovje Tokic, markahæsta leik- mann Pepsi deildarinnar, sem setti boltann af yfirvegun í mark FH- inga. Fleiri mörk voru ekki skoruð og jafntefli 1-1- því staðreynd. Víkingar hafa farið mjög vel af stað á Íslandsmótinu og eru eft- ir sex umferðir enn í toppbaráttu deildarinnar og segja má að þeir séu það lið sem hefur komið hvað mest að óvart. Með jafnteflinu komust þeir í ellefu stig og eru jafnir FH að stigum í fjórða sæti. Næsti leikur Víkings fer fram í Ólafsvík sunnu- daginn 5. júní gegn Fylkismönn- um. Með sigri þar og hagstæðum úrslitum gæti Víkingur siglt upp í toppsæti deildarinnar. bþb Víkingar sóttu stig í Kaplakrika Hrovje Tokic skoraði mark Víkings. Fjórða umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta var spiluð í heilu lagi síð- astliðinn laugardag. Skagakonur léku gegn liði Fylkis í Árbænum en fyrir leikinn voru Skagakonur án stiga. Fylkir byrjaði leikinn betur og kom boltanum í mark Skagakvenna á níundu mínútu en þar var að verki Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Skömmu síðar var Fylkir nærri því að skora annað mark þegar Berglind skallaði boltann rétt yfir markið eft- ir aukaspyrnu. Lið Fylkis skapaði sér hættulegri færi í fyrri hálfleik. Á 29. mínútu var Berglind aftur á ferðinni þegar hún skallaði boltann yfir eftir aukaspyrnu. Skagakonur náðu þó að vinna sig hægt og rólega inn í leik- inn þegar leið á fyrri hálfleik. Skagakonur komu sterkar inn í síðari hálfleikinn og voru betri að- ilinn það sem eftir lifði leiks án þess að skapa sér mikið af hættulegum færum. Allt útlit var fyrir það að Fylkir myndi sigla sigrinum í höfn en á lokamínútu leiksins skoraði bakvörðurinn Megan Dunningan fyrir ÍA. Lokatölur því 1-1. Mark- ið skilaði Skaganum fyrsta stigi tímabilsins en það var einnig fyrsta mark þeirra og því býsna kærkom- ið. ÍA nældi sér, eins og fyrr segir, í fyrsta stig tímabilsins og situr því enn á botni deildarinnar með eitt stig; stigi á eftir KR. Næsti leikur ÍA er gegn fyrstu deildar liði Hauka í bikarkeppninni 12. júní næstkomandi. bþb Fyrsta stig sumarsins hjá Skagakonum Megan Dunningan skoraði fyrsta mark ÍA í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.