Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201620 Undanfarin ár hefur verið hald- in sögusamkeppni í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar í tilefni af Degi íslenskrar tungu og hef- ur þátttaka alltaf verið góð. Árið í ár var engin undantekning og voru sögurnar unnar að mestu leyti í skólanum. Sögurnar í keppninni að þessu sinni voru mjög fjölbreytt- ar og skemmtilegar. Verðlaun voru veitt fyrir bestu frumsömdu söguna í hverjum bekk og fékk höfundar hennar bók í viðurkenningarskyni. Allir sem tóku þátt fengu svo við- urkenningarskjal. Markmiðið með sögukeppninni var að fá alla til að skrifa og taka þátt í skapandi skrif- um undir leiðsögn kennara. Tókst það vel að mati dómnefndarinn- ar. Fannst nefndinni sú ákvörðun að láta nemendur 1. bekkjar segja sögu sína og myndskreyta í spjald- tölvum hafa heppnast mjög vel. Í rökstuðningi með sögunum kem- ur fram að þær hafi góða uppbygg- ingu, málfar og samhengi. Má skól- inn vera stoltur af þessi verkefni og alveg eins líklegt að þarna leynist höfundar framtíðarinnar. Á myndinni eru verðlaunahafarn- ir Ari Osterhammer Gunnarsson í 1. bekk, Margrét Arnbjörg Vil- hjálmsdóttir í 2. bekk, Ellert Gauti Heiðarsson í 3. bekk og Ólafur Jó- hann Jónsson í 4. bekk. þa Efndu til sögusamkeppni meðal yngstu nemendanna Aðventan nálgast óðfluga og á næstu dögum verða ljósin tendruð á jólatrjám í sveitarfélögum víðast hvar á Vesturlandi. Í Snæfellsbæ verða að vanda sett upp jólatré í tveimur þéttbýliskjörnum, á Hell- issandi og í Ólafsvík, og verða ljós- in tendruð á þeim næstkomandi sunnudag. Búið er að sækja trén en það var fyrirtækið B. Vigfússon ehf. sem sá um að sækja þau. Þessi mynd er tekin af því tilefni. Sjá nánar um dagskrá á aðventu, bæði eftir sóknum og sveitarfé- lögum, aftar í blaðinu. grþ/Ljósm. Vigfús Þráinn Bjarnason. Gert klárt fyrir aðventuna Slysavarnadeildin Líf á Akranesi leggur áherslu á sýnileika. Við höf- um í allmörg ár gefið endurskins- merki til barna í leik- og grunn- skólum á Akranesi og í Hvalfjarð- arsveit. Þar að auki gáfum við þús- und endurskinsmerki árið 2015 en þá mönnuðum við vaktir við versl- anir á Akranesi og brýndum fyrir fólki að nota þau. En betur má ef duga skal. Átakið „Láttu sjá þig“ er verkefni sem Slysavarnafélag- ið Landsbjörg hefur staðið fyr- ir. Myndbandið „Það er svalt að vera upplýstur,“ sem gert var af ungu fólki á Akureyri, sýnir á mjög myndrænan hátt muninn á því hver sýnileiki er með og án end- urskinsmerkja. Við græðum rúm- lega 100 metra í sýnileika með því að nota endurskinsmerki, eða sýni- leika í 125 m fjarlægð í umferðinni í stað 5 metra. Endurskinsmerki tapa eiginleikum sínum rispast og velkjast og því þarf að endurnýja þau. Núna í byrjun aðventu ætlar Slysavarnadeildin Líf því að end- urtaka leikinn og gefa endurskins- merki. Fjölbreytt starfsemi Slysavarnadeildin Líf var stofnuð árið 1940 og hefur starfað óslit- ið síðan. Við höldum félagsfundi mánaðarlega frá september og fram í apríl. Við gefum ungbarna- gjafir í samstarfi við Ungbarnaeft- irlit HVE og gefum útskriftarnem- endum í grunnskólum reykskynjara ár hvert í samstarfi við trygginga- félögin sem eru með útibú á Akra- nesi. Þá gefum við endurskinsmerk- in nemendum í grunn- og leikskól- um í það minnsta annað hvert ár. Við stöndum fyrir Sjómannadags- kaffisölu í Jónsbúð, gerum leiðis- greinar fyrir jólin í samstarfi við jólatrjáasölu Björgunarfélag Akra- nes. Við höldum félagsvistarkvöld á fimmtudögum í Jónsbúð yfir vetr- armánuðina. Við styrkjum Björg- unarfélag Akranes og störfum með þeim. Við höfum líka styrkt góð málefni á Akranesi með peninga- framlögum. Í haust fór Slysavarna- deildin í forvarnargöngu á opin leiksvæði í bænum. Þar var ástand þeirra tekið út með tilliti öryggis barnanna. Það að starfa með slysa- varnadeildinni er gefandi verkefni í góðum félagsskap með fólki á öll- um aldri. -tilkynning Skammdegið er skollið á - láttu sjá þig! Fyrir forvarnargöngu sem Slysavarnadeildin Líf fór í haust þar sem ástand leik- svæða í bænum var kannað. Sjómannadagskaffi í Jónsbúð. VÖRUR SEM IÐNAÐARMENN TREYSTA Höfum bætt við ljósaúrvalið - ljós frá Lýsing og hönnun Kalmansvöllum 1a Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 6 Gjafavöruverslunin @home • Stillholti 16-18 • S:431-1218 Verslum í heimabyggð Erum á snapchat: athomeakranes Full búð af fallegum jólagjöfum Njóttu þess að láta okkur pakka inn fyrir þig, þér að kostnaðarlausu SK ES SU H O R N 2 01 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.